Dagblaðið - 15.04.1978, Síða 10

Dagblaðið - 15.04.1978, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978. mmiABW Útgefandi Dagblaðiö Kf. Framkvœmdasfjóri: Svainn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuBtrúfc Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rttstjómar Jóhannas Reykdal. íþróttir. Hallur Simonarson. Aöstoóarfróttastjórí: AtJi Stainarsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Asgair Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Halisson, Halgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ami P&ll Jóhannsson, Bjamlaifur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Svainn Þormóösson. SkrífstofustjóH: Úlafur EyjAHsson. GJaldkoH: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar svemsson DreHlngarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgralóala ÞvarttoM 2. Askriftir, auglýslngar og skrifstofur Þvarhofti 11. AOal sbni blaðains 27022 (10 inuri. Askrift 1700 kr. á mánuðl innanlands. i lausasðlu 90 kr. eintakið. Satnlng og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og pUStugarð: Hllmir hf. Stðumóla 12. Prantun: Arvakur hf. SkaHunnl 19. Ennáhvolfi Enn stefnir ríkissjóður í mínus, þótt jöfnuði hafi verið lofað. Slátturinn í Seðlabankanum varð rúmum 600 milljónum meiri á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir sögðu. Þetta þýðir, að stefna ríkisstjórnarinnar eys jafnóðum olíu á eld verðbólgunnar. Kjaraskerðingin átti að vera til að drága úr verðbólgu, en áhrifum hennar í þá átt er jafnóðum eytt með öðrum athöfnum stjórnvalda. Sérfræðingar kerfisins dýrka allajafnan þögnina yfir mistökum stjórnvalda. Þess vegna eru einkar athyglis- verðir dómar í yfirlitsgrein síðasta heftis Hagtalna mánaðarins, sem sérfræðingar Seðlabankans gefa út. Þar er minnt á, að ríkissjóð ætti að reka með halla á tímum samdráttar en með afgangi á tímum þenslu og verð- bólgu. „Það er því alvarleg staðreynd, að í batnandi ár- ferði 1976 og 1977 skuli ekki hafa tekizt að grynnka á skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann,” segir þar orðrétt. Fjármálaráðherra hefur á hverju hausti heitið jöfnuði í fjármálum ríkisins, þannig að verðbólgubálið yrði ekki magnað. Hann hefur hverju sinni látið fylgja með yfir- lýsingar um, að nú muni hlutur ríkisbáknsins minnka. Margir munu hafa lagt trúnað á slík orð, þegar þau voru mælt. Hver er niðurstaðan? Skuld ríkisins við Seðlabankann hefur jafnóðum vaxið þrátt fyrir loforð um afborganir, ár eftir ár. Hún var nú í marzlok komin í 24,4 milljarða króna, meira en hundrað þúsund krónur á hvert manns- barn í landinu. Stórfelldur greiðsluhalli varð hjá ríkissjóði á árunum 1975 og 1976, svo að notað sé orðalag sérfræðinga Seðla- bankans. Hallinn svaraði til 2,5 af hundraði af allri framleiðslu þjóðarinnar 1974 og 2,9 af hundraði árið 1975. Árið 1976 varð greiðsluhallinn 0,2 prósent af framleiðslunni, en á síðasta ári varð hallinn 2,1 milljarð- ur eða 0,6 prósent framleiðslunnar. Enn í ár stefnir svo í mínus. Hvað um hlut ríkisbáknsins, sem fjármálaráðherra hefur alltaf verið að minnka að eigin sögn? Hlutur ríkis- teknanna af framleiðslunni var rúm tuttugu og tvö prósent fyrir átta árum og tæp tuttugu og fjögur prósent fyrir sjö árum. Síðan fór hann