Dagblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 14
14
r
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. MAl 1978.
Myntbfeytingin — fyrsta skrefið
Eftir allar þær óraunhæfu
umræður, sem átt hafa sér stað um
verðbólgu, en þó um leið samdóma álit
allra, a.m.k. i orði, að henni verði að
útrýma má eflaust lita á það sem kald-
hæðni, að áhrifamenn í fjármálum hér
á landi telja nú loksins, að gjaldmiðils-
breyting sé nauðsynleg forsenda og
áhrifarik til þess að kveða niður verð-
bólgudrauginn.
Og nú vilja margir í senn eiga
heiðurinn af því, að tillögur Seðla-
bankans um myntbreytingu hafa séð
dagsins ljós. Formaður Alþýðuflokks-
ins vill láta líta svo út, að tillögurnar
megi rekja til áramótagreinar hans i
Alþýðublaðinu, um gjaldmiðilsbreyt-
ingu, og svo er,um marga fleiri for-
svarsmenn i stjórnmálum.
Staðreynd er það hins vegar, að
mjög fáir stjórnmálamenn hafa þorað
að flíka þessum málum, og enn færri
þorað að kveða upp úr með, að gjald-
miðilsbreyting væri skilyrði fyrir þvi,
að siðvæðing íslenzks gjaldmiðils gæti
hafizt. — Ekki má þó gleyma þeim
örfáu, sem hafa þorað að bera þetta
sannleikskorn upp að ljósinu og útfært
hugmyndir sinar I fjölmiðlum eða við-
tölum af og til. — Má þar nefna Björn
fyrrv. alþingismann á Löngumýri, Jón
Skaftason og síðast en ekki sizt Lárus
Jónsson þingmann Sjálfstæðisflokks-
ins, sem bar fram tillögu á Alþingi um
gjaldmiðilsbreytingu á siðasta ári, í þá
átt að hundraðfalda verðgildi krón-
unnar.
Erffið fæðing
Þar sem svo almennt er viðurkennt,
að verðbólga sú, sem magnazt hefur á
þessum áratug, er lýsandi dæmi um
fjárhagslegt og efnahagslegt þjóðar-
mein með sjúkan gjaldmiðil að undir-
stöðu, hlaut að koma að því, að takast
yrði á við vandann með því að beita
hörðum aðgerðum og víðtækum, —
og þá er nærtækast að byrja á meininu'
sjálfu, gjaldmiðlinum.
Sá, er þetta ritar, hefur ekki látið
hjá líða að halda á lofti nauðsyn
þessara aðgerða, með sjálfstæðum
greinum um hugmyndir að breyting-
unni og oftar en ekki verið hvattur til
endurtekinna skrifa um þessi mál af
þeim er gleggst þekkja til I íslenzkum
efnahags- og fjármálum, vegna þess að
þeir hafa ekki þótzt hafa aðstöðu til að
láta í Ijósi skoðanir sinar opinberlega.
En „dropinn holar steininn” og sl.
7—8 ár hefur undirritaður birt ekki
færri en þrjátiu greinar um nauðsyn
gjaldmiðilsbreytingar og framkvæmd
hennar, fyrst í dagblaðinu Vísi og slð-
ar i Dagblaðinu eftir stofnun þess.
Á fundi þeim, er seðlabankastjóri
átti með fréttamönnum, lét hann þess
getið, að nú væri nauðsynlegt að gera
breytingar á seðla- og myntkerfinu,
ekki sízt vegna þess, að þungi seðlaút-
gáfunnar hvílir á fimm þúsund króna
seðlum — og er hlutdeild þeirra milli
80 og 90% af seðlamagninu.
Það var Ijóst, að kostnaðarsamar
breytingar þurfti að gera á mynt- og
seðlaútgáfu hvort eð var, t.d. að gefa
út nýjan tíu þúsund króna seðil og
jafnvel fimmtíu þúsund króna seðil,
ásamt enn öðrum breytingum. —
Seðlabankinn væri því þeirrar
skoðunar, að nú væri rétti timinn til
myntbreytingar, og ef ákvörðun lægi
fyrir næsta haust, gæti breytingin
tekið gildi um 1980.
Vegna alls þessa hefur svo verið
farið af stað og ákveðnum aðilum
verið falin hönnun nýrrar myntar, og,
liggja tillögur nú fyrir að nýjum
seðlum, tíu, fimmtíu, hundrað og
fimm hundruð króna.
