Dagblaðið - 31.05.1978, Síða 9

Dagblaðið - 31.05.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 9. Húseigendur í hár saman: Ágreiningur í fjölbýlishúsum um viðhaldskostnað og bílastæði —Sérstök lög fjalla um skiptingu kostnaðar og reglur um ákvarðanatöku Að undanförnu hefur allmikið verið leitað til Húseigendafélags Reykjavíkur vegna ágreinings sem upp hefur komið með húseigendum sem búa i fjölbýlis- húsum. Ágreiningurinn er aðallega tvenns konar, um skiptingu kostnaðar varðandi viðhald og endurbætur á hús- eign og hins vegar um ákvarðanatöku um hvað gera skuli í eða við sameignina í ýmsum tilfellum. Sigurður H. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Húseigendafélags Reykja- víkur tjáði DB að íög um fjölbýlishús tækju til allra húsa sem, i er fleiri en ein íbúð, svo og raðhúsa eftir þvi sem við getur átt. Kostnaður við viðhald fjölbýl- ishúsa að utan, t.d. málningu, þak- og sprunguviðgerðir, svo og kostnaður við viðhald og standsetningu á lóð, á að deil- ast niður á ibúðaeigendur eftir hlutfalls- tölu íbúða þeirra I eigninni. Kostnað við gler i glúggum og hurðir íbúða ber viðkomandi ibúðareigandi i hverju tilfelli. Kostnaður við bílastæði skiptist þann- ig samkvæmt lögum: Ef þeim er hlutað niður á ibúðir greiðir hver íbúðareigandi fyrir gerð síns stæðis en ef bilastæðum er ekki skipt greiðist kostnaður við þau að jöfnu. Samgöngu- máti nútímans Hann var að leika sér að þessu agnar- litla reiðhjóll við hús Loftleiða á Reykja- vikurflugvelli. Sannarlega má segja að farartækin þeirra hjá Flugleiðum séu samgöngumáti nútimans, eins og fýrir- tækið auglýsir reyndar. Hitt er svo ann- að mál að reiðhjólið virðist aftur vera að vinna sér sess sem samgöngutæki i nú- timanum, eða öllu heldur tæki til að vinna bug á menningarsjúkdómum eins og offitu og þrekleysi. —DB-mynd Bj.Bj. Tónlistar- skóli Vestur- Barða- strandar- sýslu lOára Fyrsti humarinn kominn á land: ÚTLITIÐ EKKIGOTT í FUÓTU BRAGÐI Sif SH 3 landaði fyrsta humrinum á Stokkseyri á þessari vertið, en daginn áður hafði bátur landað humri í Þor- lákshöfn. Humarveiðileyfin gengu i gildi á miðnætti á laugardag, en slæmt veður hefur truflað veiðarnar. Að sögn Einars Páls Bjarnasonar hjá Hraðfrystihúsinu á Stokkseyri fékk Sif humarinn, um 300 kg austan- vert við suðurströndina og var hann fremur smár, sem ekki þykir lofa góðu. Hins vegargetur hann verið betri vest- ar og biða menn nú eftir að sjá hver útkoman verður hjá bátunum á Sel- vogsbanka. Humarveiðiferðirnar eru yfirleitt þrír til fjórir sólarhringar og vel þokka- leg veiöi eftir slíkt úthald er um tonn af slitnum humri og fjögur til sex tonn af fiski. Fyrir tonn af 1. flokks slitnum humri fæst nú 1,8 milljónir. —G.S. Eskifjörður: JónKjartansson SU úrfyrstu veiðiferð Jón Kjartansson SU-111, áður Narfi, kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Esk- firðinga í g?erkvöldi með um 600 tonn af kolmunna af Færeyjamiðum. Verður kolmunninn bræddur á Eskifirði. Skip- stjóri er ungur maður, Þorsteinn Kristjánsson. Þá seldi Sæljónið SU i Hull í fyrradag 38 tonn, aðallega þorsk, ýsu og steinbit fyrir 9.6 milljónir eða um 250 krónur kílóið. —Regina/—G.S. Tónlistarskóli V-Barðastrandarsýslu hélt tiu ára afmæli sitt hátíðlegt með ,fjölsóttum nemendatónleikum í félags- heimili Patreksfjarðar sunnudaginn 21. maí sl. Þar komu fram margir ungir, efnilegir, einleikarar við ágætar undirtektir áheyr- enda. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir Mozart, Bach, Beethoven, Chopin og Prokoffief. Ólafur Einarsson skólastjóri ávarpaði gesti og afhenti nemendum prófskírteini. Fleiri ávörp voru og flutt og bárust skól- anum margar heillaóskir i tilefni afmæl- isins. Tónlistarskólinn starfar i þremur deildum með jafnmörgum kennurum auk skólastjóra. —EO, Patreksfiröi. Nemendur, kennarar og skólastjóri Tón- listarskóla Vestur-Barðastrandarsvslu 1977—1978. 'W' Sigurður sagði að mjög mikilvægt væri að allir ibúðareigendur væru hafðir með í ráðum áður en ráðizt væri I sam- eiginlegar framkvæmdir. Hins vegar væri aðalreglan sú að einfaldur meiri- hluti eigenda nægði til ákvörðunar og er atkvæði hvers íbúðareiganda miðað við eignarhluta hans. Sérregla gildir um bilastæði þegarekki hefur í upphafi verið gert ráð fyrir þvi að bilastæði fylgdi ákveðnum íbúðum. Þeg- ar svo stendur á verða bílastæði ekki gerð eða þeim skipt nema allir ibúðareig- endursamþykki. Sigurður sagði að reglur þessar væru ófrávikjanlegar og geta ibúðareigendur ekki með samningi vikið frá þeim. —ASt. Citroén GS Óska eftir að kaupa Citroen GS með eftirfar- andi skilmálum: 1 millj. með stuttum fast- eignatryggðum víxlum, eftirstöðvar í pening- um. Uppl. í síma 44936 eftir kl. 18. Iðnaðarlóðir — Hafnarfjörður Úthlutað mun verða á næstunni lóðum fyrir iðnaðarhús í nýju hverfi austan Reykjanes- brautar. Umsóknum skal skila á þar til gerð eyðublöð eigi síðar en 16. júni 1978. Nánai upplýsingar veitir Skrifstofa bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur. Frá Skólagörðum Reykjavíkur Innritun fer fram sem hér segir: í Laug- ardals- og Ásendagarða mánudaginn 5. júní kl. 9—12, í Árbæjar- og Breiðholts- garða sama daga kl. 1.30—4. Innrituð verða börn fædd 1966—1969 að báðum árum meðtöldum. Þátttökugjald kr. 2000 greiðist við innritun. Skólagarðar Reykjavíkur. BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðravarahluta íýmsar tegundir bifreiða, tildæmis: Cortina árg. '67—'70 Vauxhall Viva árg. '69 Willysárg. '54-'55 Peugeot 204 árg. '70 Chevrolet Impala árg. '65 Fíat 128 árg. '72 Renault R 4 árg. '72 Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um alltland. BÍLAPARTASALAN Höfðatáni 10- Sími 11397

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.