Dagblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 22
22!
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978.
I
GAMLA BIO
I
Hetjur Kellys
MGM PresentsA Katzka-Loeb Production
KELLY S HEROES
[ Ypm-
Clint Eastwood
Terry Savalas
Donald Sutherland
Kyikmyndir
Laugardagur.
Austurbæjarbió: Ungfrúin opnar sig, kl. 5, 7, 9.
Stranglcga bönnuð innan 16 ára. NAFNSKÍRTEINI.
Bæjarbió: Ámerican Graffiti, kl. 5,9.
Gamla Bió: Hetjur Kellys, kl. 5, 9. Bönnuð innan
12 ára.
Hafnarbió: í leit að fortiðinni, kl. 3,5,7,9,11.
Háskólabió: Hin glataða æra Katrínar Blum, kl. 5, 9.
Bönnuðbörnum.
Laugarásbíó: Flugstöðin 77, kl. 5, 7.30, 10. Bönnuð
innan 12 ára.
Nýja Bíó: Grallarar á neyðarvakt, kl. 5, 7,9. Bönnuð
innan 12ára.
Regnboginn: Fiðrildaballið, kl. 3, 5, 7, 9.05, 11. B:.
Hvitur dauði i bláum sjo, kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15,
11.15. C: Morð — Min kæra, kl. 3.10, 5.10, 7.10,
9.10, 11.10. Bönnuð innan 16 ára. D: í fjötrum
kynóra, kl. 3:05,5,05,7.05,9.05,11.05.
Stjörnubió: Bite The Bullit, kl. 5, 7.30, 10. Bönnuð
innan 12ára.
Tónabió: ROCKY, kl. 5,7.30,10.
Éndursýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð bömum.
Lukkubíllinn
Barnasýning kl. 3.
Kaffivagninn
Grandagaröi
Alls konar veitingar
Opnarsnemma—
Lokarseint
—1
Sunnudagur.
Austurbæjarbió: Ungfrúin opnar sig, kl. 5, 7, 9.
Stranglega bönnuð bömum. NAFNSKÍRTEINI.
Tinni kl. 3.
Bsjarbió: Á flótta til Texas, kl. 3. American Graffiti,.
kl.5,9.
Gamla Bfó: Hetjur Kellys, kl. 5, 9. Bönnuð innan 12
ára. Lukkubillinn, kl. 3.
Hafnarbió: I leit að fortíðinni kl. 3,5,7,9 og 11.
Háskólabió: Hin glataða æra Katrínar Blum, kl. 5 og
9. Gulleyjan kl. 3. ,
Laugarásbló: Flugstöðin 77, kl. 5, 7.30, 10. Bönnuð
innan 12 ára. Jói og baunagrasið, kl. 3.
Nýja Bfó: Grallarar á neyðarvakt, kl. 3, 5, 7, 9.
Bönnuð innan 12 ára.
Regnboginn: A: Fiðrildaballið, kl. 3, 5, 7, 9.05, 11. B:
Hvltur dauði i bláum sjó, kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15,
11.15. C: Morð - min kæra, kl. 3.10,5.10,7.10,9.10,
11.10. Bönnuð innan 16 ára. D: í fjötrum kynóra, kl.
3.05,5.05,7.05,9.05,11.A05.
Stjörnubió: Bite The Bullitt, kl. 5,7.30 og 10. Bönnuð
innan 12 ára. Bakkabræður í hemaði kl. 3.
Tónabió: RíXKY, kl. 5,7.30,10.
^ Útvarp
Laugardagur
8. apríl
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 Vikan framundan. Ólafur Gaukur kynnir
dagskrá útvarps og sjónvarps.
15.00 Miðdegistónleikar. Anne Shasby og
Richard McMahon leika á tvö pianó „Nætur-
Ijóð” eftir Claude Debussy i útsetningu eftir
Maurice Ravel. Elly Ameling syngur lög úr
„Itölsku Ijóöabókinni” eftir Hugo Wolf;
Dalton Baldwin leikur á píanó.
15.40 Islenzkt máL Ásgeir Blöndal Magnússon
cand. mag. flytur þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson
kynnir.
17.00 Enskukennsla (On We Go). Leiðbeinandi:
Bjami Gunnarsson.
17.30 Framhaldsleikrit baraa og unglinga:
„Davið Copperfield” eftir Charles Dickens.
Anthony Brown bjó til útvarpsflutnings.
(Áður útvarpað 1964). Þýöandi og leikstjóri:
Ævar R. Kvaran. — Sjötti og síðasti þáttur.
