Dagblaðið - 29.07.1978, Síða 15

Dagblaðið - 29.07.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978. 15 BORGAR SIG AÐ FARA Á MNG? Skrifstofustarf Launadeild fjármálaráðuneytisins óskar að ráða starfsmann til léttra skrifstofustarfa strax. Nánari upplýsingar veittar á staðnum eða í síma 25000. Fjármálaráðuneytið — bornir saman skattar „gamalla” og nýrra þingmanna Reykjavíkur Mikið skal til mikils vinna. Margir leggja hart að sér að komast á þing og komast þannig i valdaaðstöðu í þjóð- félaginu. En borgar það sig fjárhagslega? Ef bornir eru saman skattar þingmanna Reykjavíkur og þeirra manna er nú tóku sæti á þingi fyrir kjördæmið sem nýir þingmenn, er ekki annað að sjá en svo sé. Hinir gömlu jaxlar, sem hafa setið á þingi skulu greiða til muna hærri skatta og eru því væntanlega með hærri tekjur sem þvi nemur. í þennan hóp þingmanna Reykjavíkur er ekki hægt að taka Ólaf Ragnar Grímsson, þar sem hann á heimili á Seltjarnarnesi og skattskrá þaðan er ekki komin úr prentun. Þá er heldur ekki hægt að segja til um skatta þingmann- anna Svövu Jakobsdóttur, Ragnhildar Helgadóttur og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, þar sem þeirra framtöl eru sameiginleg með eiginmönnum þeirra. Hvað varðar skatta Björns Jónssonar skal þess getið að hann hefur verið sjúklingur. Hvað varðar samtölur má geta þess að hér eru ekki sundurgreind öll gjöld. JH Nafn Tekjuskattur Eignarskattur Skyldusp. Útsvar barnab. Samtals Albcrt Guðmundson 3.113.648 498.996 651.000 1.090.000 5.590.295 Benedikt Gröndal 924.937 25.338 107.000 878.300 1.629.202 Eðvarð Sigurðsson 756.227 373.300 1.202.812 Einar Ágústsson 1.525.807 181.355 457.000 878.300 3.232.362 Ellert Schram 1.459.955 165.000 563.400 368.500 1.948.813 Geir Hallgrimsson 1.417,979 383.824 574.000 983.100 3.569.814 Gunnar Thoroddsen 453.510 869.000 1.501.865 Nýir þingmenn Björn Jónsson 77.100 51.803 Friðrik Sófusson 205.716 346.800 67.000 567.652 Svavar Gestsson 106.302 404.100 268.000 336.896 :Vilmundur Gylfason 680.517 147.000 575.700 67.000 1.467.758 „Það leggst svona sæmilega i mig,” sagði Eggert Haukdal er DB hafði samband við hinn nýkjörna þingmann og spurði, hvernig þingmennskan legðist í hann. „Auðvitað verða þetta mikil viðbrigði og talsverð breyting á högum manns. Ég kem þó til með að halda áfram búskapnum.” Aðspurður kvaðst Eggert lengi hafa haft áhuga á pólitík og starfað að félagsmálum frá unga aldri í sinni heimasveit. Eggert sagðist vissulega líta á sig sem fulltrúa bænda en einnig héraðsins alls. Því að Ijóst væri, að landbúnaðarhéruðin væru ekki bundin við landbúnaðinn einan. „Landbúnaðurinn tekur aðeins við litlum hluta af því fólki, sem kemur á vinnumarkaðinn í þessum héruðum. Ég kem þvi til með að leggja áherzlu á atvinnumál og vaxandi iðnað. Mikið atriði er að fá byggðakjarna í hverri sveit og efla þá staði sem fyrir eru, því að hagsmunir þeirra sem í sveitum búa _ og bæjarbúanna fara saman. Þeir eru í þessum efnum hver annars limir eins og segir í helgri bók.” Einnig kvað Eggert samgöngumálin vera mikið meginmál. Auka þyrftí vegagerð verulega. En einkum vild hann undirstrika landbúnaðinn og úrbætur í þeim efnum. Það væri mjög