Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978. 1 BIAÐW irjálst, áháð daghlað Útgefandi Dagbladið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristj&nsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rítstjórnar: Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atii Steinarsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaöamonn: Anna Bjomason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson Drcifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðal- simi blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1850 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 19. Framsókní sparífötum Kokhreysti Ólafs Jóhannessonar ráð- herra sætir nokkurri furðu, þegar hann telur sig þess umkominn að koma fram í útvarpi og segjá að efnahagsmálin verði að taka fastari tökum en hingað til hafi verið gert og beita að sumu leyti nýjum úrræðum. Menn höfðu ætlað, að fáir eða engir hefðu borið meiri ábyrgð en hann á meðferð efnahagsmála undanfarin tvö kjörtímabil. Óstjórnin í efnahagsmálum hefur verið slík að for- maður Framsóknarflokksins telur ógjörlegt að halda uppi vörnum. Hann tekur því þann kostinn að slást í hóp þeirra, sem gagnrýna stjórn efnahagsmála. Nú, rétt fyrir kosningar, birtist hann spariklæddur og lætur að því liggja, að hann lumi á einhverjum úrræðum, sem hann hafi ekki getað beitt í samstjórninni með Sjálfstæðis-I flokknum. Geir og Matthías beri ábyrgð á óstjórninni. Fólk eigi að kjósa Ólaf Jóhannesson og Framsóknar- flokkinn, þá verði tekin upp ný stefna. Stórsókn Ólafs í efnahagsmálum hefur verið vandlega undirbúin með ályktunum flokksþings Framsóknar- flokksins fyrir skömmu. Þar getur að líta hvassa gagn- rýni á ríkjandi stefnu. „Hin mikla verðbólga hefur leitt af sér margvíslegt misrétti í þjóðfélaginu og önnur óæskileg áhrif. Stórkost- legar eignatilfærslur hafa átt sér stað og efnahagslegt misrétti aukizt... Mat á arðsemi fjárfestingar hefur brenglazt, þannig að fjármagni er oft sóað, en það leiðir til minni framleiðni og minni þjóðartekna.” Þannig ályktuðu framsóknarmenn á þingi sínu. „Við þetta ástand verður ekki lengur unað, og snúast veróur af alefli gegn því,” sögðu þeir. Þessi gagnrýni á stjórnarstefnuna hefði allt eins getað verið ályktun flokksþings einhvers stjórnarandstöðuflokksins. Þeir,, sem fylgzt hafa með aðferðum Framsóknar fyrir kosn-1 ingar um langt árabil, þekkja þessi leikbrögð. Framsókn tekur gjarnan þann kostinn rétt fyrir kosningar að þvo hendur sínar af stjórnarsamstarfi og ná sér í rauðari lit. Og hvað ætlar Framsókn svo að gera til að leysa efna- hagsvandann? „Skipuleg samráð og samvinna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins eru því nauðsynleg,” sagði flokks- þingið. „Fylgt verði sveigjanlegri vaxta- og verðtrygg- ingarstefnu, þannig að samhliða breyttri efnahagsstefnu verði vextir lækkaðir, en jafnframt tekið tillit til hags- muna sparifjáreigenda.” Mönnum er spurn: Bera fram- sóknarráðherrarnir ekki ábyrgð á stórhækkun vaxta? Stóðu þeir ekki fyrir efnahagsaðgerðum, sem upphófu stríð við launþegasamtökin? Ennfremur sagði flokksþing Framsóknar: „Leggja verður í jöfnunarsjóði, þegar markaðsverð er hagstætt og aflahorfur góðar og greiða úr þeim, þegar verr gengur.” Og enn spyrja menn: Ber Framsókn ekki ábyrgð á þeim aðferðum síðustu ára að ganga í jöfnunar- sjóði í góðæri? Um fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar sagði flokksþingið: „Gerð fjárlaga verður að vanda betur og auka eftirlit með útgjöldum, meðal annars með því að meta á kerfisbundinn hátt þau afköst og árangur, sem út- gjöldunum tengjast.” Sjálfri sér samkvæm hikar Framsókn ekki við að taka nú undir mörg mikilvægustu atriði í gagnrýninni á stjórnarstefnu siðustu ára. Kjósendum virðist ætlað að trúa, að Sjálfstæðisflokkurinn beri einn ábyrgð á óstjórn- inni. Framsókn hefur brugðið sér í betri fötin nú nokkrum vikum fyrir kosningar. Sjónvarpið óheppilegt þeim sem eiga í erfið- leikum með svefn — Betra að lesa skemmtilega bók eða ræða við einhvern fyrirsvefninn Lólk sem á erfiti með svefn ætti að halda sig frá sjónvarpinu. Það býr sig mikið betur undir svefninn með því að lesa eða ræða viðeinhvern. Þetta er niðurstaða athugana hins þýzka svefnkönnuðar D. Langen. Hún gengur þvert á almenna trú manna að fátt sé eins svæfandi og að horfa á sjónvarp. En það mun einungis eiga við það fólk sem ekki á i erfiðleikum meðsvefn. Þá gæti maður haldið að hrotur makans ,væru ekki síður truflandi fyrir svefninn en sjónvarpsgláp. En ekki er D. Langen á sama máli. Víst getur það verið pirrandi þegar makinn hrýtur. En þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hrotum eiga yfirleitt í einhverjum vandamálum vegna hjónabandsins. Ef hjónabandið er i góðu lagi valda hrotur annars makans hinum yfirleitt ekki vandræðum. Þetta er skoðun D. Langens á svefn- leysi og sjónvarpi. Hún er sett fram í litilli bók sem heitir Sofið betur. Bókin sem slik er góð en þó verða lesendurnir að gera sér Ijóst að þeir geta ekki lært að sofa eftir bókinni. Ef menn vilja læra að sofa verða þeir að fara í með- ferð sérfræðinga sem kenna slökun. En þeir sem vilja reyna að vinna bug á svefnleysi sínu ættu að byrja á þvi að hætta að glápa á sjónvarpið. Sjónvarpsgláp eykur drykkju og reykingar Fólk fer yfirleitt of seint að sofa þar sem það horfir á sjónvarpið allt til dag- skrárloka. Það vakir því fram yfir þann tima sem þvi er eðlilegt að sofna á. Sjónvarpsgláp er erfitt, bæði and- lega og líkamlega, og það ér mjög þreytandi að sitja lengi og horfa á sjónvarpið. Meðan setið er fyrir framan tækið er einnig mjög aukin hætta á því að menn reyki og drekki mun meira en ella hefði verið. Ef leikari í sjónvarpsmynd kveikir sér i JÓNAS HARALDSSON r Staðreyndir um leiktjaldamálara Allt á sina forsendu, einnig svona kjallaragrein. í helgarblaði Vísis á laugardag segir Björn Björnsson leiktjaldamálari þetta meðal annars: „Hér vantar ákaflega mikinn skilning á hinu myndræna í kvik- myndum, og einnig leikhúsinu. Hægt er að gera langa kvikmynd án þess að eitt einasta orð sé sagt. En hér er það eins og hið bóklega skipti óllu niáli. íslendingasögurnar eru eiginlega þjóðarböl islendinga ekkert siður en brennivinið. Þær tröllriða svo allri menningu að i skugga þessara ofboðs- legu afreka þrifst í rauninni ekkert annað. Menn eins og Sölvi Helgason og Sigurður málari voru álitnir brjálaðir menn,” (leturbr. mín ÞÞ) Gott þykir landanum jafnan að trúa því að meinsemdin hjá honum sé fremur ofgnótt menningar en vöntun. Sæll er hver í sinni trú — og vonandi sárnar engum af aðstandendum þeirr- ar miklu og góðu myndlistar sem hefur verið sköpuð á þessu landi. Nóg um það. Annarstaðar i þessu sama viðtali skín líka mörg vonarglætan um það að ofurþunga bókmenntasögunnar sé nú endanlega að lélta af