Persónur og leikendur: Davið: Gisli Alfreðs-
son, Herra Pegothy: Valdimar Lárusson,
Ham: Borgar Garðarsson, Betsy frænka:
Helga Valtýsdóttir, Fiskimaöur: Þorgrimur
Einarsson, Rödd: Jón Júliusson.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Læknir f þrem löndum. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræðir við Friðrik Einarsson dr.
med.; þriöji þáttjir.
20.00 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson
kynnir.
20.40 Ljóðaþáttur. Umsjónarmaður: Njörður P.
Njarðvik.
21.00 Tónlist eftir George Gershwin. Boston
Pops hljómsveitin leikur; Arthur Fiedler
stjórnar. Píanóleikari: Peter Nero.
21.40 Stiklur. Þáttur með blönduðu efni i umsjá
Óla H. Þórðarsonar.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Sunnudagur
9. apríl
8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson
vigslubiskup fly tur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Útdráttur úr
forustugr. dagbl.
8.35 Létt morgunlög. Cbet Atkins leikur á gítar
og Boston Pops hljómsveitin leikur; Arthur
Fiedler stjómar.
9.00 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir.
10.25 Fréttir). a. Sembalkonsert i D-dúr eftir
Joseph Haydn. Robert Veyron-Lacroix og
hljómsveit Tónlistarháskólans í Paris leika;
Kurt Redel stj. b. Tvö tónverk eftir Ludwig
van Beethoven flutt á Beethovenhátíöinni í
Bonn i fyrra. Hljómsveit Beethovenhússins
leikur. Stjórnandi: Christoph Eschenbach. 1:
„Egmont-forleikurinn” op. 84. 2: Sinfónía nr.
6 í F-dúr „Sveitalifshljómkviöan” op. 68. c.
Fiðlukonsert nr. 4 i d-moll eftir Niccolo Paga-
nini. Arthur Grumiaux og Lamoureux hljóm-
svcitin i Paris leika; Franco Gallini stjórnar.
11.00 Messa f Grundarkírkju i Eyjafirði. (Hljóð-
rituð nýlega). Prestur: Séra Bjartmar Krist-
jánsson. Organleikari: Gyða Halldórsdóttir.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.20 Heimspeki og stjórnmál. Páll Skúlason
prófessor flytur fyrsta erindi í flokki hádegiser-
inda um viðfangsefni i heimspeki.
14.00 Miðdegistónleikar. a. Pianósónata i Es-
dúr op. 122 eftir Franz Schubert. Ingrid
Haebler leikur. b. Sónata i g-moll fyrir selló og
pianó op. 65 eftir Frédéric Chopin. André
Navarra og Jeanne-Marie Darré leika.
15.00 Svipmyndir frá írlandi. Dagskrá i tali og
tónum, tekin saman af Sigmari B. Haukssyni.
16.00 „Chansons madécasses” efftir Maurice
Ravel. Gérard Souzay syngur, Dalton Baldwin
leikur með á píanó, Maxence Larrieu á flautu
og Pierre Degenne á selló.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Flórens. Friðrik Páll Jónsson tók saman
dagskrána sem einkum fjallar um sögu borgar-
innar og nafntogaða menn sem áttu þar
heima. Flytjendur ásamt umsjónarmanni:
Pétur Björnsson og Unnur Hjaltadóttir. (Áður
útvarpaðfyrir ári).
17.10 Baraalög. Bessi Bjamason syngur visur
eftir Stefán Jónsson.
17.30 Útvarpssaga barnanna: „Púkinn og
Kata”, tékkneskt ævintýri. Hallfreður öm
Eiriksson les þýðingu sína.
17.50 Harmonikulög. Andres Nibstad og félagar
leika. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttlr.Tilkynningar.
19.25 Reynt á jafnréttislögin. Þáttur i umsjón
Margrétar R. Bjarnason.
20.00 „Friðaróður” eftir Georg Friedrich
Hándel. Rússneski háskólakórinn ogeinsöngv-
arar syngja. Hljómsveit Tónlistarháskólans i
Moskvu leikur með; Svesnikoff stjórnar.
20.30 Útvarpssagan: „Pilagrímurínn” eftir Pár
Lagerkvlst. Gunnar Stefánsson les þýðingu
sina (15).
21.00 „Spartakus”, ballettmúsik eftir Aram
Katsjatúrjan. Promenade hljómsveitin leikur;
Stanley Black stj.