Segja má, að hér hafi nokkuð vel til
tekizt, og þótt sumir vilji telja nýju
seðlana „leiðinlega sviplika” þeim
sem notaðir eru t.d. I Þýzkalandi eða
Frakklandi —eða um einhvers konar
„stælingu” sé að ræða, er það skoðun
Kjallarinn
Geir R. Andersen
þess, er þetta ritar, að það megi
einmitt telja hinum nýju seðlum, sem
nú hafa verið hannaðir, það til giidis,
að útlit þeirra likist eða minnir á verð-
mæta. peningaseðla annarra þjóða.
Ekki minnkar traust fólks á seðlunum'
við það.
Auk þess má til sanns vegar færa að
útlit hinna nýju seðla er með eins
konar „alþjóðlegum” blæ, og er slíkt
meira til bóta en hitt, að draga fram
einhver séreinkenni þjóðar á peninga-
seðlum, sem eiga a.m.k. öðrum þræði
að endurspegla traust fólks (innlends
og erlends) á íslenzkum gjaldmiðli.
Þvi má alfariö leggja fortlðina að
baki hvað varðar útlit nýrra peninga-
seðla, eins og reyndar er gert I hönnun
hinna nýju seðla.
Og þar sem Seðlabankinn hefur nú
óskað eftir því, að menn ræði þær til-
lögur um nýjan gjaldmiðil, sem hafa
komið fram, má bæta því við, að svo
vel sem til hefur tekizt um hönnun
seðlanna sjálfra — þá eru tillögurnar
um slegnu myntina, þ.e. að hafa
myndir af fiskum á framhlið þeirra,
næsta skoplegar að mati undirritaðs
og fleiri, er hann hefur rætt við.
Það skyldi í lengstu lög forðast að
tengja nokkuð það við fjármuni, að
ekki sé nú minnzt á gjaldmiðilinn
sjálfan, sem gæti valdið aðhlátri eða
þvi sem verra er, aðkasti, og gefa fólki
tækifæri til þess að gefa einstökum
myntum ýmis „viðurnefni” vegna
fáránleika i hönnun þeirra.
Þannig er engin sérstök ástæða til
þess að myndir af fiskum (þótt nytja-
fiskar séu, sumir) „prýði” framhlið
hinna slegnu mynta. Landvættir á
bakhlið slegnu myntarinnar eru hins
vegar hlutlaus en smekkleg skreyting
og gefur ekki tilefni til óþarfa hug-
myndaflugs um auknefni eða hrein-
lega rangnefni peninganna, eins og því
miður myndi fljótlega verða raunin
með fiskana að skreytingu.
Nafnbreyting
I beinu framhaldi tillagna Seðla-
bankans um breytingar á gjaldmiðlin-
um hefur hann sett fram þá hugmynd,
að nýtt nafn yrði tekið upp I stað
„krónunnar”, sem nú hefur sannast
sagna og bókstaflega talað runnið sitt
skeið á enda.
Þótt aðrar þjóðir hafi tekið upp
gildisbreytingar á mynt, t.d. Finnar og
Frakkar, án þess að nafni myntarinnar
væri breytt, er hér um það að ræða, að
i raun hafa lslendingar aldrei átt sinn
sérstaka gjaldmiðil heldur tekið hann
að erfðum frá Dönum, eftir að nafn-1
inu hafði verið „snarað” yfir á
islenzku, sem var fljótgert,
„krone/króna”.
Það væri þvi vansalaust, að íslend-
ingar skiptu nú um nafn á þeim gjald-
miðli, sem hefur verið hvað aumastur I
Norðurálfu um áratugs skeið eða
lengur.
í tillögu Seðlabankans er helzt
hallazt að heitinu „mörk”, sem hefði
100 krónur að einingum, þ.e. 1 mörk
sama og 100 krónur. Áuðvitað er
þessi tillaga ekki síöur umræðuhæf en
hver önnur. Henni fylgir þó sá
agnúi, að orðið sjálft, þ.e. „mörk” er
mjög gamalt og hefur algerlega lagzt
af, nema i sambandi við þyngd ung-
barna. — Hins vegar er orðið „mark”
ofarlega i hugum fólks, einkum vegna
tilvistar þýzka marksins, þannig að
fljótlega yrði fólki tamara að tala um
svo og svo mörg „mörk” fremur en
svo og ,svo margar „merkur”. Mynt-
einingin „mark” var og notað hér
seinna en „mörk” og voru I einu
„marki” 16 skildingar og ennfremur
orðið „dalur” sem jafngilti fjórum
„mörkum” eða 64 skildingum.
Þessi heiti bæði, þ.e. „mark” og
„dalur” eru enn viðurkennd og í fullu
gildi I hinum stóra heimi, báðar mynt-
irnar eins konar undirstöðugjaldmiðill
I viðskiptalífinu, og því væri það siður
en svo nokkur goðgá, þótt við Islend-
ingar tækjum upp annaðhvort heitið,
„mark” eða „dal” en nota orðið
„skilding” sem undireiningar að
einum „dal” eða „marki”, hvort orðið
sem ofan á yrði.
