Dagblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 2
■w DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978. ,.MIN BUDDA ER MITTNODARBU” „Iss, eru þeir 1 svona miklu hallæri,” sagði kona manns nokkurs, er beðinn var að taka sæti á ákveðnum flokks- lista i komandi kosningum, þegar hún frétti um erindi þeirra sem eftir leituðu. Þessi setning er dálítið áleitin við hugann oft á tíðum þegar lesnir eru leiðarar dagblaðanna. Það verður ekki betur séð en þar sé oft ansi hart 1 ári, og kannski þarf engan að undra, því þegar öllu er á botninn hvolft koma dagblöðin út sex daga 1 viku að öllum jafni, svo það má búast við gúrkutíð þar eins og annars staðar. Á fimmtudaginn var til dæmis merkilegur gúrkuleiðari I Tímanum, þar sem -JH. hornhagldast yfir því að menn skuli bjarga sér á Íslandi enn og telur það ósvinnu að menn skuli kaupa bila fyrir milljarða, litsjónvörp og gólf- teppi, svo nokkuð sé nefnt, fyrir utan að sjálfsögðu ferðalög til útlanda, sem furðulega mörgum er ennþá grodda- legur þyrniriaugum. Það verður að kallast undarlegt, að meira að segja menn sem sjálfir keyra á 2,7 milljón króna bílum og eiga kannski jörð á hinum enda landsins ofan I kaupið skuli ekki enn hafa gert sér Ijóst, að bill er íslendingnum ekkert sport eða lúxus, heldur er hann nauðsyn. Það er lika skrýtið að þeir skuli ekki hafa hugleitt hvern hagnað íslenski rikiskassinn hefur af inn- flutningi þessarar nauðsynjavöru. Þó ætti hver maður nú orðið að vita, að rikið fær um 60% af andvirði hvers bils, sem nýr kemur á götuna hér; af 2,7 milljón króna bíl fær það þannig um 1,6 milljónir. Hver sá, sem kaupir nýjan bíl, er því að gera ríkinu greiöa og hann ekki svo litinn. Svipað trúi ég sé uppi á teningnum með íitsjónvörp og gólfteppi, þótt mér sé það ekki eins vel kunnugt. „Min budda er mitt þjóðarbú,” er haft eftir gegnum islendingi einhvern tíma þegar þessi mál voru á gómun- um, og það er liklega vlst og satt. Þrátt fyrir leiðara Tímans er fjármálum flestra einstaklinga þannig varið að þeir verða að leggja nokkuð að sér til þess að geta staðið undir fjár- festingum af nefndu tagi. Og kaupin ráðast af hagkvæmni þeirra fyrir hvern buddueiganda, ekki endilega af þvi sem kynni að vera gjaldeyriseign — eða eignarleysi — þjóðarinnar fyrir bestu. Við höfum kosið okkur stjórn (eða svo héldum við) til þess meðal annars að hafa eftirlit með gjaldeyrin- um okkar, öflun hans og eyðslu, enda er fáránlegt að hvert eitt okkar sé að vasast I gjaldeyrisstjórninni. Fæst okkar kaupa nýjan bíl bara af þvi að nýr bíll er I boði. Við kaupum nýjan bil af því að sá gamli er ekki lengur áreiðanlegur eða þá að við teljum fjármunum okkar betur borgið I nýjum bíl heldur en halda þeim gamla áreiðanlegum. Það má telja nokkuð öruggt að þvi lengur sem við drögum að eignast nýjan bíl því til- finnanlegri verður sá mismunur, sem við verðum að snara út úr buddunni okkar, þegar við loks komust ekki hjá þvi lengur. Hvers vegna lognaðist inn- lend gólfteppagerð að mestu út af? Vegna þess, að stjórn landsins undir- gekkst tollabandalag sem gerði ókleift að vernda