21.25 Dvöl á sjúkrahúsi. Þáttur i umsjá Andreu
Þórðardóttur og Gísla Helgasonar.
21.55 Franz Liszt sem tónskáld og útsetjarí.
Ungverski pianóleikarinn Dezsö Ránki leikur
þrjú tónverk: „Widmung” eftir Schumann-
Liszt, „Sci mir gegrtisst” eftir Schubert-Liszt
og fantasíuna „Don Juan" eftir Liszt. (Frá
ungverska útvarpinu).
22.15 Úr visnasafni Útvarpstíðinda. Jón úr Vör
flytur.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Kvöldtónleikan Létt tónlist frá útvarpinu i
Miinchen. Útvarpshljómsveitin leikur tónlist
eftir Franz Schubert og Johann Strauss.
23.10 íslandsmótíð i handknattleik; 1. deild.
Hermann Gunnarsson lýsir leikjum i Laugar-
dalshöll.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
10. apríl
7.00 Morgunútvarp. Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15
og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05:
Valdimar ömólfsson leikfimikennari og
Magnús Pétursson pianóleikari. Fréttir kl.
7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.) 9,00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Séra Garðar Þor-
steinsson flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barn-
anna kl. 9.15: Steinunn Bjarman heldur áfram
lestri þýðingar sinnar á sögunni „Jerutti
bjargar Tuma og Tinnu” eftir Cecil Bödker.
(6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða.
íslenskt mál kl. 10.25: Endurtekinn þáttur
Ásgeirs Blöndals Magnússonar. Tónleikar kl.
10.45. Samtímatónlist kl. 11.00: Atli Heimir
Sveinsson kynnir.
Smurbrauðstofon
BJORNINN
Njúlsgötu 49 — Sími 15105
Sjónvarp í kvöld kl. 21.20:
Augu karlanna á stilkum þegar fata-
fellurnar sýna nýjustu nærfatatízkuna
Sjónvarp í kvðld kl. 20.30: Á vorkvöldi
GALDRA-BALDUR
„SKER UPP”
Sumartízkan frá París er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl. 21.20 i fimmtán
minútna þætti. Þar verða sýnd föt frá
frægustu tizkusýningarhúsum Parisar-
borgar háborgar tízkuheimsins. Meðal
tízkuhúsanna eru Paco Rabanne, Ted
Lapidus, Louis Feraud Lebret og Schia
Parelli, Hannae Mori, Pierre Balmain,
Courrages og Pierre Cardin.
1 lok þáttarins verður nærfatasýning
og eru það frægar „strip-tease”-dömur
eða fatafellur eins og þær heita víst á ást-
kæra, ylhýra, sem sýna nærklæðnaðinn.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
eru karlmennirnir í áhorfendaskaranum
mjög áhugasamir um þann þátt
sýningarinnar.
„Við kölluðum þáttinn Á vorkvöldi
þvi við vildum velja nafn sem gæfi fólki
ekki alltof miklar vonir um innihaldið,”
sagði Ólafur Ragnarsson. Þátturinn Á
vorkvöldi er i fyrsta sinn, af að minnsta
kosti sex, á dagskrá sjónvarps I kvöld og
er hann i umsjá Ólafs og Tage Ammen-
drups. Þeir velja efnið saman en Tage
sér siðan um stjórn upptöku en Ólafur
Jcynnir.
„Þessir þættir verða svona með blönd-
uðu fvafí. Samtöl verða við menn og
leiknir þættir ásamt tónlist og fleiru þess’
háttar. Þetta verður svona sitt úr hverri
áttinni og reynt að gera öllum til hæfís.
1 þættinum I kvöld verður flutt tónlist
úr Kátu ekkjunni. Nokkrír af þeim sem
ieika stór hlutverk i Þjóöleikhúsinu
koma og syngja fyrir okkur.
Þá verður rifjað svolítið upp frá
gömlum timum. Við ætlum að reyna að
gera það í hverjum þxtti og færum
okkur þá aftar í hvert sinn. 1 fyrsta þætt-
inum verður ekki farið mjög langt aftur,
ekki nema til ársins 1966, eða aðeins
aftur fyrir sjónvarpsbyrjunina. Við
munum spjalla við Vilhjálm Þ. Gíslason
þáverandi útvarpsstjóra um það hvort
sjónvarpið hafi uppfyllt þær vonir sem
til þess voru fyrst gerðar.
Einnig fáum við nýja hljómsveit I
heimsókn. Hún heitir Brunaliðið og
hefir aldrei komiö fram fyrr. En kapp-
arnir í henni eru löngu þekktir úr
ýmsum öðrum hljómsveitum. Magnús
ÍCjartansson sá um að safna þeim sam-
an. Þetta eru allt mjög góðir músík-
menn.
