Dagblaðið - 29.07.1978, Side 7

Dagblaðið - 29.07.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978. t .......... Á ferðalagi með DB og Sunnu umhverfis jörðina: San Francisco, töfrandi borg Þaö hillir undir lok ferðarinnar, sem einn heppinn áskrifandi Dagblaðsins hreppir í næsta mánuði og fer i ásamt gesti sínum og einkafararstjóra þeirra, sem Sunna og Dagblaðið senda. Ferðin spannar hnöttinn, enda höfum við kallað hana Umhverfis jörðina á 30 dögum. Dagamir hafa verið ótrúlega fljótir að líða og við höfum kynnzt hinum ólikustu þjóðum I þessari ferð, menningu þeirra og högum. Samt er ekki svo að skilja að við sé- um í námunda við hinn kalda og gráa Keflavikurflugvöll, þegar við rennum inn á flugbraut við San Francisco. En samt heyrum við sama tungumál og mjög er tiðkað á flugvellinum okkar, hreina og klára amerísku. Flestir íslendingar tala reyndar ensku, og nú minnust við þess að ein- mitt það tungumál hefur dugað okkur vel í ferðinni, mun betur en víðast i Evrópulöndum. San Francisco er í daglegu tali bara kallað Frisco og er á vesturströnd Bandarikjanna. Þangað liggja leiðir fs- lendinga sjaldnast og þvi er hér enn eitt stórkostlegt tækifæri til að kynn- ast frábærri borg, borg sem jafnvel allir Bandarikjamenn eru sammála um, að ekki sé talað um erlenda gesti sem til borgarinnar koma! Þrátt fyrir þokuna, sem yfir borgina dynur með jöfnu millibili, dylst okkur ekki fegurð hennar og þokki. Hita- og rakastigið eru líka alveg eins og allir óska sér. Borgin er byggð á hæðum og svo virðist sem bifreiðarnar séu sífellt á upp- eða niðurleið á akstri um borg- ina. Sérstaka athygli þeirra sem koma til borgarinnar vekur sú flutningaað- ferð að aka fólki með vögnum, sem Mannlifíð 1 San Francisco er marg- breytilegt og trúlega frjálslegra en víðast hvar annars staðar i Vestur- heimL ganga eftir stálvirum milli hæðanna. Eflaust er það helber sérvizka að halda áfram að ferðast á þennan gamla máta. En þeir Frisco-menn kunna vel að meta þetta og hafa ekkert í hyggju að hætta að ferðast með loftvögnun- um sínum. Á símskeytahæð, Telegraph Hill, stendur Coit-turninn eins og varð- maður yfir borginni, enda notaður áöur fyrr sem útsýnisturn borgarbúa. I Hótel Mark Hopkins fáum við okkur trúlega hanastélsblöndu í ljósa- skiptunum. Við höldum upp i sal á efstu hæð og útsýnið er hreint ótrú- legt, 75—80 kílómetra í allar áttir. Þaðan sjáum við nágrannaborgir, risabrýr og Gullna hliðið eða Golden Gate, hliðið út á hið mikla úthaf, Kyrrahafið. Hér verður margt að skoða, enda borgin söguleg í meira lagi, litrík og ein þeirra borga sem getur með sanni talizt heimsborg. Hér var grunnurinn lagður að Sam- einuðu þjóðunum árið 1945 í Óperu- húsinu. Hér búa líka menn og konur frá öllum löndum. Hér finnum við nú- tímann, og jafnvel fyrri aldir geta opn- azt okkur þar sem eru markaðir Ital- anna I Latínuhverfinu. Og þegar okkur tekur að hungra er ekkert vandamál að skella sér inn á einhvern matstaðinn. Mestur vandinn verður að velja, því allra þjóða mat er hægt að fá. í Bandaríkjunum þykir það ekki mikið fyrirtæki að fara út að borða. Það er ódýrt, — og það er gott fæði sem boðið er upp á. Lélegur kokk- ur verður aldrei rikur þar í landi. Það er haft eftir stórsöngvaranum Caruso að hann hafi sagt: „Einkenni- legt með ykkur hér i borg. Hvers vegna verður enginn feitur hérna?” Og það er satt, það er stöðug gáta hvers vegna matgoggar eins og þeir í Frisco fitna ekki meira en raun ber vitni. Sporvagnarnir og ótal hæðir eru einkenni San Francisco. Ýmsir hafa orðið til að líkja borginni við risastóran „rússíbana”. —Ljósmyndir: Jim Smart. Á listasviðinu er mikið um að vera i San Francisco og þeir státa af þrem óperufyrirtækjum og einni sinfóniu. Áratugum saman hefur borgin dregið til sin fræga rithöfunda, sem setzt hafa þarað. Liklega eru ferðalangarnir orðnir nokkuð dasaðir, en áreiðanlega i sjö unda himni, þegar farið er frá San Fransicso með flugi yfir þver Banda- ríkin yfir til austurstrandarinnar. Þar biður okkar síðasta borgin i þessari einstöku ferð, sem Islendingar al- mennt fara ekki á sinni lifsleið, New York. Þar verðum við komin I „beint samband” við gamla landið okkar. —JBP— Nýkomið! Urva/s enskir herra/eðurskór ifc, með leðursólum. Kirkby PA Black Jmt Kr. 11A60íÆ^~ Woking Kr. 10.950 Teg. 8878 Kr. 10.630 Teg. 3067 Kr. 12.350 Teg. 542 F Kr. 9.560- Ound/e Black Kr. 11.460 Teg. 641T Kr. 9.910 - Teg. 691T Kr. 11.220 Teg. 3077 Kr. 10.950 'sbrœbur Laugavegi 24 Sími 15955. A!■ fej sk ■ VA

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.