Dagblaðið - 31.05.1978, Side 7

Dagblaðið - 31.05.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAl 1978 7 Tónlistarlíf Italíu riðar vegna mútu- og fjársvikaásakana — tuttugu og sex háttsettir settir í fangelsi AUt er í óvissu i tónlistarlífi ttalíu í dag eftir aö tuttugu og sex æðstu menn á því sviði voru handteknir í gær vegna umfangsmikillar rannsóknar á meintum mútum og misnotkun á opinberu fé. Er þarna um að ræða listamenn, stjórnendur óperuhúsa og1 leikstjóra. Handtökurnar komu í kjölfar víð- tækra húsrannsókna sem fram fóru í sex itölskum borgum í gær. Fóru þær fram samtímis og var greinilegt að hér var um að ræða heildarrannsókn. Spilavíti til bjargar fjár- hagnum Atlantic City í New Jersey stendur fremur illa fjárhagslega og þar sem engin úrræði virtust vænlegri en að lög- leyfa fjárhættuspil samþykktu íbúarnir það i almennri atkvæðagreiðslu. Fyrir nokkrum dögum var haldin nokkurs konar aðalæfing fyrir alla þá sem starfa eiga við spilavítið og skemmtisalina sem1 opnaðir verða bráðlega. Sjálft spilavitið verður ekki nein smásmíði, eins og hálfur fótboltavöllur að stærð, og mun. hafa kostað um það bil 40 milljónir doll- ara. Að sjálfsögðu verður ýmislegt spila- vítisgestunum til upplyftingar annað en spilaborðin og á myndinni er smásýnis- hom af því sem boðið verður upp á. Tónlistarhallir á Ítalíu hafa lengi átt við erfiðan fjárhag að glima og hafa því fengið styrki úr opinberum sjóðum. Hafa ásakanir um misnotkun þess fjár verið háværar undanfarin ár og þá bæði komið fram ásakanir á hendur forráðamönnum óperuhúsa og ýmissa lista- og tónleikahátíða. Meðal þeirra sem handteknir voru í gær er forstjóri Rómaróperunnar, háttsettur maður hjá LaScala i Mílanó og fleiri. Erlendar fréttir I REUTER n Sendibílastöð Kópavogs heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 8. júní kl. 20 á stöðinni, Nýbýlavegi 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Sljórnin. Matreiðslumaður Óskum að ráða röskan og ábyggilegan mat- reiðslumann. Góður vinnutími. Uppl. í síma 84939 fyrir hádegi. Tökum að okkur klæðningar á Range Rover Mikið úrval af áklæðum. Húsmunir á homi Hverfisgötu og Vrta- stígs. SPURNINGAR FÓLKSINS Svör Alþýðubandalagsins í sjónvarpsþætti Alþýðubandalagsins í næstu viku svara Guðmundur J. Guðmundsson, Gils Guðmundsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Svava Jakobsdóttir og Svavar Gestsson spurningum um stefnu Alþýðubandalagsins í komandi þingkosningum. Einar Karl Haraldsson stjórnar þættinum Hvað viltu vita um Alþýðu- bandalagið? Hver eru meginmál þingkosn- inganna: Kjaramálin? — Atvinnu- málin? — Sjálfstæðismálin? Hvers vegna er Alþýðubanda- lagið orðinn ótviræður for- ystuflokkur launafólks? Hvernig á að koma rikis- stjórninni frá? Eru kosningar kjarabarátta? Hver er spuming þín? í dag, miðvikudag, og á morg- un, fimmtudag, frá kl. 9.-23.00 geturðu hringt i sima 1 75 00 og borið fram ALLAR þær spurn- ingar sem þú vilt beina til Al- þýðubandalagsins. Þeim verður siðan svarað i sjón- varpsþættinum. Takiö þátt í sjónvarpsþætti A fþýðubandalagsins Sendið hvassar og djarfar spurningar Spyrjið Guðmund, Gils, Ólaf, Svövu og Svavar

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.