Dagblaðið - 08.04.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. APRlL 1978.
5
Reglur um rekstur veitingahúsa
og næturþjónustu í
Reykjavík verði endurskoðaðar
„Ég tel að breyta þurfi reglum og
gera alla framkvæmd frjálsari í sam-
bandi við veitingastaði og kvöldsölu-
staði hér í borginni,” sagði Björgvin
Guðmundsson borgarfulltrúi i viðtali
við DB í gær. „Ekki hvað sízt tel ég
að allof strangar reglur gildi um nýjar
tegundir veitingahúsa, svonefnda grill-
staði,” sagði Björgvin.
Hann vakti máls á þessum atriðum
á fundi borgarráðs i fyrradag. Spurði
hann meðal annars um störf nefndar,
sem i maimánuði í fyrra var kosin til
þess að endurskoða reglur um þessi
efni.
„Margar umsóknir um afgreiðslu-
hætti hinna nýrri matstaða hafa
fengið mjög dræmar undi: tektir, ’
sagði Björgvin. Hann benti m.a. á að
öllum umsóknum um rekstur pylsu-
vagna hefði verið skipulega synjað af
hálfu borgaryfirvalda. Fyrir slíkri af-
greiðslu væru oft á tíðum hæpin rök
eða jafnvel engin haldbær.
í þessu sambandi má geta þeirra við-
ræðna sem fram hafa farið um
nokkurt skeið milli veitingahúsaeig-
enda og dómsmálaráðuneytisins um
lokunartíma vínveitingastaða i borg
inni. Allir þekkja biðraðirnar við
veitingahúsin, þegar klukkan er farin
að nálgast hálftólf. Þær eru mest
áberandi um helgar.
Veitingahúsaeigendur hafa óskað
þeés að viðskiptavinir gætu gengið út
og inn eftir vild á hverjum veitinga-
stað meðan þeir starfa hvert kvöld. Er
þetta undantekningarlitil venja annars
staðar vandkvæðalaust. Nú hefur
lögreglustjórinn í Reykjavík tjáð
dómsmálaráðuneytinu að hann geti
fyrir sitt leyti fallizt á umbeöna
tilhögun. Er þess því að vænta að inn-
an tiðar leggist niður hvimleiður
troðningur við veitingahús borgarinn-
ar.
Loks má geta þess að í umræðum i
borgarstjórn hafa komið fram þau
sjónarmið að greitt yrði fyrir því með
samþykki af hálfu borgaryfirvalda að
næturþjónusta svo sem bensinsala og
matsala verði leyfð við sæmilegri
aðstæður en þær sem um langt skeið
hafa veriðá Umferðarmiðstöðinni.
BS
Ur vetri f voi
Þeir bjartsýnu eru ákveðnir i að vorið
sé komið. Lóan er lika komin „heim” úr
vetrarfriinu i sólarlöndum, snjórinn
hverfur óðfluga og hitastigið er ósköp
notalegt að verða. Þeir svartsýnu benda
þó á hretin og vitna þá í ákveðin ár til að
leggja áherzlu á hrakspárnar.
Engu að síður er það staðreynd að
vorlegt er um að litast um allt land.
Syðra er hlýtt og notalegt og nyrðra og
eystra þiðnar snjórinn svo mjög að til
vandræða hefur horft víða.
Myndirnar tóku Ijósmyndarar okkar
á dögunum. Hörður Vilhjálmsson fann
þetta vetramótif við Lynghól, sumar-
Stjörnufákun
Beztu Ijóð Jóhannesar
úrKötlumá hljómplötu
Mál og menning fylgist greinilega
með timanum, öld hljómflutnings-
tækjanna. M&M hefur stofnað
dótturfyrirtæki, sem nefnist Streng-
leikar og hefur með höndum hljóm-
plötuútgáfu fyrirtækisins.
1 gær kom önnur plata Strengleika
á markaðinn. Stjörnufákur heitir
platan og hefur að geyma upplestur
Jóhannesar skálds úr Kötlum á eigin
ljóðum.
Hér eru birtar upptökur á beztu
ljóðum skáldsins en þær voru til í
fórum útvarpsins. Óskar Halldórs-
son annaðist útgáfu hljómplötunnar.
Fyrri plata Strengleika heitir Frá-
færur með hljómsveitinni Þokkabót.
- JBP-
bústað Guðmundar heitins frá Miðdal.
Milli hliðstólpanna trónar rafmagns-
mastur, sem fiytur orkuna að austan.
Þau hafa staðið sig með prýði i vetur og
geta Reykvíkingar þakkað það.
Hin myndin er af svani sem æfir lend-
ingar og flugtök af kyrru vatni í
nágrenni' borgarinnar. Þá mynd tók
Ólafur Guðbjartsson. ungur og upp-
rennandi Ijósmyndari.
Myndirnar sanna að skjótt skipast
veður i lofti því myndirnar voru teknar
með fárra daga millibili. Um helgina er
ekki spáð góðu göngu- eða skíðaveðri, i
gær féll jafnvel eitthvað sem liktist snjó.
En svo virðist sem vorið yfirbugi þessi
snjókorn gjörsamlega. En kannski erum
viði hópi bjartsýnismannanna?
FATAVERZLUN Hamnborg
Það erhagstættað verzlaí
Skyrtublússur
Utir. HWtt, blátt, beige,
l/ósbrúnt
Verd kr. 3480.-
Pb'seruð pils
Verökr.8900.-
Blússur
í mörgum lítum
Verðkr.5360.
Hálsbindi
Verð
kr. 1690.
PÓSt-
sendum