Dagblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAl 1978 15 „HL FJANDANS MED FRAMA, Fmi OG GAGNRYM" — segir Liz Taylor, feit en sæl stjórnmálamannsfrú ræðustól með manni sínum. „Ég hef gengið i gegnum 19 meiri háttar skurðaðgerðir og i sumra augum eins mörg hjónabönd. Allt þetta af ein- hverri óskiljanlegri þrákelkni eftir lifinu.” Þetta segir Elizabeth Taylor. Hún heldur því einnig fram að þrákelkn- in til að halda lifi valdi því að hún les aldrei gagnrýni á eigin verk, ekki heldur þau slæmu sem myndin Little Night Music hefur fengið. Þó hún sé orðin 46 ára og hafi ekki leikið I einni einustu vin- sælli mynd I mörg ár er hún ennþá goð- sögn. „Nei, fjandinn hafi það,” segir hún. „Til að vera goðsögn verður maður að vera dauður. Og ég neita því að ég sé dauð.” Hún vill heldur ekki lengur láta kalla sig hina einu sönnu Elizabeth Taylor. „Ég er bara ég. Og ég er i dag frú Elizabeth Taylor Warner. Frú John Warner ef þú vildir gjöra svo vel.” Ekki eins og goðsögn Og þegar frú Warner situr I sófanum á búgarði sínum líkist hún sannarlega hvorki goðsögn né stjörnu. Hún er ný- komin út úr flugvél sem flutti hana um sveitir þar sem hún barðist fyrir mann sinn semkeppir að þvi að komast i öld- ungadeild þingsins. Andlitsfarðinn og hárgreiðslan hefur látið á sjá við ferðina en það virðist litil áhrif hafa á frúna. En menn muna ekki eftir að hafa séðhanaánægðari. Hún hlær að öllu því fólki sem leggur á sig ómælt erfiði til þess að koma að sjá hana. Og hún segist ekki valda því von- brigðum á neinn hátt. Fólk kemur heim til sin frá henni og segir hana ekkert sér- staka lengur og Liz hlær og tekur undir að þaðsé rétt. „Ég kunni aldrei við mig fyrir framan kvikmyndavélina. Ég meira að segja þoli ekki að láta taka myndir af mér. Ég hafði aldrei neinn áhuga á þessari Eliza- beth Taylor sem alltaf var verið að segja frá í blöðum. Sem betur fer þekkti ég hana ekki.” Ekki undir neinna stjórn „Marilyn Monroe datt I þá gildru að láta kvikmyndaveldið stjórna sér. Og það gerðu fleiri. En ég gerði slikt aldrei. Ég neitaði að hlýða nokkrum nema sjálfri mér. Og ég geri það ennþá. Ég hef aldrei getað lagað mig að öðrum og byrja ekki á því núna. Það er aldrei hægt að segja til um hvað ég geri næst. Fólk ýmist lofar þetta eða þolir það ekki. Ég hef lika ýmist verið á toppnum hvað varðar álit fólks eða alveg á botni. Núna erégháttuppi.” Það að vera uppi felst i þvi að vera manni sínum góð eiginkona. Hún tekur á móti öllum þeim mannskara sem kemur að heimsækja John vegna kosninganna. Menn segja þau hjónin Jane Fonda og Tom Hayden hægra megin i stjómmálunum. (Eins og menn munu vita þá eru Jane og Tom hins vegar vinstra meginl. John hefur tekizt það sem öllum hinum eiginmönnum Liz tókst ekki, að fá hana til þess að fara úr einum skemmtanaiðnaðinum og yfir i annan. Þar vestra bera nefnilega stjórn- málin mun skemmtilegra yfirbragð en hér. „Stjórnmál og leiklist eru í.rauninni skyld,” segir Liz. „í báðum greinunum ertu að leika fyrir fólk. Eini munurinn er sá að í öðrum leiknum er allt gervi en i hinum ekta. Einhver skrifaði alltaf hlut verkin fyrir mig. En John leikur