Dagblaðið - 29.07.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978.
5
DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS
I Delma tölvu-úr með vfsum. p
m 2
S úr framtíöarinnar, svissnesk gæöi *;
1. QUARTZ ANALOG TÖLVU
UR.
2. Framleidd af stærstu úraverk-
smidjum S viss (EBA UCHE).
3. Sett saman af Delma Walch
Ltd. Sviss.
4. Hefur venjulega skrfu og visa.
5. Gengur fyrir einni rafhlöðu
sem endist i 12—15 mán.
6. Vatnsvarið og höggvarið.
7. Nákvæmni ca 3. min. i + — á
DfcrlMA
8. Þykkt á úrunum, aðeins 9 til 11
mm.
9. Sett saman úr einingum
(viðgerð auðveld).
10. 1 árs ábyrgð. Faglærðir menn.
UR OG SKARTGRIPIR JON OG OSKAR
LAUGAVEGI70 S. 24910 PÓSTSENDUM
g Kaupið úrin hjá úrsmið. |
DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS DELMA SWISS
Stjórnarmyndunartilraunimar:
Hvað segja þingmenn
og forystumenn laun-
þega- og hagsmuna-
samtaka?
Dagblaðið hefur að undanförnu leitað eftir skoðunum
þingmanna og forystumanna launþega- og hagsmunasam-
takanna i iandinu á stjórnarmyndunarviðræðunum.
Níi virðist þeim lokið i bili. Ástæða er þó til þess að
kanna viðhorfin áfram. BS/ASt.
„Ef Alþýðuf lokkuringi
kemur ekki fram
stefnumálum sínum
á að efna til nýrra
kosninga”
— segir Árni Gunnarsson
Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda:
„GENGISFELUNG TIL BÓTA
FYRIR BÆNDUR
— ef vöruverði innanlands er haldið niðri með hliðarráðstöfunum”
„I fyrsta lagi er staðreyndin sú, að
staðan er ákaflega óljós eins og er. Þótt
komizt yrði að niðurstöðu í efnahags-
málunum má ekki gleyma því að utan-
ríkismálin eru eftir,” sagði Árni
Gunnarsson alþingismaður (A) í viðtali
við DB.
„Fólk er uppgefið á þessari bið. Á
meðan leikin er pólitisk refskák
hrannast vandamálin upp. Almenningur
gerir sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að
stjórnarmyndun sé hraðað. Ég er þeirrar
„Mér sýnist á öllu, að þessar viðræður
••m vinstri stiórn séu með öllu strandað-
Gunnar Guðbjartsson.
— illt að vinstri flokkarnir náðu ekki
saman.
ar. Fundurinn, sem vera átti með full -
trúumlaunþegasamtakaogbænda, hefur
verið afturkallaður og hlýtur það að
boða aigert strand,” sagði Gunnar Guð-
bjartsson, formaður Stéttarsambands
bænda, í viðtali við DB.
„Það er ilit að vinstri flokkarnir skuii
ekki geta komið sér saman um stjórnar-
myndun og úrræði til lausnar aðsteðj-
andi vanda. Stuðningsfólk þessara
flokka er það fólk, sem mest á undir því
komið að tekizt sé á við vandann og
hvernig úr rætist. 1 þeim flokki eru
bændur.”
Gunnar kvað bændasamtckin ekki
hafa tekið afstöðu til einstakra leiða til
lausnar vandanum. „Við erum til við-
ræðu um gengisfellingu, ef þær hliðar-
ráðstafanir fylgja, að verði á innlendri
framleiðslu verði haldið niðri og gengis-
fellingin verði ekki verðbólguhvetjandi.”
Gunnar sagði að gengisfelling myndi
bæta aðstöðu bænda hvað snertir út-
flutning landbúnaðarvara, en þó því að-
eins að vöruverð innanlands hækkuðu
ekki.
Gunnar sagði að ef fundurinn með
viðræðunefndum flokkanna þriggja og
fulltrúum launþegasamtakanna og
bænda hefði ekki verið afturkallaður,
hefði á honum vafalaust verið rætt um
einstakar leiðir til úrlausnar. Væri því
leitt, að fundurinn hefði verið afturkall-
aður i gær.
—ASL
Árni Gunnarsson.
— Minnihlutastjórn er mér jafn hugleik-
in og áöur.
skoðunar, að ekki séu nægileg heilindi i
þessum viðræðum af allra hálfu,” sagði
Árni.
