Dagblaðið - 16.06.1978, Page 14
' DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ 1978.
14
r
Ríkisstjórnin jók launamismuninn
Launajöfnunarstefna hefur mikið
verið á dagskrá á opinberum vettvangi
að undanförnu. Meðal annars hafa
forsvarsmenn ríkisstjórnarflpkkanna
haldið því fram, að tilraunir ríkis-
stjórnar til að minnka launamun hafi
alltaf mistekist og kenna þar um for-
ráðamönnum verkalýðsfélaganna. Þar
sem áróður þessi skýtur mjög skökku
við þá reynslu. sem ég hef af þessum
málum, þá vil ég i stuttu máli rifja upp
afskipti rikisstjórnarinnar og þar með
Framsóknarflokksins af kjaramálum
opinberra starfsmanna. Tilefnið eru
skrif Guðmundar Þórarinssonar i
Dagblaðinu 7. júni sl. og yfirlýsingar
forsætisráðherra og dómsmála-
raðherra urtí þann kjark, sem þarf til
að rifta samningum.
Kröfur BSRB um
minni launamismun
Fyrir siðustu kjarasamninga var
launamisntunur efsta og neðsta launa-
flokks í launastiga opinberra starfs-
manna. 2.8. Þannig voru hæstu launin
tæplega þreföld ntiðað við santa þrep í
lægsia. í kröfugerð BSRB i fyrra var
gerð tlllaga um að þessi launamis-
munur ntinnkaði gifurlega og færðist
niður I það að verða rúntlega tvöfaldur
eða nánar tiltekið 2.1. Kröfurnar
ntiðuðu að þvi. að efstu launin
hækkuðu tiltölulega litið en veruleg
kjarabót yrði'i neðstu launaflokkun-
unt.
......
í gagntilboði, sent lagt var fram af
ríkisstjórninni og væntanlega sýndi
stefnu beggja stjórnarflokkanna, var
nánast enginn ágreiningur unt launin I
efstu launaflokkunum, en hins vegar
algjörlega hafnað þeirri hækkun. sem
farið var frant á fyrir neðstu flokkana.
Launamunur
hjá SÍS
Samanburður sá. sem framkvæmd-
ur var á árinu 1977 af Hagstofu
íslands á launakjörum opinberra
starfsmanna annars vegar og
raunvcrulegum launagreiðslum til
skrifstofu- og verslunarfólks i þjónustu
atvinnurekenda hins vegar. sýndi að i
neðstu launaflokkum voru yfirborg-
anir fremur litlar, eða um 10%, en
þegar ofar dró. jukust þær gifurlega og
í cfsta launaflokki skv. samningi VR
voru yfirborganir orðnar um 45%.
Þar fyrir ofan komu siðan persónu-
samningar við einstaklinga og reyndist
kaup þar vera 25% hærra en i hæsta
launaflokki VR að viðbættum yfir-
borgunum. Þessár upplýsingar sýndu.
að launamunur þarna var i raun meira
en þrefaldur. Það eru þannig
vinnuveitendur. sem af sjálfsdáðum
auka launamismun hér á landi, en ekki
vcrkalýðsfélögin.
Þessi könnun Hagstofunnar sýnir
að vísu ekki sérstaklega þá þróun. sem
ríkti hjá Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga og kaupfélögunum.
Ótrúlegt er þó að þessir aðilar skeri sig
verulega úr í þessum efnum, því að
það voru ekki sýnileg mikil frávik frá
meðaltalsniðurstöðum I þessari
könnun. Væri fróðlegt, ef þessi
ályktun min stæðist ekki gagnvart
samvinnumönnum, að forráðamenn
Framsóknarflokksins beittu sér fyrir
þvi. að lögð yrðu fram gögn, sem
sýndu að þar ríkti i alvöru önnur
launastefna en þessi könnun Hagstof-
unnar bar vott um.
Ríkið eykur
launamun
í cndanlegum samningum varð
BSRB að lúta þvi að ná ekki neðstu
launaflokkum hærra upp en svo. að
mesti launamismunur varð 2,7 eftir
samningana. eða aðeins minni en
áður. Þó fékkst það fram fyrir
harðfylgi samtakanna. að i neðstu
launaflokkum skyldu engir
staðnæmast, heldur ættu allir
möguleika á að færast upp í 5. launafl.
