Dagblaðið - 29.07.1978, Page 24

Dagblaðið - 29.07.1978, Page 24
4 f Sólarhringsvinna verður að 10 daga vinnu vegna verkbanns verkaiýðsfélaganna: 3 afkastamestu loðnu- verksmiðjurnar neita að taka við meiri loðnu — aðeins 13 af 39 bátum geta þvíhafið veiðar 1. ágúst Það mun taka hátt í hálfan mánuð að vinna þau rösklega þúsund loðnu- tonn, sem nú liggja fyrir vinnslu i Síld- arverksmiðjunni á Siglufirði, eftir að yfirvinnu- og vaktavinnubann i verk- smiðjunni tók gildi í fyrrakvöld. Þessi verksmiðja var komin upp í að vinna þúsund tonn á sólarhring, með vakta- fyrirkomulagi og þrátt fyrir átumagnið i loðnunni. Hefur hún mjög verið endurbætt undanfarið til að geta tekið viðsumarloðnunni. Þetta hefur blaðið eftir ábyrgum aðilum í röðum fiskmjölsframleið- enda, enda tekur mjög langan tíma að setja af stað og stöðva slika vinnslu svo ekki yrði um vinnslu að ræða nema nokkra tíma á dag. Forsvarsmenn bræðslunnar á Siglu- firði og bræðslanna tveggja í Eyjum, sem eins er komið fyrir, sjá sér þvi ekki fært að taka við neinni loðnu, en þess- ar þrjár bræðslur eru þær afkasta- mestu á landinu. Afkastageta þeirra er 3 til 4 þús. tonn á sólarhring. Þetta ástand hefur orðið til þess að loðnunefnd hefur ákveðið að leyfa 13 bátum af þeim 39 sem hófu veiðar, að halda áfram veiðum, frá og með að- faranótt 1. ágúst. Við venjulegar að- stæður hefðu allir fengið að veiða. —GS. í UÖSASKIPTUM SÍÐSUMARSINS Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er dagurinn þegar farinn að styttast, enda hallar nú sumri. Þessi failega mynd var tekin af Sólarlagsbrautínní — sem stundum er lika kölluð Ástarbraut — fyrir nokkru. Það er Gróttuviti sem er I baksýn. DB-mynd: RagnarTh. „Alþýðuflokkurinn brást launafólkinu í landinu” — segir Ólafur Ragnar Grímsson „Kjaminn i þjóðmálabaráttu Alþýðuflokkurinn reiðubúinn að síð'ustu mánuði eru átök verkalýðs- halda því samstarfi áfram. Þegar þær hreyfingarinnar við kaupránsaðgerðir þeirrar ríkisstjórnar, sem féll í kosning- unum." sagði Ólafur Ragnar Gríms- son alþingismaður (G) í viðtali við DB. Hann bætti við: „Þeir flokkar, sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum, höfðu flutt mál sitt á þann veg, að glima ætti við lausn efnahagsvandans á annan hátt en ríkisstjórnin hafði gert, þ.e. án þess að skerða kjör fólksins í landinu og samningsrétt verkalýðshreyfingar- innar. Þau miklu tímamót, sem urðu í ’ alþingiskosningunum stöfuðu m.a. af eindregnum mótmælum launafólks gegn verðbólgu-, gengisfellingar- og kaupránsstefnu rikisstjórnarflokk- anna. í könnunarviðræðum Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokks lagði Alþýðubandalagið áherzlu á það að flokkarnir héldu áfram þeirri sam- stöðu, sem fulltrúar þeirra náðu í verð- bólgunefndinni sl. vetur ásamt fulltrú- um ASÍ og BSRB i þeirri nefnd. Hún fólst í því að farin yrði niðurfærslu- og ærsluleið til þess að stöðva verð- i- . una. Þeim gengisfellingartillögum, s r;i isstjórnarflokkarnir lögðu til, ,;..