yfir tuttugu og sex prósent og hefur jafnan verið á því marki undir núverandi ríkis- stjórn. Hallabúskapur og viðhald hins útblásna rikisbákns hefur því einkennt stefnuna, þegar litið er á þróunina, eftir að hún varð, en ekki aðeins skoðaðar yfirlýsingar fjármálaráðherra. Sérfræðingar Seðlabankans segja: „Ljóst er, að vegna samfelldrar hallamyndunar um fimm ára skeið er mjög mikilvægt, að ríkissjóður skili í ár greiðsluafgangi, sem svarar afborgunum af áður uppsöfnuðum skuldum, svo sem gert er ráð fyrir í fjárlögum.” Þetta hafa sérfræðing- arnir getað sagt ár eftir ár. Fyrstu fréttir af ríkisfjármál- unum í ár benda til, að þau séu enn á hvolfi. Samanburður á hlut ríkisbáknsins undir vinstri stjórn og núverandi stjórn sýnir, að Matthías Á. Mathiesen hefur verið mun meiri „sósíalisti” en Halldór E. Sigurðs- son. Hlutfall ríkisteknanna af framleiðslunni var 23,9 til •25,5 af hundraði á árunum 1971 til 1973 en hefur verið 26,1 til 26,5 af hundraði síðan. íran: ............ Olíuforðinn gengur til þurrðar á næstu þrenmr áratugum — Stefntað þvíað nota olíuauðinn til stórkostlegrar iðnvæðingar landsins Áætlanir og athuganir i Teheran eru hafnar vegna þess óumflýjanlega dags í framtíðinni þegar olíuforði oliu- útflutningsrikjanna er endanlega genginn til þurrðar. Sá aðili, sem aðal- lega stendur fyrir þessum athugunum, er hið ríkisrekna oliufyrirtæki i íran, NIOC, sem ætlar sér að halda áfram stórrekstri enda þótt það hafi enga oli- una til þess að selja. Hinn nýi forstjóri fyrirtækisins, Houshang Ansary, fimmtugur hag- fræðingur og fv. efnahagsráðherra iands síns hefur tilkynnt aö NIOC muni kanna sérstaklega ýmsa mögu- leika nýrrar orkuöflunar, t.d. með því að koma upp kjamorkuverum og þá ekki siður að athuga möguleika á þvi að koma upp sólorkuveri og að nýta afl það sem býr í sjávarföllum. 25—30 ár til stefnu Sem stendur framleiðir íran 10,3% af allri oliu sem framleidd er í heimin- um. Talið er að olíumagn i jörðu i íran nemi um 67 milljörðum tunna og er áætlað að það magn endist í 25—30 ár. Stefna transtjórnar er nú að gera þjóðina smám saman minna háða olíu- útflutningi, en útflutningsverðmæti oliu frá Iran á siðasta ári nam hvorki meira né minna en 23 milljörðum Bandaríkjadollara. Ansary tók við starfi sínu hjá NIOC á síðasta ári og undirbýr nú smátt og smátt starfsfólk NIOC að starfa á nýj- um sviðum. Hjá þessu risafyrirtæki vinna nú 66 þúsund manns. Hann sagði nýlega í viðtali að NIOC stefndi að því að starfa að stóriðju og hótel- byggingum. Þegar íranskeisari heimsótti iðnaðarsvæði í Suður-tran i sl. mánuði lagði hann áherslu á að íran iðnvædd- r MANAK00RA III Skrifstofan okkar er niðri við sjó vestanmegin á grandanum langa, sen á stendur Miami Beach og allir hinit sólarbæirnir, sem ferðafólkið sækir svo dyggilega. Milii grandans og meginlands er skipgengur skurður, sem liggur óslitið upp alla austur- strönd landsins, alla leið til New York. Þegar hausta tekur norður frá, leggja fjölmargir báta- og snekkjueigendur af stað suður á bóginn og tekur ferðin marga daga, en er sögð vera bæði skemmtileg og fróðleg. Margir sigla svo framhjá skrifstofunni okkar og niður til Miami. En það eru ekki allt aðkomuskip, sem liða hér um sund og haf. Fleytur af öllum stærðum