Dagblaðið - 31.05.1978, Side 12

Dagblaðið - 31.05.1978, Side 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 12 L Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrc Schön valdi Hansa Miiller — HM hefst á morgun með leik heimsmeistara V-Þýzkalands og Póllands — Helmut Schön hefur valið lið sitt „Það verður mjög erfitt að sigra íj heimsmeistarakeppninni í Suður- Ameriku vegna þess að Argentína og Brasilía eru með mjög sterkt lið,” sagði landsliðseinvaldur VesturÞýzkalands, Helmut Schön, í Buenos Aires í gær og bætti við: „Það væri mikið afrek hjá okkur að sigra í Suður-Ameríku. Hingað til er Brasilía eina þjóðin sem sigrað hefur á HM utan sinnar eigin heims- álfu.” Vestur Þjóðverjar hefja vörn heims- meistaratitilsins á morgun. Fyrsti leikur þeirra verður við Pólverja í Buenos1 Aires í 2. riðli. Þjóðverjar eru ekki bjart- sýnir — nú eru þeir án leikmanna eins og Beckenbauer, Overath og Gerd Muller, sem áttu svo mikinn þátt í sigri Vestur-Þýzkalands 1974. Schön valdi i gær liðið sem leikur við Pólverja á morgun og þar kom mjög á óvart að hann valdi ekki Hoelzenbein i fram- varðarstöðu heldur Hansa Miiller. Liðið verður þannig skipað, innan sviga eru tölurnar sem leikmenn hafa í leiknum: Sepp Maier (1), Manfred Kaltz (5), Berti Vogts (2), Rolf Russmann (4), Her- bert Zimmermann (8), Rainer Bonhof (6) , Erich Beer (15), Heinz Flohe (10), Hansi Mtiller (20), Ridiger Abramczik (7) og Klaus Fischer (9). Reiknað hafði verið með að Schön veldi „varnarlið” vegna þess hve pólsku framherjarnir eru hættulegir. Sú varð þó ekki raunin. Þó uppstilling þýzka liðsins verði 4-4-2 er hinn tvítugi sóknar- frámvörður Hansi Múller valinn og eins varnarmaðurinn Herbert Zimmermann sem geysist I sóknina hvenær sem tæki- færi gefst. Hansi Múller hefur aðeins leikið tvo landsleiki — gegn Brasilíu og Svíþjóð í vor. Þjóðverjar töpuðu báðum leikjunum. Leikur Vestur-Þýzkalands og Pól- lands hefst kl. sex á GMT-tíma, sem er hinn sami og hér á landi, og þar leika saman liðin sem urðu í fyrsta og þriðja sæti á HM 1974. Helmut Schön hættir sem landsliðseinvaldur V-Þýzkalands eftir HM. í undanúrslitum 1974 sigraði Þýzka- land Pólland 1-0 á blautum velli en pólski landsliðsþjálfarinn var í gær ekki í vafa um að Pólverjar mundu nú ná fram hefndum. „Pólland er tilbúið til að sigra V-Þýzkaland,” sagði þjálfarinn Jacek Gmoch við blaðamenn í gær í Buenos Aires. Sama vandamál er hjá báðum liðunum — leikmenn þeirra eru farnir að eldast og margir léku I úrslitunum 1974. En reynsluna hafa þeir. Schön hefur náð frábærum árangri með þýzka liðið. Það varð I öðru sæti á HM 1966 — í þriðja sæti 1970 og sigraði 1974. Einnig hefur liðið orðið Evrópu- meistari. Á þeim 14 árum sem hann hefur stjórnað liðinu hefur það sigrað í 88 leikjum af 133 og aðeins tapað 21 leik á þessu tímabili. Pólverjar munu ekki velja lið sitt fyrr en síðar í dag en ef að líkum lætur verður það skipað þessum leikmönnum: Jan Tomaszewski (1), Antoni Szy- manowski (4), Wladyslav Zmunda (9), Jerzy Gorgon (6), Henryk Maculawicz (3) eða Wojaciech Rudy (10), Henryk Kasperczak (8), Kazimierz Deyna (12), Zbigniew Boniek (18) eða Adam Nawalka (5), Grzegorz Lato (16), Wlod- zimierz Lubanski (19) og Andrzej Szar- mach (17). Nær allir þessir leikmenn léku á HM 1974 en fimm þeirra eru komnir yfir þrítugt. Tap í Noregi ísland fékk göð tækifæri til að skora I landsleiknum gegn Norðmönnum — leikmenn 21 árs og yngri — i Fredrik- stad í gær. En ekkert heppnaðist við markið og Norðmenn sigruðu með eina markinu, sem skorað var i leiknum. Kortgaard skoraði af stuttu færi á 43. min. Það var klaufalegt mark. Tveir varnarmenn höfðu áður tækifæri til að hreinsa frá. Þetta var fyrsti landsleikur íslands í þessum aldursflokki og íslenzka liðið óheppið að ná ekki að minnsta kosti jafn- tefli. Rétt fyrir lok leiksins var bjargað frá Atla Eðvaldssyni á marklinu. Viö flytjum og opnum nyja búð i dag að Laugavegi 51 sfmi 17440 Erum líka á • ** LAUGAVEGI33 Sími29290 shirtandjeansby JEAN MACHINE rliíwwiwl?; hy Ca rtíjp?r.„ jof hy Orssníi - Wf jtf M £Aá ýtpF i fmwwrn 4§ § ^ N I Rivelino — leikreyndasti leikmaður Brasilíu Þeim sigri — Leikmenn Brasilíu í h Brasilíumenn eru af flestum taldir sigur- stranglegastir i heimsmeistarakeppninni i Argentinu og sá góði sigur, sem þeir unnu á heimsmeisturunum í Vestur-Þýzkalandi á dögunum, styrktu menn í þeirri trú. Að vísu er enginn Pele lengur I brasilíska liðinu en þar eru leikmenn eins og Zico, *>cm oft er kallaður Johan Crijuff Suður-Ameriku, og Rivelino — eini leikmaður liðsins sem er eftir af heims- meisturunum 1970. Hann hefur leikið yfir 100 landsleiki — Brasilíumenn segja 109, sem þá væri landsleikjamet leikmanns, en sá fjöldi er ekki viðurkenndur af öðrum þjóðum. Brasilia hefur náð beztum árangri allra þjóða á HM. Leikið tiu sinnum í loka- keppninni — samtals 45 leiki. Unnið 29, gert sjö jafntefli og tapað níu. Markatalan 109— 53 og stig samtals 65. Næstir á listanum eru Vestur-Þjóðverjar. Hafa hlotið 13 stigum minna en Brasilíumenn. ítalir eru í þriðja sæti og til gamans má geta þess, að Sviar eru í sjötta sæti. Brasilía er í riðli með Austurriki, Spáni og Sviþjóð — þriðja riðli. Einstakir leikir þar. 3. júní Svíþjóð-Brasilía Mar del Plata Spánn-Austurríki Buenos Aires (Velez) 7. júní Spánn-Brasilía Mar del Plata Austuriki-Svíþjóð Buenos Aires 11. júní Brasilía-Austurríki Mardel Plata Svíþjóð-Spánn Buenos Aires í HM-liði Brasilíu eru þessir leikmenn. Emerson Leao, 28 ára, aðalmarkvörður liðsins. Hefur leikið 62 landsleiki og lék á HM 1974. Leikur með Palmeiras í Brasilíu. Carlos Robertson Galo, 22 ára, markvörður Ponte Preta. Maður framtiðarinnar en hefur enn ekki leikið landsleik. . Waldir Perez, 26 ára markvörður Sao Paulo. Þriðji markvörður liðsins og enn ekki leikið landsleik. Hummel íþróttatöskur fyrir alla, unga sem aldna, stórar sem smáar. Fást i öllum helztu sport- vörubúðum landsins.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.