Dagblaðið - 15.04.1978, Side 24
„Litvæðing” Borgarspítalans hafin:
Sjónvarpið komið á deild A-3!
Það varð uppi fótur og fit á deild
A—3 á Borgarspitalanum i gær þegar
Þorsteinn Garðarsson kom með
Finnlux litsjónvarpstækið. Sjúklingar
á spitalanum, starfsfólk og gestir, svo
og lesendur Dagblaðsins, sáu til þess
að hægt var að kaupa tækið. Inn-
flytjandinn, Þorsteinn Garðarsson,
gaf einnig mjög góðan afslátt eða 67
þúsund krónur. Hann hringdi til Jóns
Gests, sem var „aðalmaðurinn” i
söfnuninni, strax og hann las fréltina
um söfnunina i Dagblaðinu og bauð
þcnnan rausnarlega afslátt.
„Fólk hefur verið óskaplega örlátt,”
sagði Jón Gestur. „Þó fannst mér
einna mest til um þrjá litla bræður.
sem kontu hingað. Það voru Haukur,
Bjarki og Þröstur Arnórssynir, sem
unnu 15 þúsund krónur i happ-
drættinu. Haukur lá á deildinni með
mér í vetur og vildu bræðurnir cndi-
lega gefa allan happdrættisvinninginn
sinn I söfnunina. Það fannst mér alveg
stórkostlegt," sagði Jón Gestur.
Annars var það Guðrún Ásdís
Ólafsdóttir, sem byrjaði á söfnuninni.
„Ég var farin að halda að það væri
eitthvað að sióninni hjá mér,” sagði
hún. „Ensvokom iljós aðþaóvarbara
Þorsteinn Garðarsson afhendir Jóni Gesti Finnlux-tækið en þúsund slík hafa
selzt siðan i haust er farið var að auglýsa tækið i Dagblaðinu.
DB-mynd Bj. Bj.
sjónvarpið sem var svona lélegt”.
Guðrún Ásdis hefur áður komið við
sögu sjónvarpssöfnunar ásamt Dag-
blaðinu. Hún er bankagjaldkeri í
Vegamótaútibúi Landsbankans og tók
við peningunum sem lesendur DB
gáfu á sinum tima til að kaupa
sjónvarpstæki fyrir barnadeild Landa-
kotsspitala.
„Litlu krakkarnir hafa verið svo
áhugasamir við söfnunina, þeir hafa
verið að gefa fimmtiu kall og fimmiiu
kall,” sagði Kolbrún Björnsdóttir
deildarritari, sem var eins konar
„bankastjóri” og geymdi sjóðinn þegar
Jón Gestur var ekki að telja hann.
Þegar Guðrún og Jón töldu sjóðinn
kom i Ijós að safnazt höfðu 425
þúsund krónur, bæði á spítalanum og
á Dagblaðinu. Þannig eru eftir 45
þúsund krónur þegar búið er að greiða
andvirði tækisins. Þar að auki voru
ekki öll kurl komin til grafar því þegar
blm. kom á ritstjórn DB eftir að tækið
hafði verið afhent kom kona með
söfnunarbauk frá starfsfólkinu á
Kirkjusandi sent gaf 20 þúsund
krónur! í ráði er að kaupa eitt fót-
boltaspil sem hægt verður að tengja
við gamla sjónvarpstækið og síðan að
gefa afganginn, sem þá verður, til
nýrrar söfnunar á næstu hæð. Þannig
skulum við öll hjálpast að þvi að „lit-
væða” Borgarspítalann. Því verður
söfnuninni haldið áfram og við á DB
tökum enn á móti peningum.
Við skorum á fólk á stórum og
mannmörgum vinnustöðum að taka
saman höndum og safna fyrir fleiri
sjónvarpstækjum. A.Bj.
Umferðin
frjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 15. APRtL 1978.