á tiltölulega stuttum tíma. Eftir
samninga hefur orðið sú raunin á, að
rikisstjórnin hefur reynt að draga úr
þessum flýtistilfærslum og hindra þær
á allan máta. svo að BSRB mun þurfa
að leita til dómstóla til að vernda rétt
þeirra lægstlaunuðu.
En jafnframt hafði svo rikisstjórnin
forgöngu um það, að launastiga þeim,
sem gilda átti fyrir Bandalag háskóla-
manna, var breytt á þá lund. að efstu
launaflokkarnir fengu sérstaka
hækkun og urðu i des. sl. allt að 25
Kjallarinn
Haraldur
Steinþórsson
þús. kr. hærri en samkvæmt launa-
stiga BSRB.
Þannig varð launamunur hjá BHM
heldur meiri eftir þessa ákvörðun en
áður hafði gilt (2,96 i stað 2,82).
Það má að vísu segja. að formlega
hafi þetta ekki verið ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar sjálfrar, heldur var
verkfæri hennar, Kjaradómur,
notaður í þessu skyni. Þar lögðu þó til
atkvæði sitt bæði sérstakur fulltrúi
fjármálaráðherra. svo og efnahags-
ráðunautur rikisstjórnarinnar.
Þessi tvö dæmi sanna það. að stefna
rikisstjórnarinnar i launamálum hefur
síður en svo verið launajöfnun. heldur
hið gagnstæða.
Kjaraskerðing
hjá öllum
Kjaraskerðingarlögin frá þvi i
febrúar gerðu ráð fyrir því að helming
vísitölubóta yrði rænt af öllum laun-
þegum. Að visu voru sett reglugerðar-
ákyæði um smávegis verðbótar-
viðauka, sem áttu að lina öditið kjara-
skerðinguna fyrir þá lægstlaunuðu, en
skerðingin hjá þeim var alls ekki af-
numin. Þannig fékk starfsmaður. sem
hafði 130.000 kr. tekjur i mars sl. um
2.900 kr. í verðbólaauka, en óbætt
kjaraskerðing hans var um 4.100 kr.
Sá sem hafði 150.000 kr. tekjur fékk
um 1.800 kr. verðbótaauka. en kjara-
skerðing hans var tæplega 6.000 kr.
Vegna baráttu stéttarfélaganna.
bæði 1. og 2. mars og siðan aðgerða
Verkamannasambandsins o. fl. lét
hins vegar ríkisstjórnin undan al-
Yfirstéttin í verkalýðsforystunni
Ég hef sjaldan orðið eins undrandi
og þegar ég hlustaði á stjórnmála-
umræður frá Alþingi rétt fyrir
þinglok. á þvi hversu ræður
alþýðubandalagsmanna voru
litilfjörlegar. Það mætti segja að þeir
slægju met I málefnaleysi og óáheyri-
legri ræðumennsku. Ef til vill er það
heppilegast fyrir þá að tala sem minnst
um þær framtiðarstjórnir sem troðið
verður upp á þjóðina, ef þeir ná valda-
aðstöðu I næstu kosningum. Vinstri
stjórnin síðasta hrifsaði alla sjóði, sem
áttu að jafna verðsveiflur og vera
tiltækir ef óvænt óhöpp yrðu I at-
vinnurekstrinum.
Nú hafa þeir minnzt á að stofna
sams konar sjóði en benda ekki á neina
fjáröflun til þess. Enda vita þeir vel að
það er næstum óhugsandi nú þegar
uppfóstur þeirra, verðbólgan, er á
góðri leið að koma þjóðinni á efnaleg-
an klaka. Það er fullvíst að nú er litið
hey á rikisjötunni fyrir vinstristjórn að
moða úr og þess vegna ekki um „feitt
aðsleikja” þar.
Hin raunveru-
lega stefna
Verkfallsforustu Alþýðubanda-
lagsins kemur ekki til hugar að stöðva
þær dreggjalindir sem stöðugt spúa
eitri, bæði i líkama og sál þjóðarinnar
og gera fjölmarga að hinum
aumkunarverðustu aumingjum. En
umsvifalaust skal kanna útflutning
sem er lifsnauðsyn þjóðarinnar.
