Dagblaðið - 08.04.1978, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. APRlL 1978.
Irjálst, óháð dagblað
Útgofandi Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjórí: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónsson.
Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí rítstjómar.
Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atíi Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Pólsson.
Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurös-
son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar
Valdimarsson, Ragnar Lór.
Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞoríeHsson. DreHingarstjóri: Mór E.M. Halldórs-
son.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrHstofur Þverholti 11. Aöal-
simi blaðsins 27022 (10 linur). Áskríft 1700 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Sotning og umbrot Dagblaðtð hf. Siðumúla 12.
Mynda- og piötugerð: HUmir hf. Siöumúla 12. Prentun: Arvakur hf. SkeHunni 19.
Lífskjörí hættu
Tveir forystumenn hafa í vikunni bent /jjj
á hættuna á, að lífskjör íslendinga hrynji,
eins og þeir hafa komizt að orði. Doktor
Jónas Bjarnason, formaður Bandalags
háskólamanna, fjallaði um þetta í
kjallaragrein í Dagblaðinu, og Davíð
Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðn-
rekenda, varaði við hættunni á ársþingi félagsins. í
báðum tilvikum kom fram sama orsökin. Fjárfesting
hefur ekki byggt á arðsemissjónarmiðum. Uppbygging
iðnaðar er langt á eftir því, sem vera þyrfti.
Rétt er að gjalda varhug við kröfugerð þrýðtihópa. Það
er ein helzta undirrót meinsins, að stjórnvöld hafa beygt
sig fyrir þrýstihópunum. Af atvinnuvegunum er þar
fyrst og fremst um að ræða sjávarútveg og landbúnað,
sem kalla mætti háþrýstihópa, gagnstætt iðnaðinum,
sem hefur orðið út undan og kalla mætti lágþrýstihóp.
Þegar litið er á kröfugerð lágþrýstihópsins, kemur í ljós,
að hann á sér fullgild rök á mörgum sviðum.
Hinn fyrsta janúar 1980, eftir um tuttugu mánuði
lýkur þeim tíma, sem iðnaðurinn fékk til að aðlaga sig
samkeppni við innfluttar vörur frá löndum bandalag-
anna EFTA og EBE. Á þessum tíma átti innlendur
iðnaður að verða þannig í stakk búinn, að hann yrði ekki
undir í samkeppninni, þegar tollmúrar hryndu. Langt er
frá, að svo sé. Eigi að varðveita lífskjörin og bæta á
næstu árum og áratugum, þarf að koma til stórefling
iðnaðar, sem kalla mætti iðnbyltingu. Stjórnvöld hafa
þvert á móti haldið iðnaðinum niðri með því að láta
hann sæta verri kjörum en háþrýstihópana.
Iðnaðurinn er settur hjá um aðgang að fjármagni.
Hann nýtur lakari kjara en aðrir atvinnuvegir í skatt-
lagningu, svo sem um launaskatt, aðstöðugjöld og sölu-
skatt af orku og aðföngum. Undanfarin ár hefur vöxtur
iðnaðarframleiðslu verið að meðaltali hlutfallslega meiri
en vöxtur þjóðarframleiðslunnar. Því hefði mátt búast
við, að fyrirgreiðsla bankakerfisins hefði vaxið. En
annað er uppi á teningnum. Hlutur iðnaðarins í heildar-
útlánum bankakerfisins hefur minnkað stöðugt síðan
1970, þegar hann var þrettán prósent. Hann var í fyrra
kominn niður í 9,9 prósent. Hefði hlutfallið frá 1970
haldizt, hefði iðnaðurinn haft 4,3 milljörðum króna
meira en hann hafði á síðasta ári.
Athyglisvert er, að Iðnlánasjóður hefur aðeins fengið
9,1 prósent af lánveitingum Framkvæmdasjóðs á síðasta
ári. Ekki var tekið tillit til arðsemissjónarmiða. Á árs-
þinginu gátu iðnrekendur þeirra augljósu sanninda, að
án fjárfestingar í iðnaði verður engin iðnvæðing og án
lána er fjárfesting nær óhugsandi við núverandi
aðstæður í landinu.
