Dagblaðið - 31.05.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
3
N
Raddir
lesenda
Umsjón:
Guðmundur
Magnússon
Gefið okkurfrífrá
morgunleikfimi
Pclurssonskrifar:
Ég vil byrja á því aö taka það fram
að ég hef ekkert á móti morgunleik-
fimi. Og þvi siður hef ég nokkuð á
móti Valdimar Örnólfssyni eða Magn-
úsi Péturssyni.
En ég spyr: Er ekki allt í lagi að gefa
fólki fri frá morgunleikfimi í sumar?
Þá á ég við i allt sumar. þrjá til fjóra
mánuði. Þetta rökstyð ég með því að
fólk er almennt meira á hreyfingu, fer
i sund. göngutúra og slíkt og er al-
mennt vaknað fyrr á morgnana og
myndi vilja njóta tónlistarpgskemmti-
legheita i stað morgunleikfími. Sumir
eru einnig orðnir jafnleiðir á morgun-
leikfiminni og gyðingar hafa sennilega
verið þreyttir á „Deutschland.
Deutschland úber alles" á striðsárun
um.
Svo-minnzt sé á þá tima. Jón Múli
og Pétur! Safnplatan með Comidian
Harmonists erágæten öllu má nú of-
gera.
Valdimar Örnólfsson og Magnús Pctursson. Þeir hafa séð um morgunleikfimina
árum saman.
Gullfoss var okkar þjóðarstolt:
Hér sést Gulifoss, þjóðarstolt okkar íslcndinga, lcggja frá bryggju.
NÝTT FARÞEGASKIP
FYRIR ÍSLENDINGA
Gamall-Gullfoss-farþegi skrifar:
„Nú þegar sumarið nálgast hugsa
ég með miklum söknuði til þeirra
gömlu góðu daga þegar maður gat
valið um hvort maður vildi sigla eða.
fljúga. Já, það var mjög ánægjulegt að
sigla með Gullfossi. Maður var stoltur
að vera Islendingur í K-höfn þegar
þessi glæsilegi farkostur kom þangað.
Vissulega eru og voru mörg far-
þegaskip glæsilegri en Gullfoss okkar
en Gullfoss hafði einhvern sjarma
sem heiliaði alla, ekki bara okkur
Íslendinga heldur útlendinga lika.
Þetta varð ég var við i K-höfn.
Erum við ekki i mikilli afturför?
Áður var hægt að fara utan með
Gullfossi og Heklu en nú er ekkert far-
þegaskip i eigu okkar. Hvílík hneisa.
Óskabarni þjóðarinnar, Eimskipa-
félaginu, ætla ég ekki að hrósa fyrir
eitt eða neitt, þvi þeir „steinaldar-
menn’’ sem þar ráða ríkjum eiga sök á
þvi að Gullfoss er ekki lengur til. Þeir
hafa hundsað óskir þúsunda manna og
kvenna. Hið eina sem þeir hugsa um
er gróði og aftur gróði. Vissulega gætu
þeir haldið reisn sinni ef þeir sýndu í
verki að þeir þæru hag „neytandans”,
það er að segja „farþegans”, fyrir
brjósti. Eimskip er rétti aðilinn til þess
að láta smiða nýjan Gullfoss. Ég vil
skora á yngra fólkið, sem eitthvað
hefur að segja i þessu þjóðfélagi, að
vekja gömlu mennina upp.
Vonandi sér Eimskip sér hag i því
að hafa forystu þarna um. Vonandi
slær Hafskip þá ekki út af laginu og
lætursmiða nýtt farþegaskip.
Ef nýr Gullfoss sigldi inn á höfn
okkar á næsta ári myndu allir fagna
skipi og áhöfn og lofa Eimskip fyrir.
Ég skora enn einu sinni á ráðamenh
Eimskips að 'vakna nú til lífsins og
hugsa lika um „neytandann" eða
væntanlega farþega.
Gullfoss var þjóðarstolt Íslendinga.
Ömurlegt er til þess að hugsa að við
skulum ekkki eiga neitt slikt til lengur.
Nýjan Gullfoss árið 1979. Égskora
á ykkur!”
Það var jafnan mikil „stemmning"
þegar Gullfoss lagði úr höfn. Hann fór
að jafnaði um hádegið á laugardögum
og var þá mannfjöldi niðri á höfn að
kveðja vini og kunningja — og jafnvel
aðeins til þess að sjá hverjir voru að
fara. Skipið kom til Kaupmanna-
hafnar á fimmtudagsmorgnum og
lagði síðan aftur af stað um hádegi
næsta laugardag. Árið 1967 fór
Gullfoss i tvær vetrarferðir meðsólar-
unnendur. Myndina tók Ól. K.