sitt hlutverk af fingrum fram.” Menn hefðu liklega að óreyndu álitið að dulur maður eins og John Warner væri litið fyrír Liz Taylor sem aldrei hefur kunnað að hemja tilfinningar sinar. En þeir sem vit hafa á málum segja að þetta sé það sem hún hefur alltaf verið að leita að. John sé akkeri hennar i lifinu og hún reiði sig á hann. Ólíkt skassinu Liz. Býlið vann hjarta hennar Wamers-hjónin skipta tima sinum nokkuð jafnt á milli staða. Þau búa ýmist í Georgsbæ eða á býlinu í M iddels- burg. John sagði fjölmiðlum það að býlið hefði ráðið úrslitum um tilfinn- ingar Liz. „Þegar hún sá býlið var hún sigruð.” Þau hjónin hittust I boði sem haldið var til heiðurs Elisabetu Englands- drottningu og Gerald Ford. John var þá að áliti blaðanna einn álitlegasti pipar- sveinn vestanhafs. orðaður við konur eins og Barböru Walters fréttamann. Núna fer litið orð af honum i sam- kvæmislifinu og þau njóta bæði róleg- heitanna á býlinu. Liz hefur meira að segja látið sig hafa það að vinna á dráttarvélum ef ekki vill annað betra. Og hún segir að sér þyki það hreint dásam- legt. eins ogallt annað á býlinu. Getur ekki kosið eiginmanninn Svo kaldranalega vill til að Liz getur ekki kosið eiginmann sinn hversu gjarn\ an sem hún vill hann á þing. Hún er nefnilega ennþá brezkur rikisborgari. Liz viðurkennir að þrátt fyrir allan stuðninginn sem hún veitir manni sinum séu vissir erfiðleikar í hjónabandi þeirra. „Valdahlutföllin eru ekki 50 á móti 50 heldur 51 á nióti 51. John er ekki síður viljasterkur en ég og lætur ekki bifast frá þvi sem hann ákveður.” Fyrir börn sin heldur Liz alltaf opnu húsi en hún segist aldrei neyða þau hvorki til að koma né fara. Hún segir að mesta gleðin i sambandi við börnin sé að þaú langi til að koma og þess vegna geri þau það, ekki af þvi að þau séu neydd til. Enginn órói í blóðinu Liz er spurð að þvi hvort hana langi ekki til að leika aftur. „Ég get ekki sagt að það sé neinn órói i blóðinu í mér. Það er margt sem ég þrái meira en sviðið." Og það getur vist enginn ásakað hana eftir þá dóma sem hún fékk fyrir Little Night Music. Margir gagnrýnendur ósk- uðu þess meira að segja að myndin yrði hennar síðasta. Mest gera þeir þó grin að hennarfeita likama. Undarlegt nokk virðist Liz vera sú eina sem ekki hefur áhyggjur af spikinu. Hún segist hreinlega hal'a svo margt annað að gera að hún hafi ekki tima til þess. „Líf mitt hefur tekið aðra stefnu og mér finnst erfitt að hugsa um að leika aftur. Allt snýst um að vinna fyrir John. Ekki það að hann hafi beðið mig um það. Þvert á móti. Það er ég sjálf sem \ il ekki yfirgefa hann til þess að leika.” Hún segir að lokum. „Ég hef lifað erfiðu lifi en það er ekkert sem ég vildi breyta eða gera öðruvisi en ég gerði. Ég tók þvi sem að höndum bar og ég hef lærtafþvi.” John hefur sagt aö býliö hafi ráöiö úr- slitum um tilfinningar Liz. Enda er það engin smásmíði. m- - > Hver heföi trúaö þvi að sjá Elizabeth Taylorá dráttarvél? IWarnér fjölskyldan kom öll saman til að sjá Little Nigh Music. Michael sonur Liz er lengst til vinstri og þá Mary döttir hennar. W* f

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.