Allan einka- og félagsrekstur skal
stöðva og helzt ganga af honum
dauðum, svo að hinn þrihöfða
rikisþurs nái algerum yfirráðum yfir
öllum atvinnurekstri þjóðarinnar.
Allar húseignir og jarðir skulu vera
eign rikisins. Allir vera leigjendur
opinbera báknsins. Hneppa skal
þjóðina í helfjötra ófrelsis á öllum
sviðum. Ferða-, trú-, funda-, mál- og.
samningafrelsi um kaup og kjör skal
afnema. Hver sá er vogar sér að gagn-
rýna sósialyfirstéttina verður tafar-
laust dæmdur í þrælabúðir eða heila-
þveginn á vitfirringahæli, oft svo full-
komlega að hann játar á sjálfan sig
fjölmargar upplognar sakir. Þetta er
þegar orðin staðreynd i öllum löndum
þar sem kommúnistar ráða.
Aðferðirnar sem þessir einræðis- og of-
beldispostular nota I yfirráðabaráttu
sinni ættu allir að þekkja (mannrán.
manndráp. sem helzt bitna á bömum
og gamalmennum). Verkfallsvopnið er
lika óspart notað til að ná þessu
„fagra” takmarki.
Þingskörungum
þakkað
Ég þakka Gylfa Þ. Gislasyni fyrir
hans ágætu ræðu I fyrrnefndum út-
varpsumræðum. Hún var full af
rökstuddum sannleika og ekki deilt á
neinn mann eða flokk. Ég get líka um
tvær aðrar sannkallaðar þingkempur,
sem nú hverfa af Alþingi. Þeir eru
Ingólfur Jónsson og Magnús Kjartans-
son. Ég ber ugg i brjósti að hinir ungu
menn sem taka við reynist ekki
„föðurbetrungar”. Vonandi er sá
grunur ástæðulaus. Þessir tveir hinir
siðastnefndu hafa séð hina miklu
nauðsyn þess að þjóðin taki í notkun
ónotaðar orkulindir sínar, þótt þeir
hafi ekki i öllu verið sammála um
stefnuna.
Við erum einhver auðugasta þjóð i
heimi af ótæmandi orku sem streymir
viðstöðulaust ónotuð I sjó fram eða út
i loftið. Þegar orkulindir eru þrotnar
höfum við öll skilyrði til að verða með
ríkustu þjóðum í heimi ef þjóðin og
forustumenn hennar vakna af hinum
aldagamla þyrnirósarsvefni í
orkumálum. Þessi miklu orkuauðæfi
okkar eyðast ekki. þau menga ekki út
frá sér og þau er ekki hægt að
rányrkja. Við erum á góðri leið með
að- eyðileggja auðæfi okkar heims-
frægu fiskimiða, allt frá hval og ofan í
skel. Landið er mest allt ofbeitt, og
virðist ætla að verða næsta torvelt að
stöðva þennan íslenzka dauðadans.
Verkefni
næsta Alþingis
Þau eru áreiðanlega mörg og
mikilvæg verkefni sem bíða þeirra
þingmanna sem nú verða kosnir.
Stöðva þarf þá rányrkju-óheillaþróun
sem áður er lýst og kveða verðbólguna
niður.
Gjaldeyri okkar þarf að gera
svipaðan að verðgildi og hjá
viðskiptaþjóðunum. Ég skora á þá
Kjallarinn
IngjaldurTómasson
stjórn, sem tekur við að kosningum
loknum, að láta „pennastrikið” hans
Ólafs Thors taka gildi, ekki að
nokkrum árum liðnum (þvi að þá
verða peningajriir okkar einskis virði),
heldur. segjurh með tveggja til þriggja
mánaða fyrirvara. Vel menntað starfs-
lið rikis og banka ætti að vera fullfært
um að undirbúa gildistökuna á þeim
tíma. Aðalatriðið er, bráðabirgðalög á
einni nóttu. og og við vöknum upp við
það, að alvörugjaldeyrir hefur verið
lögféstur. Breyta þarf hinu danska
krónunafni í mörk eða dali eins og til-
lögur hafa komið um frá gjaldeyris-
yfirvöldum. Við ættum að hafa fengið
nóg af aldalangri kúgun danskra
kónga og við eigum að afnema allt
sem á það minnir. Lifsnauðsyn er að
stöðva sem fyrst mengun moldar, lofts
og lagar.