þýðingarmikið þar sem sl. sjö ár hafi verið tekið of linlega á vandamálum bænda. Það hafi verið öðru visi í tólf ára landbúnaðarstjórn Ingólfs Jóns- sonar. „Draga má úr vandamálum of- framleiðslunnar með því að skera niður rikis- og tilraunabúin, og hobbi- búskapur á ekki að fá sömu fyrir- greiðslu og þeir sem hafa lífsviðurværi sitt af landbúnaðinum. Offramleiðslan er raunar minni en af er látið. Þið þarna á DB gerið mikið af því að blása út vandamál undirstöðuatvinnuveg- anna en hætt er við, að DB seldist ekki mikið ef þessi undirstaða væri ekki til staðar.” Með þessu sagðist Eggert þó ekki vera að draga úr gildi annarra stétta en framleiðslustéttanna en menn yrðu að muna eftir hver væri undirstaðan í lífi þjóðarinnar. Um bjórinn sagði Eggert: „Ofneyzla áfengis er ein af höfuðmeinsemdum okkar þjóðar. Ef það lægi fyrir, að bjór drægi úr neyzlu sterkari drykkja þá mundi ég endurskoða afstöðu mina. En meðan það liggur ekki fyrir þá er égámótibjórnum. Um áhugamál sín sagði Eggert, að ekki væri um að ræða miklar frí- stundir frá búskapnum. Áður hafi áhugamál hans einkum tengzt Ung- mennafélagshreyfingunni en í seinni tið sveitarstjórnarmálum, pólitík og félagsmálum almennt. Er Eggert var spurður hverjar hann DAGBLAÐIÐ kynnir nýju þingmennina: Of linlega tekið á vandamálum bænda — segir Eggert Haukdal nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins teldi vera helztu ástæðurnar fyrir tapi Sjálfstæðisflokksins sagði hann, að þar væri verðbólgunni fyrst og fremst um að kenna. „Því þótt margt hafi verið vel gert hjá ríkisstjórninni þá voru efnahagsmálin tekin of linum tökum og klaufalega var staðið að kaupgjaldsmá'unum, að krukka í gerða samninga. Ef verulega hefðu verið lækkuð launin hjá þeim sem mest hafa fríðindin þ.á.m. þeirra sem lögin settu — þá hefði mátt hækka lægri launin. Því má þó ekki gleyma, að þessi stjórn tók við heldur slæmum arfi þar sem var verðbólga yfir 50% en þrátt fyrir það vildi fólk sjá árangur í þeim efnum,” sagði Eggert að lokum. Eggert Haukdal er fæddur 26.4 1933 í Flatey á Breiðafirði. Hann fluttist tólf' ára gamall að Bergþórs- hvoli og hefur verið bóndi þar með blandaðan búskap. Hann er búfræðingur að mennt. GAJ Húsavík Blaðbera vantar f Suðurbæ Uppl. gefur Þórdís Arngrímsdóttir Baldursbrekku 9. — Sími 96-41294. mmiAÐin Kennarar Kennara vantar að grunnskólanum Hallormsstað. Uppl. hjá skólastjóra um símstöðina Hallormsstað. Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsmann til tölvustjórnar. í starfinu felst m.a. stjórn á einni af stærstu tölvum landsins ásamt móttöku og frágangi verkefna. Við sækjumst eftir áhugasömum starfsmanni á aldrinum 20—35 ára með stúdentspróf, verzlunarpróf eða tilsvarandi menntun. Starf þetta er unnið á vöktum. Skrifleg umsókn sendist Reiknistofu bank- anna, Digranesvegi 5, Kópavogi, fyrir 4. ágúst nk., á umsóknareyðublöðum sem þar fást. „Peoples Problems and Progress" Tveggja stunda samstund með SYSTUR CHRISTINE fyrrverandi yfirráðgjafa Veritas-Villa HÓTEL ESJU (2. HÆÐ) Mánudag 31. júli kl. 20-23, þriðjudag 1. ágúst kl. 20-23. Þátttökugjald kr. 2.500.- pr. mann KRISTÍNARVINIR ’77

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.