Dagblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRlL 1978.
Ferðamálaráð og Evrópa okkar
EFNA TIL SAMKEPPNIUM
HÚSA- OG UMHVERFISVERND
Hin síðari árin hefur áhugi manna um.
víéa veröld beinzt mjög að varðveizlu og
endurbótum á byggingar- og náttúruarf-
leifð. Samtökin Evropa Nostra hafa það
að markmiði að vinna að þessum málum
og nýlega kom út bók hjá stofnuninni,
Arfleifð Evrópu i haettu, gefin út i sam-
vinnu við Kodak-fyrirtækið.
Nú hefur Ferðamálaráð Islands og
samtökin Evropa Nostra eða Evrópa
okkar, eins og það heitir á islenzku,
hafið samkeppni meðal þeirra sem unnið
hafa að varðveizlu og endurbótum
byggingar- og náttúruarfleifðar Evrópu.
Dómnefnd skipuð af Ferðamálaráði
mun veita sérstaka viðurkenningu
einum íslenzku þátttakendanna en verk-
lýsingar keppenda verða sendar höfuð-
stöðvum Evropa Nostra.
Viðurkenning Ferðamálaráðs verður
veitt 1. júli nk. en Evropa Nostra í
september nk. i Hamborg.
1 verklýsingu, sem Ferðamálaráð
hefur gefið út, segir að skipta megi henni
i nokkra flokka, s.s. endurgerð gamalla
bygginga þar sem myndir sýna „fyrir”'
og „eftir” nýbyggingar sem falla vel að
umhverfi, gamlar byggingar til nýrra
nota, lýti sem rutt var úr vegi, flóðlýstar
byggingar, torg, brýr, garða. bilastaeði,
göngusvæði, endurbætt umhverfi í
gömlum borgum, notkun málningar til
að bæta umhverfi í þéttbýli og aðgerðir
til að vernda fögur náttúrusvæði gegn
byggingaráætlun, sem stinga mundi í
stúf við umhverfið.
Nánar getur Ferðamálaráð greint
þeim sem áhuga hafa frá þátttökuskil-
yrðum og tilhögun allri og þar liggja
frammi keppniseyðublöð.
.IBP
Brezka rfkisstjórnin hugðist reisa húsið á neðri myndinni og rifa hin gömlu sem enn
gleðja augu Lundúnabúa vegna almennra mðtmæla gegn hinni nýju byggingu.
íslands
Nýir nemendur verða teknir inn í skólann 4.
september 1978 og 8. janúar 1979. Umsóknar-
frestur er til 10. janúar næstkomandi.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar er að fá í
skólanum.
Skólastjóri.
Námskeið f
skyndihjálp
verður haldið vikuna 8.—13. maí
næstkomandi í húsakynnum Bifreiðaeftirlits
ríkisins, Dugguvogi 2 kl. 20—22. Leiðbein-
andi verður Sigurlína Daviðsdóttir.
Öllum heimil þátttaka. Þátttökugjald kr.
3.000. Skráningar og upplýsingar á skrifstofu
FÍB til 5. maí næstkomandi.
Félag íslenzkra brf reiðaeigenda
Skúlagötu 51. Simi 29999.
BYGGUNG Kópavogi
Framhaldsaðalfundur verður haldinn laugardaginn 3.
júní 1978. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin
Kosningaskrifstofa
A-listans f Garðabæ
Skrifstofa A-listans í Garðabæ að Garðaflöt 23 er
opin alla virka daga kl. 20,30 til 22,30 nema laugardaga
kl. 14 til 18.
Hafið samband við skrifstofuna, síminn er 42244.
Nýir félagar velkomnir til starfa.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla bæjarstjórnakosning-
anna hefst á morgun 30. april. Kosningaskrifstofan
aðstoðar þá, sem þess óska. Verið velkomin til starfa!
A-listinn í Garðabæ.
Alþjóðleg bílasýning
í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa
sýnigunni lýkur á
morgun
opið frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22—
Símar sýningarstjórnar: 83596 og 83567
(