Dagblaðið - 31.05.1978, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1978
BLAÐIÐ
Irjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðiö hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Péturs-
son. RitstjómarfuNtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur
Simonarson. Aðstoðarfréttastjórar Atii Steinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrit Ásgrimur Páls-
son.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurös-
son, Guðmundur Magnússon, Hallur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Viihjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dretfing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeUd, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11.
Aöalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 100 kr. eintakið.
Sotning og umbrot Dagblaðið hf. SMumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Tilraunastjóm
Allt bendir til vinstri stjórnar í Reykja-
víkurborg, þegar þetta er skrifað. Sú
spuming er því efst á blaði, hvers vænta
megi af nýjum valdhöfum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meiri-
hluta í Reykjavík í nær fimmtíu ár.
Stjórn hans hefur verið tiltölulega farsæl. Hann hefur í
Reykjavík leitazt við að sameina kosti hægri stefnu og
einstaklingshyggju við nauðsyn félagsmálastefnu, sem í
meginatriðum hefur verið í takt við síbreytilega tíma.
Á hinn bóginn er óhjákvæmilegt, hvaða flokkur sem í
hlut á og hvert sem litið er, að langt valdaskeið leiði til
misskiptingar og nokkurrar spillingar. Einhæfni við for-
gangsröðum verkefna leiðir til þess, að sum svið verða
útundan. Valdaflokknum hættir til að hygla „sínum
mönnum”, sem veldur óhagkvæmni og óréttlæti,
einkum þegar til lengdar lætur. Sjálfstæðismönnum í
borginni hefur hætt til að líta á völd sín sem sjálfsagðan
hlut og órjúfandi og þá einatt hugsað til þáttar Esjunnar
í hugum borgarbúa, sem stæði og haggaðist ekki.
Af þessum sökum má vel gera tilraun með að hrista
upp í borgarstjórninni. Andstöðuflokkarnir hafa nú
tækifærið. Þeim ætti eftir langt andstöðuskeið að vera
bezt ljóst, hvar úrbóta er þörf, hvaða málefni hafa orðið
útundan. Þeir geta hreinsað til þar, sem spillingar gætir,
svo fremi þeir setji ekki aðra meiri spillingu í staðinn.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti einnig að því leyti að geta
haft gott af minnihlutaaðstöðu um tíma, ef hann lærir af
ósigrinum nú og hefst handa um uppstokkun í flokknum
og endurnýjun á stefnu í borgarmálum, vitandi það, að
hvenær sem er geta kjósendur afhent honum meirihluta-
aðstöðu að nýju eða sundrung meðal flokkanna þriggja
færir honurn aftur forystu í borgarstjórn.
Kjósendur munu fylgjast vandlega með framvindu
samstarfs hinna nýju meirihlutaflokka, reiðubúnir til að
söðla um að nýju.
Ein fyrsta spurningin, sem vaknar um nýjan meiri-
hluta, er um valdaskiptingu flokkanna þriggja innbyrðis.
Alþýðubandalagið hefur fimm borgarfulltrúa, Alþýðu-
flokkurinn tvo og Framsóknarflokkurinn einn.- Tví-
mælalaust mun Alþýðubandalagið freista þess að taka
völdin í hinum nýja meirihluta, hvað sem hver segir.
Nokkur þræta um þetta er þegar hafin, þar sem bæði al-
þýðuflokks- og framsóknarmenn krefjast jafnræðis á við
Alþýðubandalagið, þótt þeir hafi miklu minna fylgi.
Tíminn sker úr um, hvort þetta reynist kleift eða hvort
hér stefnir í upplausn.
Tillögur um ráðningu lítt pólitísks embættismanns í
stöðu borgarstjóra lofa hins vegar góðu. Langæskilegast
er, að dugmikill framkvæmdamaður sinni þessu mikil-
væga verkefni, maður, sem ekki lítur sífellt til hagsmuna
síns eigin flokks. Þetta hefur gefið góða raun víða um
land. Þetta gæti einnig verið hið eina, sem gerði þokka-.
legt samstarf flokkanna þriggja mögulegt.
Að öllu þessu athuguðu má telja vel þess vert að gera
nú tilraun með vinstri stjórn í borginni, hafandi i huga,
að hún þyrfti ekki að standa nema skamma hríð, ef hún
gefst ekki nögu vel. Það hefur marga kosti, að einn
flokkur getur ekki talið sér hreinan meirihluta gefinn. í
framtíðinni hefur því aðhald kjósenda aukizt, hver svo
sem fer með stjórn borgarinnar.
Ródesíudeilan:
Lokatiiraun Breta og
Bandaríkjamanna til
lausnar deilu hvítra
og svartra
— fulltrúar stórveldanna fara í
sáttaferö umAfríku
Bretland og Bandarikin hyggjast nú
kanna til þrautar hvort ekki sé hægt
að losa eitthvað uin í Ródesíudeilunni.
Fyrr í þessari viku hófu fulltrúi brezka
utanríkisráðuneytisins og sendiherra
Bandaríkjanna i Zambiu ferð um
suðurhluta Afríku. Tilgangur
ferðarinnar er að koma á fundi aðila
um málið. Reyna á að fá til fundarins
fulltrúa beggja flokka svertingja,
þeirra sem samið hafa við Ian Smith
og starfa opinberlega innan Ródesiu
og hina sem eru í útlegð i nágranna-
ríkjum.
