Dagblaðið - 03.08.1978, Page 10

Dagblaðið - 03.08.1978, Page 10
10 MMBIADIÐ IijaJst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið'hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. RitstjóH: Jónas Krístjánssorv Fréttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjórí ritstjómar Jóhannas Reykdal. íþróttir: HaHur Simonarson. Aðstoóarfréttastj^ar AtH Stainarsson og Ómar ‘Valdimarsson, Handrít: Ásgrímur Pálsson. ' "Blaöamenn: Anna Bjámason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, HaHur HaNsson, Helgi Pétursson, Jónife Haraldsson, Ólafur Goirsson, Ólafur Jónsson( Ragnar Lár., Ragnheiður Krístjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Páisson. Ljósmyndir: Ari Krístinsson Ámi Páil Jóhannsson, Bjamlaifur Bjamlaifsson, Hörður VHhjálmsson,- Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðssdn. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Drerfing arstjóri: Már E.M. HaHdóreson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeikJ, auglýsingar og^krifstofur Þverhohi 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðuníúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvp'«ur hf. Skeifunni 10. Einföld lausn DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. JÓNAS KRISTJANSSON íslenzkt þjóðfélag er fullt af mótsögn- um, sem byggjast á vanabundnum hugs- unarhætti ráðamanna okkar. Þeir eru svo samgrónir gömlum hefðum, að þeir. neita að sjá tiltölulega einfaldar lausnir á brýnum vandamálum. Við höfum átt í miklum erfiðleikum í viðskiptum við Sovétríkin. Erfitt hefur reynzt að finna afurðir, sem Rússar vilja kaupa hér í skiptum fyrir olíuna. Þegar kemur að einstökum samningum um, hvernig fylla beri upp í rammasamninga Sovétviðskipta, hefur oftast reynzt erfitt að ná samkomulagi um verð og magn. Hinir íslenzku seljendur hafa oft talið sig bera skarðan hlut frá borði. Vöruskiptajöfnuðurinn gagnvart Sovétríkjunum hefur löngum verið afar óhagstæður. Stundum hafa skuldir íslands gagnvart þessum mikla viðskiptaaðila komizt á svo hátt stig, að Rússar hafa þurft að koma at- hugasemdum á framfæri. Vandinn er þveröfugur í viðskiptum okkar við sum önnur lönd. Þar eiga viðskiptaþjóðir okkar í vandræðum með að finna vörur, sem við viljum kaupa af þeim í skipt- um fyrir fiskafurðir. Portúgal og Nigería eru greinileg dæmi um slíka við- skiptaerfiðleika. Nigeríumenn hafa oft lagt stein í götu ís- lenzks skreiðarinnflutnings án efa af gremju út af tregðu okkar við að finna hjá þeim vörur til að kaupa í staðinn. Portúgalir sendi hingað fjölmenna sendinefnd til að reyna að fá okkur til að jafna viðskiptin við þá. Það hefur gengið illa og er nú svo komið, að saltfiskútflutn- ingur til Portúgal er í mikilli hættu af þeim sökum. í þessu stríði virðist Portúgölum hafa tekizt að knýja íslendinga til að láta smíða þar syðra togara, sem við þurfum sennilega ekki á að halda og sem heppilegra væri að smíða í verkefnasnauðum skipasmíðastöðvum á ís- landi. Svo vel vill til, að vandamálið er unnt að leysa án fár-. ánlegra vinnubragða á borð við smíði togara í Portúgal. Við getum keypt af þeim olíur úr hráolíu frá Nigeríu. Með þessari einföldu breytingu er unnt að koma á meiri viðskiptajöfnuði gagnvart þremur löndum, Sovét- ríkjunum, Portúgal og Nigeríu. Með henni er lika unnt að gæta verulega samningsaðstöðu okkar gagnvart þessum löndum. Gerð hefur verið tilraun með olíukaup frá Portúgal og virðist hún hafa gefizt vel. Verðlagning ætti ekki að verða erfið, þvi að olían frá Sovétríkjunum er keypt á út- reiknuðu heimsmarkaðsverði hverju sinni. Einkennilegt er, að embættismenn og