Dagblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. - LAUGARDAGUR 6. MAÍ1978 - 94. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI27022.
Síkl strádrepin að
nauðsynjalausu?
—spærlingsbátar fá síld og henda henni
sídan afturí sjóinn
Einn af forystumönnunum í
fiskiðnaði i Eyjum sagði í gærkvöldi
að honum hefðu borizt til eyrna sögur
um að spærlingsbátarnir hefðu fengið
trollin full og hálffull af síld. Þessum
afla hefði verið fleygt aftur i sjóinn,
en þá er mestur hluti síldarinnar
dauðvona og engum til gagns, aðeins
til tjóns fyrir síldarstofninn.
t Eyjum eru menn mjög óhressir
með veiðar þessar og segja að í þeirra
augum sé Hávadýpið austur af
eyjunum, en þar hefur síldin veiðzt,
þeirra Faxaflói. Þessi mið þurfi að
vernda og verja. Hitt sé svo annað
mál að svo virðist sem ekkert eftirlit sé
af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins.
Þá fregnaði blaðið að bátum á
veiðisvæðinu sé sífellt að fjölga. í gaer
kom til Reykjavikur eftirlitsmaður er
verið hafði í Eyjum á vegum sjávarút-
vegsráðuneytisins og sagði hann
litillar síldar hafa orðið vart í
spærlingsförmunum, en hann kannaði
það við landanir. Þó hafi honum verið
kunnugt um að einn bátur hafi sleppt
10 til 15 tonna kasti, sem aðallega var
síld.
í gær var svo annar eftirlitsmaður
sendur til Eyja með ströng fyrirmæli
ráðuneytis og Hafrannsóknastofnunar
um að komast tif botns i þessu máli
með því að fara út á miðin með
spærlingsbáti.
GS-JBP
Orkumálastjóri svarar fyrir sig:
Ekki kemur til greina að skerða
rannsóknarfé stofnunarinnar
— framkvæmdir við Kröfluvirkjun óviðkomandi
rannsóknum stof nunarinnar
Orkustofnun sendi alþingismönnum
bréf í gær vegna ummæla forsætisráð-
herra á Alþingi fyrr í vikunni þar sem
hann greindi frá því að Orkustofnun
hefði ekki farið að heimildarákvæðum
og m.a. ráðið ólöglega starfsmenn.
Umræður hófust þá utan dagskrár
vegna bréfs hagsmunasamtaka starfs-
manna Orkustofnunar þar sem greint
var frá því að ríkisstjórnin hefði tekið
180 milljónir af fé því sem nota átti til
rannsókna á vegum stofnunarinnar til
greiðslna á vanskilaskuldum stofn-
unarinnar.
í bréfi Orkustofnunar frá því i gær
kemur fram að fjárhagsvandræðum
stofnunarinnar hefur verið velt áfram
með ýmiss konar skyndiráðstöfunum,
en engum raunhæfum ákvörðunum.
Á síðasta ári voru stofnuninni falin
verkefni fyrir 543 milljónir króna og
fór stofnunin aðeins 2.6 milljónir kr.
fram úr áætlun og nær verður varla
komizt i verðbólguþjóðfélagi eins og
okkar.
Framkvæmdir við Kröfluvirkjun til-
heyra ekki Orkustofnun samkvæmt
orkulögum en eru sérstakt tima-
bundið verkefni, óviðkomandi rann-
sóknum stofnunarinnar. Ráðuneytið
hefur fengið að fylgjast með fjárhags-
stöðu Orkustofnunar reglulega.
Fjárvöntun stofnunarinnar um
síðustu áramót var 228 milljónir og
ekkert hefur verið gert af hálfu stjórn-
valda til þess að afla þess fjár siðan. 1
bréfi orkumálastjóra kemur einnig
fram að samkvæmt síðustu starfs-
mannaskrá vinni enginn starfsmaður
við Orkustofnun án heimildar.
Orkumálastjóri segir að ekki komi
til grelna að skerða rannsóknarfé
stofnunarinnar til greiðslna á vanskila-
skuldum Orkustofnunar. Leita verði
lausnar fjárhagsvandans með lántöku
og öðrum aðgerðum.
Orkustofnun skuldar ýmsum fyrir-
tækjum, verktakafyrirtækjum, verk-
fræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen,
Bílaleigu Akureyrar o.fl. Sum þessara
fyrirtækja hafa átt í greiðsluerfiðleik-
um vegna þessa og verið auglýst á
nauðungaruppboðum, þannig að
greiðsluerfiðleikar Orkustofnunar
valda ýmsum vandræðum.
JH
Gott fyrir grasið
„Þetta er nú ekkert mjög kröpp lægð
en hún fer hérna á milli íslands og
'Grænlands og veldur suðaustanstrekk-
ingi og rigningu á suðvesturhorninu,”
sagði Guðmundur Hafsteinsson veður-
fræðingur i gær um óveðrið sem þá var 1
Reykjavík og víðar og helzt líklega
ennþá.
„Við búumst ekki við að veðrið fari
að lægja fyrr en seinnipartinn á morgun.
Við jressu er svo sem ekkert að segja
nema þetta er tilbreyting frá hægviðrinu
sem við höfum haft undanfarið og mjög
gott fyrir gróðurinn þvi hann var orðinn
anzi þurr," sagði Guðmundur. Og við
það verðum við víst að sætta okkur þó
stillurnar njóti meiri vinsælda.
Veðrið var þó ekki verra en svo i gær
að hægt var að fljúga til allra staða á
landinu nema Vestmannaeyja en að
sögn starfsmanns Flugleiða þykja það
lítil tíðindi. DS
Hverer
maðurinn?
— Sjábls.15
verkid ” eftir
Kiarval selt
Listaverk það, eftir Jóhannes
Kjarval, sem fannst málað á vegg í
vinnustofu hans i Austurstræti, hefur
nú verið selt einkaaðila.
Listaverkið kom í Ijós er rifið var
veggfóður af einum vegg í vinnu
stofunni um miðjan vetur árið
1975. Það er að sjálfsögðu allmikið
skemmt en þó talið mögulegt að gera
við það. Sú viðgerð verður þó að fara
fram erlendis.
Ekki hefur fengizt uppgefið hver
er hinn eiginlegi kaupandi að lista-
verkinu og hafa erfingjar lista-
mannsinsalgjörlega varizt frétta.
Samkvæmt heimildum Dagblaðsins
mun ríkið hafa haft áhuga á kaupum á
verkinu en úr þvi varð ekki eins og
áður segir. Orðrómur um að
Guðmundur Axelsson i Klaustur-
hólum hafi keypt verkið er ekki á
rökum reistur. Neitaði Guðmundur
þvi algjörlega í gær að hann vissi
nokkuðum málþetta. -HP.
„Týnda lista-