Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 13
myndarinnar heitið. Varnarveggur Fram illa )g Atli Eðvaldsson skorar af öryggi. DB-mynd I iun Vals gegnFramí L deildí ralltaftur til1964 til ír, 7-3.1973 einnig ia sigur, 4-1 Já, Valsmenn fengu fljúgandi start, einn stærsta sigur sinn gegn Fram i gegnum árin. Það verður að fara allt aftur til ársins 1964 til að finna sigur Vals á Fram, þá 7-3. Raunar vann Valur og öruggan sigur á Fram 1973, þá 4-1. En annars hafa leikir þessara Reykjavíkurfélaga ávallt verið ákaf- lega jafnir. Það var stigandi í leik Vals i gær- kvöld. Raunar var leikur liðsins lítt sannfær- andi i fyrri hálfleik — en snilld Atla Eðvaldssonar skóp þó forustu. Er það einmitt ekki aðall góðra liða að ná frum- kvæði á slíkan hátt? Er Valur skoraðu sitt annað mark brotnaði lið Fram alveg — hafði raunar ávallt á brattann að sækja. Valsmenn léku skínandi vel, héldu knettin- um vel, svo lengi komu leikmenn Fram ekki við knöttinn. Aðall liðs Vals í gærkvöld var hve jafnir leikmenn voru — raunar erfitt að taka einn út. Þó er vert að minnast á frammistöðu Sigurðar Haraldssonar. Sigurður Dagsson, snillingurinn i marki Vals í gegnum árin hefur nú lagt skóna á hilluna. Því hlýtur það að vera stóra spurningin — hvernig verður markvarzlan í sumar Sigurður Haraldsson stóð i markinu í gærkvöld — og sýndi öryggi og festu í markvörzlu sinni. Þar hafa Vals- menn fundið arftaka Sigga Dags. Fram lék ekki vel í gærkvöld — fyrst og síðast vegna þess að Ásgeir Elíasson náði sér aldrei á strik. Þegar Ásgeir leikur vel, dóminerar miðjuna, þá leikur Fram vel. Sókn Fram var máttlítil, aðeins Pétur Ormslev, sem eitthvað ógnaði. Það hlýtur að vera vöminni umhugsunarefni að tvö af mörkum Vals komu eftir aukaspyrnur. Dómari i gærkvöld var Magnús Péturs- son, dæmdi nánast óaðfinnanlega út í gegn — raunar má segja um hann, rétt eins og Valsmenn, að hann hafi sífellt dæmt af meiraöryggieráleikinnleið. -HHalls Úrslit leikja í 1. umferð íslandsmótsins hafa orðið: Breiðablik — KA 2—2 Valdimar, Þór — Jóhann, Sigurbjörn ■ Þróttur—ÍA 2—2 Þorgeir, Sverrir — Jón, Pétur Keflavik — FH 2—2 Þórir, Þórður — Janus, Logi ÍBV — Víkingur 0—2 — Jóhann, Arnór Valur—Fram 3—0 Atli, Albert, Ingi Björn Það voru þvi skoruð 17 mörk i fimm fyrstu leikjum Ísiandsmótsins, liðlega þrjú mörk i leik. Hellström og Keegan valdir í úrvalslið Bundesligunnar! — en Daninn litli, Alan Simonsen komst ekki á blað Tveir erlendir leikmenn i þýzku Bundesligunni voru valdir af blaðamönn- um í úrvalslið Bundesligunnar. Það var Svfinn Ronnie Hellström, álitinn af mörgum einn albezti markvörður heims og Kevin Keegan, Englendingurinn litli með stóra hjartað. Þeir tveir fundu náð fyrir augum blaðamanna. Hins vegar komst Alan Simonsen ekki í liðið en hann hefur átt við meiðsli að striða undanfarið og vafalítið hefur það ýtt honum út úr liðinu. Fjöldi er- lendra leikmanna leikur í Þýzkalandi — ,frá Belgíu, Englandi, Júgóslaviu, Austurriki, Sviss og Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð. Lið blaðamannanna var skipað: Hell- ström, Kaiserslautern, Vogts, „Glad- bach”, Zewe, Dusseldorf, Forster Stuit- gart, Dietz Duisburg, Bonhof „Glad- bach”, Grabowski Eintrach Frankfurt, Flohe FC Köln, Keegan Hamburger SV, Abel Bochum, Rummenigge Bayern Munchen. 'Kevin Keegen, meðal beztu i Þýzka- landi. Og að sjálfsögðu býður þú með þér gesti á kostnað Dagblaðsins. Slík eru sigurlaunin í áskrifendaleiknum núna Gistar verða nokkrar helstu stórborgir heims, þar sem dvalið verður á lúxushótelum og má þar nefna Royal Cliff Hotel í Bangkok, sem taliðereitt glæsilegastahótel jarðarinnar. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. Því fyrr sem þú gerist áskrifandi og þar með þátttakandi í áskrifendaleiknum, því fleiri möguleika hefur þú til að hreppa hnossið. Njóttu þeirrar eftirvæntingar og spennu sem fylgir því að vera með í áskrifendaleiknum okkar. *' j / - ■ M. UCaJM 't.;,y'- ■ 1 1 I % 'i.M ■ 1 *■“íl"‘ f .V ' í '■■: ír\M Áskrifendasími 27022

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.