Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. 3 Leyfið beinum feðranna að hvíla í friði — segir bréf ritari Einar Ingvi Magníisson skrifan Eins og mörgum er kunnugt stend- ur yfir um þessar mundir fornleifaupp- gröftur frá miðöldum að þvi talið er, við Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Þar eins og víðar vinna fornleifa- fræðingar að rannsókn horfinnar menningar til þess að fræða okkur um liðna tið svo við getum lært af henni og betrumbætt okkar eigin menningu ogarf. Á Stóru-Borg hafa fundizt margir munir og hvorki meira né minna en 41 beinagrind (21. júlí 1978), þar sem uppgraftarsvæðið er forn kirkjugarð- ur. (Sagt er frá uppgreftrinum í Mbl. 21. júli sl.). Það var einmitt i sambandi við beinagrindurnar, sem ég set þetta á blað því eins og kom fram i Mbl. lét einn fornleifafræðingur eftirfarandi orð falla um jarðneskar leifar senni- legra forfeðra undirritaðs, sem ætt- aður er undan Eyjafjöllum: „það er ekkert við þær að gera annað en að Lítið þarf til að setja leiðindasvip á annars vistlegan Anna skrifar: Á dögunum kom ég á „helgastá stað þjóðarinnar” Þingvöll og lagði leið mína í Valhöll, eins og fleiri sem þang- að koma. Það er ljómandi viðurgjörn- ingur á staðnum og vel snyrt i kring- um húsið. En hvers vegna þarf að vera svona lítið „huggulegt” á salerni sem ætlað er fyrir konur? Á gólfinu eru mósaikflísar en á stór- um kafla eru flísarnar horfnar. Ekki nóg með það heldur var gólfið alls ekki stað vel hreint og svona frekar leiðinlegur svipur á snyrtiherberginu. Að visu er þetta snyrtiherbergi aUs ekki með þeim verstu sem ferðamenn koma í á ferðum sinum um landið. — Mjög víða eru handlaugar stiflaðar og sirennsli i salemisskálum. Það þarf svo ótrúlega lítið til þess að gera leiðinlegan svip á annars vistleg- an stað og virðist ekki miklu þurfa til að kosta að lagfæra kvennasalernið á „hinum helga stað". tslenzkir vegir vekja gjarnan athygU útlendinga og ekki að ástæðulausu ef dæma má eftir myndinni hér að ofan. Vegurinn heflaður „þjóðhátíðarárið” Var það kannski 1874? 0317-3852 skrifan Um daginn lá leið mín frá Þingvöll- um framhjá Ljósafossi. Aldrei á ævi minni hef ég komið á annan eins veg. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að vera á rútu en ekki eigin bifreið. í fyrra átti ég nokkuð oft leið þama um veginn og hélt að hann gæti varla orðið verri en hann var þá. En ég tek orð mín aftur. Hann er miklu verri núna en hann var I fyrra. Gamall maður sem ég hitti á þessari leið I fyrra sagði að vegurinn hefði ekki verið heflaður síðan „þjóðhátið- arárið” ’74! Mér láðist að spyrja hvort það hefði verið þjóðhátiðarárið 1874! Það væri alveg i samræmi við ástand vegarins. Vesalings fólkið sem þarf að búa við svonavegi áreftirár. gera af þeim uppdrátt og leyfa síðan sjónum að hirða þær”. Á meðan fólk er jarðsett nú á dög- um með virðulegri athöfn eru forn- leifafræðingar að kroppa upp úr moldinni bein og jarðneskar leifar fólks til að kasta á þær aldursgreiningu sem hefur litinn sem engan tilgang og brenna þær síðan, setja á söfn eða láta sjóinn hirða þær. Finnst ykkur slikt athæfi ekki fárán- legt? Ég er hræddur um að nútímamönn- um þætti ekki gaman að vita til þess að eftir nokkrar aldir fyndist forn kirkjugarður í brekkunni upp af Foss- vogi og að þar yrði hafmn mikill upp- gröftur þar sem beinagrindum yrði hrúgað upp úr jörðinni. Tölu yrði kast- að á beinin. Þau yrðu aldursgreind og þeim síðan fleygt. Nei. Það minnsta, sem hægt er að biðja fornleifafræðinga um að gera er að leyfa beinum feðranna að hvíla í dufti jarðar en snúa sér þess i stað af alhug að lifsháttum fornra þjóða sem þjónar áreiðanlega meiri tilgangi. Raddir lesenda Hringið í síma 27022 Ummm ísinn á Skalla Ótaltegundiraf ís. ís meó súkkulaöi, ís meö hnetum. -Allskonar ís, shake og banana-split. Lækjargötu 8, Hnaunbæ102 Reykjávíkurvegi 60 Hf. Hvaðætlarþú aögeraum verzlunarmanna- helgina? Bryngeir Guðmundsson: Ég hef verið að spá i að fara í Þórsmörkina. Það er nú ekki alveg ákveðið. Ólafur Sigmundsson: Ég ætla að hafa það rólegt heima. Þá verður maður ekki fyrir neinu. Ragnhildur Gunnarsdóttir: Fara á Rauöhettumótið. Við förum saman nokkrir krakkar. Sigriður Bragadóttir: Um Verzlunar- mannahelgina verð ég að vinna. Ég verð i sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra i Reykjadal. Jón Erlingsson: Vera heima og slappa af. Það er bezt. Ásta tsberg: Ég fer að Galtalæk og sýni þar fimleika á vegum Gerplu. Hvað ég geri annað um helgina er enn óráðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.