Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ 1978.
6
DB fylgist með kosningafundum flokkanna á Austurlandi:
KANNSKISJA NATTURUVERNDAR-
SJÉNÍIN ORMA OG ARFAKLÆR OG
STÖDVA VIRKJUNARFRAMKVÆMDIR
— Feröa„sirkus” á 15 fundum eystra
Málsvari n>s flokks á Römlum grunni, Bjarni Guðnason. Á sviðinu sitja frambjóðendur, en hægra megin á myndinni, fremst,
er fundarstjórinn á F.skifirði, Herdís Hermóðsdóttir.
flokkinn mæta til leiks ákveðinn í að
skera upp herör gegn spillingunni í
landinu. Bað hann menn að skoða bíla
þá sem utan félagsheimilisins stóðu,
ráðherrabíla. Væru þetta gjafabílar,
sem ráðherrar gætu fengið og braskað
með að vild sinni. Og bilarnir væru
sko engin smásmíð. „Eða haldiði að
þeir keyri kannski um á Trabant?”
spurði Bjarni spotzkur mjög og fékk
góðan hlátur. „Og kommisararnir
Sverrir Hermannsson og Tómas Árna-
son fá líka sitt af spillingunni. Svo
koma þessir greifar hingað austur og
segjast ætla að berjast fyrir alþýðu-
fólk,” sagði Bjarni og bætti við að
hann og hans flokksmenn vildu taka
bilana undan Lúðvik og fleiri sér-
réttindamönnum.
Bjarni benti á að það misrétti væri
látið viðgangast i þjóðfélaginu að að-
eins hluti fólks byggi við verðtryggða
lífeyrissjóði, sumir væru í allt að 4 slík-
um og fengju allt að 6—800 þús. krón-
ur á mánuði i laun, þegar starfsdegi
þjóðarinnar að slíta sambandi við vest-
rænar vinaþjóðir.
Þá talaði Sverrir um atvinnumál.
Taldi hann að verðbólgan væri ill-
skárri en það hræðilega vopn sem ná-
grannaþjóðir hefðu gripið til í baráttu
gegn verðbólgu, atvinnuleysinu.
Kvaðst hann mundu verða hatramur
andstæðingur slíkra aðgerða. Kvað
hann ríkisstjórnina hafa skort mjög á
að ná samkomulagi við verkalýðssam-
tökin. í þvi sambandi kvaðst Sverrir
vera þeirrar skoðunar að samningana
við verkalýðssamtökin bæri að halda í
einu og öllu. Þá kvað hann það órétt-
læti hið mesta að visitölubætur færðu
kannski verkamanninum krónu, þegar
prófessorarnir bak við hann á sviðinu
í Félagslundi fengju kannski 4 krónur
og50aura.
Yngsti þingmaður-
inn skal ná kjöri
Jón Kristjánsson af lista Framsókn-
Brekkubónda var vel fagnað á fundinum á Eskifirði. Hér er hann trúlega I hópi stuðningsmanna.
Frambjóðendurnir
renndu upp að Félags-
lundi hver á sínu gljá-
fægða ökutæki. Félagi
Lúðvík á fína, ameríska
ráðherra-Plymouthinum,
Sverrir á stærstu gerð af
jeppa, minni spámenn á
aðeins lakari farartækj-
um. Á hlaðinu eru fagn-
aðarfundir, menn takast í
hendur og kasta á milli
kveðjum. Eitthvað mikið
stendur til.
Reyðfirðingar erú mættir margir
hverjir til að hlýða á boðskap þeirra
ntanna sem bjóðast til að fara með
þeirra mál fyrir hinu háa Alþingi
næstu 4árin.
Austfirðingar eru taldir fastheldnir
mjög. Ferða„sirkusinn” frambjóðend-
anna er talinn af mörgunt sem frétta-
maður hitti að máli, vitavonlaust fyrir-
tæki. Austfirðingum verði ekki snúið.
hvorki til vinstri eða hægri. Og þó.
Málið stendur trúlega um það hvort
framsóknarmenn halda „duglegasta
þingmanni landsins" eins og ég heyrði
Halldór Ásgrimsson kallaðan. — eða
hvort Alþýðubandalagið fær Helga
Seljan sem kjördæmakjörinn þing-
ntann. Austfirðingar standa frammi
fyrir þeirri staðreynd að þeir geta átt
einum fulltrúa færri á næsta þingi.
í nefið, —
nei takk
Þingmenn og fylgdarlið þeirra geng-
ur inn i anddyri Félagslundar, kaupir
kosningagetraun Rauða krossins.
