Dagblaðið - 03.08.1978, Side 17
ÐAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978.
17
Geysirgaus 40-50 m
gosi á laugardaginn
— Með lagfæringu á skál hversins má hef ja hann til vegs
á nýjan leik
Á laugardaginn var með mannahjálp
framkallað gos í Geysi í Haukadal og
var það fyrsta gosið sem úr hvernum
kemur síðan í ágúst í fyrra. Það var
Hallgrímur Björnsson efnafræðingur
sem nánast stjórnaði athöfninni með
dyggilegri aðstoð Þóris, sonar Sigurðar
Greipssonar „Geysisvarðar”.
Hallgrímur sagði að gosið nú hefði
verið fallegt, 40—50 metra vatnssúla, þá
loksins það kom í fjórðu lotunni frá
hvernum. Tæmdi hverinn sig alveg, sem
þýðir að hann sendir úr sér um 170
tonn af vatni. Að sögn Hallgríms fylgdi
talsvert grjótkast gosinu nú og kvað
Hallgrímur það stafa af steinkasti ferða-
manna i hverninn og þar sem u.þ.b. ár
leið frá síðasta gosi voru steinarnir
margir sem hverinn endursendi upp á
yfirborðið.
Hallgrímur kvað ekkert þýða að huga
að gosi í Geysi nema i góðu veðri. „Við
mælum botnhita hversins og hann þarf
að vera 123—125 gráður á Celcius.
Skálina þarf síðan að tæma sem bezt, þvl
þar kælist vatn Geysis mikið og færi
kæling þar niður fyrir 70—80 gráður
þýðir ekkert um gos að hugsa. Því er
veðurstilla nauðsynleg forsenda Geysis-
goss. Við gostilraun dregur hverinn
niður i göngin vatn úr skálinni og sé það
of kalt verður ekki um gos að ræða,”
Hallgrímur setti í hverinn á laugar-
daginn um 80 kg af sérstaklega lagaðri
sápu. Var sápan látin í hverinn klukkan
eitt. Kl. 2.07 byrjaði Geysir Geysir að
„skvetta af sér” sem þýðir að hverinn
tæmir sjálfur úr skálinni. Siðan hófust
Flugleiðir fá stærri bita af
pflagrímaflutningunum:
NÚ ER ÞAÐ DJAKARTA
ALLA LEIÐ TIL JEDDA
gosin. 1 tveimur fyrstu náði Geysir sér
ekki upp, enda kom vestan garri og
rigning með kulda en loks í þriðju
tilraun eða fjórðu lotu kom gosið, fallegt
og hreint eins og áður segir.
Hallgrímur segir að brýna nauðsyn
beri til að gera aftur lagfæringar á renn-
unni sem gerð var í skál hversins af þeim
Trausta Einarssyni og Jóni úr Mörk á
fjórða áratug aldarinnar. Fram að því
hafði hverinn ekki gosið í um 30 ár.
Þeir 2—3 sekundulítrar vatns sem úr
hvernum renna stöðugt hafa borið
kísillög í rennuna og hækkað skál hans
Dýpka þarf rennuna sem fyrst að dómi
Hallgríms, þvi ef hún stíflast alveg og
vatnið flýtur yfir skálarbrúnir, hækkar
skálina af kísilinnihaldi vatnsins og
hverinn hættir áð gjósa alveg eins og
forðum. Sagði Hallgrímur dæmi um
hver sem alveg hefur stiflazt á þennan
hátt skammt frá Geysi.
Við tilfæringar sínar til að ná gosi,
þegar aðstæður eru góðar, nota
Hallgrímur og Þórir Sigurðsson gúmmi-
slöngur til tæmingar skálarinnar áður en
sápanersett bverinn.
„Það er alltaf tilkomumikið að sjá
Geysi gjósa,” sagði Hallgrímur. „Gosið
varir i 20—30 mínútur frá byrjun til
loka. Hann gýs allt öðru visi en
Strokkur, sem var lífgaður upp frá
dauðum með borun og gýs öðru vísi en
áður, eða með einfaldri „sprengingu” og
oftar en fyrr.” ASt.
Flugleiðir hafa undanfarið kannað
möguleika á flutningi pilagríma á trúar-
hátíð Múhameðstrúarmanna í Mekka.
í gær barst skeyti frá Þórarni
Jónssyni, sem hefur samið um þessi mál
af hálfu Flugleiða. 1 skeyti þessu kemur
fram, að samningar hafa tekizt við
Indónesiumenn um flutning á píla-
grímum frá Djakarta til Jedda í Saudi
Arabíu. Gert er ráð fyrir 50 flugum þ.e.
25 flugum hvora leið og að farþegar geti
verið um 12500. Flutningar þessir
hefjast 8. október og standa til 7.
nóvember og hefjast svo aftur 17.
nóvember og standa til 16. desember.
Hér er um að ræða 21 klst. flug fram
og til baka, sem er mun lengra flug
heldur en Flugleiðir hafa áður haft með
höndum. Ein þota DC-8 verður notuð til
þessara flutninga.
Indónesíumenn munu hafa látið í Ijós
óskir um frekari flutning, og gera
Flugleiðamenn sér vonir um, að þessi
viðskipti aukist verulega í framtíðinni.
GAJ
Gosið tigulega, sem Hallgrfmur og
Þórir fengu úr Geysi sl. laugardag.
Vatnssúlan náði 40—50 metra hæð.
DB-mynd Dagbjartur M. Jónsson.
Thorex- pakkaraðhúsgögn
Nýjasta nýtt! og aðeins í J.L. húsinu.
Ekki afvonzku
okkarhelduraf
SPÆNSKRI
VERÐBÖLGU
Lúðvíg Hjálmtýsson ferðamálastjóri
vildi koma á framfæri áréttingu við frétt
i DB í gær. Þar er haft eftir honum að
ódýrar Spánarferðir verði brátt úr
sögunni. Vildi Lúðvig bæta því við að
þetta væri ekki af neinni vonzku
hérlendra manna heldur af því að
verðbólgan á Spáni væri orðin mjög
mikil. Hótel þar eru til sölu í stórum stíl
vegna þess að þarlendir menn sjá fram á
að þurfa að greiða starfsfólki aukið kaup
á næstunni.
Hvað sig varðaði vildi Lúðvig að það
kæmi fram að hann óskaði þess af öllu
hjarta að íslendingum yrði gert kleift að
ferðast í auknum mæli til útlanda, ekki
sízt með því að auka við þá gjaldeyris-
skammtinn.
ds
Ódýrt- einfalt- fyrir unglinga á öilum aldri.
Húsgagnadeild
Jón Loftsson hf.
LiTl l.....j Fl Ljj
___________________i 11
Hringbraut 121 Sími 1
Thorex - pakkaraðhúsgögn.
Húsgögn, sem hver maöur
getur raöað að eigin vild
og flutt og
breytt eftir þörfum.
Thorex-pakkaraðhúsgögn, hönnuð af
Sigurði Karlssyni.
Sófi, stólar, hillur, borö, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm.
Fást lökkuð eða ólituð, þér getið ráðið litnum sjálf.