Samkvæmt heimildum er ekki
ætlunin að setja þvi nein tímamörk
hvenær þessi hugsanlegi fundur deilu-
aðila verði. Er það sagt vegna þess að
bæði Bandaríkjamenn og Bretar telja
sig ekki hafa neitt upp úr því að koma
fundinum á. Nokkur vissa verðieinnig
að vera fyrir því að hann leiði til
árangurs.
Auk Ródesíu munu brezku og
Sithole, einn foringja svertingja í
Ródesiu.
Smölunaraðferð
gömlu flokkanna
®g ..Séraguð-
mundarkymö
Fleiri „vandamála-
sérfræðinga”
Grein mín í Dagblaðinu um skóla-
og menntamál hefur vakið athygli.
Eftirfarandi bréf barst mér í hendur
frá ónefndum kennara sem starfað
hefur í 20 ár við barnakennslu. Bréfið
er birt með leyfi höfundar og svo til
óstytt:
„Kæri Hilmar.
Það er með hálfum huga að ég rita
þér þessar linur, bláókunnugur maður-
inn, en í trausti þess að þú látir min
ekki getið á prenti ætla ég að hætta á
að skrifa þér langt bréf um skólamál.
Tilefnið er grein þin um þau efni í
Dagbl. 5. þ.m.
Nýskóla-
stefnan
Nýskólastefnan (sem á þó rætur að
rekja alla leið til skóla Mariu Monte-
zori) byggist á þessu: Skóli á ekki að
vera fræðslustofnun (sjá samþykkt
skólastjóra og sálfræðinga á sl. sumri)
heldur barnageymsla þar sem hægt
er að parkera börnum því mæðurnar
eru á sólarströnd eða eru orðnar að
starfskröftum og mega ekki vera að
því að sinna þeim. Þau eiga að vera
sem lengst i skólanum, helzt allt árið.
Heimanám skal fara fram í skólanum
(það hefur komið til tals hér í Reykja-
vik). Vantar þá ekkert annað á en að
börnin sofi þar líka. Það yrði næsta
skrefið til að skólinn yfirtæki börnin.
Ailt tómstundastarf færist inn í skól-
ana á kvöldin og um helgar. Þannig
getur bamið og síðar hinn ungi maður
notið ríkis- og stofnauppeldis allt frá
bleyjubarni og upp í 18 ára aldur í
skyldunámi, en þangað eða lengur
vilja skólasálfræðingar að skyldunám
nái.
Hinn opni
skóli
Til að ná sem beztum árangri í nið-
urrifsstarfseminni eru svonefndir opn-
ir skólar heppiiegastir, þar þurfa nem-
endur alls ékki að læra annað eða
meira en þeir sjálfir vilja, jafnvel eru
þeir sjálfráðir hvort þeir sækja skól-
ann eða eru heima (Summerhill-skól-
inn, bókartitill) en þar þykir einnig
ágætt að unglingarnir stundi kynlíf af
kappi og lesi sem minnst. Til að átta
sig á skólaafstyrmum þessum er fróð-
legt að lita inn i einn slikan i Málmeyj-
arhéraði í Sviþjóð. í stórum kaldrana-
legum sal, sem þó er lagður þykku
gólfteppi sitja um 100 unglingar við
4—6 manna borð. Þegar litið er yfir
hópinn dettur manni helzt i hug rest-
aurant. Þarna eru margir kennarar
kennandi í einu og er kennslan í því
fólgin að kennararnir (þjónarnir) aka
skápum á hjólum (skenkum) milli
borðanna. I skápunum eru lúdóogspil
og innihaldslitlar námsbækur og
skemmtirit. Unnið er að þvi að koma á
slikum skólum hér á landi og eru þeg-
ar komnir skóiar í ætt við þetta (i Foss-
vogi). Tveir sendisveinar úr vitlausu-
deildinni í menntamálaráðuneytinu
komu í skóla einn í Reykjavík. Þetta
var gamall skóli og erfitt að búa til,
sali nema rífa niður milliveggi, sem
líka voru burðarveggir, og var þetta
þeim mikill þyrnir í augum. Ráð þeirra
var að opna allar dyr á hverri kennslu-
stofu og flytja einnig kennsluna frani á
gangana.
„Betli-
munkarnir"
Hverjir standa svo að þessari niður-
rifsstarfsemi? Sálfræðingarnir. Danir,
sem kalla ekki allt ömmu sína i sál-
fræðiefnum, eru farnir að kalla sál-
fræðingana „betlimunka vorra tíma”.
Þú mætir alls staðar sálfræðingum,
segja þeir, með leirskál sína. Ef þú ferð
í skóla eru þeir þar með skýrslur sínar
og tilraunir, athuganir, kúrfur og linu-
rit. Ef þú ætlar að sækja um vinnu
hittir þú þá, eða ef þú ætlar að fá öku-
skírteini, alls staðar sálfræðingar og fé-
lagsfræðingar.