Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1978. 9 Betri fjármálastjórn lykill allra f ramfara — segir GuðmundurSigurþórsson efsti maður A-listans „Efst á blaði hjá mér er að koma upp félagsmiðstöð þar sem hin mörgu félög í Mosfellssveit gætu haft aðstöðu til funda og annarrar starfsemi, eldra fólkið komið saman, en fyrst og fremst þarf þar að vera afþreyingar- og samastaður fyrir unglingana sem hafa nú ekki i önnur hús að venda en götuna eða kvöldsöl- urnar," sagði Guðmundur Sigurþórsson deildarstjóri, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins i Mosfellssveit. Guðmundur kvað mikinn hug i alþýðuflokksfólki í sveitinni, sem nú fylkti sér um sérstakan lista, en síðast bauð flokkurinn fram í samvinnu við Framsókn og Alþýðubandalag og hlaut listinn 3 menn kjörna af 7. Hann kvað átak nauðsynlegt í gatna- og gangstéttagerð, svo og i holræsalögn- um sem vægast sagt væru í sumum til- fellum á algjöru frumstigi. „Það er einnig höfuðnauðsyn að efla hér iðnað og annað atvinnulíf en að slíku hefur ekki verið nægilega vel unnið að okkar dómi,” sagði Guðmundur. „Einnig þarf að fá þvi framgengt að úti- bú frá bæjarfógetaembættinu i Hafnar- firði komi í Mosfellssveit. „Hér þarf líka að bæta skipulagið og nægir að nefna hin stórhættulegu gatna- mót Skólabrautar, Þverholts og Vestur- landsvegar en um þessi gatnamót liggja leiðir flestra íbúa sveitarfélagsins dag- lega.” Guðmundur ræddi lika um götu- lýsingu sem væri mjög ábótavant, ekki sizt við Vesturlandsveginn. Margt fleira þyrfti að gera en til þess þyrftu fjármál sveitarfélagsins að komast i viðunandi horf. Nú væri skuldaböggum velt á undan sér og virtust þeir aukast frekar en minnka. Fjárhags- og framkvæmda- áætlun sveitarstjórnarinnar nú virtist alveg út í hött og marklaust pappírs- gagn. Guðmundur kvað Alþýðuflokkinn liklegan til að fá fulltrúa I sveitarstjórn- ina en það eina kosningaloforð væri gefið nú að allt yrði gert til að vinna heilshugar að þeirri höfuðnauðsyn að koma fjármálum sveitarfélagsins i við- unandi horf á næstu mánuðum. Til þess þyrfti að rjúfa núverandi einsflokks- stjórnkerfi Sjálfstæðisflokksins. ASt. Guðmúndur deildarstjórí hjá Innkaupastofnun rikisins. Haukur býr nokkru sauðfjárbúi að Helgafelli. Hér er hann með unga tvilembinga. Atvinnu- og æsku- lýðsmálin eru mér efst í huga — sagði Haukur Níelsson bóndi á Helgafelli efsti maðurá B-lista „Stækkun skólanna beggja tekur rif- legan hlut af þvi fjármagni sem við í hreppsnefnd Mosfellshrepps höfum til ráðstöfunar og auðvitað verðum við að huga að gatnagerð og öðru sem kostar mikið fé,” sagði Haukur Nielsson bóndi á Helgafelli sem skipar efsta sætið á lista framsóknarmanna í Mosfellssveit. Hann hefur setið I hreppsnefnd í 12 ár. „Það sem ég mun beita mér fyrir er að fleiri atvinnufyrirtæki, einkum á sviði iðnaðar, komi i hreppinn. Ég tel að greiða ætti fyrir slíku með lægri gatna- gerðargjöldum og aðstöðugjöld yrðu lítil fyrstu 2—3 árin. Jafnofarlega eru mér í huga æskulýðs- málin. Hér er stækkandi hópur barna og unglinga sem sinna þarf á ýmsum sviðum. ' Það þarf líka að styrkja hina blóm- legu frjálsu félagsstarfsemi í sveitinni. Við viljum ekki stofna neitt bákn eða opinbera maskínu. Hér er æskulýðsfull- trúi í hálfu starfi. Það þyrfti að verða fullt starf. Hér þarf lika að nýta húsnæði sem hreppurinn á til aukinnar starfsemi, skólana og kirkjurnar, sem hér i sveit eru tvær, og erum við í þeim efnum rikari en ýmis önnur sveitarfélög,” sagði Haukur. „Ef við svo ekki getum fengið vega- gerðina til að lýsa Vesturlandsveginn, sem um byggðina liggur, verðum við að gera þaðsjálfir.” Haukur kvaðst hafa orðið fyrir gagn- rýni út af fólksfjölgun I hreppnum. Það taldi hann frá sínum dyrum vera sjálf- stæðismál að hreppurinn réði fjölgun- inni sjálfur en að Reykjavik gleypti ekki meira af Mosfellshreppi en orðið væri. Hann taldi að Mosfellssveit gæti státað af mörgu. Margt væri þó ógert en fólk væri yfirleitt nokkuð sammála um verk- efnin sem gengju hægar en æskilegt væri þar sem 75% fjármagns sveitarfélagsins ár hvert væri bundið í ákveðnum verk- efnum, til skóla.sjúkraskamlagso.fl.ASt. Úrslití fyrri kosningum 1974 1970 1966 1962 Sjálfstæðisflokkur 307-4 Óhlutbund- Óhlutbundin kosning Vinstri menn og óháðir 299-3 in kosning Framsóknarmenn bundin og óháðir 95-1 Frjálslyndir kjós. 197-3 Listi Ásbj. Sigurjónss. 