Dagblaðið - 16.06.1978, Síða 8

Dagblaðið - 16.06.1978, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ 1978. Skrítnar ráðstafanir í símamálum í Mosfellssveit: MILUÓNAHÚSIÐ TIL - TÆKIN VANTAR OG BIÐLISTINN LENGIST — Tækin voru strikuð út af f járlögum þessa árs 1 Mosfellssveit er nú risið glaœilegt hús Pósts og sima, sem að er staðar- prýði. Húsið kostar að sjált'sögöu niillj- ónatugi enda á þar að vera framtiðar- staður pósts og sima i ört vaxandi sveit- arfélagi, sem nú telur 2300 rnanns, bara i Mosfellshreppi. Póststofan mun geta flutt i húsið í ágúst, eftir að seinkun hefur orðið á frágangi. En stór hluti hússins mun standa auður i bili þar sem tækin i nýju símstöðina fást ekki fyrr en á næsta ári. Voru þau strikuð út af fjár- lögum þessa árs. Mega þvi margir lengi hiða eftir simum þar í sveit sem annars- staðar — eða flutningi á sínum gamla sinia. Engar línur verða fáanlegar i sveit- inni fyrren nýja simstöðin kemur. í Árni Konráðsson verkfræðingur hjá Sintanum sagði að í fyrstu hefði verið reynt að miðla málunt þannig að hluti af tækjum stöðvarinnar fengist afgreiddur í októbermánuði nú svo hægt væri að hefja vinnu við uppsetningu og Ijúka snentma á næsta ári. Þessi tillaga fékkst ekki samþykki og tækin i nýju stöðina voru með öllu felld út af fjárlögum þessa árs. Af þessum sökum yrði frestað að Ijúka við simtækjasal nýju stöðvarinnar en pósthluti hússins tekinn í notkun. Bíiaverkstæðis- eigendur Tilboð óskast í: 1. Bremsuskálarennivél frá USA með miklu af fylgihlutum. 2. Sunnen rýmaravél, flestar stærðir af steinarýmurum fylgja. Tilboð merkt: „Vélar 100” sendist DB fyrir 26.6. Orðsending Frá Verkakvennafélaginu Framsókn og Verkamannafélaginu Dagsbrún: Öll vinna á fiskvinnslustöðvum er bönnuð laugardaga og sunnudaga frá 15. júní til 15. september. Verkakvennafélagið Framsókn Verkamannafélagið Dagsbrún Laus staða Staða hjúkrunarfræðings við skólana á Laugarvatni er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6. Reykjavík, fyrir 20. júli nk. Menntamálaráðuneytið, 13. júni 1978 16180 - 28030 Hraunbær: 2ja herb. íbúð á 3. hæð, 65 fm, góð sameigin, mikið útsýni. íbúðin er laus nú þegar. Lokastígur: 3ja herb. íbúð ca. 75 fm á 2. hæð. Verð ca 9 m. íbúðin er laus nú þegar. Otrateigur: 2ja herb. íbúð í kjallara, ca. 50 fm. Verð 5,5 m. íbúðin laus nn þegar. Skerjabraut: 3ja herb. íbúð á 2. hæð, ca. 75 fm. Verð ca. 10.5 m., útb. 7.5—8m. Hjarðarhagi: 4ra herb., 120 fm íbúð á 4. hæð. Verð 15 m. Gott einbýlishús í Hafnarfirði. Okkur vantar sérstaklega gott einbýlishús í Hafnarfirði. Góðir kaupendur. SKÚLATÚN SF. Fasteigna- og skipasala Skúlatúni 6,3. hæð Sðlumenn Esther J önsdöttir og Guðmundur Þórðarson, kvöldsími 35130. Lögfræðingur Róbert Árni Hreiðarsson. Árni kvað nýju stöðina vera pantaða fyrir 1000 númer i upphafi. en núver- andi stöð hefði 600 linur. Stækkunar- möguleikar nýju stöðvarinnar mættu teljast óendanlegir. Stöðvarhúsið væri byggt fyrir 5000 númer, en öll bygging þess miðast við stækkunarmöguleika og fylgir lóð til slikrar stækkunar. Árni sagði að þegar nýja stöðin kæmi væri hún gerð til að tengjast Reykjavíkur- svæðinu beint en ekki með sérsvæðis- númeri eins og núverandi stöð er. Marta Guðmundsdóttir simstöðvar- stjóri að Brúarlandi kvað ástandið dag- versnandi. 