og gerðum, frá ára- bátum upp i milljón dollara snekkjur, eru hér eins og mýgrútur og tekur 'tima að átta sig á þeim auði og iburði, sem i þeim er bundinn. Margir bátanna eru notaöir við sjóstanga- veiði, þvi hér er allt krökkt af fiski. Aðrir eru bara notaðir við lystisiglingar, upp og niður skurðinn og út í sjó. Hálf berrassað fólk sprangar um dekkin eða liggur i sólstólum með kaldan bjór í hendi og lætur sólina baka sig. Ekki má gleyma spittbátunum og sjóskiðafólkinu, sem þýtur með skvettum og löðri. Svo er það nýjasta, sjóskellinaðran, sem byggð er líkt og mótorhjól, en ferðast á vatni. Slik apparöt eru leigð ferðafólki og gera mikla lukku. Hér rétt norðan við skrifstofuna liggur skúta ein allmikil. Hún er um 25 metrar á lengd og byggð úr stáli, rennileg og hámöstruð með opna brú. Ber hún nafnið Manakoora III. Skömmu eftir að ég kom hingað, gaf KYNÞÁTTAHYGGJA OG VÍSINDI Kynþáttahyggja er óhugnanlegt fyrirbæri. 1 henni felst, að einstakling- ar af einum kynþætti eru taldir frá- brugðnir einstaklingum af öðrum kynþáttum, i veigamiklum atriðum. Þessi munur er talinn svo mikill, að halda verði kynþáttunum vandlega aðgreindum. Jafnframt þessu er trú á að einn kynþáttur sé öðrum æðri, betri og hæfarí, og að öll blöndun sé honum til ills. Með þvi aö blandast óæðri kynþætti verður hinn „góði” kynþáttur sjúkur. Á vorum dögum hefur kynþátta- hyggjan áhrif á líf rriilljóna manna, geigvænleg og hættuleg áhrif. Hún hefur mótað samfélagsgerð rikja, skapað togstreitu milli þjóða og hindrað eðlileg og friðsælleg sam- skipti manna. t hennar nafni var gyðingum, sígaunum og öðrum óæskilegum hópum útrýmt i gas- klefum i miðri hinni fornmenntuðu og háþróuðu Evrópu. t hennar nafni hafa Afríkubúar verið hnepptir í þrældóm af Aröbum og Evrópubúum, og ibúum Van Diemens-lands útrýmt af svo Ijótri grimmd, að breyta varð nafni eyjarinnar i Tasmaniu til að reyna að gleyma þessum glæp gagnvart mannkyninu. t hennar nafni eru Indjánar i Ameríku murkaðir niður og milljónum manna i Suður-Afríku neitað um eðlileg mannréttindi. Kynþáttahyggjan eða rasisminn, á sér auðveldari leik en ýmsar aðrar hugmyndafræðilegar grillur. Menn geta skipt um trúarbrögð, gengið i ný pólitisk samtök, brotist til mennta og valda, auðs og áhrifa. En litarhætti sínum fær enginn breytt. Kynþátt sinn fær enginn yfirgefið. En kyn- þáttahyggjan lætur sér þetta ekki nægja. Hún hefur fellt i kerfi margs konar furðuleg visindi, sem eiga að auðvelda að þekkja kynþættí. Sem dæmi um það má nefna lögin um Gyðinga, sem sett voru i Þýska- landi 1933. Þar var Gyðingur skilgreindur eftir ætt og uppruna. En ættartölur er unnt að falsa og faðernið gat verið óvist. Tilraunir iækna, líf- fræðinga og mannfræðinga í þriQja rikinu til þess að finna örugg og ákveðin likamleg einkenni kynþátta i fjölþjóðadeiglu Evrópu er svartur blettur á visindamönnum þess tima og verður jafnað til þeirra nýju vísinda í Sovétrikjunum, að þjóðfélagsgagnrýni heyrir undir geðsjúkdómafræðina. Varla getur öllu umfangsmeiri gervivísindi en þau, sem kynþátta- hyggjan byggist á. Margt af þvi er kostulegt og væri ekki til annars en að hafa af fáfengilega skemmtun ef þessi fræði hefðu ekki leitt jafn miklar

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.