Dagblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978.
5
Blaðaö í ársskýrslu slysadeildarBorgarsjukrahussins:
Karlar virðast
meiri hrakfalla-
bálkar en konur
— eitur- ogíþróttaslysum fækkaði 1977
Árið 1977 komu 32.388 sjúklingar á
slysadeild Borgarspítalans i 53.031
skipti. Þar af voru Reykvíkingar lang-
flestir eða 21.707 talsins eða 67% af
sjúklingunum. Árið 1976 voru sjúkl-
ingar deildarinnar 30.070 talsins i
51.175 komum.
Langflestir sjúklingar komu á deildina
á laugardögum eða 5747 sjúklingar. Í
júlímánuði komu flestir sjúklingar á
deildina 3045, en fæstir í febrúar 2391
sjúklingur en þar næst voru fæstir sjúkl-
ingar i janúar eða 2524 sjúklingar.
20—24 ára karlar
fjölmennastir
Karlar á aldrinum 20—24 ára voru
fjölmennasti aldurshópurinn eða 3074
sjúklingar. en meðal kvenna var aldurs-
hópurinn 15—19 ára fjölmennastur
eða 1503. Meðal sjúklinga slysadeildar-
innar eru karlar á aldrinum 0—99 ára
langtum fjölmennari en konur. Karl-
arnir voru 20.525 en konurnar 11.863
Slysastaðir:
Karlar meiri
hrakfallabálkar
í ársskýrslu slysadeildarinnar fyrir
árið 1977 er greint frá hinum mismun-
andi slysastöðum. Langflestir karlar
urðu fyrir slysi úti við, þó ekki vinnu-
slysum eða 6107, en 3656 konur urðu
fyrir slysum úti við. 4647 karlar urðu
fyrir vinnuslysum i verksmiðju, á sjó, i
byggingavinnu (sem voru lang oftast) og
annarri vinnu. 809 konur urðu aftur á
móti fyrir vinnuslysum. 793 karlar urðu
fyrir slysi i skólum en 546 konur. 3908
karlar urðu fyrir slysi i heimahúsum og
4082 konur. I slysum við og á skemmti-
stöðum urðu 599 karlar en ekki nema
269 konur. Aðrar og óvitaðar orsakir
slysa urðu 4469 talsins á körlum og 2503
á konum.
Karlar virðast samkvæmt þessum
tölum vera meiri hrakfallabálkar en
konur, enda þeirra störfum oft þannig
háttað að meiri hætta fylgir þeim.
Eitt slys —
margar orsakir
í skýrslu slysadeildarinnar segir að
hvert slys geti haft fleiri en eina orsök.
1625 lentu i umferðarslysum, þar af
919 karlar og 706 konur. 445 lentu í svo-
kölluðum eiturslysum, 254 karlar og 191
kona. Er það 86 færri tilfelli en árið
1976. Sagði Haukur Kristjánsson yfir-
læknir slysadeildarinnar það væntanlega
vera vegna aukins áróðurs um gætni í
meðferð eiturefna. Haukur sagði enn-
fremur að langflestir þeirra sem lenda í
eiturslysum séu börn en þau virðast hafa
öðruvísi bragðskyn en fullorðnir. 10001
féll eða hrasaði, þar af 5509 karlar og
4492 konur og 784 urðu fyrir slysum af
völdum bruna, hita og kulda. Er sú tala
mun lægri en i nágrannalöndum okkar,
enda ekki algengt að verið sé með opinn
eld hér eins og í nágrannalöndum okkar.
íslendingar eru lika famir að kunna að
bregðast rétt við ef einhver biennir sig
og kæla sáriðstrax. 16 urðu fyrir slysi af
völdum skotvopna. er það sama tala og
árið 1976. Þar af voru karlarnir 15 og I
kona. 26 karlar féllu i vatn og 8 konur,
er það einnig sama tala og árið áður. 11
karlar urðu fyrir rafmagnsslysi og 1
kona 68 karlar urðu fyrir viljandi sjálfs-
áverka og 47 konur. Er það 7 færra en
1976. 1789 hlutu áverka frá öðrum,
1218 karlar og 571 kóna. Sagði Haukur
Kristjánsson að þessi tala væri óhugnan-
lega há og miklu hærri en i nágranna-
löndunum. Kom fram að tveir menn
færu varla svo I slag að þeir kæmu ekki
báðir á slysadeildina til þess að fá
áverkavottorð til þess að geta hafið
málssókn og gert skaðabótakröfur! 1871
lenti í íþróttaslysum, 1392 karlar og 479
konur. Þar með eru talin slys á skíða-
fólki og börnum og unglingum í leik-
fimilímum. 682 lentu í slysum vegna
véla, 599 karlar og 83 konur. Önnur
verkfæri ollu slysum á 793 körlum og
353 konum. 3937 fengu högg af hlut,
2794 karlar og 1143 konur. Er þar um
að ræða fækkun um 71. Mein af læknis-
aðgerð fengu 71,42 karlar og 29 konur.
