Dagblaðið - 15.04.1978, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978.
JÓN ÓLAFSSON: -
Þrátt fyrir að ilia horfði
með plötusölu fyrrihluta
ársins í fyrra iagaðist það,
þegar á leið. Við seldum
um 36.000 eintök sem mér
telst til að sé þriðjungur
allrar plötusölunnar í
fvrra.
Jón Ólafsson
fram-
kvæmda-
stjóri
Hljómplötuútgáfan M. er
otóin að alvörufyrirtæki
Gefurútsjö eða átta plöturá árinu
Brunaliðsplata, Mannakornsplata,
plata með Halla og Ladda, sólóplata
með Björgvin Halldórssyni og önnur
með Ruth Reginalds, Ijóðaplata með
Magnúsi Sigmundssyni, auk einnar
eða tveggja annarra. — Þannig litur
listinn út yfir verkefni Hljómplötuút-
gáfunnar hf. á þvi herrans ári 1978.
tslenzku hljómplötufyrirtækin eru
nú sem óðast að skipuleggja starf-
semina, ýmist fram á haustið eða út
árið. Til þess að forvitnast um hvaða
plötur kæmu á markaðinn á þessu ári
heimsótti Dagblaðið helztu út-
gefendurna og spurði þá útúr.
Árangur jteirra heimsókna kemur
siðan i Ijós á næstunni. — Jón Ólafs-
son framkvæmdastjóri Hljómplötuút-
gáfunnar hf. leysir fyrstur frá
skjóðunni.
Brunaliðið
ríður á vaðið
„Fyrsta platan frá okkur kemur út i
næsta mánuði — Úr öskunni i eldinn
með Brunaliðinu. Hún er eina platan,
sem ég get sagt ákveðið um
útgáfutima. Nú, við erum nýbúnir að
gera útgáfusamning við hljómsveitina
Mannakorn, er byrjar upptökur síðar
í þessum mánuði og i næsta mánuði
verður byrjað á plötunni með Halla og
Ladda.”
Jón Ólafsson bætti því við, að i
stórum dráttum væri búið að
skipuleggja útgáfustarfsemi
Hljómplötuútgáfunnar hf. út árið.
„Við reynum að gefa út eins lítið og
við mögulega getum,” sagði hann.
„Eins og dæmið lítur út núna koma
frá okkur sjö eða átta plötur én þó má
alls ekki lita á þann titlafjölda, sem
eitthvertendanlegt takmark.”
Upptökur á sólóplötu Björgvins
Halldórssonar hefjast um mitt árið.
Enn hefur ekki verið ákveðið neitt
með plötu Ruthar Reginalds utan það
að hún verður gerð fyrr en síðar.
Magnús Sigmundsson er sem kunnugt
er búsettur I London og hann ætlar að
gera sina plötu þar með erlendum
hljóðfæraleikurum. — Jón var að því
spurður hvort það væri ekki mun
dýrara að taka plötuna upp i Englandi
en í Hljóðrita.
„Jú, vitaskuld er það dýrara. En
ætlunin er aö gera vandaða plötu —
Ijóðaplötu með textum eftir Kristján
skáld frá Djúpalæk. Að fenginni
reynslu treysti ég mér ekki til að nota
fólk frá Sinfóníuhljómsveit tslands til
að gera virkilega góða hluti svo að þess
vegna verður hún tekin upp úti.”
Óhræddur um
söluna í ár
Á siðasta ári gaf Hljómplötuút-
gáfan hf. út fjórar plötur.
Útgáfuaukningin á þessu ári verður
þvt um hundrað prósent. Jón Ólafsson
kvaðst vera alls ósmeykur um sölu
islenzkra hljómplatna á þessu ári.
„Ég er búinn að selja fleiri plötur
það sem af er þessu ári en átta fyrstu
mánuði ársins í fyrra. Þó hef ég alls
ekki ástæðu til að kvarta yfir siðasta
ári — hvað sem aðrir segja. Ég seldi
um 36.000 plötur þá, sem er
þriðjungur sölunnar á íslenzkum
plötum. Eftir slíka vertíð get ég ekki
kvartað.
