Dagblaðið - 16.06.1978, Page 1
hangikjötið
Þjóðhátíðarétturinn, hangikjötið. er
á matseðlinum í dag kostar 890 kr. á
mann! Neytendaþjónusta DB er ekki
aðeins fyrir höfuðborgina, heldur
munum við fylgjast með verðlagi úti á
iandsbyggðinni. 1 dag birtum við verð-
könnun sem Neytendasamtökin
gengust fyrir i Borgarnesi.
— sjá bls. 4
Lúðvik Jósepsson — bezt að
kaupa kosningagetraunina
Á efri myndinni er Sverrir
Hermannsson á leynimakki með
Regínu Thorarensen á Eskiflrði.
f ' "
Neytendamálin fyrír 17. júní:
Þáerþað
friálst,
úháð
daublað
f' ■ \
Ráðherra
dæmdur
sekur um
valdníðslu
— Sunna færskaða-
bæturúr hendi sam-
gönguráðuneytis
sjábaksíðu
Bíllinn bæði stofa,
svefnherbergi og
— sjá bls. 5
4. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1978 — 127. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI 27022.
MÁLEFNA-
SAMNINGUR
MEIRIHLUTANS
í BORGAR-
STJÖRN:
„Forsetar borgarstjómar eiga auk
þess að stjórna fundum borgarstjórnar
að koma fram fyrir hennar hönd við
opinberar athafnir. Borgarstjóri á að
vera framkvæmdastjóri borgarinnar
en ekki pólitískur leiðtogi.” Svo segir í
málefnasamningi vinstri meirihlutans
í borgarstjórn. Stjómmálamennimir fá
því í sinn hlut jólatrésræður og annað
þess háttar.
DB hefur áður greint frá ýmsu úr
málefnasamningnum. Stofnað verður
SIGURJON FÆR
JÓLATRÉSRÆÐUNA
7 manna framkvæmdaráð yfir borgar-
verkfræðing. Setja á reglur um
úthlutun lóða, sem tryggi borgarbú-
um sem jafnastan rétt. Úttekt verður
gerð á fjárhagsstöðu borgarsjóðs og
stofnana borgarinnar. Innheimtu-
kerfið verður endurskoðað, og utan-
aðkomandi aðilar látnir gera tillögur
um hagræðingu í starfsháttum og
skipulagi í borginni. lnnkaupastofnun
verður efld. Samningurinn er
rammasamningur um fyrirkomulag
samstarfs vinstri flokkanna en fjaliar
ekki um einstakar framkvæmdir.
Magnús L.
Sveinsson studdi
verðbæturnar
Tillaga vinstri meirihlutans um
verðbætur, sem DB hefur áður sagt
frá, var samþykkt með 9 atkvæðum en
6 borgarfulltrúar sjálfstæðismanna
sátu hjá. Magnús L. Sveinsson (S)
greiddi atkvæði með tillögunni en
hafði áður lagt til að greiddar yrðu
verðbætur upp i nokkru hærra mark
en meirihiutinn lagði til og þær greidd-
ar frá I. marz síðastliðnum. Enginn
studdi þá tillögu hans nema hann
sjálfur. Magnús sakaði meirihluta-
flokkana um svik við kosningaloforð
um verðbætijr en studdi síðan tillögu
þeirra. þóit hann teldi hana ganga
alltof skammt.
í umræðum kom fram að hugmynd
um fullar verðbætur á öll laun hefði
ekki komið til tals á fundum fulltrúa
meirihlutaflokkanna.
Guðrún Helgadóttir (AB) sagði þó
að hún hefði viljað greiða fullar
verðbætur en flokksbróðir hennar
Sigurjón Pétursson sagði að sá
milljarður, sem til þess hefði þurft.
hefði einfaldlega ekki verið til.
Þá var kosið i ýmsar nefndir og ráð.
HH.
DB með franv
bjóðendumá
Austurlandi:
„Égelska
ykkur,
bændur”
Kosninga„sirkus” kalla Aust-
firðingar frambjóðendaliðið. sem
lauk 14. og síðasta fundi sinum á
Egilsstöðum i gærkvöldi. Blaða-
maður DB fylgdist með tveim
fundanna á súnnudag.
Margt skemmtilegt hefur gerzt á
fundunum. Litil kisa kom labbandi
injúkum skrefum inn i salinn á ein-
um staðnum, settist við ræðupúlt-
ið, geispaði, stóð upp og mjálmaði
siðan ámáttlega framan í fundar-
menn og hvarf á brott.
í Öræfunum kom það flatt upp
á bændur þar í sveit þegar Helgi
Seljan margákallaði þá og kvaðst
elska þá. Var haft við orð að
bændur þar um slóðir létu ástar-
játningar bíða kvölds að öllu
jöfnu.
Hvað um það — það var rætt
um pólitík og stundum hrökk
margt skemmtilegt út úr ræðu-
mönnum i hita leiksins.
LUKKUNNAR
PAMFÍLAR
Akureyringar — já þeir og allir
Norðlendingar og Austfirðingar eru
lukkunnar pamfilar. Þar skín sólin á
sumrin og hitastigið fer vel yfir 20
gráður, það þykir raunar engin frétt þar
um slóðir. í Reykjavík hefur rignt svo til
linnulaust í þrjú ár er okkur sagt og ekk-
ert hefur breytzt i þeim efnum við nýjan
borgarstjórnarmeirihluta.
Myndin var tekin á Akureyri í gær, —
fólk var bókstaflega að bráðna i hitan-
um.
-DB-mvnd FAX.