Dagblaðið - 15.04.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978.
<sS»,
RAUMATRIOIÐ
$«$$$$•í %'>X
W*
/>eZ*ö'l4.
bZ*t*
rf>t
*£*
*í>/
%
Jazzstarfsemi á
Norðurlöndum
nýtur ríkisstyrkja
Á Norðurlöndum hefur jazzinn átt
miklu fylgi að fagna, allt frá tímum
swingsins. Þar byggir jazzinn því á
traustum grunni nú í dag. Elsta jazz-
blað I heiminum er gefið út I Svlþjóð,
það er Orkester Journalen. Þá má geta
þess að I Noregi, Finnlandi, Dan-
mörku og Sviþjóð eru sterk jazzsam-
tök sem hafa sameiginlega útgáfustarf-
semi og skipulagsstjórn. Jazzklúbbar
I þessum löndum eru rikisstyrktir og fá
þeir niðurfelld öll opinber gjöld. Mont-
martre I Kaupmannahöfn, einhver
þekktasti jazzklúbbur á Norðurlönd-
um, fær rlkisstyrk að upphæð 11
millj. ísl. kr. ár hvert, auk þess sem
borgin veitir klúbbnum styrk. 1 þessu
andrúmslofti hefur fjöldinn allur af
góðum jazzleikurum þroskast. Svíar
eiga heimsþekkta jazzara og ber nöfn
þeirra Sven Asmundsen fiölara og
söngkonunnar Alice Babs einna hæst.
Alice Babs náði þvi einstaka marki að
syngja með hljómsveit Duke heitins
Ellingtons I nokkurn tima. Danir eiga
marga þekkta jazzara og Norðmenn
og Finnar eru á hraðri uppleið
Niels-Henning
stærsfa nafnið
Þekktasti Norðurlandabúinn I jazz-
heiminum I dag er tvlmælalaust hinn
stórgóði bassaleikari Niels-Henning
örsted Pedersen. Niels-Henning er
fæddur árið 1946 I Danmörku. Hann
hóf ungur tónlistarnám og var píanóið
hans fyrsta hljóðfæri. En fljótlega
náði jazzinn tökum á honum. Var það
bassinn sem Niels valdi sér þá til að
kljást við.
Sá bassaleikari sem heillaði dreng-
inn mest, var Walter Page sem
starfaði með hljómsveit Count Basie
1939. Það var einmitt upptaka frá
þeim tima með Basie bandinu sem
fékk Niels til að gera upp hug sinn til
jazzins.
Strákurinn vakti snemma athygli
fyrir afburða hæfileika sina. Hann var
rétt nýfermdur þegar bassaleikarinn
Ray Brown heyrði hann leika I Kaup-
mannahöfn. Brown varð yfir sig heill-
aður af þessum unga Dana. Aðeins
fimmtán ára gamall lék Niels með
píanóleikaranum Bud Powell og liggur
ein hljómplata eftir þá. Bud Powell
hafði starfað með meistara Charles
Parker og var einn af brautryðjendum
Be-Bopsins. Powell var orðinn fár-
sjúkur á geði þegar Niels starfaði með
honum. Niéls vissi stundum ekki einu
sinni hvaða lög þeir voru að leika.
Kom það nokkrum sinnum fyrir að
þeir léku móti hvor öðrum, I staö þess
að leika hvor með öðrum.
Á þessum árum voru margir banda-
riskir jazzarar að setjast að I Dan-
mörku og víðar i Evrópu. Niels kynnt-
ist flestum þeim sem settust að i
heimalandi hans og starfaði með
mörgum þeirra. Af þeim hefur hann
mikið lært.
