Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1978. 5 Börn ad leik 1 Tjarnarborg, einu barnaheimilanna í Vesturbænum í Reykjavik — DB—mynd Bj.Bj. Dagvistarkönnun í vesturbænum: Þörf á stórauknu dagheimila- og leikskólarými Mikil þörf er á stórauknu dagheimilis- og leikskólarými fyrir börn í Vestur- bænum í Reykjavík. Vantar a.m.k. 155 ný dagheimilisrými og a.m.k. 206 ný leikskólarými. betta kemur fram i könnun sem íbúa- samtök Vesturbæjar og Dagvistarsam- tökin gerðu fyrir nokkrum mánuðum. Niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. 35 áhugasamir spyrjendur úr þessum samtökum leituðu uppi öll böm búsett i gamla Vesturbænum, sem fædd eru á árunum 1967—1977 en þau reyndust vera á sjöunda hundrað. Auk þess var tekið úrtak til samanburðar á svæðinu sunnan Hringbrautar og náði það til fjórðungs barnanna þar. í fréttatilkynningu frá Ibúasamtökum Vesturbæjar og Dagvistarsamtökunum er vakin athygli á því að foreldrar barna á aldrinum 2—5 ára kjósa fremur að hafa börn sín á dagheimili en hjá s.n. „dagmömmum.” Aðrar meginniðurstöður könnunar- innar eru að foreldrar barnanna telja æskilegt að komið verði á samfelldum skóladegi, útivistarsvæði vanti tilfinnan- lega og eins félagsmiðstöð barna eða skóladagheimili. Foreldrarnir kvörtuðu almennt yfir umferðarhættu í Vesturbænum og töldu brýna þörf á að draga úr umferðarhraða og beina umferð sem ekki eigi erindi inn. i hverfið annað. Foreldrarnir bentu á að ástæða væri til að auka verulega hús- næði Vesturbæjarskóla. Fyrirsjáanleger tvö- til þreföldun barnafjölda þess sem gæti stundað nám í skólanum á næstu árum. „Það getur ekki vansalaust talizt fyrir borgaryfirvöld að horfa fram á margsettan skóla i grónu umhverfi þar sem að auki vantar stórlega útivistar- svæði og tómstundaaðstöðu skóla- barna," segir orðrétt. Aðstandendur könnunarinnar benda á að gagnstætt því sem er í öðrum göml- um borgarhverfum í Reykjavik fækki íbúum ekki í gamla Vesturbænum. Og samkvæmt upplýsingum Þróunarstofn- unar Reykjavikurborgar hefur meðal- aldur lækkað á þessu borgarsvæði önd- vert við það sem gerzt hefur í öðrum fullbyggðum hverfum. Telja Ibúasam- tökin og Dagvistarsamtökin að þessar upplýsingar gefi kröfum foreldra um úr- bætur byr undir vængi. -GM- BLÓMLEGT KÓRALÍF Á AUSTFJÖRÐUM — en tónlistarkennararnir á förum Það er mikið um kórsöng á Austur- landi um þessar mundir. Nýlega var söngkórinn Bjarmi fráSeyðisfirði á ferð á Eskifirði. Var dagskrá Seyðfirðinganna mjög til fyrirmyndar. Fram kom karla- kór, kvennakór, kvartett, og blandaður kór. Kynnt var frumsamið lag eftir Guðrúnu Árnadóttur við Ijóðið Mel- korka eftir Jóhannes úr Kötlum. Stjórn- andi kórsins er hinn áhugasami ungi' maður Gylfi Gunnarsson. Söngmenn i kórnum eru fjörutíu talsins. Eskjukórinn hélt vortónleika i Valhöll á Eskifirði á annan i hvitasunnu fyrir fullu húsi. Varð kórinn að endurtaka mörg laganna. Þrir einsöngvarar komu fram á tónleikunum. Aðalsteinn Valdi- marsson