Dagblaðið - 16.06.1978, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978.
J23
>réttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
renn
stigi
lli enValsmenn
ta
og tvivegis var hann naerri að skora. Þá
átti Grimur Sæmundsson góðan leik og i
framlinunni voru þeir Guðntundur
Þorbjörnsson og Jón Einarsson sprækir
en minna kom út ur leik þeirra en efni
stóðu til. Hjá Þrótti báru þeir Sverrir
Brynjólfsson og Jóhann Hreiðarsson af
— en liðið er annars skipað jöfnum.
skemmtilegum leikmönnum, sem oftast
reyna að leika saman. Láta knöttinn
vinna.
Dómari var Arnþór Óskarsson og
voru Valsmenn engan veginn ánægðir
með hans hlut i leiknum, og höfðu
lástæðu til.
' •hsím.
ferð í 1.
i helgina
Einn leikur verður á mánudag. Þá
leika Breiðablik og Valur í Kópavogi og
hefst leikurinn kl. 20.00. Valur ætti að
vera öruggur um sigur en rétt er þá að
hafa i huga að i fyrra sigruðu Blikarnir
Valsmenn i Kópavogi.
Þrir leikir verða i 2. deild i kvöld,
föstudag. Á Húsavik leika Völsungurog
Haukar — Austri og KR leika á Eski-
ífirði og Þór-Ármann á Akureyri. Allir
jleikirnir hefjast kl. 20.00. Einn leikur
verður i kvöld i 1. deild kvenna. FH-ÍBK
leika i Káplakrika.
Á sunnudag verða tveir leikir í 2.
deild. Reynir-ísafjörður leika á Sand-
gerðisvelli kl. 14.00 — en Fylkir og
Þróttur. Neskaupstað, á Laugardalsvelli
kl. 16.00. Þá verða fjölmargir leikir i 3.
deild á sunnudag — og tveir á mánudag.
Knotturinn fer framhjá marki Þróttar eins og svo oft áður og síðar í leik Vals og Þróttar i gærkvöid. DB-mynd Bjarnleifur.
Magnús Torfason dró
tennumar úr FH-ingum!
Magnús Torfason, lengst til hægri, skorar glæsilega fyrir Keflvíkinga í gær. DB
mynd emm.
YK>' *
^V/Ð HES^
— Þegar Keflvíkingar sigruðu FH 3-0
íúrvalsdeildinni
Knattspyrnumót úrvalsdeildarinnar
hófst í Keflavík í gærkveldi með leik milli
ÍBK og FH. Er þarna um keppni 30 ára
og eldri að ræða, með undanþágum, ef
þannig vili til. Leiknum lauk með sigri
ÍBK, 3—0 eftir marklausan fyrri hálf-
leik.
Það var Magnús Torfason tannlæknir
sem dró úr FH-ingum alla sigurvon með
tveimur fyrstu mörkunum. Seinna
markið var sérstaklega glæsilegt. skorað
frá hliðarlinu — i marksúluna og inn.
Áður hafði Magnús misnotað vita
spyrnu. Ómar Karlsson varði hana með
miklurn glæsibrag eins og svo oft i
leiknum og minnti óneitanlega oft á
Gordon Banks. Jón Ólal'ur Jónsson
skoraði þriðja markið, — komst á frian
sjó og afgreiddi knöttinn i netið.
Logn var en blautur og háll gras
völlur. Samt var mesta furða iivað
mcnn gátu fótað sig þrátt fyrir mikinn
meðalþunga. Erfitt var stundum að
komast i gegnum varnirnar. sérstaklega
FH inga þar scm mittismálið lokaði ol't
sundunum sem IBK sóknarmenr
ætluðu að komast i gegn.
emm
SKÓRFYRIR
SPORTMANNINN!
Herraskór úr Ijósu leðri
með gúmmísólum.
Verðkr. 11.950.-
Póstsendum um allt land.
Laugavegi 69 simi168SV)
Midbæjarmarkaði — simi 19494.
Sama hlutfall
ogáHM 1974
í fyrstu 28 leikjunum i heimsmeistara-
keppninni i Argentínu hefur verið skorað
71 mark. Það er að meðaltali 2,5 á leik,
sem er nákvæmlega sama hlutfall og var í
öllum 38 leikjunum á HM i Vestur-Þýzka
landi 1974.
Hollendingar hafa skorað mest nú eða
10 mörk I fjórum lcikjum. Fjögur af
þessum mörkum hefur Rob Rensenbrink
skorað úr vitaspyrnum en hann er nú
markahæstur á HM ásamt Teofilo
Cubillas. Perú. Báðir hafa skorað fimm
mörk.
Fæst mörk hafa Austurriki og Pólland
skorað þeirra liða, sem komust áfram.
Bæði með fimrn mörk úr fjórum leikjum.
Heimsmeistarar Vestur-Þýzkalands hafa
skorað sex niörk — öll i einum leik gegn
Mexikó en i þremur leikjum hafa þeir ekki
skorað.
Mesta markaskorun i HM var i Sviþjóð
1958. Þá voru skoruð 140 mörk og Frakk-
inn Just Fontaine setti þá markantet, sent
enn stendur. Skoraði 13 ntörk. Á HM
1974 voru skoruð 97.
Þrcyttur Eyjapeyi aó loknu íslandsmeti.
DB-mynd Ragnar Sigurjónsson.
íslandsmet
og ein milljón!
— þegar Eyjapeyjar
spiluðu maraþonknatt-
spyrnu í 24 klukkustundir
og 15 mínútur
Eyjapeyjarnir átta settu lslandsmet í
maraþonknattspyrnu á miðvikudag —
kepptu samfleytt i 24 klukkustundir og 15
mínútur. Þeim tókst því ekki aö hnekkja
heimsmcti kóreönsku hermannanna, sem
var liðlega 81 klukkustund, enda vart við
þvi að búast.
Þeint félögum tókst þó það er þeir
ætluðu sér — að safna myndarlega í ferða-
sjóð 2. flokks Þórs, sem i sumar heldur
utan til Danmcrkur og keppir þar. Um
milljón krónur koniu i sjóðinn.
Það voru þreyttir og sárir strákar er
gengu af velli á miðvikudag. örðnir aumir
i l'ótum en hressir voru þeir. Það var mikið
fjör i hinu glæsilega iþróttahúsi og tiltækið
vakti verðskuldaða athygli og var
straumur fólks til að fylgjast með görpun-
unt. Úrslit — voru 325—306 en skipti
rnáli hvor vann? ,