Hann kvað Alþýðuflokkinn hafa
gengið heils hugar til þessara viðræðna
og að formaður flokksins, Benedikt
Gröndal, hefði ýtt á þær eins og hægt
hefði verið. Hann hefði meðal annars
lagt áherzlu á að láta reyna á, hvort
aðrir væru sama sinnis um nauðsyn þess
að hraða stjórnarmyndun í einlægni.
„Ég hefi haldið því fram, að við
ættum ekki að hanga of lengi yfir þessu.
Ráðherrastóla á ekki að meta svo mikils
að þeir trufii rétt mat á kringumstæöum
og eytt sé of löngum tíma í tilgangslitlar
viðræður,” sagði Árni Gunnarsson.
„Minnihlutastjórn er mér jafn hug-
leikin og áður. Ég tel að Alþýðuflokkur-
inn eigi áður en langt líður að leggja
fram tillögur sínar, ef honum gefst
kostur á minnihlutastjórn. Láta síðan
reyna á hvernig til tekst. Ef hann kemur
ekki stefnumálum sínum fram ber að
efna til nýrra kosninga,” sagði Árni.
Hann sagði að lokum: „Ef þessi
stjórnarmyndun tekst ekki, lít ég á
Alþýðubandalagið sem krónískan
stjórnarandstöðuflokk, sem er reiðu-
búinn að taka þátt í stjórn landsins,
þegar allt leikur i lyndi, en hafnar þátt-
töku, þegar allir sjóðir eru tómir.”
BS.
Magnús L. Sveinsson:
„Þetta eru hrein
svik við fólkið”
— Fólkið kaus vinstri flokkana sem sögðust hafa
ráð við vandanum en standa nú uppi ráðalausir
BÍLAHÖLUN stM,76222
Skemmuvegi4 - Kópavogi
Vantar ný/ega bí/a á skrá.
1000 fermetra sýningarsa/ur
til kl. 10 öll kvöld
OPIÐ sunnudaga kl. 1—7
„Ég lít svo á að þjóðin hafi óskað eftir
þvi með atkvæði sinu, að vinstri stjórn
yrði mynduð. Það varð stórkostleg fylg-
isaukning hjá þeim sem predikuðu
vinstri stjórn, og því óraunhæft að draga
aðrar ályktanir en að fólkið vildi vinstri
ctirSrn ” sanði Magnús L. Sveinsson
Magnús L. Sveinsson.
— eölilegt að vinstri stjórn leysi vand-
ræðin sem siðasta vinstri stjórn skapaði.
skrifstofustjóri V.R. er við inntum hann
álits á stjórnarmyndunarviðræðunum.
„Alþýðuflokksmenn og kommúnistar
sögðust hafa ráð við þeim vanda sem
blasti við. Alþýðufiokkurinnkynnti þau
ráð í 10 boðorðum og kommúnistar með
útgáfu bókar, sem heitið var að dreifa á
öll heimili landsins.
Kjósendur bundu því miklar vonir við
þau ráð sem þessir menn sögðust hafa.
Það kemur því mér sem öðrum á óvart
að þessir sömu menn og kjörnir voru og
fengu mikið fylgi skuli nú standa uppi
ráðalausir og ekki ná saman til að fram-
fylgja boðaðri stefnu sem fólkið valdi.
Þetta eru hrein svik við kjósendur,”
sagði Magnús.
Magnús kvaðst ekki vilja leggja dóm á
þau tillögubrot sem borizt hefðu út frá
viðræðufundunum. Kvaðst hann vita að
vandinn væri mikill og kvaðst telja að
hann yrði ekki leystur nema með sam-
stilltu átaki þjóðarinnar allrar. „Það þarf
að gera heildarúttekt á þeim erfiðleikum
sem við er að etja. Fólkið er orðið þreytt
á þeim bráðabirgðaúrræðum sem gerð
eru frá degi til dags og minna helzt á
þegar verið er að binda gamalt bilhræ
saman svo komizt verði á þvi svolítið
lengra.
Ég vil líka leggja á það áherzlu, að erf-
iðleikarnir sem við er að etja eru arfur
frá vinstri stjórninni og þvi er eðlilegt að
vinstri stjórn takist á við þann vanda,
sem hún skapaði og hljóp frá.”
—ASt