Guðla
mát aAialk,
nema eina
íDanmörku
— hlaut 100%
vinninga að Flúðum
Guðlaug Þorsteinsdóttir, okkar bezta
skákkona, tefldi um páskana á kvenna-
móti í Horsens i Danmörku. Keppendur
voru 16 frá 5 þjóðum og varð Guðlaug i
öðru sæti með 5.5 vinninga. Sigurveg-
ario varð Nina Höjberg, Danmörku,
með sjö vinninga af sjö mögulegum. í
þriðja sæti var Else Thygesen, Dan-
mörku, með 4.5 vinninga. Guðlaug er
félaga í skákfélaginu Mjölni og
unglingameistari félagsins, Birkir
Leósson, tefldi á alþjóðlegu unglinga-
móti í Noregi á sama tíma og Guðlaug í
Danmörku.- Þátttakendur voru 56 og
Birkir varð i 16. sæti með 4.5 vinninga
af átta.
Þá má geta þess að Guðlaug tefldi
nýlega fjöltefli við unglinga að Flúðum,
16 skákir, og Guðlaug sigraði í öllum.
Daginn eftir var hraðskákmót að
Flúðum, Monrad-kerfi, og Guðlaug
sigraði, hlaút niu vinninga af níu
mögulegum.
hsim.
DAGBLÖÐ
HÆKKAÍVERÐI
Verðlagsstjóri hefur heimilað dag-
blöðunum sex að hækka verð á
auglýsingum, áskriftargjöldum og
blöðum í lausasölu. Frá og með deginum
I dag kosta dagblöðin 100 krónur í lausa-
sölu, 2000 krónur á mánuði til áskrif-
enda, nema hvað apríl kostar 1850
krónur. Hver dálksentimetri I
auglýsingum kostar kr. 1200 og smá-
auglýsingin kostar þá 1700 krónur ein:
birting.
Bryndis Kristjánsdóttir, niu ára
nemandi I Breiðholtsskóla, fékk
fyrstu verðlaun fyrir teikningu af
tillitssemi i umferðinni i samkeppni
Menntamálaráðs og Umferðarráðs.
Alls bárust 57 myndir frá niu ára
bórnum viðs vegar að á landinu. Og
hér birtum við semsé myndina — I lit
— þvi nú gerist flest „litvætt” i landi
voru.
Greinargerð rannsóknarlögreglustjóra iLandsbankamáli:
Flutti Haukur peninga utan fyrir aðra menn?
Skömmu áður en Haukur Heiðar.
fyrrum deildarsljóri ábyrgðardeildar
Landsbankans, var handtekinn 22.
desember sl. hafði hann gert tilraun til
að draga sér rúmar sex ntilljónir. Það
tókst ckki og nokkrum dögum siðar
komst upp að hann hafði um margra
ára skcið dregið sér tugi milljóna i
bankanum.
Samtals eru það 51,5 milljónir
króna sem Haukur tók til sin i 25 til-
vikum, að því er segir i greinargerð
rannsóknarlögreglustjóra ríkisins til
fjölmiðla um Landsbankamálið i gær.
Fésent tilútlanda
í samtali sem fréttamaður DB átti
við Hallvarð Einvarðsson rannsóknar-
lögreglustjóra kom fram að rannsókn-
in á fjárdrætti Hauks Heiðars hefur
aðeins náð aftur til síðustu sjö ára.
„Við rannsóknina lágu fyrir gögn frá
árslokum 1970 til ársloka 1977,”sagði
Hallvarður. Hann færðist eindregið
undan að svgra spurningum um hvort
það þýddi að fjártökur Hauks gætu
allt eins hafá staðið lengur, með lilliti
til þess að ekki er skylt að geyma bók-
haldsgögn nema i sjö ár.
