Dagblaðið - 18.05.1978, Side 1

Dagblaðið - 18.05.1978, Side 1
4. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 18.MAh978— 102. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGARÓG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSImI 27022] ^ Stéraukin viðskipti við Nígeríu? ]-- Fáum ohu í stad flugs, tækniþekkingar og skreiðar íslenzkir aðilar hyggjast gera könn- un á stóraukinni skreiðarsölu til Nigeriu með því að kaupa þaðan olíu. Dagblaðið telur sig hafa áreiðanlegar heimildir um að frumathugun sé þegar hafin á slikum viðskiptum. Nigeríumenn hafa um langt skeið verið meðal stærstu kaupenda ís- lenzkrar skreiðar. Nú hafa þeir gert mjög stóran verksamning við fyrirtaek- ið Scanhouse Ltd., sem í raun selur stjórnvöldum i Nigeríu tækniþekkingu við húsbyggingar. Nigeriumenn hafa einnig keypt flugþjónustu, bæði pílagrímaflug og vöruflutninga með flugvélum, af islenzkum flugrekstraraðilum. Þessi viðskipti hafa verið báðum aðilum mjög hagstæð. Á síðustu þróunaráætlun Nígeríu- stjórnar var ákveðið að verja stórfé til rannsókna á sviði sjávarútvegs og fisk- veiða. Á þvi sviði gætum við veitt tækniaðstoð. Meðal annars má geta þess að hér á landi er nú verið að hanna hraðfrystihús fyrir nígeriska aðila. Hugmyndir eru uppi um að flytja óunna olíu frá Nigeríu til Portúgal. Þar mætti ná samningum við verk- efnalitlar olíuhreinsunarstöðvar um hreinsun oliunnar. Þaðan yrði hún svo flutt til íslands. Fyrir olíuhreinsun mætti greiða með saltfiski á góðu verði. Hér hafa verið rakin frumdrög að hugmyndum framkvæmdaaðila. ís- lendingar gætu samkvæmt þeim selt tækniþekkingu á vissum sviðum til þróunarlands, sem slegizt er um við- skipti við. Þá yrði með vöruskipta- verzlun auðvelduð sala á skreið og saltfiski til gamalla viðskiptalanda okkar. Stærsta auðlind Nigeríu er olía. íbúar landsins eru yfir 80 milljónir. Frumkönnun er hafin á ofangreind- um möguleikum. - BS Ölvaðirmenn í ránsferð Tveir ungir menn voru handteknir á Akureyri I nótt vegna gruns um að þeir hefðu stolið bifreið. Vegna ölvunar voru þeir settir i geymslu en er á leið nóttina komu upp fleiri mál sem rakin eru til þeirra. Fyrst var tilkynnt um innbrot í Ferða- nesti sunnan Akureyrar. Þar var stolið 20 þús. krónum, vindlingum, og smá- vörum. Síðar var tilkynnt um innbrot i verzlunina Augsýn i Strandgötu. Mjög liklegt er talið að bæði innbrotin megi rekja til þeirra sem i morgun sváfu hjá lögreglunni. ASt. Hvað vilja þeir? Mosfellssveit - bls. 8-9 Reyðarfjöiður - bls. 15 Arftaki „Jack The Ripper” áfevð íBretlandi Idi Amin vill að 1978 sé ár friðar, ástaogsátta — sjá erlendar fréttir á bls. 6 og 7 Jafnréttið á Akranesi Stærsti sigurVals gegnFramíl4ár — Valur sigraði Fram 3-0, en 1964 vannst 7-3sigur. — Sjá íþróttiríopnu AtvinnuUf á Akranesi er sagt blómlegt og urðu blaðamenn DB varír við það er þeir voru þar á ferð fyrir skðmmu. Akurnesingar státa einnig af jafhvægi i atvinnulifinu og þá jafnrétti eins og þessi mynd Ragnars af bensínaf- greiðslumanni þar í bx ber með sér. Ragnar hefur auga fyrir svona bensin- afgreiðslumönnum en hætt er við að svipur þeirra verði enn súrarí en á þessum, ef að llkum lætur, því ekki horfir vel með bensinbirgðir i landinu. - HP Hafnarfjövðurí gærkvöldi: SLÖKKVISTÖD ÁN SÍMASAMBANDS Tjaldið mannlausa yfir skurðinn þar sem talið er að orsök „óhappsins” sé að finna. Slökkvistöð án símasambands við umheiminn skapar næsta litið öryggi og má getum að þvi leiða hvað slíkt ástand getur haft í för með sér. í gærdag varð það „óhapp” að allt símasamband og talsvöðarsamband rofnaði til slökkvistöðvarinnar í Hafnarfirði. Fór sambandið af kl. 17.42 og kom ekki á aftur fyrr en 20.45 eða liðlega þremur timum siðar. Skammt frá var tjaldað yfir skurð þar sem vinnuflokkur hafði verið að verki, en þar var enginn er DB-menn bar þar að. „Óhappið" með simasam- — ámeðan fylltisthús afreyk bandi tiL slökkviliðsins er þó rakið til þessa tjalds. Jón Pálmason varðstjóri sem var á vakt í slökkvistöðinni á Flatahrauni sagði að eina sambandið við umheim- inn hefði verið í gegnum talstöðvar bil- anna til lögreglunnar. Um þá leið kom svo útkall meðan símar stöðvarinnar voru dauðir. Barst kallið kl. 19.20 en þá hafði eldur komið upp í húsi að Hverfisgötu 19. Fylltist húsið af reyk en eldinn tókst fljótt að slökkva. A.St. Jón Pálmason varðstjórí á vaktinni. Starf hans er í því fólgið ad biða eftir bruna- útkalli ef það berst. Það verður næsta tilgangslaust þegar símarnir þrir eru sam- bandslausir við umheiminn. — DB-mynd Ragnar Th. Sig.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.