88 væru nú á biðlista eftir nýjum síma eða llutningi síma annars staðar frá. Allar línurnar 600 væru i notkun. Hið alvarlega ástand gerði það að verkum að fólk skilaði ekki simum. heldur biði og vildi sjá hver framvindan yrði. Marta kvað aðstöðu sína sem stöðvar- stjóra vera afar erfiða og þá ekki síður fólksins sem biði eftir númerum. Verst væri ástandið I Tangahverfinu, Holta- hverfi og hverfi upp með Reykjavegi. Fannst Mörtu sækja i hið verra er hún heyrði þær upplýsingar sem DB hafði fengið hjá verkfræðingi um komu tækj- anna á næsta ári. Sjálf hafði hún alið þá von i brjósti að uppsetning hluta tækj- anna hæfist á þessu ári. Drepið hefði verið á uppsetningu al- menningsima i þéttustu hverfum sveitar- innar að sögn Mörtu. Pósti og síma hefði ekki litizt á þá hugmynd og stuðzt við notkun almenningssíma I verzl. Þverholti og talið svo dýrt að setja upp simklefa að kostnaðurinn væri frágangs- sök. —ASt. Gallerífyrirferða- menníBorgarnesi Samsýning sjö málara, íslenzkra, Þeir sem á þessari sýningu eiga brezkra og danskra stendur nú yfir I myndir eru Vilhjálmur Einarsson Hótel Borgarnesi og að sögn Ólafs skólastjóri, Unnur Ásta Friðriksdóttir Reynissonar hótelstjóra er hér um að frá Reykjavik. Hanna Jórunn Stur- ræða tilraun til að hafa opið galleri laugsdóttir úr Borgarfirði. Agnar Agn- fyrir ferðamenn. Hafa erlendir ferða- arsson Reykjavik, Tarnus Reykjavik, menn keypt myndir sem á sýningunni brezkur málari Clay að nafni og Dani eruogmargirskoðaðsýninguna. sem Penn heitir. KEA-BLÓM BÆTIST í NORÐLENZKA FLÓRU — bara að það kæfi ekkiöll önnurblóm Sjálfsagt og „sjarmerandi” Það er margt sem við getum þakkað guði almátlugum fyrir þó honum séu nokkuð mislagðar hendur. gamla niann- inum. Nú hefur hann gert okkur KEA-blóm oger þaðaf peningagrasaættinni. þóein- ært sé. Bæði laufblöðin og krónublöðin á blóminu eru tigullaga og minna óneitan- legaá mistilteina. Margir telja blóni þetla illgresi i rækt- uðu landi en mér þykir blóntið fallegt og veit að það á eftir að veita ánægju ef við gætuni þess að halda vexti þess innan sæmilegra takmarka. Gróska blómsins er með ólíkindunt svo að við verðum að gæta þess að það leggi ekki undir sig heilu byggðarlögin. Auðvitað er litið hægt að gera þó að blómið leggi undir sig eina og eina obyggða verzlunarlóð eða festi rætur i sprungunt riðandi fyrirtækja. Við þurfum aðeins að gæta þess að KEA-blómabreiðan verði ekki að óvið- ráðanlegum frumskógi sem kæfi öll önn- ur blóni norðlenzkrar flóru. FAX. Gárungarnir segja að á Akureyri standi KEA á öllu nema kirkjunni. DB-mynd FAX. \ Elisabeth Söderström „átti” troð- fullan salinn I Háskólabiói, eins og hann lagði sig. þegar eftir fyrsta lagið á Ijóðakvöldinu i fyrradag. Það var Seligkeit eftir Schubert. Síðan kom meiri Schubert, og „slúttaði” með Sif ungnum elskulega. Ashkenazy lék á píanóið með þeim undursamlega tján- ingarmætti, sem snillingum einum er gefinn. En þetta var bara byrjunin. Siðan kom Grieg með nokkur al- þekkt lög, þar sem Jeg elsker dig lét hjörtun taka nokkur aukaslög og sál- irnarsvifa. Hlé. Afskaplega var gaman að þrem lög- um eftir Copland, við kvæði Emily Dickinson. Þar var þessi lýriska óperu- stjarna sannarlega i essinu sinu, og sömuleiðis I fróðlegum og fjölmögnuð- um Lisztlögum, sem ég man ekki að hafa heyrt áður. Siðast voru svo fjögur á rússnesku, eftir Rachmaninoff, og ekki var þar neitt lát á töfrunum. Þetta var allt svo sjálfsagt og sjarmerandi. lika aukalögin, að maður var bókstaflega i skýjunum. Og alltaf var Ashkenazy jafn- næmur og vakandi i listinni. og maður sá hilla undir fjórðu Mahlers eða eitt- hvað svoleiðis. næst þegar hann tekur í hjá sinfóniunni. Hvernig væri annars að reyna að fá þennan mikla lista- mann til að stjórna einhverju slíku stórvirki? Svona i framhjáleiðinnl langar mig til að koma á framfæri smáleiðréttingu á texta. Það misritaðist hjá mér i fyrra- dag i klausu um tónleika Manuelu Wiesler, setningarbrot sem átti að vera svona: ... og Xanties eftir Atla Heinii, sem er eitthvert fallegasta „musikteater" sem ég hef séð og heyrt um langa hríð. Með vinsentd og virðingu, LÞ. LISTAHÁTÍÐ H - 1978 Tónlist

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.