Dagblaðið - 15.04.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978.
Eyrarbakkakirkja eftir endurbæturnar. „Húsið” stendur rétt til hlidar við
kirkjuna. Mynd: Magnús Karel
KIRKJAN OG
-HÚSIД
Magnús Karel skrifar:
„1 frétt í Dagblaðinu núna á dögun-
um er sagt frá endurbótum og lagfær-
ingum á Eyrarbakkakirkju. Hún var á
síðasta sumri klædd utan með timbri
og færð til þess horfs, sem hún var i
þegar biskupinn vígði hana þann 14.
desember 1890.
Verður nú tekið til við að lagfæra
kirkjuna að innan og er undirbúningur
þess verks þegar hafinn. Er Ijóst að
það verður kostnaðarsamt verk mjög,
en söfnuðurinn er einhuga um að
sigrast á þeim vanda, það sýna hin
mörgu fjárframlög sem kirkjunni hafa
borizt að undanförnu.
Með fréttinni var birt nokkurra ára
gömul mynd frá Eyrarbakka sem sýnir
kirkjuna eins og hún var fyrir lagfær-
inguna svo ég læt hér fljóta með nýja
mynd af kirkjunni.
Í baksýn má sjá elzta hús Eyrar-
bakka, Kaupmannshúsið, sem er rúm-
lega 200 ára gamalt. Húsið er í einka-
eign og er leitt til þess að vita að þetta
hús sem er til vitnis um lifnaðarhætti
dönsku einokunarkaupmannanna á
Suðurlandi, skuli vera svo harðlega
læst almenningi að maður vogar sér
ekki einu sinni að kíkja þar á gluga,
enda neglt fyrir þá Öesta. „Húsið"
mætti svo sannarlega gera að lifandi
safni, t.d. með veitingasölu yfir sumar
mánuðina og listamannahúsi á vet-
urna. Vonandi verður þess ekki langt
að bíða að við getum farið að skoða
„Húsið”, en svo er það nefnt I daglegu
tali í þorpinu vegna þess að fyrrum
voru önnur hús á staðnum hreinustu
kofar í samanburði við það.”
Athugasemd: Myndin, sem birtist í DB
af kirkjunni eftir lagfæringuna, var
ný og þvi af kirkjunni eins og hún er
nú.
VERZLUNIN
REYNDIAÐ
HIRÐA VERÐ-
BÓLGU-
MISMUNIN
Markús Kristjánsson hringdi:
Lá honum á hjarta að vara fólk við
verzlunarháttum er viðgengust í borg-
inni, og sjálfsagt víðar, sem ekki væru
löglegir.
Dæmið sem hann nefndi var að
hann keypti helluborð (eldavél) fyrir
þrem mánuðum, var helluborðið með
rofunum framan á. Síðar kom í Ijós að
við hina nýju eldhúsinnréttingu fór
betur að nota helluborð með rofunum
ofan á til hliðar við hellurnar.
Helluborðið kostaði á sínum tíma
44 þús. kr. Var það enn í umbúðunum
og fór Markús aftur í sömu verzlun og
vildi fá að skipta helluborðinu með
rofunum framan á fyrir hitt. Sá hann
um leið að borðið, Sem hann hafði
keypt fyrir þrem mánuðum, var komið
uppí 51.800 kr.
Sjálfsagt var af verzlunarinnar
hendi að gera þessi skipti ef Markús
féllist á að leggja helluborð sitt inn á
44 þús. kr. og greiða svo mismun.
Ekki féllst hann á þessa kosti og
hafði þegar samband við skrifstofu
verðlagsstjóra. Þar var lofað að kanna
málið strax og ekki leið nema klukku-
stund þar til maður þaðan hringdi
aftur í Markús og tjáði honum að haft
hefði verið samband við verzlunina og
frá þvi gengið að þessi verðbólgumis-
munur kæmi ekki inn í skiptin.
Markús fékk helluborði sínu skipt á
nýja verðinu en vildi aðeins benda
fólki á að sæta ekki ýmsum afarkost-
um þegjandi og hljóðalaust sem verzl-
anir og önnur fyrirtæki byðu ef til vill
uppá.
Voru Danirnir
að vemda
hernaðar-
leyndarmál?
6278—2196 hringdi:
Ég er gamall sjómaður og hef tals-
verðan áhuga á skipum. Mér þótti þvi
lofa góðu þegar ég sá auglýst að al-
menningi gæfist koslur á að skoða
danska varðskipið Ingolf sem kom til
Reykjavíkur i vikunni.
En ég verð að segja eins og er að ég
skil ekki hvers vegna var verið að
bjóða fólki að „skoða skipið”. Það
kom nefnilega í Ijós að maður mátti
skoða dekkið og ekkert annað. Maður
fékk ekki að fara upp i brú, ekki niður í
vélarrúm og ekki neitt. Maður hefði
alveg eins getað farið um borð i ein-
hvem togarann á bryggjunni hinum
megin við.
Danirnir hafa kannski verið að
vernda hernaðarleyndarntálin sin!
Svavar Gests.
SVAVARí
SUMAR!
Utvarpsunnandi skrifar:
„Betra seint en aldrei. — Ég ætlaði
bara að benda á að eftir þáttinn
„Gamlar góðar lummur" á annan i
páskum kemur enginn annar til greina
til að sjá um útvarpsdagskrána eftir
hádegi á laugardögum í sumar en
hann Svavar okkar Gests.”
bUigörsii
shemmlihvöld
17.-23. apríl 1978
Á Hótel Lofdeiðum Víkingasal,
v-
§
Kvöldverður ~
Búlgarskur matseðill, búlgörsk vín,
búlgarskir skemmtikraftar
Dansað á hverju kvöldi
Borðapantanir hjá veitingastjóra
í síma 22321 eða 22322
Spurning
dagsins
Finnst þér að opn-
unartími skemmti-
staða ætti að vera
lengri?
Sigfús Skúlason sendibílstjóri: Já. alveg
ivímælalaust á föstudögum og laugar-
dögum. Opnunartiminn mætti vera
svona til kl. 3—4 eftir miðnætti.
Rúna Gunnarsdóttir afgreiðslustúlka:
Já, það segi ég svo sannarlega. Það
mætti vera opið til kl. 6 að morgni, þá
yrði minna um heimaparti, sem oft vill
verða ónæði af, til dæmis í blokkum.
Jón Edwald Kristjánsson kaupmaður:
Það mætti vera miklu frjálsari opnunar
tími á skemmtistöðum heldur en nú er.
Skemmtistaðir ænu að vera opnir til kl.
5 á næturnar. Þá fara af þessi heima-
partí og skapast minni drykkja.
Ölafur Lárusson, vinnur hjá Innkaupa-
stofnun ríkisins: Það finnst mér sjálf-
sagt, það er fáránlegt að skemmtistöðum
skuli vera lokað kl. 23.30 á kvöldin.
Jarþrúður Ólafsd. ‘tir -temi: Ég hef nú
ekki myndað mér neina skoðun um það.
Ég stunda yfirleitt ekki skemmtistaði.
Anna Kristine Magnúsdóttir blaða-
maður: Tvímælalaust! Það mætti hafa
opið a.m.k. til kl. 4 um helgar. Með þvi
móti losnum við sjálfsagt við þessar kiló-
metra löngu biðraðir sem myndast þegar
lokað er kl. 23.30 — og drykkjan yrði
jafnari!