Dagblaðið - 26.06.1978, Blaðsíða 32
36
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1978.
FÍIMIY hátún6a
IvlllA SÍMI 24420
Raftækjaúrval — Næg bflastæði
Frá
Egilsstaðaskóla
Umsóknarfrestur um 1. og 2. bekk
framhaldsnáms á almennu bóknáms-
sviöi er til 30. júní. Umsóknir sendist
undirrituðum. Þeir sem hefja nám í
nefndum bekkjum eiga þess kost að
ljúka stúdentsprófi á Egilsstöðum þar
sem menntaskólinn á Egilsstöðum tekur
til starfa haustið 1979.
Skólastjórí.
Rakarastofan
Klapparstíg
Gerum göt í eyru á sársaukalausan
og dauðhreinsaðan hátt.
Skjótum einnig í eyru hinum
með sérstökum
lit fyrir hvern
mánuð.
Póstsendum
eyrnalokka
með mánaðarsteinum.
Klippingar
Permanent
Lagningar
Glansskol
Litanir
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg, Klapparstíg 29, sími 13010.
Traust þjónusta
Afborgunarskilmólar
sterka rvksusan... &
Styrkur og dæmalaus endinfí hins þýðgenga,
stillanlega ogsparneytna ■ nmi TO.r*
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting, vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni,
stóra. ódýra
pappírspokanum
og ný.ju kónísku
slöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni, ál og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tæknilega ósvik-
in, gerð tii að
vinna sitt verk
fljótt og vel. ár
eftir ár, með lág-
marks truflunuin
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódvrust.
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Kór Öldutúnsskóla fékk mikið lof en náði ekki að sigra
ísíðustu norrænu barnakórakeppni
„Fáránlegt að hætta keppni”
— segir Egill Friðleifsson
Mussikklassemers Flikkör frá Svíþjóð
sigraði eftir langa og mjög harða keppni
norrænna bamakóra i LaugardaLshöllinni
á Listahátið á dögunum. Dómararnir
sem voru einn frá hverju Norðurland-
anna voru svo lengi að koma sér saman
um hvemig úrslitin ættu að vera að
stöðva varð beina útsendingu frá kóra-
mótinu í útvarpi. Ekki var opinbert
hvernig stig kóranna hefðu fallið að
öðru leyti en þvi að Kór Öldutúnsskóla i
Hafnarfirði. sem keppti fyrir íslands
hönd. fékk mjög góða dóma.
Þetta er 13. og siðasta norræna barna-
kórakeppnin, sem norrænar útvarps-
stöðvar gangast fyrir. Þær segja að ekki
sé ástæða til þess að halda lengur áfram
þvi kórarnir séu orðnir svo góðir að öllu
lengra verði ekki náð. Þessi skoðun var
borin undir Egil Friðleifsson stjórnanda
Öldutúnskórsins. Hann kváð þelta alveg
fáránlega röksemd. ..Keppnin sem slík er
ekki aðalatriðið heldur tækifærið til að
hittast. Það hefur ekki cinungis verið
þeim kórum. sem tekið hafa þátt i þessu.
mikif lyftistöng heldur öllum skólakór-
um á Norðurlöndum. Við viljum öll, ef
nokkur kostur er halda þvi áfram og
gefa þá jafnframt fleiri kórum tækifæri."
sagði Egill.
Það var þá borið undir hann hvers
vegna aðrir barnakórar en Öldutúns-
skólakórinn hefðu ekki náð það langt að
geta tekið þátt I svona keppni.
..Það er einfalt mál. við æfum miklu
nieira en þeir. Þetta er ekki af þvi að
raddir séu betri i Hafnarfirði en annars
staðar. né heldur af þvi að ég sé svo
geysigóður stjórnandi. Þetta byggist á
vinnu og aftur vinnu. Þetta er eins og
með iþróttalið sem ætlar að ná góðum
árangri. það verður að æfa stanslaust.
það gerum við líka." sagði Egill. Og eftir
árangri kórsins að dæma ætti að vcra
Ijóst að langt er hægt að komast með æf-
ingum.
DS.
Guðmundur Jónsson horfir vandleea á beear sænsku stúlkunni eru færð ölóm. Það er eins og hinum lítist ekki alls kostar á
þetta mál.
Kórstjórarnir fengu allir hlóm að launum fvrir þátttökuna. Egill Friðleifsson er þriðji l'rá vinstri. sænski stjórnandinn annar
frá hægri og stúlka úr sænska kórnum viðhlið hans.
Norrænu kórarnir sungu allir saman verk eftir Jón Nordal.