Dagblaðið - 29.04.1978, Page 3

Dagblaðið - 29.04.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978. 3 Smokie á hljómleikum I Gautaborg. DB-mynd: R.Th. Poppsérfræöingur blaðs- ins lætur ekki eins illa af hljómsveitinni og bréfritarar. Eitthvað betra en Smokie Siggi og Egill skrifa: Maður fer nú að leggja þá spurn ingu fyrir sig hvers konar náungar þetta eru í listahátiðarnefnd, að þeir skuli velja hljómsveitina Smokie á listahátið, þar sem meðlimir hennar geta vart talist listamenn. Sú tónlist sem þeir flytja er með því lélegra sem heyra má í poppheiminum. Ákvörðun iistahátiðarnefndar að bjóða lands- mönnum upp á þetta er þvi út í hött. Sú hljómsveit sem ætti að sjást hér á listahátíð ætti fyrst og fremst að flytja tónlist, sem krefst hæfileika til að semja og síðan flytja á tónleikum. Sem dæmi um slíkar gæðahljómsveitir má nefna hina frábæru Gentle Giant, Pink Floyd, Genesis og fl. Öruggt er að Smokie er ekki i þessum flokki: Þess vegna biðjum við listahátíðar- nefnd að endurskoða hug sinn og reyna að fá slíkar hljómsveitir á lista- hátíð en hlifa okkur við Smokie og öðrum álika lélegum. Kommúnistaflokkurínn svarar Samfylkingunni Gunnar G. Andrésson skrifar f.h. Kommúnistaflokks íslands ML: Þann 27. apríl sl. var birt i Dag- blaðinu opið bréf frá svokallaðri Sam- fylkingu vegna væntanlegra aðgerða 1. mai. Í tilefni þess vill Kommúnista- flokkurinn koma eftirfarandi á fram- færi: Hvað er Samfylking 1. maí? Til eru samtök hér í bæ er kallast EIK(ml). Þau skipta árstíðabundið um ham og ásamt með stuðningsmönnum sínpm heita þau ýmsum nöfnum. Eitt af þeim er Samfylking l. mai. Hvafl eru Baráttueining og Raufl verkalýflseining? Undanfarin ár hafa Kommúnista- flokkurinn og Fylkingin haft frum- kvæði að aðgerðum l. maí í samstarfi við ýmis önnur samtök og einstaklinga. Þessar aðgerðir hafa borið heitin Baráttueining og Rauð verkalýðseining og hefur ekki fyrr náðst samstaða milli þeirra. Meginein- kenni þessara beggja aðgerða hefur verið róttæk baráttustefna og and- staða við þann undanslátt gagnvart atvinnurekendum sem ríkt hefur í forystu verkalýðshreyftngarinnar. Hvernig var boðafl til aðgsrfla i ór? Kommúnistaflokkurinn hafði nú sem fyrr frumkvæði að boðun Bar- áttueiningar l. maí og sendi um það bréf til ýmissa samtaka. Með bréfinu var leitað eftir sem viðtækastri sam- stöðu um brýnustu hagsmunamál al- þýðunnar og sameiningu baráttusinna innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar setti flokkurinn fram til umræðu drög að grundvelli án nokkurra skilyrða. Var þar einnig boðað til fyrsta undir- búningsfundar væntanlegrar samfylk- ingar. Hvafl gerflist á undirbúningsfund- inum? Á undirbúningsfundinum kom i Ijós að Kommúnistaflokkurinn og EIK(ml) eru nær alveg málefnalega sammála i öllum helstu baráttumálum. Ágrein- ingur var um hvernig staðið skyldi að samfylkingunni. Eins og fyrr greinir vildi Kommúnistaflokkurinn sameina alla þá baráttusinna sem hingað til hafa verið suridraðir I. maí. Til þess þarf samfylkingu og samfylking krefst þess að gerðar séu málamiðlanir en ekki að hver gangi með sína stefnuskrá niður Laugaveginn. Varaformaður EIK(ml), sem staddur var á fundinum sem fulltrúi Samfylkingar, lýsti þvi yfir að Fylking- in væri ekki framsækin hreyfing og gæti því ekki tekið þátt i framsækinni baráttu — og væri því engin sú aðgerð framsækin sem Fylkingin tæki þátt i. Af þessum sökum gæti EIK(ml) ekki starfað með Fylkingunni. Með það gekk hann af fundi, þrátt fyrir að hann væri beðinn að sitja hann til enda. Samstarfstilboð??? Ekkert heyrðist