Dagblaðið - 08.04.1978, Síða 15

Dagblaðið - 08.04.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. APRIL 1978. Jazzvakning býóur upp á listviðbuió: Bezti bassisti í heimi kemur með tríó sitt * r V1 f\J ** a«VBBawui «•«• ræflarokksins og fyrsti punkarinn. Hann er allógæfulegur í útliti og sviðsframkoma hans þykir lítt geðsleg. Til skamms tima var hann ákaflega illa farinn af eiturlyfja- neyzlu, en vinur hans, David Bowie, hefur hjálpað honum mikið að rétta sig af. IggyPop genr hljóm. leika- plötu T.V. Eyes er nafnið á nýjustu hljómplötu ræflarokkarans Iggy Pop. Öll var platan tekin upp á hljómleikum vestan Atlantsála á síðasta ári. Upptökustjóri var David Bowie og leikur hann einnig á píanó í nokkrum lögum, auk þess sem hann hefur samið nokkur lög fyrir iggy- Upptökurnar á T. V. Eyes voru gerðar í hljómleikasölum í Cleve- land, Chicago og Kansas City. Platan var" síðan hljóðblönduð í Hansa stúdíóinu í Berlín. — Útkomutíminn er einhvern tíma í aprilmánuði. Meðal laga á þessari hljómleika- plötu Iggy Pop má nefna I Wanna Be Your Dog, Lust For Life, T.V. Eye, I Gotta Right og Sixteen. Tvö siðastnefndu lögin eru á litilli plötu sem kom út með Iggy ræflinum í Englandi i gær. Úr MELODY MAKER Stærsta jazznafnið I Evrópu þessa stundina, tríó danska bassaleikarans Niels-Hennings Orsted Pedersen. kemur í heimsókn innan skamms og leikur á hljómleikum í Háskólabíói þann 24. þessa mánaðar. Með Niels Henning eru i förinni belgíski giuirieikarinn Philip Catherine og trommuleikarinn Billy Hart. Það er tónlistarklúbburinn Jazz- vakning, sem stendur fyrir hingað- komu tríósins. Jónatan Garðarsson hjá Jazzvakningu var spurður um. hvernig lítill tónlistarklúbbur uppi á Íslandi gæti fengið svo stór nöfn til að koma og spila. Jónatan svaraði: „Við höfum náð ákaflega hag- stæðum samningum við hljómplötu- fyrirtæki Niels-Hennings og triósins, Stéeple Chase Records, um inn- flutning á plötum og heimsóknir jazzleikara. Til dæmis er Horace Parlan.sem heimsótti okkur fyrr í vetur, á samningi hjá Steeple Chase. Auk Parlans og Niels-Hennings eigum við von á fleiri listamönnum i framtíðinni. En heimsókn tríósins nú i mánuðinum er að mínu mati hápunkturinn á þeim heimsóknum.” Jónatan Garðarsson bætti þvi við að trió Niels-Hennings 0rsted Pedersen væri tiltölulega nýtt af nál- inni, en fullur hugur væri hjá með- limunum að halda samstarfinu áfram. Trióið hefur þegar leikið inn á tvær stórar hljómplötur. Önnur þeirra, „Trio Live At Montmartre Vol 1", kom út fyrir nokkrum dögum og er væntanleg hingað til lands áður en langt um líður. Að sögn Jónatans eru báðar þessar i háum gæðaflokki. Niels-Henning 0rsted Pedersen er íslendingum ekki með öllu ókunnur. Hann lék i Norræna húsinu á siðasta ári ásamt nokkrum dönskum félög- um sinum. Við eigum eftir að héyra meira frá honum á þessu ári, þvi að hann mun sjá um bassaleikinn. þegar Trió Oscars Peterson kemur hingað á Listahátið í júní. Þar verður bandaríski gitarleikarinn Joe Pass einnig með í förinni. Niels-Henning nýtur mikils álits í jazzheiminum. Lesendur brezka blaðsins Melody Maker kusu hann i fyrra bezta jazzbassaleikara heims- ins. Og í alfræðibókinni The En- cyclopedia of Jazz in the 70’s, sem út kom fyrir svo sem hálfu ári er komizt svo að orði að hann muni vera bezti bassaleikari i heimi. — Minna má nú gagn gera. Gítarleikarinn i tríói NH0P, Philip Catherine, er litt óþekktari en hljómsveitarstjórinn. Catherine er stórt nafn, hvort sem hann leikur jazz eða rokk. Hann var meðlimur I hollenzku hljómsveitinni Focus og hefur unnið með fiðluleikaranum Jean-Luc Ponty, gítarleikaranum Larry Coryell og hann lék með Charles M.ngus á piötunni Three Or FourShades OfBlue. Trommuleikari triós Niels- Hennings Orsted Pedersen er banda- ríski negrinn Billy Hart. Billy sló i gegn með Herbie Hancock og lék meðal annars á plötunni V.S.O.P. vol 1. Þá hefur hann verið i slagtogi með hljómsveit saxófónleikarans Stan Getz. Forsala miða á hljómleika tríós Niels-Hennings 0rsted Pedersen hófst í FACOi gær. ÁT. Eríendu vinsældalistarnir. Engin stór stökk