Dagblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 4
Konu, sem er karlmannleg,
kannégekkiað meta
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978.
—V
Vísur og
vísnaspjall ’fpj)
Jön Gunnar Jónsson v
1 sambandi við stofnun lýðveldis á Íslandi
1944 var efnt til samkeppni um hátíðaljóð og
síðan um lög við þau. Flest kunnustu tónskáldin
kepptu. Þó ekki Karl O. Runólísson. Var um
þetta rætt niðri i útvarpi og þeir lögðu þar orð
til Páll tsólfsson.og Þórarinn Guðmundsson.
— En hann hefur þó samið forsetasönginn,
sagði Þórarinn. Og það er nokkur bót I máli.
En þá var Sveinn Björnsson, nýkosinn forseti,
byrjaður yfirreið sína um landið. En viðstaddir
áttuðu sig ekki strax á því, við hvaða lag
Þórarinn myndi eiga.
— Den farende Sven, bætti hann því við.
Það var almannarómur, þegar Sveinn Björns-
son sendiherra I Kaupmannahöfn var kvaddur
heim og gerður að ríkisstjóra og siðar kosinn
forseti, að vel væri ráðið, kona hans hafði sem
sendiherrafrú aflað sór almennra vinsælda. Ort
var:
Var til frama vegur beinn,
varð svo enn að nýju.
Lands við hjarta situr Sveinn
með sinni Georgiu.
★
Á striösárunum var þingmönnum fjölgað
með nýjum kosningalögum, svo að þeir urðu 52,
jafnmargir og spilin. Eftir næstu kosningar var
því nokkuð breyttur svipur á alþingi. Ekki leist
öllum jafn vel á hópinn. Sigurður Sigurðsson
Vigur, sýslumaður i Skagafiröi orti þá:
Þú hefur talað þjöðin min,
það er kunnugt orðið.
Ekki sparað spilin þfn, —
spánný lagt á borðið.
Lengi hefur það viljað við brenna á alþingi að
stjórnarþingmenn ráði flestum málum til lykta
utan þings og að mál séu siðan hespuð i gegn,
lítið hlustað á rök stjórnarandstöðunnar.
Héðinn Valdimarsson komst einhverju sinni svo
að orði, að alþingi væri orðið einskonar vofu-
þing. Um þetta var ort þingvísa:
Verði þetta vofuþing,
vist skal rofinn haugur
til að sækja á hönd þér hring,
Héðinn erkidraugur.
★
Á kreppuárunum var byggt skólahús í Mos-
fellssveit og voru menn misjafnlega ánægðir
með þessa framkvæmd. Þrir menn fóru framhjá
húsinu í bíl. Bjarni alþingismaður á Reykjum
sagði:
Húsið byggt við héraðsbraut.
Kolbeinn í Kollafirði bætti við:
Hreppur Mosfells á það.
Hjálmar á Hofi botnaði:
Ætti að standa ofan f laut,
svo enginn þyrfti að sjá það.
★
Þegar grafið var fyrir grunni Hóladómkirkju
1759 var komið niður á kistur fjögurra Hóla-
biskupa og þær færðar til. Þá var þetta kveðið:
Ekki er von, að uppi á fold
ýtum veitist friður,
fyrst biskupanna hefur ei hold
hvfld í moldu niður.
önnur mjög gömul staka:
Þvingar angur hringameið,
hungrið stranga spennir.
Syngur Manga löngum leið,
lungun ganga f henni.
Stúlku, heldur vitgrannri, var talin trú um, að
það sæist á augum kvenna, ef þær væru ekki
hreinar meyjar. Hún spurði vin sinn hvað hann
héldi um þetta, því hún hafði af þessu áhyggjur.
Hann svaraði:
Enginn maður á þér sér,
og enginn til þess geta,
væn þótt stundum værír mér,
vissuiega, Beta.
★
Hér eru nokkrar gamlar hestavísur:
1.
Heitir Valur hesturínn,
honum skai ei farga,
ei er falur fákurinn
fyrir dali marga.
2.
Rauður bera manninn má,
mun hann vera þungur,
eins og þytur er að sjá
yfir hraun og klungur.
3.
Gráni veginn fljótt umfer,
finnst hann eigi slakur,
yngismey á baki ber,
blakkur fleygivakur.
4.
Hljóp ég þar sem hófamar
Helgi skar af móði,
sleðafar og slóð hjá var
og sletturnar af blóði.
5.
Skást af öllum skeiðandi,
skellir I fjöllum duna,
fram á vöUinn freyðandi
faxatröUin bruna.
Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur
starfaði lengi í Gróðrarstöðinni í Rvík. Þar
vann stúlka, sem var að búa sig á skemmtun og
uppgötvaði sótblett á áberandi stað í andliti
sinu. Hún greip til þess ráðs að púðra yfir
blettinn í stað þess að þvo hann burt. Þá varð
Ragnari að orði:
Þetta er svei mér þrífin snót,
það er ekki slúður,
fyrst er púður, svo er sót,
svo er aftur púður.
★
Jón Pálmason alþingismaður á Akri var
vinsæll maður, ekki eingöngu meðal sjálfstæðis-
manna, heldur hvar sem hann kom og fór, og án
þess að farið væri i pólitískt manngreinarálit.