Reyndar var ég uggandi um tíma og
útlit var á að við myndum ekki lifa af
áramótauppgjörið, en seinni hluta
ársins tók salan mjög vel við sér. Til
dæmis eru þrjár af plötunum okkar frá
því í fyrra enn i góðri sölu —
plöturnar með Ruth, Vilhjálmi og
Halla og Ladda.”
Og Jón bætti við:
„Markaðurinn hér er nú orðinn
þannig, að þeir sem vanda sig og gera
góða hluti selja sína framleiöslu, en
hinir sem eru blankir og kasta til
höndunum fara halloka. Mér virðist
ekkert plötufyrirtæki auglýsa vöru
sína meira en Hljómplötuútgáfan —
það er kannski af því að ég fæ
reikningana i hendurnar — en jsessar
auglýsingar hljóta að skila sér. Þessa
tel ég vera skýringuna á því, hve
Hljómplötuútgáfan hf. hefur sótt i sig
veðrið.
Fyrirtækið hefur tekið miklum
stakkaskiptum á einu ári — þetta er
orðið alvöru fyrirtæki. Við erum
farnir að geta leyft okkur að gera góða
hluti — höfum efni á að gera
plötukaupendunum til hæfis.”
Halda áf ram
í sama anda
Fyrir skömmu féll einn aðaleigenda
Hljómplötuútgáfunnar hf„ Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson, frá. Jón sagði að
breytingar yrðu ekki gerðar að svo
stöddu vegna þess.
„Vilhjálmur er virkur þátttakandi I
fyrirtækinu þótt hann sé ekki lengur
meðal okkar. Hann skildi eftir sig
mikið af textum, sem verða notaðir og
hann var búinn að leggja mikið hér
inn, sem við búum að i framtíðinni.
Við höldum starfseminni áfram i þeim
anda, sem skapaðist þegar við vorum
hér þrír við stjórnvölinn.” -AT-
[ Verzlun Verzlun Verzlun )
Hátalarar
f sérflokki
El þú vilt smiða
kassana sjálfur,
hnfuni vió hátalara-
svtt, lítil og stór
frá SEAS:
Mini, 203, 303,
503 «g Disco.
Einnig höfum við
ósamsetta kassa,
tilsniðna «|> spón-
lagða.
SAMEIIMD,
Grettisgötu 46,
simi 21366.
Húsbyggjendur, byggingaverktakar:
Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjallí.
Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu-
skilmála.
Loftorka sf
Dalshrauni 8 Hafnarfirði, sími 50877.
Fjölbreytt URVAL
skrifborðsstóla.
Nytsamar fermingargjafir.
Framleiðandi:
Stáliðjan Kópavogi
KRÓM HÚSGÖGN
Smíðjuvegi 5 Kópavogi. Simi 43211
L. Gardínubraufir
(lll Langholtsvegi 128 Simi 85B05.
jjnj Eigum fyrirliggjandi allar geröir af
Iff viöarfylltum gardínubrautum, 1-4
L brauta, meö plast-eöa viðar-
jjUfl köppum, einnig ömmustangir,
^0* smíöajárnsstangirogallttil
gardínuuppsetningar
{jm'dinin
sium skhhúm
Islevtt Hugiit igHandmt
STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af
stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað.
SVERRIR HALLGRÍMSSON
Smidastofa h/i .Trönuhrauni 5. Simi 51745.
Ferguson litsjónvarps-
tækin. Amerískir inn-
línumyndlampar. Amer-
ískir transistorar og
díóður.
ORRI HJALTASON
Hagamel 8, simi 16139.
DRÁTTARBEIZLI — KERRUR
Vorum aö taka upp 10” tommu hjólastell
fyrir Combi Camp og flairi tjaldvagna.
Höfum á lager allar atnröir af hjólastellum
og alla hluti í kerrur, sömuleiðis allar gerðir
af kamim og vögnum.
ÞÓRARINN KRISTINSSON
Klapparstíg 8. Sími 28616 (Heima 72087)
MOTOROLA
Alternatorar 1 bíla og báta, 6/12/24/32 volta.
Platínulausar transistorkveikjur I flesta bíla.
Haukur & Ólafur hf.
Ármúla 32. Slmi 37700.
ALTERNATORAR
6112/24 volt i flesta bila og báta.
VERÐ FRÁ 13.500.
Amerisk úrvalsvara. — Póstsendum.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Rafmag'nsvörur I bila og báta.
BÍLARAF HF. 5SSS*