Rúsinan í pylsuendanum verður þó
liklega Baldur Brjánsson. Eins og þú
veizt þá hafði hann stór orð um það í
Kastljósi að hann treysti sér til þess að
framkvæma „uppskurði” með höndun-
um einum saman. Okkur fannst sjálfsagt
að láta reyna á það hvort þessi fullyrðing
stæðist. Menn fá þá að sjá það i kvöld
hvort hann sagði satt eða ekki,” sagði
Ólafur.
Það er víst engin hætta á þvi að menn
láti þáttinn fara fram hjá sér viljandi
með Baldur sem rúsínu i endanum,
annað eins og talað hefur verið um
andask'urölækningar.
- DS
Þýðandi tízkuþáttarins er Ragna
Ragnars og er Parísartízkan í litaútsend-
ingu.
A.Bj.
Þetta er sumartizkan frá frændum okkar I Noregi. Þeir eru kannski ekki eins „flottir
á þvi” og tizkufrömuðirnir i háborginni Paris, en þetta er léttur og skemmtilegur fatn-
aður.
Tage Ammendrup sér um upptöku.
Baldur Brjánsson hyggst „skera upp”
með höndunum i þættinum Á vorkvöldi
í sjónvarpinu I kvöld.
Ólafur Ragnarsson kynnir.
Sjónvarp
Útvarp
í
Sjónvarp
D
Laugardagur
8. apríl
16.30 tþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson.
17.45 Sldðaæfingar (L). Þýskur myndaflokkur.
Tíundi þáttur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson.
18.15 On We Go. Enskukennsla. 21. þáttur
endursýndur.
18.30 Skýjum ofar (L). Nýr, sænskur sjónvarps-
myndaflokkur í sex þáttum um þrjú böm, sem
virðast eiga fyrir höndum að eyða sumarleyfi
sínu í stórborg. En með því að beita ímynd-
unaraflinu komast þau hvert á land sem þau
vilja. 1. þáttur. Jónsmessublóm. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið).
19.05 Enska knattspyraan (L).
Hlé.
20.00 Fréttir og veóur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Á vorkvöldi (L). Þáttur með blönduðu
efni, sem verður á dagskrá á laugardagskvöld-
um na»tu 6 vikur. Umsjónarmenn eru ólafur
RagnarsSon, sem verður jafnframt kynnir, og
Tage Ammendrup, sem stjómar upptöku.
21.20 Parísartískan 1978 (L). Stutt, bresk mynd
um Parisartiskuna i sumar. Þýðandi og þulur
Ragna Ragnars.
21.35 Maðurinn í regnfrakkanum (L’homme á
l’imperméable). Frönsk sakamálamynd I létt-
um dúr fráárinu 1958. Aðalhlutverk Femand-
el. Hljóðfæraleikarinn Constantin er gras-
ekkjumaður. Hann er að ósekju grunaður um
morð á gleðikonu. Þýðandi Ragna Ragnars.
23.15 Dagskrárlok.
Sunnudagur
9. apríl
18.00 Stundin okkar (L). Umsjónarmaður
Ásdis Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni
Jóhanna Kristin Jónsdóttir. Stjórn upptöku
Andrés Indriðason.
19.00 Skákfrædsla (L). Leiðbcinandi Friörik
ólafsson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Heimsókn í dýraspitala Watsons. Fylgst
er með dýrum, sem komið er með til læknis-
meðferðar i nýja dýraspítalanum í Selásnum
við Reykjavik. Sigriður Ásgeirsdóttir, stjórnar-
formaður dýraspítalans, og Marteinn M.
Skaftfells, formaður Sambands dýravernd-
unarfélaga íslands, segja frá. Einnig er rætt
við félaga i Hestamannafélaginu Fáki.
Umsjónarmaður Valdimar Leifsson.
20.50 Páskaheimsókn 1 Fjölleikahús Billy
Smarts (L). Sjónvarpsdagskrá frá páskasýn
ingu í fjölleikahúsi. Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. (Evróvision — BBC).
21.40 Húsbændur og hjú (L). Breskur mynda-
flokkur. Leiknum er lokið. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
22.30 Að kvöldi dags (L). Séra Kristján Róberts-
son sóknarprestur í Kirkjuhvolsprestakalli i
Rangárvallaprófastsdæmi flytur hugvekju.
22.40 Dagskráiok.