ráðherrar skuli ekki hafa séð jafn einfalda lausn og þessa á þríþættu vandamáli. Sumir áhorfendur hafa viljað gruna þá um græsku og telja þá hafa önnur sjónarmið í huga en ís- lenzka viðskiptahagsmuni. Hitt er líklegra, að þetta sé bara dæmi um forpokun í gömlum viðskiptahefðum. Allar breytingar eru eitur í beinum þeirra, sem hugsa á brautum vanans. Nigeríumenn eiga hráolíu, sem þeir þurfa að losna við. Portúgalir eiga olíuhreinsunarstöðvar, sem þurfa aukin verkefni. Rússar eiga torinnheimtanlega olíupeninga hjá íslendingum. Og íslendingar sitja uppi með skreið og saltfisk. Öll þessi vandamál má laga stórlega með einni ein- faldri tilfærslu. Bandaríkin: Hafa foringjar FBI framið meinsæri og staðið fyrir morði? svo segir fyrrverandi starfsmaður Alríkislögreglunnar Snemma morguns á síöasta ári fannst lík Williams C. Sullivan fyrr- verandi yfirmanns hjá FBI, Alrikislög- reglu Bandaríkjanna, ekki fjarri heim- ili hans í New Hampshire í Bandaríkj- unum. Hafði hann veriö skotinn aftan frá með langdrægum riffli. Að sjálf- sögðu vakti drápið athygli meðal ná- grannanna, en til allrar hamingju gat lögreglan upplýst málið skjótlega að því er virtist. Að hennar sögn hafði hér orðið hrapallegt slys, en þó að fullu útskýranlegt. Sama morgun og lík hins fyrrver- andi FBI foringja fannst gaf ungur maður sig fram á næstu lögreglustöð og sagðist svo frá að hann hefði verið á veiðum með Sullivan og tekið feil á honum og dádýri. Þar með taldi við- komandi lögreglustjóri málið upplýst og raunar flestir. Hefði það að líkind- um verið gleymt og grafið ef ekki hefði tvennt komið til. t fyrsta lagi var haft samband sím- leiðis við vikuritið Seven Days og í öðru lagi kom lögfræðingur einn að nafni William Kunstler til skjalanna. Símhringingin til Seven Days tíma- ritsins var í mars siðastliðnum og var þar á ferðinni lögfræðingur, sem ekki hefur fengizt nafngreindur. Sagðist hann meðal annars reka mál fyrir hönd fyrrverandi starfsmanns FBI, sem gjarnan óskaði eftir að segja frá margs konar lögbrotum sem þrifizt hefðu í skjóli Alrikislögreglunnar. Sagði lögmaðurinn að skjólstæðingur hans segðist sjálfur hafa tekið þátt í mörgum þessara lögbrota. Honum væri aftur á móti mjög hugleikið að upplýsa bandarískan almenning um þessi mál. En þvi væri ekki að leyna að hann óttaðist nokkuð um líf sitt ef hann hæfi slíkar uppljóstranir. Sagði þessi ónefndi lögmaður að skjólstæðingur hans væri sannfærður um að William C. Sullivan hefði alls ekki látizt vegna neins slysaskots. Hann hefði verið skotinn til að koma í veg fyrir að hann vitnaði gegn FBI fyrir Öldungadeildarnefnd sem rann- sakaði þátt FBI í rannsókn morðsins á Kennedy forseta og Martin Luther King. Þeir sem ræddu við lögfræðinginn fyrir hönd tímaritsins voru í fyrstu nokkuð tortryggnir. Hvort var hér um að ræða mann sem vildi létta á sam- vizkunni eftir tuttugu ára störf fyrir FBl eða var Alríkislögreglan sjálf að leggja fyrir þá gildru. Þess vegna var allrar aðgæzlu þörf er stefnumót var ákveðið við FBI starfsmanninn í byrj- un, til að forðast eftirleitarmenn og hleranir. Loks var talið óhætt að ræða við starfsmanninn fyrrverandi og búið að ganga úr skugga um, að hann væri ekkertaðþykjast. Kom þá meðal annars fram að hann fullyrti að Alrikislögregian, sem stofn- uð var til að gæta laga og réttar hefði verið mjög stórtæk í að brjóta þau sjálf. Til dæmis sagði hann að þeir stjórnendur, sem komið hefðu til yfir- heyrslu hjá þingnefndum og svarið þar að segja sannleikann og ekkert nema sannleikann hefðu síður en svo staðið við það. Alls hefðu yfirmenn FBI viður- kennt að stofnunin