íslenskan iðnað sem þurft hefði til þess að gera íslensku fram- leiðsluna nokkurn veginn samkeppnis- hæfa. Ætli sá maður sé til, sem kaupir 25—50% dýrari vöru af því einu að hún er framleidd hérlendis, aðeins af þjóðhollustu? Sé svo, legg ég til að hann verði eftir andlátið stopp- aður upp og geymdur að minnsta kosti Háaloftið SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON á byggðasafni, ef ekki þjóðminjasafni. En á hinn bóginn má fullyrða, að eng- inn flýr innlenda vöru fyrir það eitt að hún er innlend. Það er buddan sem ræður ásamt hagsýni eigandans; kjörinn landstjórn verður að stjórna þeirri sameiginlegu buddu. Og það gerir hún með þvi að leyfa okkur að flytja svo að segja allan fjandann inn, svo hagkvæmt sem það nú er. Svo og svo margar tegundir af bílum og litsjónvarpstækjum, þótt vitaskuld væri á allan hátt hag- kvæmara, þegar lengra til er horft, að hafa þessar tegundir fáar en vel valdar; meira að segja með gleði einka- bíla upp á 10—12 milljónir, þótt þeir séu svo fáir að I þá verði að sérpanta svo til hvern einasta varahlut; enda fær ríkið 6—7 milljónir í sinn hlut af hverjum slíkum kaupum. Það er ekki fyrr en landinn vill létta sér upp og komast I sólaryl eða skoða menningu eða menningarminjar framandi þjóða, sem tekið er til að stjórna. Þá skal hann lifa við meinlæti á meðan; til annars eru ekki efni. Á sama tíma tökum við meiri gjaldeyri af útlending- um sem hingað koma heldur en við náum að eyða i „lystireisur" okkar sjálfra. Þetta er nú stjórnin, góðir hálsar. Í lok fyrrnefnds leiðara segir, að ekki séu til skýrslur um það hvort smámunir eins og yfirvofandi út- flutningsstöðvun hafi orðið „hinum glaða kaupskap til baga.” Hins vegar er þess ekki getið, hvers vegna þessi út- flutningsstöðvun vofir yfir. Er hún til komin fyrir tilverknað kaupaglaðra mjögsiglara meðal einstaklinga þjóðar- innar, er hún vegna gjaldeyrisblank- heita — eða á kjörin stjórn landsins þar einhvern hlut að máli? Hver stjórnar kaupaveislunni, þegar öllu er á botninn hvolft? Er það ekki landstjórnin? Hver og einn stjórnar fyrir sig en ekki þjóðina. AÐLIFAA BRENNIVÍNI — Vísurog vísnaspjall Jön Gunnar Jónsson Sigfríður Jónsdóttir frá Glaumbæjarseli I Reykjadal, S.-Þing f. 1908, vann lengi versl unarstörf i Reykjavlk, nú búsett I Hafnarfirði, hefur lengi fengist við Ijóðagerð og tónsmíðar. Þær stökur, sem nú birtast hér hafa verið I fórum minum I áratugi. Sigfríður minnist hér samferðafólks og liðinna atvika og verða les- endur að geta I eyðurnar. Meðan Ijúfir hlátrar hljóma huga minum f, um lifsins æðstu leyndardóma lykja efans ský. Aldrei, aldrei get ég gleymt glettnum augum þfnum. Oft hefur frá þeim yndi streymt, sem endurskin f minum. Meðan af sælu svimar jörð og sefur I moldu fræið, siglum við alein út á fjörð eftir sólariagið. Auð þó bjóði bernskuvé, bjartra andartaka, held ég ei að holt mér sé að horfa oft til baka. Einhver sárindi búa hér að baki: Þú hefur aldrei þerrað tár. Þvilfkt einskis metur. En hella eitri f opin sár þú ævinlega getur. Þaðer bjartara yfir þeirri næstu. Ef mig þreytir efans