Þar hefur einnig fækkað frá árinu áður
eða um 30.
Bit af völdum
tví- og ferfætlinga
Mein af læknisaðgerð telst ef t.d.
saumur verður eftir I sári, eða óhreinindi
komast í sár og fer að grafa i. 186 voru
bitnir, 95 karlar og 91 kona. — Er þar
um að ræða bit bæði af ferfætlingum og
tvífætlingum samkvæmt upplýsingum
Hauks Kristjánssonar. 217 lentu I slys-
um vegna hrossa. 134 karlar og 83
konur. Langflestir sjúklinga deildarinnar
eru í flokknum „annað og óþekkt” eða
12064 manns, 8031 karl og 4033 konur.
Á slysadeildinni voru framkvæmdar
samtals 36097 aðgerðir á árirtu 1977.
Árið áður urðu aðgerðirnar 33807.
í skýrslu deildarinnar eru taldar upp
sautján aðgerðir auk þess sem kallað er
„önnur meðferð" og er sá dálkurinn
langstærstur eða 11386. 4048 fengu
enga meðferð, en 6846 fengu sár
saumuð og snyrt. 55 þeirra sem á deild-
ina komu voru endurlifgaðir og 5688
fengu eingöngu umbúðir.
- A.Bj.
IÓN OG SÉRA JÓN...
Það er talað um Jón og séra Jón, og svo er talað um að það sem höfðingjarnir
hafast að, hinir ætla sér leyfist það. En málið er ekki svona, eða hvað? Þarna er
harðbannað að leggja bifreiðum. Borgaryfirvöld hafa sett þær reglur. Þvi virðist
almenningi undarlegt að borgarbifreið skuli lagt eins og á myndinni.
Ef mynd okkar er grannt skoðuð sést að einn af starfsmönnum stöðumælasjóðs
er á næstu grösum. Nú er það spurningin: Var borgarbillinn skrifaður
upp af stöðumæiaverðinum eða ekki? — DB-mynd Guðjón H. Pálsson.
Leiðrétting:
Hilduriframboðien ekkiíbaráttunni
1 frétt í DB I gær var greint frá því að sæti listans. Það sem við var átt er að
á lista Alþýðubandalagsins á Eskifirði hvorugur bæjarfulltrúanna er i sætum
væru þeir tveir bæjarfulltrúar sem sem gerir þeim mögulegt að komast í
flokkurinn á ekki í framboði. Þetta er bæjarstjórnina aftur.
rangt, Hildur Metúsalemsdóttir er i 8.
JónKarl
bæjarfulltrúi
íefstasæti
— lista Alþýðuflokks
á Sauðárkróki
Jón Karl Karlsson bæjarfulltrúi á
Sauðárkróki er efstur á lista Alþýðu-
flokksins þar I kosningunum í vor.
Annar er Baldvin Kristjánsson hús-
vörður, 3. Helga Hannesdsóttir hús-
móðir, 4. Guðmundur Guðmundsson
byggingarmeistari, 5. Einar Sigtryggsson
byggingarmeistari, 6. Dóra Þorsteins-
dóttir húsmóðir, 7. Pétur Valdimarsson
verkamaður, 8. Ólöf Konráðsdóttir
verkakona, 9. Valgarður Jónsson vél-
smiður, 10. Ragnheiður Þorvaldsdóttir
verkakona, 11. Gestur Þorsteinsson
bankafulltrúi 12. Svavar Jósefsson
vinnuvélastjóri, 13. María Ólafsdóttir
verzlunarmaður, 14. Kristinn Björnsson
bifreiðarstjóri, 15. Bára Haraldsdóttir
verkakona, 16. Friðrik Friðriksson sjó-■
maður, 17. Jóhanna Jónsdóttir hús-
móðir og 18. Erlendur Hansen fram-
kvæmdastjóri.
I bæjarstjórn á Sauðárkróki eru 7
menn þar af Jón Karl einn fyrir Alþýðu-
flokkinn sem fékk 126 atkíæði í síðustu
kosningum. DS
Hverfafundir
borgarstjóra
í apríl - maí 1978.
Birgir ísieifur Gunnarsson
borgarstjóri flytur ræðu og
svarar fyrirspurnum fundargesta
Nes- og Melahverfi
Vestur- og Miðbæjarhverfi
Sunnudaginn 30. apríl kl. 15:00
Átthagasal - Hótel Sögu.
Á fundunum verður:
Fundarstjóri: Hörður Sigurgestsson, rekstrarhag-
1. Sýning á líkönum og uppdráttum 2. Litskuggamyndir af helztu fram- frœðingur.
af ýmsum borgarhverfum og kvaemdum borgarinnar nú og Fundarritarar: Garðar Pólsson, skipherra og
nýjum byggðasvæðum. að undanförnu. Helga Bachmann. leikari.
Reykvíkingar- tökum þátt í fundum borgarstjóra