hefði brotizt inn án heimildar tvö hundruð þrjátíu og átta sinnum. Þetta sagðist lögreglu- maðurinn fyrrverandi vita að væri alltof lág tala. Staðreyndin væri, að margar skrifstofur FBI víðs vegar um Bandarikin hefðu haft sérdeildir, sem ekkert gerðu annað en brjótast inn. Þannig hefði þessu í það minnsta verið háttað á sjötta áratugnum. I Chicago einni hefðu tuttugu og fjórir haft þennan starfa með höndum. Vaktir hefðu verið dag og nótt og stöðugt farið inn i hibýli af ýmsu tagi. Því hefði verið réttara að segja nefnd öld- ungadeildarinnar að FBI hefði brotizt tíu þúsund, tuttugu þúsund eða jafn- vel þrjátíu þúsund sinnum inn án heimildar. Starfsmaðurinn fyrrverandi sagði að FBI hefði notað alls konar aðferðir við innbrot sín. Hefði þess verið gætt að hafa þau eins litt áberandi og unnt J. Edgar Hoover fyrrverandi forstjóri FBI var ekki talinn kalla aUt ömmu sína en þó tókst aldrei að klekkja á honum. Eftirmenn hans hafa aftur á móti lent i margháttuðum vandræðum. Þeir sem helja störf hjá FBI verða að vera vel Ifkamlega haldnir og auk þess stunda stöðugar æfingar. FBI starfsmenn eru látnir stunda skot- æSngar reglulega. var og við þau notuð hávísindalegar aðferðir svo jafnvel næstu nágrannar urðu einskis varir. Stundum þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að brjótast inn ef húsvörður í viðkomandi byggingu var eins og svo margir Bandaríkjamenn trúr yfirvöldunum. Var hægt að fá lánaða lyklana að við- komandi skrifstofum og þá tekin af þeim mót til notkunar síðar. Misjafnt var, hvernig þurfti að launa slík störf, bæði hefði verið um að ræða beinar peningagreiðslur og þakkarskírteini frá sjálfum höfuð- paurnum Edgar Hoover. Fleiri hefðu viljað hin síðarnefndu. Hefði þá einnig verið hægt að hafa meira taumhaíd á viðkomandi ef hann sýndi einhverja tilburði til að hlaupa með vitneskju sína til óæskilegra aðila. I samtalinu við Seven Days skýrði hinn fyrrverandi FBI maður frá því hvernig þess hefði verið vandlega gætt að velja aðeins þá starfsmenn í þessi störf sem þagað gætu við eiginkonur, kærustur, foreldra og vinnufélaga yfir störfum sínum. Siðan hefðu þeir hlotið margs konar þjálfun. Einnig hefði ekki verið hikað við að neyta þeirra bragða sem tiltæk voru gagnvart þeim sem nóg var boðið og vildu skýra frá hinni ólöglegu starfsemi. Einnig benti lögreglumaðurinn fyrr- verandi á að árangur FBI við rann- sóknir mála væri furðulítill og engan veginn í samræmi við þann orðstír sem farið hefði af starfseminni eða þeim kostnaði sem lagt væri i hana. Nú er svo komið að sérstök rann- sóknarnefnd á vegum Öldungadeildar bandaríska þingsins hefur krafizt rannsóknar á ailri starfsemi FBl. Inn í þá rannsókn flækjast þeir fyrrverandi forstjórar Alríkislögreglunnar, sem enn eru á lífi. Auk þess hefur verið krafizt rannsóknar á störfum sextíu og átta fyrrverandi og núverandi starfs- manna. Ekki hefur alls verið getið. Lög- fræðingurinn William Kunstler, sem nefndur var hér að framan hefur kraf- izt þess að rannsókn verði tekin upp aftur á dauða William C. Sullivan fyrrverandi foringja hjá FBl. Telur Kunstler að margt bendi til að þarna hafi verið óhreint mjöl í pokáhorninu. Hefur hann meðal annars bent á að Sullivan hafi verið skotinn á sjötíu og fimm metra færi með veiðiriffli með áföstum kíki sem stækki fjórum sinn- um. Maðurinn sem hleypt hafi af sé þjálfaður skotmaður, sem engan veg- inn hafi getað ruglað saman hvitum blettum í veiðijakka Sullivans og dá- dýri. Einkum sé málið dularfullt, þegar þess er gætt að veiðijakki hans var svartur og rauður.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.