þjóðinni. Eða minstakosti af Birni þessum. Hann vikur lika að lýðræðinu, sem honum finnst dálítið tvieggjað, einsog hann segir. Bætir siðan við þessu til árétt ingar: „Það er til máltæki sem segir að því fleiri sem fiflin eru, því heimskari séu ráðin". Meðan farg bókmenntaerfðarinnar enn hvildi á þjóöinni var þetta máltæki vist haft svona: Því verr gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Einkennilegt má það heita: en mér finnst gamla, bóklega orðalagið stórum myndrænna en hið nýja. En nú má enginn fara að halda að erindi mitt sé það að fagna né harma útrýmingu tungumálsins sem við höfðunt í þessu landi á meðan fólk þurfti eitthvað að tala saman. Það er ekki mín deild. Það er setningin um þá Sölva og Sigurð sem ég hnaut um. Leikijaldamálarinn virðist vera að láta í ljós þá skoðun að þessir menn hafi báðir verið álitnir geðsturlaðir hér í bókmenntaumhverfinu vegna þess að þeir fengust við myndlist. Um Sölva vil ég sem minnst segja að órannsökuðu niáli. Þó hafði mér heldur svona skilist að fólki hefði. verið nokkuð sama um myndirnar hans þangað til Davið Stefánsson fór að safna þeim — en heimspekiþruglið f . ' ' Börn og foreldrar Það er fátt, sem hryggir meir en að sjá dapurt barn. Þegar við sjáum sorgmætt barn er oft nærtækast og auðveldast að rétta því peninga og segja, að það megi fá sér sælgæti fyrir. Bamið gerir þetta og gleðst umsvifa- laust, hámar í sig sælgætið, en sami sorgarsvipurinn er eftir sem áður á aodlitinu. Það sýnir að það sem við gerðum >ar engin hjálp. Það þjónaði þeim eina tilgangi að friðþægja okkur sjálf. Við þóttumst hafa gert gagn, og við gerðum það sem var auðveldast, en það var ekki það, sem með þurfti. Sumir gera reyndar annað og meir en það auðveldasta, en það er ekki alltaf skilið og heldur ekki alltaf þakkað. Árangurinn af raunhæfri lausn á vandamálum barna er ekki alltaf sýni- legur i fyrstu, heldur tilfinning, sem barnið og hjálpandinn fær, þegar vel og rétt hefur verið gert. Sá sem hjálpar á ekki að ætlast til að þakkað sé fyrir hjálpina, þó alltaf sé þakklæti þakkar vert, enda er slíkt ekki nauð- synlegt, því tilfinningin, sem fylgir þvi að gera vel, er það þakklæti, sem mestu varðar. Það á ekki að vera nein ástæða til að þakka fólki góðmennsku, hún á að vera sjálfsögð, og hvað vís- dóminn varðar til að gera rétt, þá ann- aðhvort er hann fyrir hendi eða ekki. Hjálpin við foreldra Bezta lausnin til að hjálpa vansæl- um börnum, er að hjálpa foreldrum þeirra til að hjálpa þeim. Það heyrir til undantekninga, ef börn vilja ekki vera hjá foreldrum sinum, sættast við þá ef um misklið hefur vérið að ræða, og leysa sín vandamál með þeim. En þannig lítur dæmið ekki alltaf út, því vansæl börn eru sjálfum sér og foreldr- um sínum verst. Þau sýna foreldrum sínum mikinn mótþróa og allt sem þau líða bitnar á þeim sem þau þekkja bezt og þeim þykir vænst um. Þetta þurfa foreldrar að vita og skilja. Það þarf ekki að vera það, að börnun- um liki verst við foreldrana af öllum, þó þau segi að svo sé, baráttan.sem þau eiga i viðsig sjálf, t.d. vegna marg- vislegra breytinga a unglingastigi, eða vegna erfiðleika í kunningjahóp eða skóla, getur komið niður á foreldrun- um. Gremjan og leiðinn þarf að fá út ' rás, og staðreyndin er sú, að oft koma leiðindin niður á þeim, sem maður er mest með, er öruggastur um og elskar mest.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.