Fastráðinn við
Radioens Big Band
Niels var fljótlega ráðinn til' Radi-
oens Big Band og þar hefur hann
starfað alla tið, með hléium þó. Hann
hefur leikiö með mörgum af þekktustu
jözzurum heims. Átján ára að aldri lék
hann inn á hljómplötu með framúr-
stefnumanninum Albert Ayler. Þetta
var önnur plata Aylers og nefnist hún
„My Name is Albert Ayler”. Á þessari
plötu voru flest lögin þekktir jazzslag-’
arar,en I flutningi Aylers fengu þeir á
sig allsérstæðan blæ.
Annars mun Dexter Gordon saxó-
fónleikari vera sá sem einna mest áhrif
hefur haft á Niels og félaga hans.
Hefur Niels leikið með honum við
ýmis tækifæri. Þá hefur hann einnig
leikið með Ben Webster, Roland Kirk,
Dizzy Gillespie, Roy Eldrigde og
jazzhljómsveitinni I 6 mánuði ár
hvert. Hina 6 mánuðina starfar hann
við session vinnu, með tríói Oscar
Peterson, eða með eigin tríói. Hann
vill hvergi annars staðar búa en I Dan-
mörku. Honum hefur oft verið boðið
að starfa og búa í Bandaríkjunum, en
hann tekur það ekki i mál. Þegar
Dexter Gordon kom úr hljómleikaferð
sinni um Bandaríkin slöastliðið ár,
kom hann að máli við Niels. „Nú skil
ég af hverju þú viltekki flytja frá Dan-
mörku,” sagði Dexter. Þeim ber
saman um að í Bandaríkjunum sé ekki
hægt að búa vegna glæpa og soralegs
mannlifs.
En nafn Niels Pedersen stendur við
hlið stærstu nafna jazzheimsins, þrátt
Gítarleikarinn
úrFocus
Philip Catherine er fæddur i
London, af belgísku faðerni. Þar sleit
hann barnsskónum, en ól síðan
manninn I Belgiu. Hin frábæra snilld
hans sem gltarleikara kom fljótt I Ijós.
Um hann hefur margt verið sagt, en
þó er mesta hrósið líklega að hann
skuli oft nefndur „hinn ungi Django
Reinhardt”. Hann lék með Jean Luc
Ponty, Mike Gibb og John
McLaughlin m.a. áður en hann tók
sæti Jan Akkerman I hollenzku hljóm-
sveitinni Focus árið 1974. Þá um leið
varð hann heimsfrægur. Lék hann inn
á hljómplötuna Mother Focus með
Tríó Niels-Henning 0rsted Pedersen.
Anthony Braxton svo einhverjir séu
nefndir. Niels lék um tima með
kvartett Sonny Rollins, hljómsveit
Count Basie og hann leikur enn stöku
sinnum meðöscari Peterson.
Einn virtasti
bassaleikari heims
Niels-Henning er einn virtasti
bassaleikari veraldar. Ýmsir af þekkt-
ustu jazzleikurum Bandaríkjanna hafa
gengið hart að honum að starfa með
hljómsveitum sínum. Count Basie
sóttist mikið eftir honum og eins Oscar
Peterson. Norman Granz producer og
eigandi Pablo útgáfunnar notar Niels
mikið á plötum sínum. Niels-Henning
er fastráðinn hjá dönsku útvarps-
fyrir að hann starfi nær eingöngu í
Evrópu. Nú síðast kusu lesendur
Melody Maker Niels jazzbassaleikara
árins 1977. Þá er hann ávallt ofarlega
á blaði gagnrýnenda jafnt sem áhuga-
manna I kosningum I Bandarikjunum.
Norman Granz hefur lýst þvi yfir að
Niels sé vanvirtasti bassaleikari heims
og að sér gremjist að fólk skuli ekki
átta sig á hæfileikum hans. Og I
bókinni „Jazz of the Seventies”, sem
er nýjasta uppsláttarbókin um jazz,
gefin út fyrir hálfu ári, segja þeir
Leonard Feathers og Ira Gitler að
Niels Pedersen sé besti bassaleikari
heims. Það má geta þess að þessir tveir
eru taldir einhverjir áreiðanlegustu
jazzgagnrýnendur I heiminum.
