Dagblaðið - 29.07.1978, Page 3

Dagblaðið - 29.07.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978. Nokkur orð vegna athugasemda formanns félagsstjórnar, Hjalta Jakobssonar: Meira um grænmetismálið og Sölufélag garðyrkjumanna 1 Dagblaðinu 17. júlí ritar Hjalti Jakobsson garðyrkjumaður og for- maður stjórnar Sölufélags garðyrkju- manna mér bréf sem hans vegna hefði betur verið ógert. Áður hafði hann og félagi hans í SFG heimsótt ritstjómar- skrifstofu DB og lýst þau skrif sem undanfarið hafa átt sér stað um tóm- atamál ósanngjörn og villandi þar sem aðeins hefði verið ekið á haugana tómötum vegna þess að vél hefði bilað i verksmiðju. Það þarf meira en litla óskamm- feilni til að halda sliku fram i fjölmiðli eftir það sem á undan er gengið og garðyrkjumenn þekkja til af eigin raun. Það er ekki borin mikil virðing fyrir félögunum með slíkri framkómu. Fyrir þá sem áhuga hafa á málinu en þekkja ekki til þess nema af skrifum t þessum, vil ég taka það fram strax, að ég var ekki sá eini sem var beittur of- beldi og rekinn úr SFG heldur voru það einnig nokkrir nágrannar minir. Að vísu var mismunandi aðferðum beitt en verknaðurinn sá sami. í nokkur ár hefur öfund og gremja búið um sig hjá hópi garðyrkjumanna. sem ekki hafa aðstöðu til heimasölu. formanni. Jú, hann býður uppá aðúr- skurði sé skotið til dómaranna. í smáatriðum er í raun ekki hægt að svara svona fúkyrðum, eins og birtast í grein Hjalta Jakobssonar. Ef það er gert til að níða niður persónu mína, þá verði honum aðgóðu. Þó get ég ekki skilið svo við þetta mál að taka ekki fyrir gúrkudæmið frá því í apríl í fyrra. Ég segi í viðtali við DB 10. júli: „í fyrravor gerðist það að inn voru fluttar gúrkur frá Kanarieyj- um gegnum Danmörku, sem gerði þær margfalt dýrari. Á sama tíma voru ís- lenzkar gúrkur að koma á markað. En þær mátti ekki selja, hinar urðu að klárast fyrst.” í athugasemd stjórnarformanns segir: „Þú fullyrðir, að vorið 1977 hafi félagið flutt inn gúrkur frá Danmörku og hent þeim íslenzku á meðan.” Einnig segir, að 2500 kassar hafi bor- izt til félagsins í marz og að þeir hafi selzt allir affallalaust. Það vildi svo til að ég flutti sjálfur afurðir minar i hús SFG á þessum tíma og vissi ég þvi náið, hvað varaðske. 4000 kassar höfðu safnazt saman áður en sala á islenzkum gúrkum fór í gang. Að sjálfsögðu var það enginn vandi hjá SFG að bókfæra þessa 2500 kassa selda i marzmánuði. En hvað skeði svo í staðinn í april? Það sýnir hjálögð innlagsnóta yfir útkomuna í april. Hún sannar kannski það mál forsvarsmanna SFG að afföllin séu 1—2%. Það eftirlæt ég lesendum að dæma um. Það má vel vera að eftirleikurinn i sambandi við þetta mál geti þróazt á ýmsa vegu, en hvað sem þvi líður þá er það Dagblaðinu að þakka, að almenn- ingur hefur fengið að skyggnast litil- lega undir þann hjúp, sem fyrirtæki þetta hefur sveipað um sig i skjóli ein- okunar mörg undanfarin ár. Einu er að lokum hægt að slá föstu: Sölusam- tök i þágu eins atvinriuvegar sem stjórnað er jafn aumlega og Sölufélagi garðyrkjumanna eru verri en ekkert. Ólafur Ólafsson, garðyrkjumaður, StuðlumÖlfusi I| /örur lamkvcsmt m*8fylg|andl n LUFÉLAG GARDYRKJUMANNA REYKJAVÍK ólafur T ólafsson Innxndar vörvr fró ySur I apríl Mlnur vurBloakkanir og afföll ikv. m«8f. ••Slum 258 kQMor gúrkur Það er alltaf gaman að þekkja náungann... Þekkja hann jafnvel betur en hann þekkir sjálfan sig — og meira að segja án þess að hann hafi hug- mynd um það sjálfur... Þetta er bók sem þér innsýn hugarheim annara, án þess að þú þurfir að spyrja þá... Myndin sem kom tómataumræðunum af stað. Þar er átt við sölu beint frá stöðunum sem liggja vel við umferð, sem hefur aukizt gífurlega undanfarin ár eins og allir vita. Fólk notar tækifærið um leið og það er á ferð til að fá sér ferskt grænmeti og ódýrara en það á kost á í verzlunum. Þessi sala hefur ætíð verið þyrnir í augum Þorvalds Þorsteinssonar for- stjóraSFG. Við upphefðina, sem Hjalti hlaut við að veröa formaður „þorvaldaðist" hann snarlega og greiðir nú félögum sínum þung högg og stór, m.a. telur hann mig „helzt ekki segja satt orð ó- tilneyddur”, eins ogsegir í grein hans. Á einum stað í grein sinni spyr Hjalti af hverju ég haft ekki kært „þennan rangláta úrskurð SFG til félagsfundar”. Manni dettur í hug ný afstaðin réttarhöld um mannréttinda- mál sem vakið hafa heimsathygli. Maður líttu þér nær. Hjalti formaður sér ekkert athugavert við það að byrja á þvi að kveða upp dóm og framfylgja honum. Rannsókn málsins áður er ekki á dagskrá, engin ákæra birt, al- menn mannréttindi mega fara lönd og leið þegar það hentar þessum skelegga (ATH! Þérervlss- ara að tryggja þér elntak i tima, þvi bókin bókstaf- lega rikurút...!) Samtak s Elnholtl I simi 26620. í Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf., Vesturgötu 42, Reykjavík Vinsamlegast sendið mér í pósti bókina Sjqfharyndi Unadur ástalifsins skýrduri máli og myndum Hjálögð er greiðsla kr. 8.700.00. (nafn) (heimilisfang) (póstnúmer) Ath. að senda greiösluna í ávísun eöa ábyrgöarbréfi Raddir lesenda Ertu búinn að jafna þig eftir að hafa séð skattseðilinn þinn? Pétur Einarsson verzlunarntaður: Ég er ekki farinn að sjá hann enn. Ég kviði ekkert fyrir því að fá hann. þvi ég er ýmsu vanur. Kristinn Richardsson bilstjóri: Ég erekkert ógurlega óhress. Það kemur sér alhaf vel að eiga dálitið af börnum upp á skattinn aðgera. Hreir.n Halldórsson kúluvarparí: Ég er alltaf jal'n ánægður fyrir og eftir á. Haraldur Gislason fyrrverandi sveitar- stjóri: Ég er ekki búinn að sjá hann. Ég bý suður með sjó og það er ekki búið að dreifa þeim þar. Ég vonast nú samt til þess aðsjá hann i dag. Haraldur Blöndal lögfrxðingur: Það er ekkert að jafna sig eftir. Ég var búinn að reikna þetta út. Venjulegir launamenn ættu að geta reiknað út hvað þeir fá i skatt. Garðar Sigurösson barþjónn á Hótel Borg: O já, ég er búinn að gera það. Þetta vareins ogégbjóstalltaf við.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.