Magnússon og er hún í bókinni Árið
1967. Gullfoss hætti ferðum árið
1973. — Það taka áreiðanlega margir
undir áskorun bréfritara um að
Eimskip komi sér upp „nýjum"
Gullfossi.
Hið eilífa umræðuefni:
VEGIRNIR
Annaskrifar.
Nú er kominn sá timi sem fólk
bregður sér gjarnan í ökuferð út fyrir
borgina. Þá blasir við sú hörmulega
staðreynd að margir — kannski flestir
— vegir í nágrenninu eru næstum þvi
ófærir. Vegirnir eru holóttir. með poll-
um ef það rignir en ef þurrt er ætlar
rykiðalltað kæfa.
Ofaniburður virðist allur fokinn út í
veður og vind og vegirnir víða þannig
að upp úr standa aðeins steinnibbur.
Það væri fróðlegt að vita hvort ekki er
hægt að láta oliumöl beint ofan á veg-
ina — þeir eru víst allir orðnir undir-
byggðir eins og það heitir.
Einhvern tima sagði vegamálastjóri
í blaðaviðtali að það væri svo rosalega
dýrt að setja varanlegt slitlag á þjóð-
vegina. Þetta vita auðvitað allir lands-
menn. Vegamálastjóri var þá spurður
hvort viðhald veganna með varanlega
slitlaginu væri ekki minna en malar-
veganna. Hann kannaðist við að við
hald vega með varanlegu slitlagi væri
öðruvisi — slikir vegir þyrftu sjaldnar
viðhald en þegar þeir þurfa á þvi að
halda er það miklu dýrara en viðhald
malarveganna.
Auðvitað. því viðhald þessara nial-
arvega viröist vera i algjöru lágmarki
svo varla er von að það kosti svo mik-
ið.
Satt bezt að segja lítur helzt út fyrir
að ekki sé alltaf farið rétt með þegar
Vegagerðin segist hafa heflaðákveðna
vegi og borið ofan i þá. Ég minnist
þess er ég ók i fyrrasumar austur að
Úlfljótsvatni og hitti gamlan bónda á
leið minni. Þegar ég ræddi um hve
vegurinn væri slæmur sagði hann að
það væri ekki undarlegt þvi hann helði
ekki verið heflaður í mörg ár. nánar
tiltekið ekki siðan þjóðhátiðarárið.
sem var 1974, eins og allir vita. Á
sama tirna var haft eftir vegagerðar
mönnum i blöðum að þessi vegur væri
nýheflaður!
Sinfóniuhljómsvcit ísiands.
Sknpaleikur á mið-
næturskemmtun
Ingvar Agnarsson skrifaði okkur bréf
um miðnæturskemmtun Sinfóníu-
hljómsveitarinnar og Leikfélags
Rcykjavíkur í Háskólabiói 19. maí sl.
Hann ræðir um dagskrána og segist
hafa haft af henni hina beztu skemmt-
un og ánægju. Aftur á móti telur hann
lokaatriðið með afbrigðum leiðinlegt
og fiflalegt.
Hann segir að einhver skripaleikari.
kynntur sem frægur hljómsveitarstjóri
frá Rússlandi, hafi þá verið látinn
stjórna Sinfóníuhljómsveitinni með
bjánalegum tilburðum. Hafi hann
endað með þvi að láta buxurnar falla
niðuráhæla sér.
Ingvar segir að sér finnist það vera
lítilsvirðing við samkomugesti að
bjóða þeim svona tiltektir og skömm
fyrir hljómsveitina að taka þátt í þess-
ari ósmekklegu vitleysu.
Raddir lesenda
J
Spurning
dagsins
Hvernig viltu
hafa
Reykjavík?
iHNi
Ólafur K. Magnússon skólastjóri: Eins
og hún \ar. ekki rauða. Heiðrikjan á að
vera ríkjandi.
Eggcrt Viking kigulul- ióri: ! s s ii hafa
liana eins og hún hei - serið Hún
hefur veriðalveg prjðiLg.
Svcinn Oddgcirsson framktæmdastjóri:
Sem blómlegasta. Eins og allar byggðir
iandsins reyndar. það sania á að ganga
yfirallt.
Rikharóur Frióriksson ncmi og búóar-
loka: Mér er alveg hjartanlcga santa. ég
er ekki Reykvikingur. Éger hara anægð
ur ntcð að sjálfstæðisntenn ráða henni
ekki lengur.
Aóalbjörn Sigurfinnsson vcrkamaóur:
Eins og hún var eða er. Ég vona að nýja
stjórnin skemnti sem ntinnst.
Jóhann Þorvaldsson vaktmaður: Eins og
hún var fyrir kosningar. Hún helur ver
ið ágæt og þarfnast lítilla breytinga.