Heimamaður, Bjarni frá Gröf, orti þessa vísu:
Vísnaslyngur, vandar mál,
vel um Þingið sér ann
Hýr f kríngum hestaskál.
Húnvetningur er hann.
★
Séra Magnús Einarsson á Tjörn dó 1794.
Hann orti:
Endast dagur, eg það finn,
eitthvað er nú á ferðum.
Drottinn leiði drösulinn minn,
dimmt er i Bakkagerðum.
Ekki þurfa mörg aukaorð að fylgja þessari
stöku, hún segir sitt:
Böli manns á margan veg
meyjar hrundið geta,
en konu, sem er karlmannleg,
kann ég ekki að meta.
En spyrjir þú um spilin þin,
sem spilað mun innan stundar,
þér að segja, þjóðin min,
þar eru of margir hundar.
★
J.GJ.-S. 41046.
Fatahreinsun
Fatahreinsun á góðum stað til sölu eða
leigu. Á sama stað er einnig tæplega 70
fm verzlunarhúsnæði til leigu.
Upplýsingar í sima 34129 eða 86170.
Hjúkrunarskóli
íslands
Nýir nemendur verða teknir inn i skólann 4.
september 1978 og 8. janúar 1979. Umsóknar-
frestur er til 10. júní næstkomandi. Um-
sóknareyðublöð og upplýsingar er að fá í
skólanum. Skóiastjóri.
Dansk-íslenzka f élagið
Aðalfundur
Dansk-íslenzka félagsins verðpr haldinn föstu-
daginn 12. maí kl. 20.30 í Norræna húsinu.
Venjuleg aðalfundarstörf, Kosning stjórnar,
tillaga um hækkun félagsgjalda.
Að loknum aðalfundarstörfum verður kvik-
myndasýning.
Stjómin
MEÐ „FLÖKKULEIKRITIД
GALDRALAND UM NA-LAND
Aðalsteinn Bergdal og Gestur E. Jónasson fara með hlutverk trúðanna Skralla og
Malla i Galdralandi. Þriðji trúðurínn er leikinn af Ásu Jóhannesdóttur.
„Sextánda sýningin á Galdralandi
eftir Baldur Georgsson veröur kl. 2 á
laugardaginn en meðalsýningarfjöldi á
Akureyri hefur verið 10—12 og þykir
gott,” sagði Brynja Benediktsdóttir leik-
hússtjóri á Akureyri í samtali við DB.
„Þetta verður siðasta sýningin á
Akureyri. Við erum að leggja upp i
leikferð til Norðausturlands með verkið.
Þess vegna verður einnig að flýta
sýningum á Hunangsilmi því leikararnir
eru þeir sömu í báðum leikritunum.
Höfundur Galdralands, Baldur
Georgs, og félagi hans Konni, verða nú
fastir gestir á sýningunum og koma fram
á öllum sýningunum framvegis. Leik-
stjóri Galdralands er Erlingur Gislason.
Sýningar á Hunangsilmi hafa einnig
gengið frábærlega vel. Verður niunda
sýning á föstudagskvöld og tíunda
sýning á sunnudagskvöld. Leikstjóri
Hunangsilms er Jill Brooke Árnason,”
sagði Brynja.
„Galdraland var upphaflega hugsað
sem „flökkuleikrit” en aðeins eru þrír
leikendur í verkinu. Við höfum þegar
sýnt það á Dalvík, á Húnavöku á
Blönduósi og um síðustu helgi vorum
við á Ólafsfirði. Við eigum von á
önnumst hvers konar matvælareykingar
fyrir
verslanir, mötuneyti og einstaklinga.
REYKIÐJAN HF.
SMIÐJUVEGI 36 & 7 63 40
Vopnfirðingúm I heimsókn á laugar-
daginn en þeir ætla að sýna hjá okkur
leikritið Sá sem stelur fæti eftir Dariel
Fo. Ætlunin er að endurgjalda
Vegna misskilnings og nokkurra
orða, sem féllu niður úr viðtali við mig
um bæjarstjórnarmál á Seltjamamesi i
Dagblaðinu sl. þriðjudag, vil ég bæta hér
við örfáum orðum.
Nú er unnið að endurskoðun á
aðalskipulagi bæjarins. í því sambandi
þurfa menn að gera sér sem ljósasta
grein fyrir þvi, hvert stefna skuli í þróun
bæjarins og þess samfélags, sem þar er.
Gerð aðalskipulags nær þannig til nær
heimsóknina og sýna Galdraland á
Vopnafirði i næstu viku,” sagði Brynja
leikhússtjóri.
allra þátta bæjarmálanna. Á Seltjamar-
nesi eru útivistarsvæði, sem eru sérstæð
á höfuðborgarsvæðinu og verður að
leggja mikla áherzlu á varðveizlu þeirra.
Það er þvi ekki mikið rúm fyrir frekari'
útþenslu byggðar vestast á nesinu. Hvar
mörkin eiga að liggja er eitt af þvi, sem
taka verður ákvörðun um, áður en
lengra er haldið.
Seltjarnarnesi, 2. maí 1978
Guðmundur Einarsson.
-A.Bj.
Skipulagá Seltjarnarnesi