Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.07.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 29.07.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978. /———— „EHI-tnternational” í New York: SÆVAR KOM MESTÁ ÓVART t Bandaríkjunum eru árlega haldin ógrynni af svokölluðum „opnum mótum”, þar sem öllum er heimil þátttaka, jafnt byrjendum sem lengra komnum. í síðasta þætti sagði frá „World Open” mótinu í Philadelphiu, en þar tefldu 14 íslendingar. 7 þeirra létu ekki þar við sitja, heldur héldu ótrauðir áfram taflmennsku. Næsta viðfangsefni var „GHI-International” skákmótið, sem fram fór i New York. Það hófst aðeins þremur dögum eftir að hinu lauk og lá því einkar vel við höggi fyrir hina skákþyrstu íslendinga. Tefldar voru 11 umferðir eftir nýju kerfi, sem miðaði að þvi að gefa sem flestum möguleika á að krækja sér í áfanga að alþjóðlegum titlum. Því svipar mjög til Monrad-kerfisins, en þó hefur skákstjórinn nokkuð frjálsari hendur. Það virtist bera ríkulegan ávöxt, þvi 9 skákmenn náðu alþjóð- legum árangri og 1 stórmeistara- árangri. Vinningafjöldi íslendinganna varð þessi: Jón L. Árnason 7 v. Sævar Bjarna- son 6,5 v. Margeir Pétursson 5,5 v. Guðni Sigurbjarnarson og Jóhannes Gislason 5 v. Bragi Halldórsson og Ásgeir Þ. 4rnason 4,5 v. Sævar kom einna mest á óvart af tslendingunum. Hann hefur verið í lægð nú síðustu árin, en virðist nú hafa rifið sig upp og náð sínum fyrri styrkleika. Hann var í toppbaráttunni lengi vel, en tap í einni af síðustu umferðunum gerði vonir hans að engu. Slakur árangur Margeirs er einnig eftirtektarverður. Eftir 7 umferðir hafði hann einungis hlotið 2 vinninga og mátti svo sannarlega muna betri tíð- Með góðum endaspretti tókst honum þó að bjarga andlitinu — a.m.k. aðeinhverju leyti — og má eftir atvikum vel við una. Alls tóku 4 stórmeistarar þátt í mótinu, Rúmeninn Gheorghiu, Balinas frá Filippseyjum og Banda- rikjamennirnir Benko og Bisguier. Gheorghiu var sá eini þeirra, sem sýndi snilli stórmeistarans. Hann sigraði örugglega á mótinu, hlaut 8,5 vinninga og tapaði ekki skák. Annað sætið kom I hlut Kanadamannsins Biyiasas, sem fékk 8 vinninga og stór- meistaraárangur að auki. Var það í 3. sinn sem hann náði þeim árangri og verður hann því væntanlega út- nefndur stórmeistari á FIDE-þinginu í nóvember. t 3.—8. sæti voru: Valvo, Fedorowitz, Popovich, E. Meyer, Hebert og Rind, allir með 7,5 vinninga. Þá er komið að skákum dagsins. Fyrst er hér sýnishorn af taflmennsku Sævars á mótinu: Orðarugl T3 C ttj X! C «J Orðarugl 28 Ruglað hefur verið stöfum i fimm orðum, en gefinn er upp fyrsti stafurinn í orðunum áður en þeim var ruglað. Finnið út hvernig orðin voru upphaflega og takið siðan stafina sem koma í hringina og færið þá niður I svarreitina. Þá kemur fram brennandi spurning dagsins. Merkið umslagið Dagblaðið, pósthólf 5380, Orðarugl 28. Skilafrestur er til næstu helgar. Lausn á Orðarugli 26 var ERFIÐ FÆÐING, og hlaut verðlaunin, 2000 krónur, Jóhann Eiríksson, Hátúni 4A, 105, Reykjavík. Verðlaunin verða send.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.