Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 24

Dagblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 24
\ „Eins og að hef/a ofííi á eld, ” seg/a Loftleiðaflugmenn: ^ Bandarískir flugliðar sóttu íslenzka ferða- Siödegis í gær lenti á Keflavikur- flugvelli þota máluð og merkt litum og stöfum Loftleiða en áhöfn hennar var skipuð bandarískum flugliðum. Þotan kom með um 75 farþega innanborðs frá Luxemborg og hér bættust i hana 75 Islendingar sem eru þátttakendur i fyrstu hópferðinni á nýjum ferða- mannaslóðum sem Loftleiðir og Flug- félagið hafa auglýst að undanförnu. Er það 14 daga dvöl á Florida og 3 daga dvöl á Bahamaeyjum. „Ákvörðun um lendingu þessarar vélar hér og flutningur hennar á is- lenzkum hópfarþegum héðan er eins og að hella olíu á eld,” sagði einn af samninganefndarmönnum Loftleiða- flugmanna i deilum þeirra við Loft- leiðir. „Okkur þykir býsna hart að flugmálastjórí skuli leyfa slíka flutn- inga á íslenzkum ferðamannahópi meðan yfir standa viðkvæmar deilur, m.a. um Bahamaflug, deilur er leitt hafa til átaka og verið undirrót verk- falla.” Samninganefndarmaðurinn sagði að nú þegar ísinn væri brotinn myndu forráðamenn Flugleiða færa sig upp á skaftið og láta Bahamavélarnar lenda hér í hverri ferð og taka farþega. Kvað hann flugmenn telja sjálfsagt að ef verið væri að byggja upp ferðamanna- straum þangað ætti að gera það með islenzkum flugmönnum, ekki sizt þar sem þeir væru mun kauplægri en þeir erlendu. Þetta er þróun í öfuga átt að dómi flugmannanna. Vélin í Bahamafluginu er skráð á Is- landi en henni fljúga bandarískir flug- menn eins og áður segir. Telja íslenzku flugmennirnir að flestir flugmannanna séu eftirlaunaflugmenn úr bandaríska hernum enda meðalaldur þeirra milli 55 og 60 ár. Vélin átti að fljúga héðan beint til Bahamaeyja og var áætlaður flugtími sjö og háif klukkustund. Þriggja barna móðir og sendibílstjóri: PUÐAR ALLA DAGA EN TREYSTIR SÉR EKKITIL AÐ SKIPTA UM DEKK „Það hefur enginn rekið mig i burtu enn, en ég bið bara eftir því,” sagði Karen Kristjánsdóttir sendibilstjóri á Sendibílastöð Kópavogs i samtaii við DB. Karen er þrítug og þriggja barna móðir sem keyrir sendibil á móti manni sínum. „Nei annars, þetta gengur ágætlega hjá mér. Ég er búin að vera að keyra núna i hálfan mánuð og kann vel við starfið. Jú, það er auðvitað dálítið erfltt. Hvað erfiðast er að bera veit ég eiginlega ekki en þetta er mestmegnis burður.” „Erfiðast var að bera átta hurðir, var það ekki?” heyrðist kallað frá bílstjóra- herberginu þar sem vinnufélagar Karenar sátu og biðu eftir kalli og tefldu af hjartans lyst. „Þetta verður eins og hver önnur aukavinna með húsmóðurstörfunum,” sagði Karen. Hún á tvo syni tiu og sex ára og tveggja ára gamla dóttur. — Hvað gerirðu við börnin á meðan þú keyrir? „Pabbi þeirra passar strákana núna, því hann er aö gera klára traktorsgröfu sem hann á og vinnur stundum með. Vinkona min passar stelpuna. Annars ætla ég að koma strákunum i sumar- búðir í sumar. Annars er þetta dálítið erfiður tími þangað til maður fær sumar- barnapíuna.” — Hvað ætlarðu að gera ef springur á bílnum hjá þér? „Þá verð ég að hringja i manninn minn og biðja hann um hjálp því ég treysti mér ekki til að skipta um dekk,” sagöi Karen Kristjánsdóttir sendibíl- stjóri í Kópavogi. - A.Bj. irjálst, áháð dagblað LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978. Nauðgun kærð íSandgerði Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun sem hún kvaðst hafa orðið fyrir í íbúð í Sandgerði i gærmorgun. Konan, sem ekki er búsett í Sandgerði, hafði sam- band við lögregluna um hádegisbilið. Þekkti hún þann sem hún kærði og höfðu þau setið að drykkju. Maðurinn, sem kærður var, var hand- tekinn skömmu síðar. Var hann í geymslu í gær og var rannsókn í máli hans ekki hafin er kvöldið gekk í garð. _____________________- ASt. Fótboltinn byrjarað rúlla í dag: KR - Þróttur á Melavelli Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hefst á gamla, góða Melavellinum i dag — en að undanfömu hefur völlurinn breytt verulega um svip. Fyrsti leikurinn kl. 2 i dag er milli Þróttar og KR. Á morgun, sunnudag, leika Vikingur — Ármann á sama tima. Á mánudag verður þriðji leikurinn, Fylkir — Valur, kl. 8 og það er i fyrsta sinn sem Fylkir á lið i keppni meistaraflokks á Reykjavíkurmótinu. - hsim. Skoðana- könnun A-listansí Borgarnesi um helgina A-iistinn, listi Alþýðuflokks og óháðra í Borgarnesi, efnir til skoðana- könnunar um val tveggja efstu manna listans við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kosning fer fram i Svarfhóli í dag, laugardag, kl. 17—19 og á morgun kl. 16—19. Rétt til þátttöku i skoðanakönn- uninni hafa allir stuðningsmenn A-list- ans, 18áraogeldri. í framboði eru: Ágúst Guðmundsson múrarameistari, Eiríkur Ingólfsson tré- smiður, Eyjólfur T. Geirsson fram- kvæmdastjóri, Ingigerður Jónsdóttir nemi, Jón Kr. Guðmundsson pípulagn- ingameistari, Magnús Thorvaldsson blikksmiðameistari, Sturlá Karlsson múrari, Sveinn G. Hálfdánarson hrepps- nefndarfulltrúi, Sæunn Jónsdóttir hús- móðir og Þórður Magnússon bifreiðar- stjóri. Sjö menn eiga sæti i hreppsnefnd Borgarness. Á sl. kjörtimabili áttu fram- sóknarmenn þrjá fulltrúa, A-listinn einn fulltrúa, sjálfstæðismenn tvo fulltrúa og Alþýðubandalagið einn fulltrúa. Fram- sóknarflokkurinn og A-listinn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu. -A.Bj. Söluhapp- drætti Útflutningsbann verkamannasambandsins: Verður banni afstýrt með lækkun skatta? Rikisstjórnin ihugar nú í fullri alvöru leiðir til þess að fá Verka- mannasambandið til þess að endur- skoða samþykkt sina um bann við út- skipunarvinnu á útflutningsafurðum. Östaðfestar heimildir herma að meðal þeirra úrræða sem til umræðu hafa komið sé að lækka tekjumörk þau sem skattur er lagður á. Á móti þeirri tekjuskerðingu sem ríkissjóður yrði þannig fyrir gæti helzt komið til greina samdráttur í útgjöldum, sem annars var gert ráð fyrir. Eins og DB hefur skýrt frá í fréttum lagöi Albert Guðmundsson fram til- lögu á Alþingi þess efnis að verkföll skyldu bönnuð. Meginefni tillögu Alberts var þó það að ríkisstjórnin freistaði þess með öllum tiltækum ráð- um að fá Verkamannasambandið til þess að draga til baka samþykki um út- skipunarvinnubannið. Ofangreind úrræði hafa enn ekki verið formlega tekin til umræðu innan rikisstjórnarinnar en óhætt er að full- yrða að þau verða ihuguð. BS. marz Dregið hefur verið í söluhappdrætti Dagblaðsins fyrir marz. Fyrsti vinn- ingur, sem er forkunnarfínt DBS hjól, kom á númer 15992. Annar vinningur sem er vöruúttekt frá Útilífi i Glæsibæ kom á nr. 15438 og þriðji vinningur, sem er einnig vöruúttekt i Útilífi, kom á nr. 16265. Þeir sem voru svo heppnir að eiga númerin sem komu upp geta vitjað vinn- inganna á afgreiðslu Dagblaðsins í Þver- holti 11. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.