Bjarni Guðna afþakkar með öllu að fá
i nefið en fréttamaður gerist alþýðlegri
og fær sér korn, sem fljótlega framkall-
ar hnerra mikinn.
Lúðvík Jósefsson skoðar getrauna-
seöilinn. Beðinn að geta um heildarúr
slit kosninganna visar hann þeirri bón
fimíega frá sér af alkunnri slægvizku
atvinnustjórnmálamannsins. í forstof-
unni og inni i salnum fjölgar Reyðfirð-
ingum mjög. Þeir eru þegar búnir að
slá fundar„met” Norðfirðinga frá deg-
inurn áður, Þar höfðu þingmenn og
frambjóðendur aðrir talað yfir tóm-
um sal að heita mátti — liðlega 80
manns í bæ þar sem pólitískur áhugi er
mikill. en nokkuð í eina átt.
Á annað hundrað
lausnir á
efnahagsvanda
Hjörleifur Guttormsson, náttúru-
fræðingur á Neskaupstað var fyrsti
maður í pontu og ræddi um hina
miklu sveiflu Alþýðubandalags í síð-
ustu kosningum. Hann ræddi um spillt
valdakerfi. Ræða hans var sannarlega
svört þegar komið var að fjárveiting-
um frá stofnunum i Reykjavík til
byggðaþróunar á Austfjörðum. Þann-
ig hefði fjárveiting til áætlunar um
samgöngumál á Austfjörðum verið
felld niður i heilu lagi í tíð núverandi
ríkisstjórnar. Þar hefði vinstri stjórn
staðið sig betur, sagði Hjörleifur. Og
satt er orðið, ekki eru þeir beysnir veg
irnir á Austfjörðum. Hjó Hjörleifur til
yfirmanna samgöngumála, sem láta
byggja Borgarfjarðarbrýr m.eðan aust-
firzkir vegireru í auðn.
Hjörleifur kvað Alþýðubandalagið
ekki aldeilis standa ráðþrota gagnvart
efnahagsvanda þjóðarinnar.
Flokkurinn lumar á eitthvað tals-
vert á annað hundrað úrræðum, sem
notast má við, þegar þar að kemur;
kom þetta fram í ræðu liffræðingsins.
Hjörleifur ræddi um dáðleysi þing-
manna kjördæmisins í sambandi við
afstöðu rikisvaldsins til Austfjarða-
byggða. Einkum hvað varðaði virkjun
Bessastaðaár. Að virkjunarsvæðinu
hefði verið lagður vegur fyrir ærið fé
en þar við var látið sitja. Stæði vegur-
inn þar sem einhvers konar minnis-
varði um það hvernig hjarta ríkis-
stjórnarinnar núverandi slær. 1 stað
virkjunar fyrir Austfirði hefði verið
farið i enn eina stórvirkjun fyrir íbúa
Suðvesturlands, Hrauneyjarfossvirkj-
un.
Send hefði verið sendinefnd á sendi-
nefnd ofan til Reykjavíkur til að afla
verkinu brautargengis, en engu hefði
tekizt að þoka þar til nú að iðnaðar-
ráðuneytið hefði sent simskeyti með
loforði um 100 milljónir til að Ijúka
hönnun virkjunarinnar.
Ætlar að
hreinsa landið
Andri ísaksson sálfræðingur úr
Reykjavík er efsti maður Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna. Andri
ræddi málin af ró og spekt og reyndi
að eyða þeim fræjum toriryggni, sem
hann taldi að samtryggingarflokkamir
svonefndu hefði sáð í garð samtak-
anna. Áróðri hefði verið haldið uppi af
andstæðingum að samtökin gætu ekki
fengið nema 250 atkvæði i kjördæm-
inu. Væri það ásetningur þeirra sam-
takamanna að ná uppbótarþingmanni
fyrir Austfjarðakjördæmi, síðast hefði
litlu munað að svo yrði.
Rannsóknarblaðamennska Vil-
mundar kom til umræðu hjá Andra og
taldi hann að Vilmundur hefði þar
klúðrað flestu og gerzt ofsóknarblaða-
maður. Þá kvað Andri markmiðið:
vinstri stjórn og herinn burt. Herinn
yrði þá látin hverfa i áföngum þar
til lartdið væri hreint orðið.
„Þetta eru nýir menn, nýr flokkur á
gömlum grunni jafnaðarstefnunnar”,
sagði Bjarni Guðnason efsti maður á
lista Alþýðuflokksins. Kvað hann
lyki. „Er Island villimannaþjóðfélag
eða hvað?” varð Bjarna að orði. Sagði
hann að i þjóðfélaginu væri verk að
vinna og það verk ætluðu jafnaðar-
menn að vinna, sagði Bjarni og bank-
aði fast i borðið svo glös og karöflur
nötruðu. „Ef menn vilja báknið burt,
þá skal Sverrir Hermannsson burt,”
sagði hann.