hik, og angurs blæða sárin, gægjast Iffsins geislablik, gegnum sorgartárin. Og svo þessi að lokum: Geng ég um lífsins dimmu dyr, dapurt er húm um veginn; kannski seinna ber mig byr i birtuna sólarmegin. Látinn er Karl Kristjánsson alþingismaður. Hann var kominn yfir áttrætt og að mestu sestur I helgan stein. Hann var þingeyingur og oft kenndur við Húsavik. Hans var minnst á Alþingi, eins og venja er. Forseti þings hafði yfir þessa visu éftir Karl: Dauðinn kemur, dýrt er fjör, dagsins stutt að njóta, sá, sem hefur eina ör, ei má gálaust skjóta. * Sigvaldi Hjálmarsson kvað, þegar honum var sagt mannslát: Lýkur ævi láns og meins, Ifða fljót að ósum. Haustið það er ávallt eins: ilmur af dánum rósum. * Bergljót Benediktsdóttir, húsfreyja, Garði I Aðaldal: Litla korn af köldum snjá'. Hvað er lifið; Stuna af harm. Dropinn hálfi úr heilum sjá, hjartaslag f tfmans barm. Hér eru .íokkrar stökur, sem týnt hafa höfundun: sinum, og væri gaman að ráða þær gátur: 1. Heims af kvölum hef ég nóg, harma bftur Ijárinn. Margt eitt bölið bætir þó blessaður rauði klárinn. 2. Jón minn góður, ég bið þig, játaðu vilja mfnum: Nú langar I ne6ð mig nokkuð úr bauknum þfnum. 3. Kaffið henni kemur best, kalt svo ennið hlýni, en laufa spenni langar mest að lifa á brennivini. 4. Komdu hingað, kona góð, og kættu mér f geði. Þér á ég að þakka, fljóð, það sem ég hef af gleði. “5. Vetur yBr sæ og sveit sáldar snjónum bjarta. Vetur er í vorum reit, vetur í mörgu hjarta. ^ 6. Viljir þú mér fara frá, fjandakorn þvi sinni, en hengi mig um hálsinn á hinni kærustunni. Enn þarf ég að minnast á vísu, sem hér birtist fyrir nokkru og eignuð var Jóni Thoroddsen. Jóhanna Guðlaugsdóttir, háöldruð kona, hringdi til min og sagði, að faðir sinn séra Guðlaugur Guðmundsson, hefði kennt sér visuna og upphaf hennar svona: „Heilsa ég bæði dyrgju og dverg,” og væri hún eftir Benedikt Gröndal og ort, er hann var að koma til Stykkis- hólms að heimsækja systur sina Þuriði og mann hennar séra Eirík Kúld, nokkuð hreifur af vini. Séra Guðlaugur Guðmundsson kvað um orðuveitingar: Allt mun standa heima hér, hart þó vindar gjósti. Nú á þjóðin heilan her með hræfuglsmynd á brjósti. Sami höfundur orti þessa hálfkæringsvisu, kannski í orðastað ráðherra eða ráðríks stjórn- málamanns á fyrsta áratug aldarinnar: Alþýðan er aðeius fórn, er og verður kálfur, en ég heimta heimastjóm og að hafa völdin sjálfur. Gamall vinur minn og félagi hringdi og bað mig um að birta svokallaða verðlaunavísu eftir Jón úr Vör. — Það mun hafa verið veturinn 1965, i útvarpsþætti Sveins Ásgeirssonar hag- fræðings að verðlaunum var heitið fyrir visu um ákveðið efni. Jón orti visu og lét kunningja sinn heyra, hann aftur kunningja sinn, sem kom henni á fiamfæri, en ekki alveg réttri. 1 8. hefti Bókbindarans sama ár kom visan svo eins og Jón hafði hana. Hún er svona: Ekki þarf að gyila gull, gullið verður ætfð bjart. Alltaf verður bullið bull, Þótt búid sé i rimað skart. J>GJ_ _ 41M6 £G AHYGGJUP /=iP FsjNN Cr£F/F £<-<£FT FnajFO £/y F>VO ufro/. <3/&) V t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.