Stjórnvöld hafa á síðustu mánuðum gert lítið eitt til að
bæta hlut iðnaðarins. Frumvörp eru á leiðinni með frek-
ari úrbætur. En allt það, sem boðað hefur verið eða gert,
nægir skammt til að leiðrétta misréttið, sem þessi lág-
þrýstihópur er beittur.
Svo horfir, að í stað iðnvæðingar stefni í alger vand-
ræði, þegar aðlögunartímanum lýkur. Háþrýstihóparnir
hafa vaðið yfir iðnaðinn. Þess vegna eru núverandi lífs-
kjör í hættu.
Hreinsunaraðgerðir vegna Amoco Cadiz strandsins
ífullumgangi
Vísindamenn bjart-
sýnir á árangurinn
Vonazt er til að mengunin haf i ekki
langtímaáhrif á líf ríkið
Vísindamenn vinna nú að rann-
sóknum á afleiðingum mestu olíu-
mengunar, sem um getur í sögunni
eftir strand risaolíuskipsins Amoco
Cadiz úti fyrir Bretagneströndum.'
Þrátt fyrir gifurlega mengun eru
vísindamenn eftir atvikum bjartsýnir á
það að mengunin hafi ekki langtima
áhrif á strönd Bretagne eða sjávarlíf
undan ströndum.
Risaolíuskipið strandaði 16. marzsl.
og brotnaði i tvennt strax næsta dag
skammt undan landi, þar sem fiski-
þorp eru á ströndinni. U.þ.b. 200
þúsund tonn af hráoliu fóru í sjóinn og
til þess að flýta fyrir hreinsun
sprengdi franski flotinn göt á lestar
Franski fiotinn sprengdi djúpsprengjur til þess að öll olian rynni úr skipinu, en
þegar um 200 þúsund lestir höfðu runnið úr skipinu þegar það brotnaði, voru enn
20 þúsund lestir um borð i heilum lesturn.
r
TÍU MILUÓN ÁRA GAMALL
F0RFAÐIR OKKAR
Fátt er mönnum hugstæðara en að
velta fyrir sér ætt sinni, uppruna og
tengslum við aðra menn. Sköpunar-
sögur trúarbragðanna hafa löngum
nægt flestum þegar um hefur verið að
ræða uppruna manna. Þær skýra
flestar frá þvi, að einhvern tima i ár-
daga hafi guð eða guðir skapað
manninn og konuna, og þau tvö síðan
orðið foreldrar allra manna, allra kyn-
þátta og allra samfélaga. Vandamálið
um manninn var þannig leyst i eitt
skipti fyrir öll. Enginn vafi lék á því
hvers eðlis hann væri, hver væri upp-
runi hans. Náttúrufræðingar 19. aldar
áttu eftir að spyrja nýrra og óvæntra
spurninga i sambandi við manninn, og
svörin voru aðvitað ekki síður nýstár-
leg. Menn komust að því, að tegundir
voru breytingum háðar, að þessar
breytingar gátu leitt til þess að nýjar
tegundir yrðu til, og breytingarnar
réðu niestu um framvindu allra lífvera
á jörðinni. Þróunarkenningin, sem
kennd er við Darwin, er einmitt kenn-
ing um breytingar og hvernig þær eiga
sér stað. Framlag Darwins til náttúru-
visindanna var að skýra hvað stjórn-
aði þessum breytingum, hvernig þær
væru mögulegar. Þegar Ijóst var, að
menn og apar voru harla skyldir varð
ekki önnur ályktun af því dregin en sú,
að þeir ættu sér sameiginlegan for-
föður einhvers staðar langt aftur i
myrkviði aldanna. Þegar menn siðan
fundu ýmsar leifar útdauðra teg-
unda, sem ýmist liktust mönnum eða
öpum vaknaði sú von, að takast mætti
að finna tengiliðinn milli manna og
apa. „The missins link” var hann
kallaður, og lengi vel töldu visinda-
menn að einn góðan veðurdag kæmi
hann upp á yfirborðið, þessi merkilegi
mannapi, sem sannaði hvernig menn
og apar tengdust og hvað hefði valdið
þvi að leiðir skildu.
