Dagblaðið - 31.05.1978, Side 13

Dagblaðið - 31.05.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. M AÍl 978 I I >ttðr Iþróttir Iþröttir Iþróttir Iþróttir og heimsmeistari 1970. »r spáð áHM! eimsmeistarakeppninni Antonio Dias Santo (gælunafn Toninlío, sem hann er alltaf kallaður), 29 ára v’arnar- maður Flamengo. Hefur leikið fjóra lands- leiki. Manoel Mattos, (Nelinho), 27 ára bakvörður hjá Cruzeiro. Hefur leikið 17 lands- leiki og tekur stöðu hins leikreynda Ze Maria, sem er meiddur. Frægur fyrir nákvæmar lang- spyrnur sínar. Jose Oscar Bernardi, 23ja ára miðvörður hjá Ponte Preta. Hefur leikið þrjá landsleiki. Mjög sterkur — en hefur litla leikni á brasilíska vísu. Abel Carlos da Silva Braga, 25 ára varnar- maður hjá Vasco da Gama. Hefur leikið 10 landsleiki. Harður og sterkur miðvörður. Joao Justino Amaral, 23ja ára varnarmaður hjá Corintians. Hefur leikið 28 landsleiki. Talinn af Claudio Coutinho, þjálfara Brasilíu, einn bezti varnarmaður heims. Jose Fernando Polozi, 22ja ára varnar- maður hjá Ponte Preta. Hefur enn ekki leikið landsleik. Edino Nazareth Filho (Edinho), 22ja ára varnarmaður hjá Fluminese, sem leikið hefur 16 landsleiki. Sterkur leikmaður en ákaflega taugaóstyrkur i stærri leikjum. Jose Rodrigues Cerezo, 23ja ára fram- vörður hjá Atletico. Hefur leikið 20 landsleiki og einn bezti leikmaður Brasiliu. Joao Bastista da Silva, Internacional. Framvörður, sem leikið hefur þrjá landsleiki. Francisco Jesuino Avanzi (Chicao), 29 ára framvörður hjá Sao Paulo. Hefur ekki leikið landsleiki. Roberto Rivelino, 32ja ára framvörður hjá Fluminense, sem að sögn Brasilíumanna hefur leikið 109 landsleiki. Heimsmeistari 1970 í Mexikó og sá eini í liðinu sem eftir er af HM- meisturum Brasilíu þá. Nákvæmar sendingar aðall hans en skapið hefur oft hlaupið með hann í gönur. Dirceu Jose Guimares, 25 ára framvörður hjá Vasco da Gama. Hefur leikið 19 lands- leiki. Mjögfljótur. Gilberto Alves, (Gil), 25 ára framherji hjá Botafogo. Hefur leikið níu landsleiki. Frábær á stundum og hefur mikla leikni. Á við meiðsli aðstríða. Jose Reinaldo Lima, 21 árs framherji hjá Atleto. Hefur leikið 12 landsleiki og var mark- hæsti leikmaður í brasilísku deildinni á siðasta ári. Var í vetur skorinn upp á báðum hnjárh. Arthur Atunes Coimbra (Zico), 25 ára fram- herji hjá Flamengo. Hefur leikið 16 landsleiki. Leikmaður Suður-Ameríku 1977 og oft kallaður „hinn hvíti Pele”. Frábærlega leikinn. Jorge Pinto Mendoca, 23ja ára framherji hjá Palmeiras, sem enn hefur ekki leikið Iands- (leik. Carlos Robcrto Oliveira, 24ra ára framherji hjá Vasco da Gama. Hefur leikið 26 lands- lciki. Kallaður „Roberto dínamit” og var næstmestamarkaskorari í Brasilíu í fyrra. Jose Sergio Presti, 21 árs framherji hjá Sao Paulo, sem leikið hefur einn landsleik. Frændi Rivelino og stælir hann mjög. Jose Rodrigues Neto, varnarmaður, sem ' Ieikur með Botafago. Hefur leikið 11 lands- leiki og mjög hættulegur, þegar hann geysist í sók.nina. 24 þjóðir í Á þingi Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins (FIFA) í Buenos Aires i gær var samþykkt að taka fyrir tillögu um að allt að 24 þjóðir tækju þátt í úrslita- keppninni i HM á Spáni 1982. 94 sam- þvkktu gegn 4 að þessi tillaga yrði tekin til nákvæmrar athugunar — en margir munu vera á því að úrslitaþjóðirnar verði tuttugu. Joao Havalange, Brasilíu, var endur- kjörinn formaður FIFA í gær án mót- framboðs. Hann hefur verið forseti frá 1974, þegar hann felldi Sir Stanley Rous Englandi. Miklar umræður urðu í gær um til- lögu frá nokkrum þróunarlöndunum um að Evrópa fengi aðeins sex þjóðir í úr- slitakeppni HM. Fulltrúar Evrópu urðu æfir og bentu á að 85% af tekjum FIFA kæmu frá Vestur-Evrópu. Fréttamenn hafa varla átt nógu sterk lýsingarorð í sambandi við framkvæmd Argentínumanna 'á HM. Allt virðist i toppstandi og undravert hve miklu hefur verið komið í framkvæmd á einu ári. Vandræði sköpuðust þó í gær þegar dreifing aðgöngumiða til frétta- og blaðamanna fór í handaskolum. Þá varð upp fótur og fit i aðal-blaðamanna- miðstöðinni i Buenos Aires. Það var tölva, sem fór úr sambandi — og hundruð fréttamanna voru æfir að fá ekkimiða sína. Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pele spáði því í Buenos Aires í gær að HM1982? Argentína, Brasilía, V-Þýzkaland og Ítalía kæmust i undanúrslit á HM — og sagði að liðin nú væru betri en 1974. Pele er sjónvarpsmaður fyrir sjónvarps- stöð í Venezuela. Hann bætti því við, að Frakkland og Svíþjóð gætu komið á óvart. — öruggt er nú að Gordon McQueen, Skotlandi, getur ekki leikið í •riðlakeppninni. Leikjum á HM verður sjónvarpað beint til 96 landa. j Rudy Krol, fyrirliði Hollands, og Jo- j han Neeskens eiga við meiðsli að stríða jen þó er reiknað með að þeir geti leikið í 'fyrsta leik Hollands. Þotukeppni Keilis Þotukeppni Golfklúbbsins Keilis veröur um helgina, 3.—4. júní. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar og gefur keppnin stig til landsliðs. Tvenn aukaverðlaun verða í keppninni — fyrir þá sem komast næst holu á 17. flöt báða keppnisdagana. Völlur Keilis er prýðilegur nú — betri en oftast áður og reiknað er með skemmtilegri keppni. Ræst verður út kl. átta og 130 báða dapa. Þátttökutilkynningar þurfa að berasl i skála Keilis fyrir föstudag. „Fólk er mjögnæmt egirdr. Alda Möller matvælafræðingur Talað við textílhönnudi Spinderokken í Kaupmannahöfn Ný framhaldssaga

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.