þeirri hljómsveit. Er gítarleikur hans á
þeirri plötu stórgóður, þó að hún hafi
farið framhjá mörgum aðdáendum
Focus. Áður en Catherine tók sæti I
Focus lék hann inn á tvær sólóplötur
ásamt löndum sinum. Þær heita
„September Man” og „Guitars”.
Warner Brothers I Bandarlkjunum
tóku svo efni af þessum tveimur
plötum og gáfu út á einni. Nefnist hún
„Nairam”. Bandarískir plötugagn-
rýnendur urðu mjög hrifnir af gítar-
leik Catherine á þessari plötu og spá
honum frama þar I landi ef hann
leggur leið sina þangað.
Philip Catherine er jafnvigur á rokk .
og jazz. Hann leikur jafnt á hljóm-
gitara og rafmagnaöa gítara. Hann
hefur nokkuð nýlega leikið inn á
hljómplötur með Larry Coryell og
bassaleikaranum Charles Mingus á
plötunni „Three or Four Shades of
Blue”.
Trommarinn frá
Herbie Hancock
Billy Hart trommuleikari triósins er
Bandaríkjamaðurinn I hópnum. Hann
er negri, fæddur og uppalinn I frum-
skógum stórborgarinnar New York.
Þar ólst hann upp I miðpunkti
jazzllfsins. Hann lék með ýmsum
þekkt :m jazzleikurum áður en hann
sló í gegn með sextetti Herbie Han-
cocks árið 1970. Þessi hljómsveit
starfaði á samvinnugrundvelli og er
talin einhver merkasta hljómsveit
þessa áratugs. Þar skipaði Billy Hart
sér I röð fremstu jazztrommuleikara.
Eru plöturnar „Mwandishi” og
„Sextant” frægastar með þessari
hljómsveit. Á þessum tíma tók hann
sér afríska nafnið Jabali að fornafni og
nefndist þá Jabali Billy Hart. Eftir að
hann hætti I sextettinum fluttist hann
til Evrópu og hefur m.a. leikið I hljóm
sveit Stan Getz. Billy Hart er meðal
litríkustu trommuleikara jazzheimsins
og passar vel sem samleikari Niels-
Henning og PhilipCatherine.
Draumur
sem rættist
Þegar Niels Winther eigandi
SteepleChase útgáfunnar spurði Niels-
Henning hvernig hann mundi skipa i
draumahljómsveit sína, sama hvað
það kostaði, svaraði hann að bragði:
„Philip Catherine á gítar og Billy
Hart á trommur.” Þetta trió er því sú
sveit sem Niels-Henning lét sig
dreyma um. En nú er draumurinn
orðinn að veruleika og gefst tslend-
ingum kostur á að upplifa hann í
Háskólabiói mánudagskvöldið 24.
apríl kl. 21.15.
Hljómsveitin hefur leikið inn á tvær
hljómplötur og er önnur þeirra komin
út hjá SteepleChase, en hin er væntan-
leg næsta haust.
Jónatan Garðarsson.
Nóg að gera hjá Björgvini Halldórssyni
Byrjaó á Brimklóaiplötu innan skamms
— sólóplata verður tekin upp íjúní
Eftir svo sem átta daga kemur út
hjá Ariola hljómplötufyrirtækinu litil
plata sem Björgvin Halldórsson fór
utan til að syngja inn á á dögunum.
Að sögn Björgvins átti platan að koma
út 24. marz síðastliðinn en útkomunni
var frestað vegna þess að fyrirtækið
þurfti að koma á markaðinn laginu
sem nota á fyrir Englands hönd I
Eurovision ' söngvakeppninni marg-
frægu.
Aðallagið á plötu Björgvins er Casa-
nova Jones eftir Magnús Sigmunds-
son. Magnús syngur með Björgvin á
plötunni auk Shady Owens. Saman
nefnast þau Hot Ice.
