Dagblaðið - 03.08.1978, Síða 7

Dagblaðið - 03.08.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. 7 Vestur-Þýzkaland: Verður Sjóland næsta skattaparadís Evrópu — gamall loftvarnapallur á Norðursjó lýstur sjálfstætt ríki Geta þrettán hundruðrúmmetrar af stáli verið ríki þó svo þeir standi á tveimur stoðum sem hvila i botni Norðursjávar? Kannski er þrítugasta og fimmta riki Evrópu að fæðast og þá verður það gamall ryðgaður pallur á Norður- sjónum. I flestra eyrum hljómar þetta sem grín en mál vegna þessa mun þó vera rekið fyrir vestur-þýzkum dóm- stólum í fullri alvöru. Upprunalega var pallurinn notaður sem stæði undir loftvarnabyssur í seinni heimsstyrjöld- inni en var síðan skilinn eftir í reiði- leysi átta sjómilum undan suðurströnd Englands. Að sögn vestur-þýzka tímaritsins Der Spiegel lagði brezkur liðsforingi hald á pallinn árið 1967. Þegar fulltrú- ar brezka flotans komu og ætluðu að fjarlægja mannvirkið gerði Roy Bates, en svo heitir liðsforinginn, sér lítið fyrir og varðist með skothríð. Ekki vildi sjóher hennar hátignar sætta sig við slíkar viðtökur og kærði manninn en hann var sýknaður á þeim grund- velli að pallurinn lægi utan þriggja mílna landhelgi Bretlands og væri þar af leiðandi ekki hluti Bretlands. Þessi niðurstaða mun hafa kveikt hugmyndina að nýja rikinu hjá hans hátign Roy hinum fyrsta eins og liðs- foringinn fyrrverandi kallar sig nú. Síðan dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn er pallurinn gamli orðinn sérstakt riki í hans augum. Roy hinn fyrsti hefur hafið útgáfu sérstakrar myntar fyrir Sjóland, nýja rikið, og hann hefur veitt samtals eitt hundrað og fimmtán manns ríkisborgararéttindi. Roy hinn fyrsti hefur nefnt riki sitt „Furstadæmið Sjóland”. Hefur hann skipað vestur-þýzkan prófessor, Alexander Achenbach, sem formann ríkisráðsins og utanríkisráðherra. Að sögn tímaritsins Ðer Spiegel eru allar horfur á að vestur-þýzkir dóm- stólar muni innan skamms fá þá spurningu til afgreiðslu, hvort Sjóland geti í skilningi stjórnarfarsréttar talizt riki. Ástæðan fyrir þvi að málið verður tekið fyrii vestur-þýzkan dómstól mun vera sú að utanríkisráðherra Sjólands, Achenbach prófessor, hefur krafizt þess að fá sjólenzkan ríkisborgararétt viðurkenndan en hinn vestur-þýzka afturkallaðan. Achenbach hefur reyndar tapað sams konar máli tvisvar en lætur ekki deigan síga og næst mun hann reka málið fyrir dómstóli í Köln. Hafa alls kyns sérfræðingar verið kallaðir til ráða og spurningin er: Geta þrettán hundruð rúmmetrar af stáli sem hvíla á tveim stoðum á botni Norðursjávar viðurkennzt sem sjálf- stætt riki? Achenbach svarar þessari spurn- ingu játandi. Sjóland hafi allt sem þurfi. Að visu fáa íbúa en stjómkerfi og yfirráðasvæði sem ekki sé ágrein- ingur um. Andstæðingarnir segja aftur á móti að hið svokallaða Sjóland sé enginn hluti af yfirborði jarðar heldur mannanna smíð og forgengi- legt sem slíkt. Stríðið fyrir dómstólunum stendur sem hæst en Roy fyrsti er hinn bjart- sýnasti og hyggur meðal annars á að gera Sjóland að helztu skattaparadis á jörðu hér. Ætlar hann að taka sér þar Lichtenstein til fyrirmyndar en þar hafa mörg fyrirtæki sett upp svokall- aðar skrifstofur, sem ekki eru annað en einn póstkassi. Virðist það hæfileg stærð fyrir Sjóland. Einnig á að setja upp spilavíti. Að siðustu má geta þess að Roy fursti ætlar að koma hinum rauð-hvit-svarta fána sínum á sem flest skip og að sjálfsögðu ekki ókeypis. Þar ætlar hann að sigla í kjöl- far ríkja eins og Liberíu og Panama. Mikla athygli vakti er Achenbach fékk bréf frá vestur-þýzka utanríkis- ráðuneytinu þar sem hann var titlaður hr. utanrikisráðherra. Vilja sumir túlka þetta sem viðurkenningu á Sjó- landi og þykir ráðuneytið hafa leikið af sér með þessu. Erlendar fréttir _ . _ ( 1 ÓLAFUR ÍS y GEIRSSONjP r t < lí REUTER J] Þrettánára yfirErmarsund Carli Bennison, þrettán ára brezkum pilti, tókst það sem mörg- um fullorðnum hefur orðið ofviða, að synda yfir Ermarsund. Hann hóf sundið frá Dover á Englandi og kom að landi við Wissant í Frakklandi. Hafði hann þá verið þrettán klukkustundir á sundi. Vegalengdin er um það bil tuttugu ogein míla. Kúba býður gögn varðandi Kennedymorðið Stjórn Kúbu hefur ákveðið að rannsaka morðið á Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta og hefur boðið fram sönnunargögn um að menn þaðan hafi ekki átt neinn hlut þar að. Aftur á móti notuðu Kúbanir tækifærið og sökuðu öryggislög- regluna bandarísku CIA, kúb- anska útlaga og bandarísku Mafí- una um að hafa átt þátt í morðinu. Fangaskipti fyrirhuguð? Bandarískur gyðingaprestur sem haft hefur milligöngu um að fá sovézka andófsmenn lausa úr haldi, mun að sögn halda til Aust- ur-Berlínar í næstu viku og halda þá áfram samningaviðræðum varðandi Anatoly Scharansky, sem nýlega var dæmdur til dvalar í vinnubúðum og síðan öryggis- gæzlu. Hljóðaði dómurinn upp á þreftán ár fyrir landráð og áróður gegn Sovétríkjunum. Undan- farna daga hefur verið mjög sterk- ur orðrómur á kreiki um að skipt yrði á Scharansky og einhverjum fanga hliðhollum Sovétríkjunum, sem sæti í fangelsi i Bandarikjun- um. Myndin er tekin á hinu örlagarfka andartaki, þegar verið er að leiða skæruliðana á brott frá irakska sendiráðinu og öryggisverðir þar hefja skothríð á þá og frönsku lögregiumennina. Tveim öryggisvarðanna hafa frönsk stjórnvöld nú visað úr landi. Þrettán þúsund lögreglumenn um allt Frakkland hyggjast taka þátt i jarðarför hins 33 ára gamla félaga þeirra, er fórst i bardaganum við sendiráðið. KfF'1 ■= ««v(; Langerma og stutterma bo/ir í úrva/i. Þrykkjum myndir pg nöfn á boli °9 búninga. Bikcirinn /f. Sportvömverslun Hafnarstræti 16 sími 24520

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.