að þessu sinni Breytingar á efstu sætum erlendu Vinsældalistanna eru litlar þessa vik- una. Unga óreynda fólkið „á” enska listann aðra vikuna i röð. Blondie er áfram númer eitt í Englandi og Hollandi með Denis sinn og Wuthering Heights er fokið upp i annað sætið. Gerry Rafferty, söngvarinn í þriðja sæti, er reyndar enginn ný- græðingur í poppinu. Hann söng með hljómsveitinni Stealer’s Wheel þar til fyrir þremur árum — þar á meðal lagið vinsæla Stuck In The Middle. Að þessu sinni syngur hann um læknagötuna i London, Baker Street, þar sem Sherlock Holmes bjó ásínum tima. Á hæla Gerry Rafferty koma tveir enskir kennarar, Brian og Michael. Þeir syngja lagið Matchstalk Men... I virðingarskyni við málarann L.S. Lowry. Yvonne Elliman er á uppleið vestra með lagið If I Can’t Have You. Showaddywaddy kemur á mikilli ferð inn á topp tiu með enn eitt gamalt lag, I Wonder Why. Showaddywaddy er í hópi þeirra hljómsveita. sem komast á toppinn, sama hvað þær bjóða upp á. Nokkurt nýnæmi er hins vegar að sjá nafn Suzi Quatro á vinsældalista, en hún er í sjötta sæti í Englandi þessa viku. Þá er ánægjulegt að sjá nafn hljómsveitarinnar Genesis á listanum. Sú hljómsveit er nú í tí- unda sæti með lagið Follow You ■ Follow Me. Bandariska hljómsveitin Kansas sýnir mestan lit á vinsældalista heimalands síns. Lag flokksms, Dust In The Wind, fer úr tiunda sæti í fimmta þessa vikuna. Jackson Browne er eina. nýja nafnið á topp tíu í Bandaríkjunum. Hann er nú i tí- unda sæti með Running On Empty. Vestur-þýzki vinsældalistinn birt- ist nú aftur eftir nokkurra vikna hlé. Þar eru Wings á toppnum, en I öðru sæti er hljómsveitin Smokie með nýtt lag, For A Few Dollars More. í heild sinni eru vinsældalistar vik- unnar ákaflega lítið spennandi, ef sá enski er undanskilinn. Væntanlega riðlast röðin þar verulega í næstu viku. Showaddywaddy er á uppleið, svo að ekki verður um villzt, og sömuleiðis Suzi Quatro. Væntanlega á Kansas eftir að hækka sig enn frek- ar i Bandaríkjunum og sömuleiðis söngkonan Yvonne Elliman. Hún er á ferðinni með lagið If I Can’t Have You, úr kvikmyndinni Saturday Night Fever. Lagið er eftir Gibb- bræðurna og er sérlega skemmtilegt í flutningi Yvonne. - ÁT- ENGLAND — Melody Maker 2. (3) WUTHERING HEIGHTS - KATEBUSH 3. (2) BAKER STREET GERRY RAFFERTY 4. (4) MATCHSTALK MEN AND MATCHSTALK CATS AND DOGS .. BRIAN AND MICHAEL 5. (17) IWONDER WHY .. . SHOWADDYWADDY 6. (12) IF YOU CANT GIVE ME LOVE SUZI QUATRO 7. (5) I CANT STAND THE RAIN 8. (7) IS THIS LOVE BOB MARLEY AND THE WAILERS 9. (6) 1 LOVE THE SOUND OF BREAKING GLASS NICKLOWE 10. (16) FOLLOW YOU FOLLOW ME GENESIS BANDARÍKIN - Cash Box 1. (1) NIGHT FEVER BEEGEES 2. (2) CANT SMILE WITHOUT YOU BARRY MANILOW 3. (3) LAY DOWN SALLY 4. (4) STAYIN' ALIVE 5. (10) DUSTINTHEWIND KANSAS 6. (6) THUNDER ISLAND JAYFERGUSON 7. (8) JACK AND JILL RAYDIO 8. (9) IF 1 CANT HAVE YOU YVONNE ELLIMAN 9. (5) EMOTION .... SAMANTHA SANG 10. (14) RUNNING ON EMPTY .. . JACKSON BROWNE VESTUR-ÞÝZKALAND 1. (1) MULL OF KINTYRE WINGS 2. (3) FOR A FEW DOLLARS MORE SMOKIE 3. (2) SURFIN' USA LEIF GARRETT 4. (9) TAKE A CHANGE ON ME ABBA 5. (4) DONT STOP THE MUSIC .... BAY CITY ROLLERS 6. (5) LOVEIS LIKE OXYGEN SWEET 7. (6) ROCKIN ' ALL OVER THE WORLD STATUS QUO 8. (7) LOVE IS IN THE AIR ... JOHNPAULYOUNG 9. (-) IT'S A HEARTACHE BONNIE TYLER 10. (14) WE ARE THE CHAMPIONS QUEEN HOLLAND 1. (1) DENIS 2. (2) ONLY A FOOL. MIGHTY SPARROW & BYRON LEE 3. (5) WUTHERING HEIGHTS KATEBUSH 4. (4) STAYIN' ALIVE BEE GEES 5. (8) ARGENTINA CONQUISTADOR 6. (6) U O ME 7. (7) FANTASY EARTH WIND AND FIRE 8. (3) BIG CITY 9. (16) SAME OLD SONG 10. (11) NENDLL BY ANNETTE VON BROECKKER HONG KONG i. (i) YOU'RE IN MY HEART ROD STEWART 2. (3) EMOTION .... SAMANTHA SANG 3. (4) STAYIN' ALIVE 4. (5) JUST THE WAY YOU ARE 5. (2) DONTIT MAKE MY BROWN EYES BLUE CRYSTAL GAYLE 6. (7) SLIP SLIDIN' AWAY 7. (9) (LOVE IS) THICKER THAN WATER ANDYGIBB 8. (8) HOW CAN 1 LEAVE YOU AGAIN JOHN DENVER 9. (6) HEY DEANIE SHAUN CASSIDY 10. (11) DESIREE

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.