1 greinargerð rannsóknarlögreglu-
stjóra segir að i Ijós hafi komið að
Haukur haft sent fé til útlanda og
notað starfsaðstöðu sina i bankanum
til þess. Fréttamaður DB spurði Hall-
varð fyrir hvern Haukur hefði sent
þetta fé til útlanda, hvort það hefði
einungis verið fyrir hann sjálfan. „Það
er rannsóknarefni,” sagði rannsóknar-
lögreglustjóri. Hann kvaðst að öðru
leyti ekki vilja tjá sig frekar um málið
að öðru leyti en því sem kæmi fram i
greinargerðinni og bréfum sínum og
Landsbankans til viðskiptaráðherra
sem lögð hefðu verið fram á alþingi í
vetur.
Tregar játningar í fyrstu
Þegar i fyrstu yfirheyrslum viður- '
kenndi Haukur Heiðar að hafa undan-
farin ár dregið sér fé i sambandi við
viðskipti Landsbankans og fyrirtækis-
ins Einar Ásmundsson Import-Export
(Sindra-Stál). í fyrstu kvaðst hann
hvorki geta neitað þvi né játað að um
væri að ræða að minnsta kosti 35
milljónir. Peningana hefði hann notað
til eigin þarfa, aðallega i sumarbústað
sinn í Grafningi, til viðhalds á íbúðar-
húsinu, til ferðalaga og svo framvegis.
Sagðist Haukur i fyrstu vera búinn að
eyða öllum peningunum og væri ekk-
ert á bönkum, hvorki hérlendis né
erlendis.
Siðar hefur komið í Ijós, og Haukur
Heiðar viðurkennt, að hann hefur
komið verulegri upphæð til geymslu i
banka í Sviss, eða rúmlega 20 milljón-
um. „Kærði hefur hins vegar neitað
frekari skýrslugjöf um hvenær eða
með hverjum hætti fjármunir þessir
hafa verið fluttir til Sviss,” segir í
greinargerðrannsóknarlögreglustjóra.
Þannig fór hann að
Rannsóknin hefur leitt í Ijós hvernig
Haukur stóð að þjófnaðinum. 1
greinargerðinni segir:
„Haukur Heiðar hafði ekki á sínu
starfssviði aðgang að neinum sjóði
(kassa). Til að koma fjárdrættinum í
kring hefir hann ýmist falsað skjöl eða
skotið skjölum undan og þá útbúið ný
skjöl í staðinn en annars efnis en
þau.sem undan var skotið. i tilvikum
þeim, sem að framan er getið, hefir
framkvæmdin á þvi byggst, að eftir að
innborgunar- og útborgunarskjöl
höfðu farið um hendur gjaldkera fékk
Haukur Heiðar þau aftur til baka, og
þar með tækifæri til að breyta þeim
áður en hann afhenti þau viðkomandi
viðskiptamanni. Með þessum hætti
tókst honum að skapa misræmi milli
þeirra fjárhæða, er viðskiptamaðurinn
greiddi i þóknun og vexti o.fl. gjöld
vegna erlendra ábyrgða og innheimtu-
víxla og þeirra upphæða, sem til bank-
ans runnu vegna þessara sömu við-
skipta. Mismunur, sem þannig skap-
aðist, var síðan að hluta notaður til
greiðslu krafna á íslenzk fyrirtæki,
sem síðan endurgreiddu Hauki
Heiðari þessar fjárhæðir beint.”
Rannsókn
heldur áfram
Er þarna vikið að þeirri „lánastarf-
semi” sem Haukur hefur stundað og
nokkur fyrirtæki hafa viðurkennt að
hafa þegið, eins og fram hefur komið i
Dagblaðinu.
Rannsóknarlögregla rikisins vinnur
áfram að rannsókn Landsbankamáls-
ins, að þvi er segir i niðurlagi greinar-
gerðar rannsóknarlögreglustjóra.
Þegar henni lýkui» sem væntanlega
verður innan skamms, verður málið
sent rikissaksóknara til ákvörðunar
um málshöfðun á hendur Hauki
Heiðari. ÓV/BS.
r