Dagblaðið - 26.06.1978, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ1978.
18
i
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Mikil sorg
íHollandi
Mikil sorg var i Hollandi eftir að lið
landsins hafði tapað i úrslitaleiknum
fyrir Argcntinu — annað skipti í röð.
Dapurleiki breiddist um ttotur og stræti.
Júlíana drottninK oy Bernhard prins,
sem horfðu á sjðnvarpsKsingu í Soest-
dijk-höllinni, sendu leikmönnum Hoi-
lands heillaöskaskeyti veuna annars sat-
isins í keppninni. Það gerði ríkisstjórnin
einnitt. „Holland er hrcykið af ykkur.”
Sérstök móttökuhátið vcrður á Schip-
hol-flugvellinum, þegar leikmennirnir
koma heim á þriðjudag með l'orsætisráð-
hcrrann Andreas van Agt og meðráð-
herra hans í broddi fylkingar.
En tapið fyrir Argentinu voru mikil
vonbrigði fvrir flesta Hollendinga, sem
undirbúið höfðu sigurhátið. Meðan á
leiknum stóð sást ekki nokkur maður á
götum úti — nema hvað nokkrir mann-
rcttindamenn voru með mötmælaaðgerð-
ir við argentinska sendiráðið í Haag til
að mótmæla herforingjastjórninni í Ar-,
gentinu.
Johan Crijuff, hollen/ki leikmaðurinn
frægi, sem var meðal nokkurra leik-
manna Hollands, sem ekki vildu leika á
HM,sagðii l.undúnum i gær.
„Tapið var mikil vonhrigði. I síðari
hálfleiknum var ég öruggur um að Hol-
land myndi sigra. Ég varð fvrir miklum
vonbrigðum með úrslitin.”
Litlar líkurað
Ásgeir
leiki gegn
Dönum
Sáralitlir möguieikar eru nú á að Ás-
gcir Sigurvinsson leiki landsleikinn gegn
Donum á miðvikudag. í samtali í gær-
kvöldi við stjórnarmenn KSÍ sagði Ás-
geir, að hann hefði reynt hvað hann hefði
getað til að fá sig lausan í landsleikinn cn
þjálfari liðsins ekki talið mögulcika á
þvi.
KSÍ mun i dag gera lokatilraun til að
ta Ásgeir Sigurvinsson lausan frá Stand-
ard Liege í landsleikinn. Standard Liege
iék í TOTO-keppninni á laugardag í
Þý/kalandi við Eintracht Braunschweig
og sigraði Standard 1 —0.
Cæsar Menotti þjálfari Argentinumanna
Argentinumenn l'aðma hver annan i leikslok. Heimsbikarinn er þeirra.
Tvö mestu sóknarliðin á
HM mættust í úrslitum
— sagði Cæsar Menotti, þjálfari Argentínumanna, en Ernst Happel,
þjálfari Hollands, mætti ekki á blaðamannafund
„Kæruleysi llollendinga i sókninni i
framlcngingu leiksins varð þeim að
falli,” sagði Cesar Menotti, þreyttur en
ánægður þjálfari heimsmeistara Argent-
ínu eftir sigurinn gegn Hollandi í gær-
kvöldi. „Það voru tvö mestu sóknarlið
HM sem ma'ttust i úrslitum og sigur Ar-
gentinu var sanngjarn," sagði Menotti
ennfremur.
Vonbrigði Hollendinga voru mikij og
Ernst Happel, þjálfari hollen/ka liðsins,
neitaði að fara á hlaðamannafund eftir
ósigurinn.
KA-Víkingur
í kvöld
h nn ieikiir verður í 1. deild íslands-
mótsins i knattspyrnu i kvöld. Þá leika
KA'og Vikingur á Akureyri og hefst
leikurinn kl. 20.00.
„Við höfum sýnt að með áræði, leikni
og samvinnu leikmanna, er voru óhrædd-
ir við að sækja tókst okkur að ná fram
HM-liði, liði er gat sigrað be/tu lið
heims. Liði er stóð i lokin uppi sem sig-
urvegari.
Fram að leiknum við Holland höfðum
við sigrað á einstaklingsframtaki. Sókn-
armenn okkar, Kempes, Luque og Bert-
oni höfðu áræði og getu til að snúa leikj-
iþróttir
um okkur í hag. Getu til að sigra. Gegn
Hollandi var það iiðsheildin sem færði
okkur titilinn.”
Menotti vildi ekki nefna neina sér-
staka leikmenn er honum fannst skera
sig úr i ieiknum gegn Hollandi. „Engin
keðja er sterkari en veikasti hlekkur-
inn,” sagði hann og bætti við. „Liðs-
heildin færði okkur sigur. Leikmenn
voru sér meðvitandi um mikilvægi leiks-
ins fyrir orðstír Argentínu og lögðu sig
alla fram.” Hann gat þó ekki stillt sig
um, að nefna Mario Kempes. Þó gat
hann þess einungis að Kempes var inark-
hæsti leikmaður Argentinu á HM.
Menotti vildi ekki segja að með sigrin-
um væri Argentina be/ta knattspyrnu-
þjóð heims — en hann tók fram að tvö
lið frá Suður-Ameriku hefðu verið i
þremur efstu sætunum.
„Það þýðir ekki að knattspyrnan í
Suður-Ameríku sé sú be/ta i heiminum
en þýðir hins vegar að þar sé um meiri
samkeppni að ræða,” sagði Menotti. Þá
var hann spurður um þá yfirlýsingu þjálf-
ara Argentinu, Cautinho, að Brasi-
lia hefði verið hinn móralski sigurvegari í
keppninni.
„Ég vil óska Cautinho til hamingju
með hinn nvóralska meistaratitil. Ég
vona líka að hann óski mér til hamingju
með þann raunverulega, sem Argentina
vann.”
Þá var Menotti spurður hvort hann
mundi nú hætta sem landsliðsþjálfari.
„Ef ég væri beðinn i dag að halda áfram
segði ég nei. Ég hefði ekki þrek til að
byrja aftur á bvrjuninni.”
Íslenzku landsliðsmennirnir, sem
mæta Dönum á Laugardalsvelli á miö-
vikudag, æfðu í rigningunni á efri vellin-
um í gær og voru rennblautir. Eftir æf-
inguna var haldið til Þingvalla og verður
dvalið þar fram að landslciknum. — DB-
mynd Bjarnleifur.