meir frá EIK(ml) fyrr en opið bréf frá Samfylkingu birt- ist fjórum dögum fyrir l. mai. Virðist þar hafa orðið afstöðubreyting EIK(ml) til Fylkingarinnar án nokk- urra frekari skýringa. Kommúnista- flokkurinn fagnar þeim samstarfsvilja sem virðist koma fram í bréfinu en harmar hversu seint EIK(ml) áttaði sig, því bæði hafa Baráttueining og Rauð verkalýðseining annars vegar og Samfylking hins vegar undirbúið og auglýst aðgerðir hvor i sínu nafni. EIK(ml) vita mæta vel að með því að senda sitt opna bréf'svo seint geta þau ekki vænst skipulagsbundinnar sam- einingar. Hver er þá tilgangur þeirra með bréfinu? Þessar starfsaðferðir EIK(ml) eru ekkert einsdæmi. Þegar þau nefndu sig 8. mars-hreyfinguna í tilefni alþjóðlegs baráttudags verka- kvenna, birtu þau opið bréf í fjöl- miðlum þann 7. mars, þar sem þau buðu félögum Rauðsokkahreyfingar- innar að ganga til liðs við sig daginn eftir. Þá hafði Rauðsokkahreyfingin lokið undirbúningi að sinum fundi og EIK(ml) þar áður neitað öllu samstarfi við hana. Þannig þykjast EIK(ml) fria sig af klofningsstarfi. Hvafl skal gera 1. maí? Loks hafa þau tíðindi gerst að Baráttueining og Rauð verkalýðsein- ing, sem undanfarið hafa staðið fyrir aðgerðum I. maí, hafa náð að samein- ast gegn þeirri samvinnu við auðvaldið sem ríkt hefur innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Er því hart til þess að vita að ný hreyfing skuli koma upp til að viðhalda sundrungunni meðal baráttu sinna. Kommúnistaflokkurinn vill hvetja EIK(ml) til að láta af þeirri sundrungarstarfsemi sem samtökin hafa rekið i flestum baráttumálum. Verkafólk og vinnandi alþýðu hvetur flokkurinn til að mæta í aðgerðir Baráttueiningar og Rauðrar verkalýðseiningar I. maí og sýna þannig vilja sinn til harðari aðgerða verkalýðshreyfingarinnar gegn auð- valdinu og fyrir samstöðu með alþýðu annarra landa. IVER ER íÁGREIN- INGURINN7J — opið bréf frá stjóm Samfylkingar l.maf: Samfylkin( I. mal hóf surf tncmma er höfuðandsueðtngur verjta'j^ Hverfafundir borgarstjóra í apríl - maí 1978. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Árbæjar- og Seláshverfi Laugardaginn 29. apríl kl. 14:00. Félagsheimili rafveitunnar v/Elliðaár. Á fundgnum verður: 1. Sýning á líkönum og uppdráttum 2. af ýmsum borgarhverfum og nýjum byggðasvæðum. Fundarstjóri: Jóhannes Óli Garðarsson, fram- kvœmdastjóri, Fundarritarar: Sigrún G. Jóns- dóttir, skrifstofumaður og Gylfi Konráðsson, blikksmfðamaistari. Litskuggamyndir af helztu fram- kvæmdum borgarinnar nú og að undanförnu. Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra í hvaða bíl finnast þér beztu kaupin? Stefán Eiríksson bflstjórí: hg get nu eKKi sagt að ég hafi athugað það sérstaklega. tg reikna með að það séu beztu kaupin í ámerísku bílunum í dag. Óli Aadnegard bilstjóri: Ég held að verð á bílum hér á landi sé snarvitlaust. Það er alltof hátt, ef miðað er við árslaun meðalfólks. Pétur Sigurösson framkvæmdastjóri: Eg hef nú takmarkaö vit á þvi hvað bilar kosta. Ætli rússneski Lada-jeppinn sé ekki ráðlegastur; Gróa Jónsdóttir húsmóöir: Alveg tvi- mælalaust Volvo. Það eru bæði góðir og ódýrir vagnar ef miðað er við verð og gæði. Sigfús Sigfússon, framkvæmdastjóri P. Stefánsson hf.: Auðvitað eru beztu kaupin í Austin Allegro. Hann er góður og sparneytinn bill, auk þess er hann sjálfskiptur, fimm gíra og mjög rúm- góður. Sigurður Haraldsson, sölustjóri hjá Samvinnuferðum: Ég er að hugsa um að kaupa mér litinn bil. Ætli það verði ekki Allegro station, hann hentar mér vel núna.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.