-að. ’unarviðræðum virtist fóru fram var Alþýðuflokkurinn sam- mála Alþýðubandalaginu um að hafna gengisfellingarleiðinni. Þegar stjórnar- myndunarviðræður hófust fór það hins vegar smátt og smátt að koma í ljós, að Alþýðuflokkurinn var horfinn frá fyrri samstöðu um niðurfærslu- og millifærsluleiðir. í gær kom það svo loksins skýrt fram, að Alþýðuflokkurinn var nú, 4 vikum eftir kosningar, með allt aðrar tillögur. Því miður voru það í stórum dráttum sömu tillögur og ríkis- stjórnarflokkamir voru með í vetur svo ótrúlegt, sem það kann að virðast, og vissulega olli það vonbrigðum og undrun meðal alþýðubandalagsmanna og forystumanna verkalýðshreyfingar- innar. Nú lagði Alþýðuflokkurinn til 15% gengisfellingu, sem launafólk átti að taka á sig án nokkurra bóta og þar að auki frestun þess, að mikilvæg ákvæði kjarasamninganna tækju gildi. Þessar tillögur Alþýðuflokksins fela i sér helmingi meiri kjaraskerðingu en fólst í bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar í maí. Það er þvi engin furða þótt fulltrúar Framsóknarflokksins i viðræðunum hafi orðið kampakátir yfir því, að Alþýðuflokkurinn var nú með sömu tillögur og ríkisstjórnin. Enda kallar Steingrímur Hermannsson það í viðtali við Dagblaðið, að „Alþýðu- flokkurinn sé kominn niður á jörðina.” Alþýðubandalagið neitaði hins vegar algerlega að yfirgefa þá stefnu, sem það og verkalýðshreyfingin hafa barizt fyrir á undanfömum mánuðum og hafnaði því að taka þátt í þeim hringsnúningi, sem fólst i kúvendingu Alþýðuflokksins. Við vonuðumst hins vegar til þess að þegar Alþýðuflokkurinn sæi and- stöðu verkalýðshreyfingarinnar, þá myndi hann í anda trúboðsins um kjarasáttmála snúa við á þessari svika- braut og ekki láta þaðsannast, að hinn margræddi kjarasáttmáli væri bara dulmál fyrir meira kauprán,” sagði Ólafur Ragnar. „í stað þess að hefja viðræður við verkalýðshreyfinguna um samstarf hennar og verkalýðsflokkanna að setja kjarasamningana i gildi, hefur Benedikt Gröndal sýnilega kosið að slita stjórnarmyndunarviðræðum. Við í Alþýðubandalaginu hörmum þá niðurstöðu og vonum að Alþýðu- flokkurinn snúi aftur innan tíðar til fyrri stefnumála,” sagði Ólafur Ragnar Grimsson að lokum. BS. Ólafúr Ragnar Grimsson i hópi samherja f Alþýðubandalaginu. Fremstur er Ragnar Arnalds, fyrir ofan Eðvarð Sigurðsson (t.v.) og Lúðvik Jósepsson. DB-mynd: Hörður. J frfálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978. Sú fyrsta á steypu- bíl Sigrún Sigurðardóttir heitir stúlkan á myndinni og ökumaður steypubílsins. Eftir því sem næst verður komizt er hún fyrsta konan hérlendis sem gegnir því veigamikla hlutverki að aka steypubíl. Sigrún, nú á 24. ári, er ráðin hjá Steypustöðinni hf. við Sævarhöfða Reykjavík. Hún tók meirapróf í desem- ber sl. og hefur því ekki ýkja langa reynslu af akstri bifreiða í svokölluðum D-flokki. Störf hóf hún hjá Steypustöð- inni i gærmorgun og var að leggja upp í þriðju ferð sína á steypubílnum sinum, nýþvegnum og gljáfægðum, þá er Ijós- myndari DB smellti af henni mynd. Er hún var innt eftir hvemig það væri að aka steypubifreið i fyrsta sinn, lét hún sér fátt um finnast, en sagði aðeins: „Jú, þetta er ný reynsla.” —JÁ—. balvaskur kvenmaður, hún Sigrún! XðÞaöN ? Kaupið^ TÖLVUR >, QG TÖLVUUR BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.