skipstjóri i Negrasálmi, Georg Halldórssyni I Það er svo margt. Eru þeir báðir miklir og góðir söngmenn bæði I kór og ekki síður i einsöng. Sigriður Rósa Kristinsdóttir formaður Eskjukórsins söng einsöng í fyrsta skipti i laginu. Vögguvísa og tókst það nokkuð vel, þar sem frú Sigríður hefur verið með vont kvef og hálsbólgu eins og fleiri Austfirðingar I allan vetur, Sigriður minnti mig dálitiö á Guðrúnu Á. Simonar á hæstu tónunum. Fjörutíu manns eru í Eskjukórnum. Violetta Smidova frá Búlgariu er söngstjóri Eskjukórsins, en hún og maður hennar Pavel Smid, sem er frá Tékkóslóvakiu, hafa kennt tónlist á Eskifirði og Reyðarfirði, þar sem þau eru búsett. Nú eru þessi mætu hjón á förum. Eskjukórinn hélt þeim hjónum sam- sæti eftir tónleikana. Voru haldnar margar ræður og bornar fram óskir um að þau mættu koma aftur hingað austur. Söngfélagar i báðum kórunum hafa lagt mikið á sig i æfingum I allan fyrra- vetur og nýliðinn vetur þrátt fyrir mikla vinnu sem er bæði á Eskifirði og Seyðis- firði. Ber að þakka báðum kórunurn fyrir hinn mikla menningarauka sem þeir veita okkur Austfirðingum með sín- um góða söng. En þvi er ekki að neita að það er léttari blær, meira lif og fjör yfir söng Bjarma að mínum dómi. Ég bið heill og heiður fylgja báðum kórunum um nútíð og framtið. Regina Thor/abj. 4 Hjallafhkar Mcrkið s«m vann harðfliknuni nafn FotSt hjð: Kaupfélag Eyfirðlnga Akurayri HjaUurM. - Sölusími 23472 TILKYNNING TIL ÍBÚA í BREIÐHOLTIIII Stofnsett hefur verið heilsugæslustöð í Breiðholti. Þjónustu- svæði stöðvarinnar (heilsugæslusvæði) nær til Fella- og Hóla- hverfa, þ.e. Breiðholts III. Heilsugæslustöðin er til húsa að Asparfelli 12,2. hæð. Fyrst um sinn verður aðeins unnt að veita hluta af íbuum hverfisins almenna læknisþjónustu og heilsuvernd á vegum stöðvarinnar, en þar munu í byrjun starfa tveir læknar. Þeir íbúar í Breiðholti III, sem óska að sækja læknisþjónustu til stöðvarinnar, þurfa að koma þangað til skráningar og hafa meðferðis persónuskilríki. Fyrstu þrjá dagana verða eingöngu skráðir þeir íbúar hverfisins sem ekki hafa heimilislækni, og njóta þeir því forgangs. Skráning hefst mánudaginn 22. maí og verður opið kl. 10—12 og 13.30—15 til 31. maí. Læknar stöðvarinnar hefja störf 1. júní. Tekið verður á móti tímapöntunum í síma 75100. Reykjavík, 17. maí 1978. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar Borgarlæknirinn í Reykjavík Sjúkrasamlag Reykjavíkur SALORA Finnsku litsjónvarpstœkin □ Splunku nytl litsjonvarp frá Salora “Scancolor” auðvelt í þjónustu, byggt upp á einingum og köldu kerfi □ In-line myndlampi frá RCA tryggir skarpa og bjarta litmynd □ Sjálfvirk tíðni stilling (AFC) heldur myndinni stöðugri □ Úttök fyrir segulbands upptöku, heyrnartœki og auka hátalara. Utvarpsvirkja MEISTARI 22” 333.000 kr. 26” 371.000 kr. 22”m/fj. 382.000 kr. 26”m/fj. 418.000 kr. Vilberg &d Þorsteinn Laugavegi 80 símar 10259 —12622

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.