85-1 Fjórir listarí kjöri A-listi Alþýðuflokksins: 1. Guðmundur Sigurþórsson deildarstjóri, 2. Kristján Þorgeirssonskrifstofumaður, 3. Bryndis Óskarsdóttir húsmóðir, 4. Hreinn Ólafsson bóndi, 5. Reynir Hugason verkfræðingur, 6. Gréta Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfr., 7. Hreinn Þorvaldsson byggingastjóri, 8. Margrét Þóra Baldursdóttir skrifst.maður, 9. Guðjón Haraldsson verktaki, 10. Kristjana Jessen húsmóðir, 11. Atli Hraunfjörð málari, 12. Guðrún Ólafsdóttir húsmóðir, 13. Ragnheiður Rikharðsdóttir húsmóðir, 14. Guðbjörg Pálsdóttir sjúkraliði. B-listi framsóknarmanna 1. Haukur Nielsson bóndi, 2. Sigrún Ragnarsdóttir húsmóðir, 3. Pétur Bjamason skólastjóri, 4. Kristján B. Þórarinsson bifreiðarstjóri, 5. Sigurður Skarphéðinsson verkstjóri, 6. Sólveig Guðmundsdóttir laganemi, 7. Sigurður Sigurðsson tæknifræðingur, 8. Jón Jónsson járnsmiður, 9. Gylfi Guðjónsson rannsóknarlögreglum.. 10. Lúðvik ögmundsson rafvirki, 11. Diðrik Ásgeirsson garðyrkjumaður, 12. Þór Rúnar Bakes matreiðslumaður, 13. Arnaldur Þór garðyrkjubóndi, 14. Sigurður Hreiðar blaðamaður. G-listi Alþýðubandalags og annarra vinstri manna: 1. Úlfur Ragnarsson rannsóknarmaður, 2. Ásdis Kvaran kennari, 3. Sturlaugur Tómasson nemi, 4. Aðalheiður Magnúsdóítir kennari, 5. Trausti Leósson byggingafræðingur, 6. Þórður Axélsson húsgagnasmiður, 7. Guðlaug Torfadóttir skrifstofum., 8. Fróði Jóhannsson garðyrkjubóndi, 9. Helga Hólm húsmóðir, 10. Runólfur Jónsson verkstjóri, 11. Sigriöur Halldórsdóttir kennari, 12. AnnaS.Gunnarsdóttir kennari, 13. Ásgeir Norðdahl verkamaður, 14.Sigurður A. Magnússon rithöfundur. D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Salóme Þorkelsdóttir gjaldkeri, 2. Jón M. Guðmundssonoddviti ogbóndi, 3. Bcrnhard Linn bifreiðarstjóri, 4. MagnúsSigsteinsson ráðunautur, 5. öm Kjærnested rafvirkjameistari, 6. Hilmar Sigurðsson viðskiptafræðingur, 7. Ingunn Finnbogadóttir húsmóðir. 8. EinarTryggvasonarkitekt, 9. Hilmar Þorbjömsson varðstjóri, 10. Svanhildur G uðmundsdóttir húsmóðir, 11. Björn Baldvinsson verktaki, 12. Július Baldvinsson fulltrúi, 13. Þorlákur Ásgeirsson húsgagnasmiðameistari. 14. Gunnlaugur Jóhannsson skrifstofustjóri. Spurning dagsins Bima Gunnarsdöttir húsmöðir: Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meiri- hluta sínum en Framsókn og Alþýðu- bandalagið skipti hinum þremur sætun- um milli sin og Alþýðuflokkurinn fái ekki mann kjörinn. Hvað ég kýs er leyndarmá! — og hef meira að segja aldrei sagi manninum minum frá þvi hvað ég kýs. Herdis Valdimarsdöttir húsmöðir með meiru: Ég held að sjálfstæðismenn haldi meirihluta í hreppsnefndinni, þó nú sé erfitt að spá. Það er óskhyggja mín að breytingar verði á en maður fær ekki allar óskir sínar uppfylltar. Jön Sverrir Nielsson böndi: Eg spái aldrei um svona lagað. skipti mér aldrei af kosningum. Ætli maður kjósi nokkuð. Þetta er ekki mitt sveitarfélag, ég er bara hérá minni torfu. Glsli Snorrason iðnverkamaður: Sjálf- stæðisflokkurinn heldur sinum meiri- hluta, fær fjóra menn. Hinir fá einn mann hver. Fyrst vinstri menn gátu ekki komið sér saman um einn lista eru það lika beztu úrslitin. Benedikt ívarsson starfsmaður Álafoss: Vinstri menn fá fjóra menn, hægri menn þrjá. Það verður einn af A-lista, annar af B-lista, 2 af lista Alþýðubanda- lags og þrír sjálfstæðismenn í næstu hreppsnefnd. Hvað ég kýs gef ég ekki upp. Sveinbjörn Sævar Ragnarsson prentari: Ég á nú von á þvi að sjálfstæðismenn haldi meirihlutanum þó breyttar aðstæður séu. Framsókn fær svo tvo ihenn og Alþýðúbandalagið einn frekar len Alþýðuflokkurinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.