Það er einn stjórnarandstöðu-
flokkur, sem ég tel til alls góðs likleg-
an. Tvö efstu sætin á lista SFV eru að
minu áliti mjög vel skipuð. Magnús
Torfi Ólafsson er áreiðanlega
sanngjarn stórvitur maður. þótt ekki
sé ég honum sammála i öllum málum,
til dæmis islenzkri stafsetningu. Aðal
heiður Bjamfreðsdóttir er þegar
þjóðkunn fyrir óvenjusköruleg störf i
kvenréttindamálum og öðrum jafn-
réttismálum. Hún hefur skrifazt út
með ágætum úr háskóla lifsins og
þekkir af eigin raun mjög vel kjör
þeirra, sem höllum fæti standa i lifs-
baráttunni. Það er einmitt þess konar
fólk sem mér finnst vanta á kosninga-
listana, einkum i þéttbýli,
Lærum af
síðustu kosningum
Allir ættu að sjá að kommúnistum
hefir einu sinni enn tekizt að blekkja
stóran hóp kjósenda, sem ekki tilheyrir
þeim, ýmist til að kjósa sig eða stuðla
Sáttasemjarar og verkalýðsforingjar i síðustu kjarasamningum.
að sigri með því að skila auðu eða sitja
heima. Jafnvel sjálfstæðismenn hafa
látið plata sig á ýmsa „draugalista”
kommúnista. Alls staðar sama sagan,
austræn undirhyggja og fals gangsett
ef þurfa þykir.
Það má segja að alls staðar blasi við
hinn mikli mismunur i kjörum hins
almenna verkamanns, sem sækir
þjóðinni auð í skaut náttúrunnar og
yfirstéttarinnar og þrýstihópa
Alþýðusambandsins eða opinberra
starfsmanna. 1 öllum síðustu kjara-
samningum hafa þessiryfirstéttarhópar
fengið margfalt betri útkomu en hinn
almenni verkamaður. Þetta vita allir
en samt láta láglaunamenn stöðugt
plata sig til að styðja þá menn sem
stjórna þessari óheillaþróun, jafnt í
verkalýðssamtökum sem á hinu
pólitiska sviði.
Á timum fyrri vinstristjórnar
(nýsköpunarstjórnar) heimsótti mig
einn ágætur kommúnisti, góðkunningi
minn. Ég lét i ljós óánægju mina með
hve illa gengi að rétta hlut hins al-
menna verkamanns í kaupgjalds-
málum. Svar hans var eitthvað á þessa
leið: „Hvernig getur þér dottið i hug
að almennur verkamaður „sem ekkert
kann" geti fengið eitthvert feikna
kaup?”
Ég starfaði lengi við Sogsvirkjun.
Þar var rekið mötuneyti fyrir alla
starfsmenn. Allir fagmenn, sem hæst
höfðu kaupið, fengu ókeypis fæði en
hinir lægri launuðu urðu að borga sitt ■
fæði að fullu. Það hefði þótt saga til
næsta bæjar ef slikt óréttlæti hefði átt
sérstaðá islenzkum bóndabæ. En með
ólikindum var að allir verkamcnnirnir,
að mér einum undanskildum, virtust
hæstánægðir með þetta misrétti. Einn
frambjóðandi gerði mikið úr lélegum
vinnubrögðum verkamanna við Hita-
veituna. Enginn minntist á öll fjár-
hvörfin og vinnusvikin hjá hinni
opinberu hálaunastétt. Nei, ætið er
ráðizt á láglaunastéttina, ef
ráðamönnum dettur i hug að spara.
Spurning dagsins er: Hversu lengi ætla
Iáglaunamenn að kyssa á vönd yfir-
stéttarinnar í verkalýðsforustunni?
Ingjaldur Tómasson
verkamaður. .