Hér verður ekki rakið hv.emig hver
týndur hlekkur eftir annan reyndist
gera gátuna flóknari i stað þess að
leysa hana. Java-maður, Peking-
maður, Afríku-maður. allt voru þetta
greinilega menn. Milliliður manna og
apa var enn jafn fjarlægur og hann
HVER Á AÐ BORGA
HALLANN
Á KRÖFLUVIRKJUN?
Nýlega gerðust þau einstæðu
tiðindi, að meirihluti stjórnar Raf-
magnsveitna rikisins — þrír menn af
fjórum — sagði af sér störfum. Greint
var frá þvi í blöðum að framkvæmda-
stjóri Rafmagnsveitnanna hefði verið
að þvi kominn að gera slíkt hið sama.
Ástæðan fyrir þessum viðbrögðum var
sú að þessir sérfræðingar vildu lýsa
sem harkalegustu vantrausti á
Gunnar Thoroddsen orkumála-
ráðherra vegna afskipta hans af þessu
mikilvæga fyrirtæki. Þeir röktu
opinberlega að Gunnar Thoroddsen
hefði steypt Rafmagnsveitunum i
botnlaust skuldafen með afskiptum
sínum — og ekki síður verkleysi.
Hann hefði æ ofan i æ gefið Raf-
magnsveitunum fyrirmæli um fram-
kvæmdir og efniskaup án þess að geta
tryggt nokkurt fjármagn til fram-
kvæmdanna, þannig að ekki var unnt
að leysa út vörur sem þó voru komnar
V ______
til landsins. Það sem af er þessu ári
hefur naumast liðið svo dagur að
Rafmagnsveiturnar hafi ekki hótað að
taka rafmagn af einum eða öðrum
stað á landinu vegna þessa gjaldþrota-
ástands. Á fjárl. þessa árs var
fjármagn svo naumt skammtað að
Rafmagnsveiturnar geta ekki einu
sinni rækt lágmarksathafnir i ár. For-
maður stjórnarinnar sem sagði af sér
var Helgi Bergs bankastjóri Lands-
bankans, einn áhrifamesti forustu-
rtiaður Framsóknarflokksins. Ekki
þarf að efa að hann hefur haft náið
samráð við félaga sína i forustu
flokksins áður en hann greip til
þessara harkalegu aðgerða. Þarna
birtist spilamennskustjórnkænska
Framsóknarflokksins enn sem fyrr;
Helgi Bergs lýsir harkalegasta van-
trausti á orkumálaráðherrann út á við,
en á ríkisstjórnarfundum brosa
Ólafur, Einar og Halldór framan í
Gunnar félaga sinn, enda bera þeir
auðvitað sömu ábyrgð og hann
meðan þeir gera engan ágreining
opinberan. Þetta er að vera opinn i
báða enda.
Viðbrögð Helga Bergs og félaga
hans eru einsdæmi t islenskri stjórn-
málasögu þann aldarþriðjung sem ég
hef fylgst með málum, og hvarvetna
þar sem ég þekki til í Vestur-Evrópu
hefði ráðherra sem fyrir slíku hefði
orðið talið óhjákvæmilegt að kanna
hvort hann nyti trausts þjóðþingsins.
En hér á landi gera ráðherrar ekki
siðgæðiskröfur til sjálfra sin, né aðrir
til þeirra.
Snjóbolti I
hundslappadrlfu
Mál Rafmagnsveitna rikisins komu
i