En það er fleira að gerast I hljóm-
plötumálum Björgvins Halldórssonar
en aðeins lltil plata á Englands-
markað. Innan skamms — sennilega i
næstu viku — hefjast upptökur á nýrri
Brimklóarplötu. Að sögn Björgvins
stendur til að Mark Dodson upptöku-
maður I Ramport stúdióinu I London
(einn hljómsveitarinnar Who) taki
plötuna upp. Það veltur á þvl hvenær
hann getur komið hingað til lands
hvenær upptakan hefst.
„Við erum búnir að velja öll lögin á
nýju plötuna og erum að æfa þau
þessa dagana,” sagði Björgvin. „Við
stefnum að þvi að hafa plötuna létta
og skemmtilega — dálítið líka pró-
gramminu sem við höfum leikið I
Sigtúni að undanförnu. Lík fyrri
plötum Brimklóar? Ja, það er alltaf
Gömlu SpencerDavis
lögin saman á plötu
Vonandi muna einhverjir, sem enn
lesa poppsiður dagblaðanna, eftir
hljómsveitinni Spencer Davis Group.
Hún flosnaði upp árið 1967 eftir fjög-
urra ára árangursrikt samstarf. Og nú
á að taka öll frægustu lög hljómsveit-
arinnar og setja þau á eina plötu.
Það var fyrst i febrúar 1965 sem
Spencer Davis Group náði einhverjum
árangri á vinsældalista. Þá komst lag
hljómsveitarinnar, Every Little Bit
Hurts, inn á enska listann og hékk þar
I neðstu sætunum um þriggja vikna
skeið. 1 desember 1965 komst hljóm-
sveitin aftur á móti á toppinn. Þá kom
út lagið Keep On Running sem var á
listanum I fjórtán vikur samtals.
Keep On Running var ekki fyrr
horfið af lista en næsta lag skauzt upp.
Það var Somebody Help Me sem náði
toppnum I apríl ’66 og var á lista j tiu
vikur. Keep On Running og Some-
body Help Me eru bæði eftir Jackie
Edwards, söngvara frá Jamaica.
Nú, I nóvember 1966 kom Spencer
Davis Group þriðja laginu I fyrsta sæti
enska vinsældalistans. Það nefnist
Gimme Some Loving og var á listan-
um I tólf vikur. Því var síðan fylgt eftir
með laginu I’m A Man, lagi eftir
Stevie Winwood söngvara og hljóm-
borðsleikara Spencer Davis Group.
Vegna.....
..plássleysis á poppsiðunni
verður birting erlendujrinsældalist-
anna að biða þar til á mánudag. Þá
verður einnig fjallað um hljómleika
Stranglers, sem óvist er um eins og
stendur hvar verða haldnir.
V
Á
,, K
Q,< rfe
j .j
Q
I’m A Man var síðasta lagið sem
hljómsveitin kom á vinsældalista.
Stuttu eftir að það kom út hætti Stevie
Winwood og stofnaði hljómsveitina
Traffic.
öll þessi fimm lög — Every Little
Bit Hurts, Keep On Running, Some-
body Help Me, Gimme Some Loving
og I’m A Man — verða á samsafns-
plötu Spencer Davis Group sem
kemur á markaðinn 1. mai. Útgefandi
éru Island-Records.
Björgvin Halldórsson.
hægt að heyra að það eru frumkvöðlar
flutnings sveitatónlistar á tslandi sem
eru á ferðinni.”
Að sögn Björgvins er það hljóm-
plötuútgáfan Steinar hf. sem gefur
Brimklóarplötuna út. Sjálfur hefur
hann gert samning við Hljómplötuút-
gáfuna hf. um útgáfu á sólóplötu.
„Sú plata verður tekin upp hér
heima að hluta og einnig I Marquee
stúdíóinu 1 London,” sagði Björgvin.
„Um það bil helmingur laganna á plöt-
unni verður erlendur og hin eftir mig
og ýmsa aðra.”
ÁT.