Dagblaðið - 26.06.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 26.06.1978, Blaðsíða 13
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1978. Guðbjartur Pálsson og Einar Agústsson áttu einkaviðskipti saman Um banka, afætur og efnahagslíf undirheimanna áfram. Hvort Véladeild SlS óskað þess eða eitthvert annað samvinnufyrir- tæki Framsóknar gerði það, veit ég ekki. Þrátt fyrir bullandi skuldir hafði Guðbjartur allar götur siðan yfirdrátt- arheimild í bankanum, þar gat hann selt vixla nær takmarkalaust og af honum voru keypt skuldabréf í stórum stíl. öll nema þessi viðskipti nokkrum milljörðum króna á núverandi verðgildi. Til samanburðar má geta þess, að skuld Reykjavikurborgar, sem er allnokkurt fyrirtæki, við Lands- bankann, nemur nú um 500 milljón- um króna og þykir mörgum nóg um. Þessu til staðfestingar birti ég mei þessari grein bréf, undirritað a. einstaklingnum Einari Ágústssyni, sem hljóðar þannig: „Rv. 3/6 1970 — Guðbjartur Páls- son, Bragagötu 38 A, hefur í dag afhent mér eftirfarandi: 1) Skuldabréf útg. 30/7 ’69 að upphæð kr. 300.000. — v. Svans Halldórsson- ar. 2) Skuldabréf útg. 15/5 1970 að upphæð kr. 200.000.- útg. Garðar Sigm.son. Móttekið: Einar Ágústsson.” Um árabil þótti kunnugum og ókunnugum fjármálavafstur Guðbjarts heitins Pálssonar, „leigubif- reiðarstjóra” og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra, í hæsta máta undar- legt. Umsvif hans bentu til, að þarna væri á ferðinni stórfyrirtæki, stórveldi í íslenzkum fjármálaheimi. Sérstaklega þótti mönnum athyglisvert og jafn- framt furðulegt hversu greiðan aðgang hann átti að bankastofnunum. Mönnum var almennt óskiljanleg sér- leg fyrirgreiðsla, sem hann naut í bönkum. lagi Samvinnusparisjóðinn og síðar Samvinnubankann. Þar virðist hann hafa getað gengið inn og út eftir hentugleikum svo sem honum þóknaðist. Opinberlega hefur bankaráð Samvinnubankans skýrt frá þvi, að skýringin á þeirri fyrirgreiðslu, sem Guðbjartur Pálsson fékk I bankanum, hafi stafað af ósk frá Véladeild Sam- bandsins um fyrirgreiðslu vegna bif- reiðakaupa. ' Þetta var á árunum 1962-1965. Siðar fór Guðbjartur á kúpuna vegna þessara bilakaupa og bilaleigu sem hann rak. En lánafyrirgreiðslan i Samvinnubankanum hélt hins vegar „Engin tengsl" sagði Einar Ýmsar skýringar hafa verið á lofti um ástæðu þessara viðskipta Sam- vinnubankans og einstaklings, sem ekki stóð i neins konar rekstri, manns sem ekki bar skatta um margra ára skeið og fékk raunar greitt með sér frá yfirvöldum eitt árið. Æ ofan i æ hefur því verið haldið fram, að ástæða þess, að Guðbjartur átti jafngreiðan aðgang að Sam- vinnubankanum og raun ber vitni, hafi verið sú að einhvers konar tengsl hafi verið á milli hans og Einars Ágústssonar utanríkisráðherra, sem þá var bankastjóri Samvinnubankans. Þessi kenning borin undir Einar Ágústsson í viðtali, sem birtist í Þjóðviljanum 25. september 1976. >ar lýsti utanrikisráðherra yfir því, að á milli hans.og Guðbjarts væru engin persónuleg tengsl. Spurningunni svaraði Einar þannig: „Ég vil i fyrsta lagi segja, að milli okkar Guðbjarts Pálssonar eru engin tengsl.hvorki fjármálaleg, né annars eðlis. Hitt er satt, að þegar ég var bankastjóri i Samvinnubankanum hafði hann þar nokkur (sic.) viðskipti.” Um það hvort milljarðaviðskipti séu réttnefnd „nokkur viðskipti” skal ósagt látið. Hitt er verra, að með þessari yfir- lýsingu i „hreinsunarviðtalinu” svonefnda skýrir Einar Ágústsson utanrikisráðherra rangt frá. Hann ver með ósannindi. Einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar gerir sjálfan sig að ósannindamanni með þessum orðum. Persónuleg kvittun Einar Ágústsson utanríkisráðherra veitti með öðrum orðum viðtöku skuldabréfum, sem á núgildi fallandi krónu nema 4.500.000.— fjórum og hálfri milljón króna. Móttökukvittunin er ekki móttöku- kvittun bankastjórans Einars Ágústs- sonar. Ofangreind kvittun er persónu- leg kvittun frá Einari Ágústssyni til Guðbjarts Pálssonar. Kvittunin er rituð á persónulegt bréfsefni Einars Ágústssonar. Hún er ekki rituð á bréfsefni Samvinnubank- ans og hvergi kemur fram, að Einar Ágústsson hafi veitt þessum skulda- bréfum viðtöku sem bankastjóri. Guð- bjartur Pálsson hefur afhent mér, segir í bréfinu. Auk þess má benda á, að í fyrr- nefndu viðtali við Þjóðviljann kveðst Einar hafa allt frá árinu 1963 verið í „svona minniháttar” störfum í Sam- vinnubankanum. Þá má benda á, að bankastjórar al- mennt veita ekki viðtökukvittanir á borð við þá, sem hér hefur verið birt. Kaup á skuldabréfum heyra til starfi verðbréfadeilda bankanna. Með þeim upplýsingum, sem hér hafa verið lagðar fram, hafa grun- semdir manna um óútskýrð tengsl Guðbjarts Pálssonar og Einars Ágústssonar verið staðfest. Spurningin, sem eftir stendur, er þessi: Hvernig stendur á því, að einn af æðstu embættismönnum þjóðarinn- ar á i viðskiptum við mann, sem orð- aður hefur verið við meint fjármála- misferli, sem sennilega á sér ekki lika í Hér var um að ræða svo margar bankastofnanir, en þó einkum og sér í ENDURVINNSLA Hvað er nú það? Endurvinnsla er notkun aftur og aftur á hráefni. Til dæmis eru bifreiðar bræddar niður og járnið notað til smíða á nýjum árgerð- um. Þetta er ekki vinsælt umræðuefni i neyzluþjóðfélagi þegar uppgangstím- ar eru, þá er öllu fleygt og kallað „ein- notavörur. En í dag gengur ekki vel hjá Vestur- löndunum. Af hverju er atvinnuleysi? Af hverju er allt að koðna niður með kreppueinkennum? Vegna þess að mikið af orku Vest- urlandanna hefur farið i að brauðfæða Austantjaldslöndin á meðan þau hafa eytt allri umframorku í uppbyggingu hergagnaiðnaðar. Við erum að átta okkur og endurvinnsla er nú í algleym- ingi. Málmar hverfa þessa dagana af markaðinum í stórum stil, verðhækk- anir, óöryggi o.fl. Vesturlönd eru að taka við sér. Ný- lendustríð eru að hefjast á ný i Afríku og víðar eru menn að hópast saman fyrir stóra stríðið. Vopnaframleiðsla hefur aldrei verið hlutfallslega meiri þáttur í mannára- notkun i sögu mannkyns en hún er í dag. Flestallar rannsóknir á tæknisvið- inu miða að fullkomnun hernaðar- tækja. Úrgangsmálmar eru bræddir niður á ný, pappir endurunninn. Stefnt er að þvi að nota alla hluti aftur og aftur og heitir þessi starfsemi re- cycling á ensku. Það harðnar í heimin- um, en við lslendingar hendum ennþá og eyðum eins og engin önnur lönd væru í heiminum en við. Það sem við hendum er 99% innflutt efni, efni sem búið er að greiða dýr flutningsgjöld af yfir hafið, söluskatt, dreifingarkostnað og svo