Dagblaðið - 26.06.1978, Blaðsíða 20
24
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1978.
G
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Vítaspyma afgerandi er
ÍA sigraði landsliðið
— skemmtilegur leikur á Akranesi á laugardag en talsverð forföll voru hjá báðum liðum
i
Frá Kristni Péturssyni, Akranesi.
íslandsmeistarar Akraness sigruðu
„landsliðið” 1—0 hér á Akranesi á laug-
ardag i fyrsta minningarleiknum um
Guðmund Sveinbjiirnsson. hinn merka
forustumann á sviði iþrótta- og at-
vinnumála. Leikurinn var góð skemmtun
og áhorfendur allmargir eða um 800.
Mikil forföll voru í báðum liðum og
greinilegt, að leikmenn hættu ekki á
mikið í leiknum. Eina mark leiksins
skoraði Jón Áskelsson úr vítaspyrnu
fjórum mín. fyrir leikslok. Vítið var
dæmt á Árna Stefánsson, markvörð,
fyrir ruðning á Pétur Pétursson,
miðherja ÍA.
Eins og áður segir voru forföll i
báðum liðum. í landsliðinu léku Árni
Stefánsson, Jönköping, Einar Ólafsson,
Keflavik, Jón Pétursson, Jönköping,
Jóhannes Eðvaldsson, C'eltic, Gísli
Torfason, Keflavík, Dýri Guðmundsson
Val, (Róbert Agnarsson, Víking í siðari
hálfleik) Páll Ólafsson, Þrótti (Ólafur
DUNLOP
Ný sending
Dun/op
öryggisstígvé/.
Séreiginleikar:
★ Stáltá
★ Stálsóli
★ Góður gripsóli
★ Höggvarin
★ Létt
Hnéhá 4.200,
Hálfhá 4.100.-
Stærðir: 7-12.
Skóbúðin Suðurverí
Stígah/íð 45.
SKÓRFYRIR
SPORTMANNINN!
Herraskór úr Ijósu leðri
með gúmmísólum.
Verðkr. 11.950,
Póstsendum um allt land.
Laugavagi 69 8Ími168!>Ö
Miðbajarmarkaii — aimi 19494.
Danivalsson, FH, i s.h.l, Atli Eðvalds-
son, Val, Guðmundur Þorbjörnsson,
Val, (Hörður Hilmarsson, Val, í s.h.),
Arnór Guðjohnsen, Viking og Janus
Guðlaugsson, FH.
Hjá ÍA vantaði Jón Þorbjörnsson.
markvörð, Jóhannes Guðjónsson, og
landsliðsmennina Karl Þórðarson og
Árna Sveinsson. Þorsteinn Bjarnason,
Keflavík, lék i marki lA, og Magnús
Þorvaldsson, Víking, var bakvörður.
Framan af þreifuðu liðin fyrir sér og
það var ekki fyrr en á 24. min. að fyrsta
verulega hættan skapaðist. Atli
Eðvaldsson komst þá I gott færi en Þor-
steinn bjargaði með úthlaupi. Á 30. min.
skall aftur hurð nærri hælum við mark
íslandsmeistaranna. Þorsteinn hljóp úr
markinu eftir hornspyrnu en náði ekki
til knatlarins. Hann barst til Gísla
Torfasonar, sem skallaði yfir markið úr
markteignum. Landsliðið fékk betri færi
í fyrri hálfleiknum og Kristinn Björns-
son bjargaði á marklínu fyrir ÍA. Var
har réttur maöur á réttum stað. Rétt
undir lok hálfleiksins sendi Pétur Péturs-
son knöttinn í mark landsliðsins. Markið
var dæmt af vegna rangstöðu.
1 siðari hálfleiknum voru Skagamenn
atkvæðameiri og leikurinn i heild
allgóður og skemmtilegur. Þó var lands-
liðið nærri að skora á 62. mín. þegar Atli
skallaði vel að marki en á síðustu stundu
tókst Þorsteini að slá knöttinn yfir.
Þremur min. siðar var mikil hætta við
mark landsliðsins eftir aukaspyrnu Jóns
Alfreðssonar. Árni Stefánsson varði en
hélt ekki knettinum og eftir darraðar-
dans tókst varnarmönnum að bjarga. Á
67. min. hafnaði knötturinn i marki
landsliðsins. Pétur Pétursson stökk upp
með Árna markverði og hafði betur.