Að þvi frágengnu, að hvorugt þess-
ara orða yrði notað, þ.e. mark eða
dalur, sem þó myndi aö öllum
likindum verða happadrýgst, — skal
hér lagt til, að krónur og aurar yrðu
áfram notuð, áð undangenginni þeirri
breytingu, að orðið „nýkróna” kæmi
einungis í stað „krónu” nú.
Að öllu samanlögðu þarf varla að
draga það í efa, að myntbreyting með
eða án nýs heitis, í þá átt aö gera
hverja einingu verðmeiri er fyrsta
skrefið, sem stigið verður til móts við
þá verðbólgu, sem nú virðist ætla að
færa atvinnu- og efnahagslíf á tslandi i
kaf, fyrir fullt og aUt. Og sennilega
verður myntbreytingin sú fyrsta, sem
framkvæmd verður til árásar á verð-
bólguna og hæfir vel, að Seðlabank-
inn gangi þar fram fyrir skjöldu úr þvi
að slíkt virðist ofviða hinu háa
Alþingi. Geir. R. Andersen.
*■ „
L Verzlun V< írzlun Verzlun ]
phyris
Phyris snyrtivörurnar verða
sífellt vinsælli.
Phyris er húðsnyrting og hör-
undsfegrun með hjálp blóma
og jurtaseyða.
Phyris fyrir viðkvæma og ofnæmishúð.
Phyris fyrir allar húðgerðir.
Fæst í helztu snyrtivöruverzlunum og apótekum.
Skrifstofu
SKRIFBORO
Vönduó sterk
skrifstofu ikrif-
boró i þrem
stæróum.
Spira
A.GUÐMUNDSS0N
Húsgagnaverksmiðja,
Skemmuvogi 4 Kópavogi.tSimi 73100.
IBUDARHUS
DAGHEIMILI SUMARHÚS
Verksmiöiuframleidd hus ur timbri
Islenzkir
fagmenn
byggja
húsin
Þaö
tryggir
þéttleika
og gϚi,
miöaö viö
íslenzka
veöráttu
STOKKAHUSH
F simar 26550-38298
Sófi og svefnbekkur í senn.
íslenzkt hugverk og hönnun.
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnavarkamiðja
Skemmuvegi 4. Simi 73100.
Allt úr smíðajárni
HANDRIÐ, HLIÐ,
LEIKTÆKI, ARNAR,
SKILRÚM, STIGAR.
Listsmiðjan HF.
Smifljuvegi 56. Sfmi 71331.
Nú er timi sportbáta. Hjá okkur
fáið þið sportbáta úr trefjaplasti,
þrettán og sextán feta.
Gerum einnig við alla hluti úr
trefjaplasti. '
SE-plast hf.
Simi 31175 og 35556,
Súðarvogi 42.
SJUBIH SKHUÚM
IsltvlttHmlt iiHutnit
STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af
stuðlum, hillum og sköpum, allt eftir þörfum á hverjum stað.
SVERRIR HALLGRÍMSSON
Smtdastofa h/t .Trönuhrauni 5. Simi 51745.
öll viðgerðarvinna
Komum f Ijótt
LjöstaknYt
RAFLAGNAÞJÓNUSTA
Torfufelli 26. ,'Sími 74196.
► Neytenda-
þjónusta
Komið I veg fyrir
óþarfa rafmagnseyðslu
með LEKAROFANUM
Kvöldsímar:
Gestur 76888, Björn 74196, Reynir 40358.
DRATTARBEIZLI — KERRUR
Vorum að taka upp 10" tommu hjólastell
f yrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna.
Höfum á lager allar staarðir af hjólastelium
og alla hluti í karrur, sömuleiðis allar gerðir
af karrum og vögnum.
ÞÓRARINN KRISTINSSON
Klapparstíg 8. Sími 28616 (Haima 72087)
Ferguson litsjónvarps-
tækin. Amerískir inn-
línumyndlamjpar. Amer-
ískir transistorar og
díóður.
ORRI HJALTASON
. Hagamel 8, simi 16139.
MOTOROLA
Alternatorar I bila og báta, 6/12/24/32 volta.
Platinulausar transistorkveikjur I flesta bila.
Haukur & Ólafur hf.
Ármúla 32. Sími 37700.
ALTERNATORAR
6112/24 volt I flesta bíla og báta.
VERÐ FRÁ 13.500.
Amerísk úrvalsvara. — Póstsendum.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Rafmagnsvörur I bíla og báta.
Borgartúni 19.
- S. 24700
BILARAFHF.