Dagblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. APRlL 1978. Gæzlan og björgunarstörfin: Úreltur björgunar- búnaður? Þótt varðskipunum mistakist sutnar björgunartilraunir, hafa þau framkvæmt margar vel heppnaðar. Nýjasta dæmið er fri þvi að varðskip tðk annað varðsldp með bilaðar vélar í tog og færði til hafnar. Sjómaður hafði þetta að segja: Það kemur manni á óvart, hversu treglega bjðrgunarstörfm ganga hjá varðskipunum okkar. Tvær risastórar vélar, sem framleiða 9000 hestöfl eða svo, — og ekkert stoðar. Það virðist vera að virar skipanna eigi hér sök á. Þá dettur manni i hug hvort ekki sé eitthvað bogið við björgunarbúnað skipanna. Getur það hugsazt að vírarnir séu ekki nægjan- lega sterkir. Með það afl, sem varðskipin hafa, ætti að vera hægt að toga smá„punga” eins og færeyska saltdallinn og Vest- mannaeyjabátinn ofan af miðri heiði. En þetta vefst semsé fyrir varðskips- mönnum, — og þá trúlega vegna þess að þeir hafa ekki nógu góðan útbúr.að. Þröstur Sigtryggsson skipherra. Eg tel að þær dráttartaugar sem til eru séu nægilega sterkar og í fullu Raddir lesenda Ii __í.-, <*• Allir eru þakklátir fyrir störf hreinsunarmannanna en þau mega ekkl koma óþægilega illa niður á umferóinni ef hægt er að haga þeim öðruvisi. Hreinsunin má ekki verða til vandræða Reiður vegfarandi hringdi: Það nær ekki nokkurri átt að vinnuflokkar borgarinnar, sem vinna nú þarft verk að hreinsun gatnanna, taki ekki tillit til umferðarinnarog á ég þar við umferðina á annatímum. 1 gærmorgun (fimmtudagsmorguninn sl.) var ég að aka úr Kópavoginum að vanda til vinnu minnar í Reykjavik. Var þá mikið umferðaröngþveiti á Kringlumýrarbrautinni i Fossvogi. Tók ég þvi framan af með þegjandi þolinmæði og með vorkunn í garð þeirra, sem ég hélt að sjálfsögðu að hefðu lent í slysi eða óhappi. Fikraði ég mig nú áfram mínútu fyrir minútu og metra fyrir metra unz ég sá hvað raunverulega otti öngþveitinu. Vinnuflokkur frá borginni var þar með bíl og tvær drátt- arvélar og var verið að hreinsa' rennusteininn. Geysileg umferð Kópvæginga, Garðbæinga og Hafn- firðinga á sér stað þarna um einmitt á þessum tima. Vil ég nú biðja viðkomandi verk- stjóra, í fullri velvild, að taka tillit til þessara aðstæðna og annarra sambærilegra um borgina. Þjónusta Símans við almenning: Það á að vera hægt að hríngja í númer almenningssímanna H. Teits var á linunni og mikið niðri fyrir: „Greinilegt er að símamál okkar eru öll einhvers staðar aftur í grárri forn- eskju. Mér dettur núna í hug eitt atriði af þúsund, bara svona til að gripa niður á einhverju. Hvers vegna i ósköpunum eru ekki símanúmer á almenningssimum? Þetta hefur verið erlendis um áratuga- skeið, líklega allt frá því þetta merka tæki varð almenningseign. Hér er ekki hægt að hringja i almenningssima, en slíkt gæti komið að miklu gagni í mörgum tilvikum. Gaman væri að fá svör ráðamanna Simans um þetta einstaka mál, sem ég hef nú aðeins i mprað á. Hafsteinn Þorsteinsson, bæjarslm- stjóri svarar: „Þetta er vel framkvæmanlegt og við höfum hugleitt að gera þetta. En — á meðan umgengni um þessa síma- klefa er með þeim hætti að við höfum ekki undan að gera við þá, þjónar það í sjálfu sér engum tilgangi að fólk ákveði með sér samband um þá á ákveðnum tímum en geti svo ekki stólað á að tækin séu í lagi. Varðandi simasjálfsala í fyrirtækjum og stofn- unum höfum við reynt þetta á nokkr- um stöðum en teljum hinsvegar að slíkt kunni að skapa þær aðstæður að notagildi tækjanna verði ekki sem skyldi vegna hringinga utanaðfrá. samræmi við getu varðskipanna. Hins vegar eru aðstæður til notkunar þessa búnaðar mjög misjafnar og árangurinn þvi eftir þvi. Hringið r r isima 27022 milfí kl. 13-15 eða skrifið Spurning dagsins Er vorið komið? Guðmundina Bjarnadóttir húsmóðin Jú, ætli það ekki. Veðrið er alltaf svo gott þessa dagana. Óskar Þór Ingvarsson, 8 ára: Já, það er ailtaf svogott veður núna. Sigriður Þórarinsdóttlr, nemi i Mynd- lista- og handiðaskólanum: Já, mér finnst það. Það er minnsta kosti kominn vor- hugur í mann. Sigurður Sigurbjörnsson, fyrrverandi sjómaður: Já, það finnst mér endilega, fyrst lóan er komin. Helga Sigurðardóttir húsmóðir: Veðrið er gott eins og stendur, en það gæti nú kólnað. Bæjarsimstjórí: Á meðan umgengni um simaklefana er jafnslæm og raun ber vitni sjáum við ekki ástæðu til að tengja þangað númer. Erlendis gengur fólk vel um slikt enda litur það svo á réttilega að um þjónustu við það er að ræða. Sigurður Bjarnason pipulagningamaður: Já, það er alveg klárt mál og er langt siðan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.