Skailaði knöttinn í mark. Dómarinn
Friðjón Eðvaldsson, Akranesi, taldi að
Pétur hefði brotið á Árna og dæmdi
markið af. Það þótti mörgum áhorfenda
strangur dómur svo ekki sé meira sagt.
Létu þeir mjög óánægju sína í Ijós með
dóminn.
Talsverður þungi var i sókn Skaga-
manna og á 81. min. tókst Gísla Torfa-
syni að bjarga á marklinu skalla frá
Pétri. Sama skeði líka hinum megin,
þegar Guðjón Þórðarson, bakvörður,
bjargaði skalla frá Jóhannesi Eðvalds-
syni á marklinu.
Á 86. min. kom svo markið. Pétur
sótti að Árna markverði og þegar hætta
var yfirvofandi ruddi Árni Pétri frá.
Vítaspyrna, sem Jón Áskelsson skoraði
úr — og á lokamínútu leiksins munaði
sáralitlu að Jón Pétursson skoraði sjálfs-
niark. Árna tókst með tilþrifum að
slengja knettinum yfir markið.
Hjá landsliðinu lék Gísli Torfason
einna bezt — og Atli Eðvaldsson var
hættulegur. Ekki skildi ég þá ráðstöfun
að hafa Janus Guðlaugsson úti á kanti.
Hann var litt ógnandi i framlínunni.
Hjá ÍA voru Matthias Hallgrímsson og
Pétur ógnandi í framlínunni. Jón
Alfreðsson og Jón Gunnlaugsson sterkir
i vörn — og Andrés Ólafsson átti góðan
leik þann tima. sem hann var með.
-KP.
Nýliðarnir í landsliðshöpnum á æfingu á Laugardalsvelli í gær. Dýri Guðmundsson, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson og
Þorsteinn Bjarnason. DB-mynd Bjarnleifur.
Foster jafnaði heimsmetið
og setti nýtt Evrópumet
— á brezka meistaramótinu í frjálsum íþróttum
Enski stórhlauparinn Brendan Foster
jafnaði núgildandi heimsmet i 10000
metra hlaupi á brezka meistaramótinu í
frjálsum iþróttum á Crystal Palace í
Lundúnum á föstudag. Hann hljóp á
27.30.5 mín, sem er nýtt Evrópumet og
sami timi og heimsmet Samson
Kimombwa, Kenýa. Hins vegar hefur
Henry Rono, Kenýa, náð betri tíma. Sá
timi bíður viðurkenningar og ekki víst,
að árangur Rono hljóti viðurkenningu.
Lm það mál hefur áður verið rætt hér í
blaðinu.
Hinn þritugi Foster, hafði forustu i 23
hringum af 26 í rigningunni á Crystal
Palace. „Stóri Ben er aftur á ferðinni,”
sagði hann brosandi eftir hlaupið. Hann
bætti Evrópumet landa sins David Bed-
ford um þrjú sekúndubrot. Það varáður
heimsmet. Á Olympiuleikunum í
Montreal varð Foster i þriðja sæti I
10000 m hlaupinu.
Eftir 5000 m á Crystal Palace var
Foster með hálfri sekúndu betri tíma en
Rono í sinu methlaupi — 13.45.1 mín.
Eini hlauparinn; er þá reyndi að fylgja
honum eftir, var Josh Kimeto, Kenýa —
en hann varð lika að gefa eftir. Á siðasta
hring fór Foster fram úr honum.
„Það hefði orðið heldur betur hlaup
ef Rono hefði ákveðið að hlaupa 10000
m í stað 5000 m á mótinu (frá þeirri
keppni er sagt á öðrum stað) — já,
heldur betur hlaup,” sagði Foster eftir I 27:22.47 i Vinarborg fyrr i þessum
keppnina. Rono hljóp 10000 m á | mánuði.
Framleiöum allar gerðir af tjöldum á hag
stæðu verði, m.a. c £ , __n
’ 5—6 manna kr. 36.770.-
3 manna kr. 27.300.-
Hústjöld kr. 68.820.-
Póstsendum um allt land.
Seglagerðin Ægir
Eyjargötu 7, örfirsey — Sími 14093.