Dagblaðið - 03.08.1978, Side 8

Dagblaðið - 03.08.1978, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. Austur á Reyðar- ftrði sprengja Kanar og Rússar samanígóðu — tilgangurinn er neðansjávarrannsóknir á þurru landi Austur á Rcyðarfirði kveða við tor- kennilegar sprengingar oft á dag, þessa dagana og hafa þær vakið tortryggni ýmissa ferðamanna, seni ekki vita hvernig er i pottinn búið. Rússneskir bil- ar með útlcndinga innanborðs sjást á stjái i kringum sprengingarnar, sem enn eykur á grunsemdir um að ekki sé allt meðfelldu. 1 gær og i fyrradag gafst blaðamanni DB kostur á að fara um svæðið með Stefáni Sigurmundssyni, fulltrúa Orku- stofnunar og kynna sér þessi „dular- fullu"dínamitdúndur. í stuttu máli eru þarna saman komnir kanadískir, bandariskir, vestur-þýzkir, brrezkir, danskir, íslenzkir og sovézkir vísindamenn og eru að framkvæma harla athyglisverðar rannsóknir. Þeir eru nefnilega að rannsaka norður Atlantshafshrygginn þarna upp á þurru landi. Sem kunnugt er liggur hryggur þessi upp að landinu suðvestanverðu og heldur eldstöðvalína hans áfram þvert yfir landið. Eldsumbrotin þrýsta frá sér í báðar áttir þannig að Vestfirðir og Aust- firðir, elztu hlutar islands, eru alltaf að fjarlægjast og þarmeð að fjarlægjast hrygginn sjálfan. Það er skoðun visindamannanna að áður hafi þeir verið undir sjó og hlutar af hryggnum þannig að það sparar stórfé og fyrirhöfn að rannsaka hann á þurru landi i stað rannsókna af risaskipum. Til þess að kanna bergtegundirnar sem bezt, hefur verið reistur bor, sem áætlað er að bori niður á 2500 metra dýpi fyrir haustið. Þá eru einnig framkvæmdar spreng- ingar til að framkalla bergmál er gefur jarðtegundir og lagaþykktir til kynna. Sameiningatákn erlendu visinda- Rússarnir sprengja nokkur kíló af dinamiti úti I sjó. Enginn dauður fiskur flaut upp i þetta skiptið og mjög lítið er um það, að sögn kunnugra. DB-mynd: G.S DB-mynd: G.S. Igor Lidvienco, yfirmaðurRússanna, blaðamaður DB og Nicolai Vladimirovitz skoða i.tkomuna af síðustu sprengingu á pappír úr sírita. DB-mynd: Stefán S. Stefán Sigurmundsson ræðir við Sigurð Baldursson, bónda á Sléttu, en aðal rann- sóknirnar fara fram í landi Sigurðar. Ákveðið var að færa sprengisvæðin fjær mcð tilliti til væntanlegrar silungsgengdar í nálæga á. DB-mynd: G.S. Annars var sameiginlegur svipur þessa óskylda hóps. glaðværð og manneskjuleg framkoma. G.S. Gylfi Gautur Pétursson undirbýr fcrðuðust einnig á Rússajcppa. DB-mynd: G.S. mannanna er Gylfi Gautur Pétursson, enda sér hann um allar sprengingarnar fyrir hönd Orkustofnunar. Að sögn Stefáns greiða íslendingar sáralítinn kostnað af þessum rannsóknum, en öðlast hins vegar hafsjó af fróðleik þar sem visindamennirnir skilja hér eftir afrit af öllum sínum athugunum og íslendingar hafa aðgang að framhaldsrannsóknum gagna. Þar sem þessar vísindaferðir Rúss- anna, sem staðið hafa i nokkur sumur, hafa sérstaklega vakið tortryggni, tók Stefán fram að þeir væru sérlega skil- vísir á öll gögn og væru ávallt reiðu- búnir að veita upplýsingar um störf sín. Sannreyndi blaðamaður það bæði hjá Rússunum og Bandaríkjamönnunum. Islendingar gætu talsvert lært af tillits- semi þeirra við umhverfið því stöðugt voru þeir á varðbergi með að valda sem minnstu spjöllum og sem minnstu ónæði fyrir nágrannana.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.