framvegis. Umbúðir aðallega og dagblöð, matvara o.fl. Við Reykvíkingar erum að fylla upp Gufunesið af drasli og hver byggð hefur sitt Gufunes, rottugang og við- bjóðslega lykt. Við verðum að hefjast handa i þess- um efnum og fylgjast nánar með því sem er að gerast í þessu úti í heimi. Ef tekst að endurnota 10% af þvi sem við annars myndum fleygja, þá Kjallarinn Fríðrik Á.Brekkan þýðir það I raun 10% kauphækkun. Með auknum sparnaði og ráðvendni má auka þetta hlutfall enn. Kjallarinn Halldór Halldórsson samanlagðri Islandssögunni? Hvað ligguraðbaki? Er skýringin í máisskjölum? Sjálfur á ég ekki svör við þessum spurningum og ég vil ekki hafa uppi neinar getsakir um ástæður þessara viðskipta. Hins vegar er ég sann- færður um, að skýringuna megi að einhverju leyti finna i skjölum Guð- bjartsmálsins svokallaða, sem nú hefur legið ohreyft hjá embætti rikis- saksóknara i nærfellt eitt og hálft ár. Þetta kann jafnframt að vera ástæða þess, að málið hefur verið „saltað” í dómskerfinu. Málið snýst nefnilega ekki einungis um fjármálaumsvif Guðbjarts Páls- sonar, heldur tuga annarra manna. Málið er „viðkvæmt” og það er stór- pólitískt. Það er þvi ekki nema eðlilegt, að sá grunur læðist að manni, að dómsmála- yfirvöld séu að þagga niður mál af pólitískum ástæðum. Þvi vil ég helzt ekki trúa. „Ofsóknir" og upplýsingar Mér er Ijóst. að ýmsir verða fljótir til að túlka þessi skrif sem pólitískar of- sóknir. Þeir um það. Raunar vil ég geta þess, að ofangreindar upplýsingar hafði ég undir höndum fyrir kosning- ar. Ég komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að meðan á.kosningabar- áttu stendur á íslandi má ekki segja satt. Sérstaklega hafði ég í huga menn eins og Guðmund G. Þórarinsson, sem æ ofan í æ hafa úthúðað starfi manna, sem hafa leyft sér að gagnrýna stjórnmálamenn og yfirvöld á grund- velli staðreynda og upplýsinga. í hans huga er gagtirýni ofsókn. Almenningi er hins vegar fyllilega treystandi aðdæma sjálfur. Hann þarf ekki á „leiðsögn” manna eins og Guð- mundar G. Þórarinssonar eða slíkra að halda. Tekið skal fram, að ég er ekki að bendla Guðmund við Guðbjartsmálið eða Samvinnubankamálið, eins og mætti allt eins nefna það. Ég hef um nokkurt skeið unnið að eigin athugunum á Guðbjartsmálinu svonefnda. Þessi grein er formáli að niðurstöðum mínum, sem munu birt- ast hér i Dagblaðinu á næstunni. Þetta er aðeins forsmekkurinn. Halldór Halldórsson. Stöndum nú einu sinni saman og gerum eitthvað af stefnumarkandi viti. I augnablikinu höfum við ársfor- skot á atvinnuleysið miðað við aðrar þjóðir. Margt fleira er i vændum, en þeir sem sækja Bilderberg fundi eru bundnir þagnareiði og þeir sem ekki kunna að lesa á milli línanna eða kæra sig ekki um það, þeir fá aldrei að vita neitt fyrr en breytingin stendur fyrir framan þá, svart á hvitu. Málið í dag er að eignast sem dýrast og bezt af öllu. Samnefnarinn kann að verða innihaldsleysi og þreyta. Málið á morgun verður að komasi út úr sjálf- skaparvítinu. Vonandi hefur einhver nennt að lesa þessa hugvekju þóttekki fjalli hún um X- og kosningar, X hitt og þetta. Greinin fjallar aðeins um einn flokk, skynsemisflokkinn. Hvenær kjósa menn hann? Friðrik Ásmundsson-Brekkan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.