Nýfrelsuð
herkelling
Og Sverrir Hermannsson gekk
næstur til ræðupúltsins. Notfærði
hann sér fyrst af öllu ágæta eftir-
hermuhæfileika sina. Greip hann á
lofti orð Bjama Guðnasonar um efna-
hagsmálin þess efnis að ekki gæfist
tími lil að ræða þau á þessum stað og
stund. Likti hann Alþýðuflokknum
við nýfrelsaða herkellingu. Sagðist
hann ekki skilja upp né niður i hinum
nýja Alþýðuflokki, altjent væri Vil-
mundur fæddur og uppalinn I Alþýðu-
flokknum. Liklega væri Bjami sjálfur
viðreisnin í flokknum, þetta nýja.
Ræddi Sverrir vinstri stjórnina og verk
hennar sem hann sagði að hefðu leitt
til óðaverðbólgunnar undir lok stjórn-
artíma hennar. I komandi kosningum
stendur valið á milli Sjálfstæðisflokks-
ins eða vinstri stjórnar, sagði Sverrir.
Spurði hann hvort það gæti verið vilji
arflokksins og ritstjóri vikublaðs
flokksins á Egilsstöðum ræddi nokkuð
og afsakaði á sinn hátt stjórnarsam-
starfið við Sjálfstæðisflokkinn. Ásak-
aði hann mótpart flokks síns, Sjálf-
stæðismenn, fyrir undandrátt i land-
helgismálum, þeir hefðu ekki viljað 50
milurnar fyrr en eftir hafréttarráð-
■stefnu. Sagðihannað Reykvikingar og
Reyknesingar rækju áróður gegnum
síðdegisblöðin gegn fjármögnun fram-
kvæmda á landsbyggðinni. Lagði Jón
áherzlu á að Austfirðingar stæðu sam-
an um að yngsti þingmaðurinn, Hall-
dór Ásgrímsson, yrði ekki felldur í
komandi kosningum.
Hvílíkdýrð —
hvílfk dásemd
Helga Seljan fannst í kot vísað
hjá þeim Tómasi og Sverri í Fram-
kvæmdastofnun. Bókstaflega ekkert
hefði sú stofnun gert fyrir Austfirð-
inga. 1 flutningsgjaldamálum hefði
ekkert gerzt. í rafmagnsmálum væri
staðan sú að Austfirðingar greiddu
85% meira fyrir rafmagn en þeir sem
búa á svæði Landsvirkjunar. Þennan
mismun ættu landsmenn allir að bera,
sagði Helgi. Þá væri sorgarsaga oliu-
gjaldsins raunalegri en með orðum
yrði lýst. Sjálfur héldi hann heimili á
Austurlandi og í Reykjavik og þekkti
„Haldiði
að þeir keyri um
á Trabant?"
A-listi B-listi
D-listi
F-listi G-listi
5 listar
i kjori
Bjarni Guðnason
Hallsteinn Friðþjófsson
Guðmundur Sigurðsson
Helgi Hálfdánarson
Stefania Jónsdóttir
EgillGuðlaugsson
Björn Bjömsson
Ingi Einarsson
Bragi Dýrfjörð
Erling Garðar Jónasson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Tómas Árnason
Halldór Ásgrimsson
Jón Kristjánsson
Þorleifur Kristmundsson
Kristján Magnússon
Aðalsteinn Valdimarsson
Sævar Kristinn Jónsson
Magnús Þorsteinsson
Haukurólafsson
Sverrir Hermannsson
Pétur Blöndal
Egill Jónsson
Jóhann D. Jónsson
Tryggvi Gunnarsson *
Ragnhildur Kristjánsdóttir
Stella Steinþórsdóttir
Guðrún Einarsdóttir
Baldur Pálsson
Margrét Gisladóttir
Andri ísaksson
Ágústa Þorkelsdóttir
Guttormur Sigfússon
Elma Guðmundsdóttir
Emil Emilsson
Amþór Magnússon
Sigrún Hermannsdóttir
Hrafnkell Kárason
Sigurður Ananíasson
Ástráður Magnússon
Lúðvik Jósepsson
Helgi F. Seljan
Hjörleifur Guttormsson
Þorbjörg Amórsdóttir
EiríkurSigurðsson
Jón Ámason
Guðjón Bjömsson
Birgir Stefánsson
Inga Dagbjartsdóttir
Þráinn Rósmundsson
/